Tíminn - 30.11.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.11.1994, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 30. nóvember 1994 11 Sendiherra á sagnabekk Sendiherra á sagnabekk. Endurminningar Hannesar Jónssonar, fyrrv. sendiherra. Bókasafn Félagsmálastofnunar, Reykjavík 1994. Út er komin bókin Sendiherra á sagnabekk eftir dr. Hannes Jónsson, fyrrv. sendiherra. Hún hefur ab geyma ýmsar endur- minningar höfundar fram til árs- ins 1974. Von er á framhaldi bókarinnar síðar, þar sem höf- undur hyggst rekja minningar frá síöari hluta starfsævi sinnar. Sendiherra á sagnabekk hefst á stuttri kynningu á bernsku- og æskuhögum höfundar, sem fæddur er árið 1922, bóndason- ur í Ölfusi, en missir föður sinn í frumbernsku og elst upp í Reykjavík með móður sinni, ein- stæbri ekkju, sem brýst áfram með börn sín tvö og kemur þeim vel til manns. Það var því ekki mulið undir Hannes Jónsson ungan, hvað þá ab hann nyti auös og ættar sér til frama þegar þar ab kom. En dugnað og sjálfsbjargarvilja hafði hann í ríkum mæli. Hann lauk prentnámi og starfaði nokk- ur ár við þá iðn, en hafði hug á menntun til annarra starfa. í því efni var honum ekki auðib að fara hefðbundnar leiðir. Skóla- nám hans var slitrótt, en með því að nýta sér þær námsleiðir sem tiltækar voru auk sjálfs- námsins tókst honum að afla sér nægrar undirstöðuþekkingar til þess að verba tekinn í bandarísk- an háskóla. Lauk hann BA- og MA-prófum í félagsfræði sem ab- algrein og hagfræði sem auka- grein. Háskólagreinin félags- fræði var þá óþekkt að kalla á Is- landi. Þrátt fyrir öll frávik frá hefð- bundnum menntunarleibum ís- lenskra embættismanna, baubst Hannesi staða í utanríkisþjón- ustunni snemma árs 1954. Var ævistarf hans þar með ráðiö. Þar gegndi hann fjölþættu starfi í samtals 35 ár, var skipabur am- bassador 1574, en lét af embætti árib 1989, hefur síðan stundað ritstörf í Reykjavík. Þannig má draga í grófum dráttum um- gjörðina um ævi Hannesar Jóns- sonar. Ab meginefni flytur bókin endurminningar höfundar frá störfum hans í utanríkisþjónust- unni 1954-1974. Þá var um- brotatími í íslenskum utanríkis- málum. Þótt sjálfstæð utanríkis- þjónusta íslendinga hefði þá hlotib grundvallarmótun sína, var hún eigi að síöur ung ab ár- um. Fram til þess ab Danmörk var hernumin vorið 1940 höfðu Danir farið meb utanríkismál ís- lendinga samkvæmt sambands- lögum frá 1. des. 1918. Þegar Dönum reyndist ókleift að rækja þessa þjónustu, ákvað Alþingi að stofna til innlends ráðuneytis ut- anríkismála. Hlaut sú ákvörðun staðfestingu með lögum í júní 1941. Þetta voru tímamótalög í ýmsum skilningi. Þess er sérstak- lega að minnast að íslendingum þótti það mikill ágalli á fullveld- isstöðu íslands eftir 1918 ab þurfa til lengdar að láta Dani annast utanríkisþjónustuna. Sjálfstæb utanríkisþjónusta var því þjóblegt metnaðarmál, jafn- vel ofar lýðveldisstofnun á vissu tímabili. Þrátt fyrir það hefur þetta mikilvæga embættissvib oftar en ekki orbið tilefni hleypi- dóma fremur en skilnings á gildi sínu. Hannes Jónsson eyðir all- miklu rúmi til almennrar kynn- ingar á utanríkisþjónustunni um leib og hann rekur sínar eigin minningar og reynslu í starfi. Sumum kann ab finnast að frób- leikskaflar bókarinnar séu full- langdregnir. En að þeim er einn- ig mikib gagn, því að margur er ófróbur um utanríkisþjónust- una. Menn gera sér ekki alltaf grein fyrir, að þar er starfib líka jarðbundið og hversdagslegt, að þar er unnib hörðum höndum, verkefnin tímafrek og vanda- söm. Hér verður þess ekki freistab að greina ítarlega frá efni bókar- innar eba rekja hverja einstaka frásögn hennar, stóra og smáa. Bókin er svo efnismikil að hún verður ekki endursögð í blaða- grein. Höfundur fer ekki í neina Hannes jónssan. BÆKUR INGVAR GÍSLASON launkofa meb skoöanir sínar, enda er Hannes Jónsson ekki kunnur ab því ab vera sífellt sammála síðasta ræðumanni. En frásögn hans er umfram allt sanngjörn og málefnaleg. Hún ber m.a. vitnisburð fyllsta trún- aði hans gagnvart yfirmönnum sínum og góðvilja í garð sam- starfsmanna. Þetta á ekki síst vib um þá ýmsu rábherra sem hann haföi að yfirboðurum eða kynnt- ist með öörum hætti á því tíma- bili sem bókin nær til. Verður ekki annab séb en ab æviminn- ingar Hannesar séu jákvæb lýs- ing á utanríkisþjónustunni og líkleg til þess ab auka veg hennar í augum lesenda, draga úr ýms- um misskilningi sem oft verður vart um suma þætti diplómat- iskrar tilveru. En eins og bók Hannesar er fróðlegur lestur um mikilvægi utanríkisþjónustunnar og áhugaverð frásögn af persónu- legum samskiptum höfundar við fjölda fólks innanlands og utan, þ.á m. heimskunna menn, er ekki minna um vert, hversu upp- lýsandi bók hans er um þróun og meðferb stórra mála, sem settu svip á íslensk stjórnmál á því tímabili, sem bókin spannar. Er þar fremst að minnast landhelg- ismálsins, sem Hannes kom mjög nærri í virku starfi og fékk þreifað á meb beinum hætti vegna stöbu sinnar. Hann var m.a. sendiráðsritari í London 1957-1961 á dögum harðrar milliríkjadeilu við Breta út af 12 mílna útfærslunni. Hann var blaðafulltrúi ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar 1971-1974 í enn harövítugri landhelgisdeilu vegna útfærslu fiskveiöilögsög- unnar í 50 mílur. Var það abal- starf blaðafulltrúans að annast kynningu á málstað íslands, dreifa kynningarritum innan- lands og utan og vera í nánum tengslum við erlenda fjölmiðla og einstaka fréttamenn. Á þess- um tíma var hann einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Jóhannes- sonar forsætisrábherra og þá í kviku viðburbanna. Að lesa um þessi mál í ævi- sögubók manns, sem þar stóð í eldlínu, er gagnleg upprifjun fyr- ir okkur, sem lifðum þessa at- burbi og munum þá býsna vel. En slíkur lestur mætti þó fremur verða ungu fólki hvatning til að kynna sér nánar hin stóru mál- efni þessara nýliönu tíma, sem þeir eru í raun og veru, því að það er ekkert aldahaf sem skilur milli þeirra og dagsins í dag, heldur er það nútíminn sjálfur sem þar er á ferð, engu síður en á líöandi stund. íslendingar unnu sigra sína í landhelgismálinu (stig af stigi í 30 ára baráttu) vegna þess að ísland var full- valda þjóöríki, óháð yfirþjóðleg- um völdum miðríkjaskipulags, þ.e. stjórnskipunar af banda- ríkjakyni. í landhelgisbaráttunni sann- aði fullveldi íslenska þjóðríkisins gildi sitt. Þaö skýtur því skökku við ab hin síðari ár hefur þeirri skoðun aukist fylgi meðal áhrifa- mestu manna í landinu, að full- veldið sé gagnslaust, sá tími sé liðinn (segja þessir menn), ab hægt sé að hafa „praktísk" not af Alfræöi unga fólksins Nýtt og glæsilegt uppsláttarrit sem svarar kröfum nýrrar kyn- slóðar Út er komin hjá bókaklúbbi Arnar og Örlygs nýtt og glæsi- legt uppsláttarrit, Alfrœði unga fólksins, sem farið hefur sigurför um allan heim og hefur þegar selst í einni og hálfri milljón eintaka. í heiminum eru að vaxa upp kynslóðir sem hafa frá blautu Út er komin geislaplatan Von og vísa, sem hefur aö geyma þekkta sálma í nýjum útsetningum. Flytjendur eru Anna Pálína Árna- dóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanóleikari. Á Von og vísu eru ljóðin sett í öndvegi og þeim gefið meira vægi en þau hafa alla jafna í hefð- bundnum kórútsetningum. Því má segja að hér sé um eins konar vísnatónlist að ræða og tilraun til að gera sálmana aftur að alþýðu- tónlist. Útsetningar eru eftir Gunnar Gunnarsson. Meðal sálma á plötunni eru: Vor Guð er borg á bjargi traust, Fréttir af bókum barnsbeini vanist því ab meb- taka mikinn fróðleik í mynd- rænu formi, studdan hnitmið- uðum og markvissum texta. Framsetning efnis í Alfrœði unga fólksins tekur mið af þessari staðreynd, þannig að myndir og texti verba ein abgengileg og lif- andi heild. Allt eins og blómstrib eina, Á hendur fel þú honum, Hvað bindur vorn hug og Ég kveiki á kertum mínum. Hljóðritunin var gerö í Víbistaðakirkju í Hafnar- firði af Ríkisútvarpinu og flutt í þáttaröð um trúarkveðskap fyrr á þessu ári. Tónmeistari var Bjarni Rúnar Bjarnason og tæknimaður Hreinn Valdimarsson, en stjórnandi upp- töku Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son. Kristnisjóður og Héraðssjóð- ur Eyjafjarðarprófastsdæmis styrktu útgáfu geislaplötunnar. Útgefandi er DIMMA, Hafnar- firði, en Japís sér um dreifingu. Alfrœði unga fólksins svarar kröfum barna og unglinga um fróðleik og þekkingu á upplýs- inga- og tækniöld. Efni hennar spannar flest þekkingarsviö, jafnt alheiminn, náttúruna, tækni og vísindi sem listir og sagnfræði, og öll umfjöllun miðast við þaö ab börn og ung- lingar geti með góðu móti til- einkað sér efniö. í bókinni eru rúmlega 450 efnisflokkar sem líklegt er ab börn og unglingar vilji fræðast um, og auk þess 1500 undirflokkar sem veita fróðleik um afmörkuö svið vib- komandi efnis. í bókarlok er auk þess sannkölluð Fróbleiksnáma á 22 blaðsíðum, viðauki þar sem teknar eru saman fjölmargar staðreyndir af ýmsu tagi og þær settar fram á skipulegan og að- gengilegan hátt, bæbi í máli og myndum. I bókinni er fjallað um marg- víslegt íslenskt efni á sérstökum blabsíðum, svo sem landið sjálft og náttúru þess, landnámið, sögu þjóðarinnar, atvinnu- hætti, íslendingasögurnar, Snorra Sturluson, Jón Sigurðs- son og íslenska torfbæinn, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess koma ísland, íslendingar og ís- lensk sérkenni við sögu undir Sálmar á nýja vísu ýmsum uppsláttarorðum. Má þar nefna Eldfjöll, Kvenréttindi, Hesta, Tónskáld, Fiskveiöar, Fána, Lögreglu, Bókmenntir, Rithöfunda og skáld, Hunda, Lýðræði og Heimskautaleib- angra. í Fróðleiksnámunni má auk annars finna skrá yfir alla þjóðhöfðingja íslands, biskupa landsins og ríkisstjórnir. Alfrœði unga fólksins er skreytt með 3500 glæsilegum ljós- myndum, teikningum, kortum og skýringarmyndum. Nær- myndir eru af plöntum og dýr- um, myndir sem sýna innviði tækja og véla, bygginga og líf- vera og teikningar, sem ætlað er að skýra lifnaðarhætti liðinna kynslóba og horfinna þjóða, fræða lesandann á nýstárlegan hátt og vekja forvitni hans og fróðleiksfýsn. ■ stjórnskipulagi þjóðríkis. Því sé tímabært að leggja það niður í strangasta skilningi. Þannig er þá komið pólitískum hugmynd- um stórs hluta áhrifa- og valda- manna á 50 ára afmæli lýbveld- isins. Þessi nýi skilningur hefur þegar haft áhrif til gerbreytingar á stefnu íslands í utanríkismál- um og alþjóðasamskiptum. Þegar svo er komið afstöðu í utanríkismálum, er fróölegt til samanburðar aö átta sig á, hver meginvibhorf réðu í alþjóbasam- skiptum íslendinga á árunum 1954-1974, sem er sá tími, sem Hannes Jónsson gerir skil í bók sinni. Munurinn er mikill, en mestur aö því er varðar trúna á óskert fullveldi sem höfuðmark- mið íslenska lýöveldisins, hversu fjarri það var flestum stjórn- málamönnum þá, að fullveldið yrði skert með þeim afdrifaríka hætti sem nú er boðað sem pólit- ískt fagnaðarerindi, rækilega stutt af hagsmunaöflum og kerf- isáróðri. Bók Hannesar Jónssonar, Sendiherra á sagnabekk, er hin fróðlegasta, lýsir vel gagnsemi utanríkisþjónustunnar sem lif- andi tákns íslensks sjálfstæbis og vekur til umhugsunar um fram- tíð hennar, ef stjórnskipun ís- lands tekur þeim stökkbreyting- um til valdskerðingar, sem þegar eru byrjaðar í ríkum mæli meö abildinni að Evrópska efnahags- svæðinu (EES). Eins og vitað var fyrirfram og fram er komið í reynd, er Evrópska efnahags- svæðið að mati Evrópusinna í öllum löndum áfangi ab fullri aðild að Evrópubandalaginu, viðkomustaður Evrópuhrablest- arinnar á leiðinni til Brússel. Þessi skoðun Evrópusinna allra landa stendur óhöggub, og á vib um íslenska Evrópusinna sem aöra, þótt tiltekinn hluti þeirra (m.a. forsætisráðherra) boði nú frestun á að ræða „skjóta aðild" að bandalaginu. Með frestun er öllu haldið opnu, horft til einnar áttar sem fyrr. Hannes Jónsson er að vísu ekki kominn svo langt í rakningu endurminninga sinna í þessari bók, ab nýja utanríkisstefnan sé þar til umræðu. Það bíöur trú- lega síöara bindis æviminning- anna, þegar þar að kemur. Endurútgáfa sígildrar perlu: Börn og dagar Út er komin á vegum Skífunnar hf. fjölskylduplatan Böm og dagar, sem var fyrst gefin út ár- ið 1978 en kemur nú í fyrsta sinn út á geislaplötu. Böm og dagar er sannarlega sígild perla í íslenskri plötuflóru, sem seldist upp fyrir 8 árum og hefur verið ófáanleg síðan. Hún höfðar jafnt til allra aldurshópa og get- ur með réttu kallast „fjölskyldu- plata" og sver sig enda í ætt við Vísnaplöturnar góðkunnu. Böm og daga má kalla meist- arastykki Magnúsar Sigmunds- sonar, en hann samdi öll lög plötunnar við ljób Kristjáns frá Djúpalæk, sem komu út í vísna- bók frá Æskunni fyrir um tveimur áratugum. Á Bömtitr og dögum eru 11 lög og þeirra á mebal hin sígildu lög Smala- stúlkan, Ungamóðir og Gamla myllan. Tónlistarmenn á Bömum og dögum eru flestir erlendir, en söngvarar eru þau Ragnhildur Gísladóttir, Pálmi Gunnarsson, Björgvin Halldórsson, Magnús Sigmundsson og Kór Öldutúns- skóla. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.