Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 14
14 ftlmlam Þriöjudagur 29. nóvember 1994 DAGBOK Þribjudagui* 29 nóvember BBB. dagur ársins - 32 dagar eftir. 48.vlka Sólris kl. 10.39 sólarlag kl. 15.53 Dagurinn styttist um 5 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Þriöjudagshópurinn kemur saman kl. 20 í kvöld. Sigvaldi velur lög og leiöbeinir. Hressingarleikfimi í Víkingsheimil- inu v/Stjörnugróf á mánudögum og fimmtudögum kl. 10.30. Jólakort félagsins og barmmerki eru til afgreiöslu á skrifstofu félags- ins. Lögfræöingurinn er til viötals á fimmtudögum. Panta þarf tíma í s. 28812. Kvenfélag Háteigssóknar heldur jólafundinn þriöjudaginn 6. des. kl. 20 í Sjómannaskólanum með hefðbundnum jólamat og skemmti- atriðum. Jólapakkaskipti. Gestir vel- komnir. Þátttaka tilkynnist til: Unnar í síma 678702, Oddnýjar í síma 812114, Guðnýjar í síma 36697, fyrir 3. desember. Fyrirlestur í Lögbergi Dr. David B. Knight, forseti félags- vísindadeildar háskólans í Guelp í Ontario, heldur fyrirlestur á vegum félagsvísindadeildar Háskóla íslands, í dag, þriðjudag, kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „A Basis for Conflict: Political Identities, Territor- iality, and Territorial Organization" og verður fluttur á ensku. Dr. Knight lauk doktorsprófi vib háskólann í Chicago og hefur kennt viö háskóla í Bandaríkjunum og Kanada og er nú prófessor og deildarforseti viö háskól- ann í Guelp. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Frístundahópurinn Hana-nú Eftir annasamt en jafnframt afar viðburöaríkt haust ætla félagar í Hana-nú og gestir þeirra aö gera sér glaðan dag uppi í Skíbaskálanum í Hveradölum þann 5. desember. Þar bíbur fólks glæsilegt jólahlaöborö aö dönskum hætti með gómsætum rétt- um, heitum sem köldum, viö logandi arineld. Lagt verður af stað með rútu kl. 18. Skráning og allar nánari upp- lýsjngar fást í Gjábakka, síma 45700. bfauðsynlegt aö panta fyrir helgi. Eiríkur Ketilsson sjötugur Fyrir sjötíu árum, eöa 29. nóv- ember 1924, fæddist í Kaup- mannahöfn Eiríkur Ketilsson, stórkaupmaöur í Reykjavík, og heldur hann því í dag upp á merkisafmæli sitt. Ekki veröur annaö sagt en Eiríkur hafi náö góöum aldri, vegna þess aö þeir tímar komu í lífi hans, einkum á yngri árum, aö hann liföi ekki sem heilsusamlegast. Sú tíö er löngu liöin, þótt sumt af henni glói svolítiö í minningunni, bæöi hans sjálfs og okkur sem urðu kunningjar hans eftir veisluna. Móöir Eiríks var Guðrún Ei- ríksdóttir Ketilssonar í Kotvogi, kunn veitingakona í Hafnar- firöi og Reykjavík. Hún var löngum kennd viö veitinga- stofu sína Björninn, sem hún rak síðast við Njálsgötu í Reykjavík. Eiríkur Ketilsson ólst upp meö móöur sinni viö gott atlæti og mun hafa verið skírð- ur Ketilsson í höfuðið á langafa sínum í Kotvogi. Aö Guörúnu stóöu merkar ættir frá Járngeröarstööum við Grindavík. Komiö hefur út rit með ættum hennar og nefnist þaö Húsatóftaætt. Er þar margt merkra manna aö finna. Löngu fyrir kvennapólitík samtímans stóö Guörún Eiríksdóttir ein uppi meö son sinn og þurfti á engum aö halda til aö koma undir sig fótunum. Henni farn- aðist vel í lífinu og skildi eftir sig töluverðar eignir. Eiríkur Ketilsson er kvæntur Hólmfríöi Mekkinósdóttur, fyrrum flugfreyju og síðar kaupkonu, og eiga þau tvær dætur. Fyrir hjónaband eignað- ist Eiríkur son, Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrverandi alþingis- mann. Eiríkur hefur rekið heildverslun í Reykjavík í ára- tugi, en vann áður um tíma í efnagerð Stefáns Thorarensen, apótekara, sem hann hefur ætíð metið mikils. Eiríkur Ketilsson hefur vib margt fengist um ævina eins og gefur aö skilja. Hann hefur, fyr- ir utan að sinna stórum um- boðum, fengist viö framleiðslu á sælgæti og hafa farið sögur af þeirri framleiöslu, því Eiríkur ÁRNAÐ HEILLA hefur alltaf veriö gamansamur og hefur ekki hirt svo mikið um að bera til baka þeir sagnir af sjálfum sér, sem honum þóttu fyndnar á annaö borö. Ein- hverntíma er sagt að hann hafi keypt birgöir af gráfíkjum fyrir slikk, vegna þess aö þær voru taldar orönar of gamlar. Segir sagan aö Eiríkur hafi látið búa til konfekt úr þessum gráfíkj- um, sem hafi getað gengið sjálft. Aldrei hef ég heyrt Eirík andmæla þessari tröllasögu. Aftur á móti hef ég heyrt hann hlæja aö henni. Sá sem þetta ritar kynntist ekki Eiríki Ketilssyni fyrr en eft- ir aö hann fór að hægja á sér í gleði og starfi. Þar kemur öðlingurinn Bergur Pálsson einnig viö sögu, sem segja má aö hafi verið ættstærsti maður landsins á þessari öld, sonur Páls Vídalíns, sýslumanns í Skagafirði og Stykkishólmi og kominn af Bjarna Thorarensen. Þeir fóru saman í langa bíltúra, Eiríkur og hann. Þá fór Vil- mundur Jónsson, landlæknir, í langar bílferðir með Eiríki. Heimili Eiríks og Hólmfríðar var að vísu ekkert Unuhús, en þar hittust stundum Bergur, Þórhallur Vilmundarson, undir- ritaður og Pálmi Vilhelmsson, svo einhverjir séu nefndir. Aðr- ir stórkunningjar Eiríks eru Hilmar Foss og Oddur Ólafs- son. Auðvitað eru þeir margir fleiri. Eiríkur Ketilsson er ekki beint pólitískur. Hin pólitíska flóra í kringum hann gefur varla til- efni til þess. Þar er að finna menn af mörgu litrófi, og eru sjónarmið rifin niöur til skiptis. Stundum hefur veriö haft í flimtingum, ab Eiríkur væri eig- inlega tveggja flokka maður. En hann er þaö nú ekki. Heldur reynir hann aö halda sér sem mest hleypidómalausum, en þaö gefst aldrei vel eins og flokkaskipunin er í landinu. Ei- ríkur mun því halda áfram að taka því vel, sem horfir til mannbóta; hvaöa apparat sem annars kann að boöa slíkt þessa stundina. Svo er að heyra aö Eiríkur Ketilsson hafði veriö mikill vin- ur kvenna á yngri árum. Um það veit ég ekki annaö en eöli- legt getur talist. Hitt hef ég rek- ið mig á, að hann talar ljúflega viö konur, bæði ungar og gaml- ar. Þar er aldrei oröinu hallað og mig grunar að honum finn- ist flestar konur fallegar. Þaö heitir aö halda æsku sinni þótt komið sé um sjötugt og færi betur að slíkt væri almennt. Ei- ríkur hefur yfir sér höföings- brag og telst nokkuð vandlátur á þá sem hann umgengst. Við fylgdum Bergi síöasta spölinn. Vinátta þeirra haföi varaö lengi. Svo er um marga aðra, aö verði Eiríkur ofar moldu mun hann fylgja þeim að síðustu. Meö þessum fáeinu orðum um Eirík Ketilsson sjötugan hef ég viljað þakka honum fyrir marga ágæta stund yfir kaffi- bolla. Misjafnt svalk er á okkur öllum í lífinu og verður ekki um þaö fengist, þegar aldurinn færist yfir. Ég vil þakka þeim hjónum fyrir góöar móttökur og veit að ég mæli fyrir munn margra meö því að óska aö Ei- ríkur okkar veröi allra karla elst- ur. Hann hefur nú þegar lifaö helftina af tuttugustu öldinni á þessu litla, skrítna íslandi og borið sig betur en aörir menn. Svo mun enn verða. Indridi G. Þorsteinsson Pagskrá útvarps og sjónvarps Þriöjudagur 29. nóvember 6.45 Veburfregnir 6.50 Bæn 7.00 Fréttir 7.30 Fréttayfirlit og vebur- fregnir 7.45 Daglegt mál 8.00 Fréttir 8.10 Pólitíska hornib 8.31 Tibindi úr menningarlífinu 8.40 Cagnrýni 9.00 Fréttir 9.03 Laufskálinn 10.00 Fréttir 10.03 Morgunleikfimi 10.10 Árdegistónar 10.45 Ve&urfregnir 11.00 Fréttir 11.03 Bygg&alínan 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01 Ab utan 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veburfregnir 12.50 Aublindin 12.57 Dánarfregnir og auglýsingar 13.05 Hádegisleikrit Utvarpsleikhússins 13.20 Stefnumót 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan, Krossinn helgi í Kaldabarnesi 14.30 Menning og sjálfstæbi 15.00 Fréttir 15.03 Tónstiginn 15.53 Dagbók 16.00 Fréttir 16.05 Skíma - fjölfræbiþáttur. 16.30 Veburfregnir 16.40 Púlsinn - þjónustuþáttur. 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á sibdegi eftir Richard Strauss 18.00 Fréttir 18.03 Bókaþel 18.30 Kvika 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar og veburfregnir 19.35 Smugan - krakkar og dægradvöl 20.00 Hljóbritasafnib 20.30 Kennslustund í Háskólanum 21.30 Þribja eyrab 22.00 Fréttir 22.07 Pólitíska hornib 22.27 Orb kvöldsins 22.30 Veburfregnir 22.35 Djassþáttur 23.20 Lengri leibin heim 24.00 Fréttir 00.10 Tónstiginn 01.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns Þriöjudagur 29. nóvember 13.30 Alþingi 16.45 Vibskiptahornib 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leibarljós (32) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Glókollarnir 18.30 SPK 19.00 Eldhúsib 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir 20.30 Vebur 20.40 Staupasteinn (23:26) (Cheers IX) Bandarískur gaman- myndaflokkur um barþjóna og fasta- gesti á kránni Staupasteini. Þýbandi: Gubni Kolbeinsson. 21.05 Uppljóstrarinn (4:5) (Goltuppen) Sænskur sakamálaflokk- ur sem gerist í undirheimum Stokk- hólms þar sem uppljóstrurum er engin miskunn sýnd. Leikstjóri: Pelle Berglund. Abalhlutverk: Thorsten Flinck, Marie Richardson og Pontus Gustafsson. Þýbandi: |ón O. Edwald. 21.55 Umheimurinn Fréttaskýringaþáttur um nýja stöbu í Evrópu ab lokinni þjóbaratkvæba- greibslu um Evrópusambandsabild í Svíþjób og Noregi. Umsjón: Ólafur Sigurbsson. 23.00 Ellefufréttir 23.15 Hefur FIDE runnib sitt skeib? Kristófer Svavarsson fréttamabur fjall- ar um stöbu FIDE, Alþjóba skáksam- bandsins og ræbir vib Margeir Pét- ursson og Anatólí Karpov um deil- urnar um heimsmeistaratitilinn í skák. Á næstu dögum hefst Ólympíu- skákmótib og þing FIDE þar sem nýr forseti verbur kosinn. 23.35 Dagskrárlok Þriöjudagur 29. nóvember j* 09.00 Sjónvarpsmarkabur- ffSIÚfl'2 12.00HLÉ 17.05 Nágrannar 17.30 Pétur Pan 17.50 Ævintýri Villa og Tedda 18.15 Rábagóbir krakkar 18.45 Sjónvarpsmarkaburinn 19.19 19:19 20.20 Sjónarmib Vibtalsþáttur meb Stefáni jóni Haf- stein. 20.50 VISASPORT 21.30 Handlaginn heimilisfabir (Home Improvement II) (5:30) 22.00 Þorpslöggan (Heartbeat III) (4:10) 22.50 New York löggur (N.Y.P.D. Blue) (4:22) 23.40 Á hálum ís (Cutting Edge) Rómantísk gaman- mynd um tvo gjörólíka og þrjóska í- þróttamenn, karl og konu, sem stefna ab því ab fá gullverblaun fyrir listhlaup á skautum á Ólympíuleikun- um. Þau eru í raun þvingub til ab vinna saman og þab kann ekki góbri lukku ab stýra. Einhvers stabar undir nibri leynist þó lítill ástarneisti og af slíkum fyrirbærum verbur oft mikib bál. Abalhlutverk: D.B.Sweeney, Moira Kelly og Roy Dotrice. Leik- stjóri: Paul M. Glaser. 1992. 01.20 Dagskrárlok APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavlk frá 25. nóvember tll 1. desember er f Hraunbergs apótekl og Ingólfs apótekl. Þaö apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frð kl. 22.00 aö kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru getnar f sfma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátfóum. Simsvari 681041. Hafnarfjðrður: Hafnarfjarðar apótek og Noróurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skipt- is annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar í simsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búóa. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort aó sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvóldin er opið i því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opió frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfjafræóingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar i síma 22445. Apótek Keflavfkur: Opió virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frfdaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opió virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokaó í hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opió til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opió virka daga 6I kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekið er opió rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. nóvember 1994. Mánaðargrelðslur Elli/örorkulífeyrir (gmnnlífeyrir)......... 12.329 112 hjónalífeyrir.’.........................11.096 Full tekjutrygging ellilífeynsþega..........22.684 Full tekjutrygging örorkulífeyrispega........23.320 Heimilisuppbót...............................7.711 Sérstök heimilisuppbót.......................5.304 Bamalíteyrir v/1 bams........................10.300 Meölagv/1 bams...............................10.300 Mæöralaun/feóralaun v/1 barns................1.000 Mæðralaun/feóralaun v/2ja bama................5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eöa fleiri..10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaöa.............15.448 Ekkjubætur/ekkitsbætur 12 mánaða............11.583 Fullur ekkjulífeyrir.........................12.329 Dánarbætur i 8 ár (v/slysa) ................15.448 Fæóingarstyrkur.............................25.090 Vasapeningar vistmanna......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggrelðslur Fullir fæðingardagpeningar.................1.052.00 Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hverl barn á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ....142.80 GENGISSKRÁNING 28. nóvember 1994 kl. 10,51 Opinb. Kaup viðm.gengi Sala Gengl skr.fundar Bandaríkjadollar 68,43 68,61 68,52 Sterllngspund ....106,84 107,14 106,99 Kanadadollar 49,78 . 49,94 49,86 Dönsk króna ....11,166 11,200 11,183 Norsk króna ... 10,005 10,035 10,020 Sænsk króna 9,145 9,173 9,159 Finnsktmark ....14,170 14,212 14,191 Franskur franki ....12,731 12,769 12,750 Belgfskur franki ....2,1238 2,1306 2,1272 Svissneskurfranki. 51,55 51,71 51,63 Hollenskt gyllinl 39,02 39,14 39,08 Þýskt mark 43,72 43,84 43,78 itölsk líra ..0,04220 0,04234 6,229 0,04227 6,219 Austurrfskur sch 6,209 Portúg. escudo ....0,4277 0,4293 0,4285 Spánskur peseti ....0,5235 0,5253 0,5244 Japansk! yen ....0,6928 0,6948 0,6938 írskt pund ....105,31 105,65 105,48 Sérst. dráttarr 99,83 100,13 99,98 ECU-Evrópumynt.... 83,25 83,51 83,38 Grfskdrakma ....0,2837 0,2847 0,2842 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.