Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 13
Þri&judagur 29. nóvember 1994 13 Fæddir moröingjar Natural Born Killers * * Handrit: David Veloz, Richard Rutowski og Oliver Stone. Byggt á sögu Quentins Tarantino. Framleiöendur: Jane Hamsher, Clayton Townsend og Don Murphy. Leikstjóri: Oliver Stone. Abalhlutverk: Woody Harrelson, juliette Lewis, Robert Downey jr., Tommy Lee jo- nes, Tom Sizemore og Arliss Howard. Bíóborgin. Bönnub innan 16 ára. Einn umdeildasti leikstjóri Bandaríkjanna er Oliver Stone. Maður sem gerir myndir eins og JFK hlýtur aö vera umdeildur. Myndin, sem hér er til umfjöll- unar, Fæddir moröingjar, á ör- ugglega eftir aö gera hann enn umdeildari. Þar tekur hann fyrir ofbeldisdýrkunina í bandarísku sjónvarpi, sem fordæmir fjöldamoröingja en dýrkar þá um leiö meö því aö gera sjón- varpsefni um þá hátt undir höföi í dagskránni. Söguþráöinn er erfitt aö út- skýra, en í stuttu máli segir af Mickey (Harrelson) og Mallory (Lewis), sem bæöi eru af hvítu hyski komin, sjálfsagt í marga ættliöi, en þau veröa ástfangin og hjálpast aö í upphafi sög- unnar viö aö koma foreldrum Mallory fyrir kattarnef. Þau láta ekki þar viö sitja, heldur halda af staö í drápsferö um Bandarík- in. Á meöan fórnarlömbin hrannast upp verða þau eins- konar fjölmiðlahetjur í augum fólks og er þaö sérstaklega „fréttamanninum" Wayne Gale (Downey) aö þakka. En endir- inn nálgast hjá þeim og við tek- ur enn meira æði þar sem fjöl- miðlarnir sýna hetjurnar á besta tíma. Umræöa um ofbeldi í sjón- varpi og kvikmyndum hefur veriö viöloðandi um langt skeiö. Þaö verður aö segjast eins og er aö ádeila Olivers Stone á þetta atriði, tvískinnungshátt- inn, og á það hvernig fjölmiölar í Bandaríkjunum velta sér upp úr soranum, gengur ekki alveg KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON upp. Myndin er sjálf uppfull af verulega ógeöfelldum ofbeldis- atriðum og snýst að því leyti oft upp í andhverfu sína. Það þarf heldur ekki djúpvitran einstak- ling til aö sjá hversu rotiö það er þegar farið er að sýna beint í sjónvarpi frá réttarhöldum yfir misgeöslegum glæpamönnum þar í landi. Hvort sem um er að ræða fjöldamorðingja eöa kon- ur, sem nota skæri á eitt heilag- asta líffæri karlþjóðarinnar. Reyndar viröist Stone deila á sjálfan sig meö því aö sýna stutt en ógeðfellt brot úr Scarface, sem hann skrifaði handritið að. Hann telur sig líklega ekki al- saklausan í þessu samhengi. Eitt veröur þó ekki af Oliver Stone tekið, en það er gífurlegt vald hans yfir þessum miöli sem kvikmyndin er. Öll vinna, sem lýtur að tökum, klippingum og umgjörö, er að venju frábærlega vel unnin hjá honum og með því besta sem gerist. Það mæöir langmest á þeim Juliette Lewis og Woody Harrel- son í aðalhlutverkunum og standa þau sig mjög vel, sérstak- lega Lewis. Minni hlutverk skipa síðan góöir leikarar á borð viö Tommy Lee Jones og Robert Downey jr., sem báðir fara vel með rullurnar. Þrátt fyrir góðan ásetning Oli- vers Stone, þá nær Fæddir morðingjar aldrei að veröa nógu góö kvikmynd til aö ætlunar- verk hans takist, þ.e. að deila á hve langt ofbeldisdýrkunin í bandarísku sjónvarpi hefur gengið. Fæddir moröingjar breytir í engu um fyrir þeim, sem finnst hún ekki hafa gengið of langt. |ll| FRAMSÓKNARFLOKKURINN Reykjanes: Fundir með frambjóðend- um í prófkjöri Framsóknar- flokksins Hraunholti Hafnarfirbi 29. nóv. kl. 20.30 Framsóknarhúsi Mosfellsbæ 30. nóv. kl. 20.30 Digranesvegi 12, Kópavogi 1. des. kl. 20.30 Framsóknarhúsi Keflavík 6. des. kl. 20.30 Sjómannastofunni Vör Grindavík 7. des. kl. 20.30 Aðalfundur Framsóknarfé- lags Reykjavíkur verbur haldinn mánudaginn 5. desember n.k. Dagskrá og fundarstabur nánar auqlýst sibar. Stjórn FR ENGINN A AÐ SITJA ÓVARINN [ BÍL, ALLRA SÍST BÖRN. ÚUMFERÐAR RÁÐ Aðsendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blaöinu þufa aö hafa borist ritstjóm blaösins, Stakkholti 4, jgengiö inn frá Brautaholti, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistaö í hinum » ýmsu ritvinnsluforritum sem texti, eöa vélritaöar. sími (91) 631600 I hita leiksins. Tríóiö Blobendales er svar fitukeppanna viö leiðigjarnri ofurdýrk- un nútímamanna á hinum fullkomna lík- ama. Þremenningamir eru breskir og hafa slegiö óvænt í gegn á næturklúbbum með „hispurslausu" vaxtar- lagi sínu. The Blobendales eru um 1000 kíló saman- lagt og hafa atvinnu af því að strippa fyrir konur í ýmsum klúbb- um. Vinsældir þeirra hafa korn^ð á óvart, en komið hefur í ljós að fullkomið vaxtarlag er ekki einhlítur mæli- kvarði á kynþokka, samkvæmt áliti fjöl- margra breskra kvenna. „Þessir náungar eru alvöru karlmenn og mig langar til að grafa andlitið í maganum á þeim," segir Michelle Robertson, ráðsett bresk húsmóðir og að- dáandi Blobendales- tríósins. „Maður gæti týnt sjálfum sér í öllu þessu holdi," segir hún enn- fremur og hrifningin leynir sér ekki. Vinkona hennar, Paula Harris, bætir við aö hún viti fátt ömur- legra en að fara út með manni sem eyði meiri tíma í hárið á sér en hún sjálf. „Nútímamenn eru Lou-Lou meb áhœttuatribi. gervimenn upp til hópa. Blob- endales-strákarnir eru ekta," seg- ir Paula. Lou-Lou, einn þremenning- anna, hefur þá skýringu á vin- sældum þeirra aö marga karl- menn dreymi dagdrauma um „stórar" konur og því sé ekki ólíklegt að stórum hluta-kvenna í SPEGLI TÍMANS líði eins. „Menn hafa rétt á að vera eins og þeir eru," segir Lou- Lou stoltur. ■ The Blobendales í fötum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.