Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 7
Þri&judagur 29. nóvember 1994 Wínmm 7 Mikib fjölmenni sótti þing framsóknarmanna á Sögu um helgina og var þátttakan meiri en oft ábur. Þótti þingib heppnast vel. Fulltrúar á flokksþingi. Stjórnmálaályktun 23. flokksþings Framsóknarflokksins sem haldiö var um helgina: Fólk í fyrirrúmi 23. flokksþing framsóknar manna, haldib í Reykjavík dagana 25.-27. nóvember 1994, bendir á aö stöönun og samdráttur, skattahækkanir og kjaraskeröingar, atvinnu- leysi og ríkissjóöshalli hafi einkennt þetta kjörtímabil. Vaxtahækkanir og skatta- álögur á atvinnulífiö leiddu til taprekstrar fyrirtækja, minnkandi fjárfestinga, minni atvinnu og kjaraskerö- ingar af þeim sökum. Vegna abgeröa ríkisstjórnarinnar er neybarástand á þúsundum heimila í landinu og gjald- þrot blasir vib mörgum þeirra. Þetta ástand hefur til viöbótar viö atvinnuleysiö skapaö margvísleg félagsleg vandamál og lagt auknar byrbar á sveitarfélögin. Þrátt fyrir hagstæb ytri skil- yröi, hækkandi verö á erlend- um mörkuöum, metloönuver- tíö og aukinn afla af fjarlægum miöum erum við enn föst í vítahring stöönunar og sam- dráttar. í ítarlegum ályktunum flokksþingsins um atvinnu-, efnahags-, kjara- og ríkisfjármál þar sem fólkið er haft í fyrir- rúmi eru raktar þær aögerðir sem flokksþingið leggur áherslu á að gripið veröi til, en bent skal sérstaklega á eftirfarandi: ‘Auknar fjárfestingar í at- vinnulífinu eru lykillinn að uPPbygginSu Þess- ‘Byggðastofnun veröi breytt í byggð og atvinnuþróunarstofn- un sem verði vettvangur sam- starfs ríkis, sveitarfélaga og að- ila vinnumarkaðarins um upp- byggingu atvinnulífsins. Verk- efni atvinnuþróunarstofnunar verði m.a. að aöstoða einstak- linga viö stofnun fyrirtækja, veita lán, styrki og útvega á- hættufé til uppbyggingar nýrr- ar starfsemi. *Leitað verði samninga vib lífeyrissjóbina um að þeir leggi 5-10% af ráðstöfunarfé sínu sem áhættufé í atvinnulífið. Ut- anríkisráðuneytiö og Úflutn- ingsráð leiti með skipulegum hætti að erlendum samstarfsað- ilum til að fjárfesta í atvinnulíf- inu. ‘Ríkissjóður leggi a.m.k. 1 Stjórn Framsóknarflokksins var kosin á þinginu. Efri röb frá vinstri: Þuríbur jónsdóttir varagjaldkeri, Unnur Stefánsdóttir gjaldkeri, Ingibjörg Pálmadóttir ritari og Drífa Sigfúsdóttir vararitari. Sitjandi eru þeir Gubmundur Bjarnason varaformabur og Halldór Ásgrímsson Tímamyndir CTK milljarð á ári til atvinnuþróun- ar. Þeir fjármunir fari í gegnum atvinnuþróunarstofnun og Iðn- þróunarsjóð. *Með fyrrgreindum abgerð- um er stefnt aö því aö auka hag- vöxt hér á landi á næstu árum um 2.5-3% á ári. ‘Flokksþingið telur ab ekki megi auka heildarútgjöld ríkis- ins en vill með nýrri forgangs- röðun færa útgjöld milli út- gjaldaflokka til atvinnuskap- andi aðgerða og tekjujöfnunar. Meö því að gera fjárlög til fjög- urra ára, halda ríkisútgjöldum föstum og með auknum hag- vexti er hægt að eyða ríkissjóðs- hallanum. ‘Flokksþingið telur aö leggja beri áherslu á aukinn jöfnuð og réttlæti í skattamálum og efla baráttu gegn skattsvikum og svartri atvinnustarfsemi. Á- vinningi ríkissjóðs vegna herts skattaeftirlits verbi varið til lífs- kjarajöfnunar og til ab efla og styrkja velferðarþjónustuna. *Flokksþingið leggur áherslu á að koma í veg fyrir þá hol- skeflu gjaldþrota sem nú blasir við heimilunum og gera mun þúsundir fjölskyldna heimilis- lausar ef ekkert verður að gert. Ríkisvaldið hafi forystu um að ganga frá kjarasamningum í samstarfi við aðila vinnumark- aðarins.. Varið verði að lág- marki 3 milljörðum af hálfu ríkisvaldsins til þess að greiöa fyrir kjarasamningum sem hafi lífskjarajöfnun og framsækna atvinnustefnu að markmiði ‘Húsnæðisstofnun fái nýtt og breytt hlutverk sem ráðgjafar- og endurreisnarstöð heimil- anna. Hlutverk hennar veröi að sjá um félagslega húsnæðiskerf- ið og grípa til björgunaraðgerða til að aðstoða fólk við ab greiða úr skuldavandamálum heimil- anna. Almenna húsnæðislána- kerfið verði flutt frá húsnæðis- stofnun yfir í bankakerfið. *Flokksþingið leggur áherslu á að höfuðmarkmið utanríkis- stefnu íslands sé að að varö- veita sjálfstæði og fullveldi ís- lensku þjóðarinnar, tryggja ör- yggi hennar og efla viðskipti við aðrar þjóðir. Flokksþingið hafnar aöild að Evrópusam- bandinu. Sameiginleg sjávarút- vegsstefna Evrópusambandsins útilokar aðild aö því. Því verö- ur eitt brýnasta verkefni ís- lenskra stjórnvalda að ná fram nauðsynlegum lagfæringum á EES-samningnum og fylgi- samningum hans í samræmi viö ályktun Alþingis frá 5. maí 1993. *Gildandi kosningalög hafa sætt vaxandi gagnrýni. Flokks- þingib telur rétt að ganga til samstarfs við hina stjórnmála- flokkana um breytingu á þeim, enda náist um þær víötækt samkomulag. Markmiðiö er að gera þau einfaldari, jafna vægi atkvæöa og auka persónukjör. Nú er uppgjör framundan og lagt er upp í nýjan áfanga inn í framtíðina. Brýnasta verkefni íslenskra stjórnmála er að tryggja að við taki að loknum kosningum ný ríkisstjórn meö gerbreytta stjórnarstefnu sem hefur fólk í fyrirrúmi. Aö lokn- um kosningum eru framsókn- armenn tilbúnir til forystu um mótun slíkrar stefnu í samstarfi viö aðra stjórnmálaflokka. Samþykkt á flokksþingi 27. nóvember 1994.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.