Tíminn - 13.01.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.01.1995, Blaðsíða 6
6 illUltMi Föstudagur 13. janúar 1995 Leibrétting á umfjöllun um „holrcesagjaldsvísitöluna": Ekki bara í Reykjavík, heldur Stór- Reykjavík Vísitöludeild Hagstofunnar óskaöi eftir ab komib yrbi á framfæri leibréttingu á upplýs- ingum sem Tíminn fékk þar s.l. þribjudag. Upplýsingarnar voru á þá leib ab híutur fasteigna- gjalda í húsnæbislib fram- færsluvísitölunnar mibabist vib fasteignagjöld í Reykjavík. Hið rétta er, aö sögn deildar- stjóra, að þessi liður breytist í takt við fasteignagjöld á höfuðborgar- svæðinu — þ.e. „Stór-Reykja/ík". Enda hefði holræsagjaldið valdið enn meiri hækkun á framfærslu- vísiölunni en 0,23%, ef Reykjavík ein væri inni í grundvellinum. Samkvæmt þessu stendur þab enn, að breytingar holræsagjalda eða annarra fasteignagjalda á Ak- ureyri, ellegar í öðrum sveitarfé- lögum utan höfuðborgarsvæðis- ins, hafa engin áhrif á vísitölur ellegar skuldir landsmanna. Hins vegar mundi t.d. hækkun hol- ræsagjalda í Kópavogi hafa áhrif í þessa veru. Þab eru þó fyrst og fremst Reyk- víkingar sem sitja í súpunni að þessu sinni. Því ekki er nóg meb að íbúðareigendur þar þurfi nú að byrja að borga frá 5-15 þúsund krónur í holræsagjald á ári, held- ur leiðir það^aftur til beinna hækkana á skuldum þeirra. Þann- ig mun t.d. höfuðstóll 5.000.000 kr. húsbréfáláns hækka kringum 4.000 kr. í febrúarbyrjun, sökum holræsagjaldsins. ■ Vegagerb ríkisins tekur tœknina í sína þjónustu: Tölva sem sýnir færö og ástand vega „Mönnum þykir þetta mjög „áhorfslegt". Þetta sýnir miklu betur ástand veganna en t.d. bara texti. Þetta er beinlínu- tengt, þannig ab allar breyting- ar, sem hver og einn verkstjóri á landinu gerir hjá sér, koma um leib fram á tækinu. Þegar t.d. snjómoksturstækin koma eöa fara, kemur mynd og fer á skjánum. En við erum ennþá að velta fyrir okkur ýmsum mögu- leikum. Þab er t.d. ákveðiö tákn fyrir snjókomu, en hins vegar er- um við ekki með neitt fyrir skaf- renning. Þetta tákn þýbir annað hvort snjókoma eða skafrenning- ur, en það þarf ekki að fara saman. Þab getur verið skafrenningur án þess að það sé snjókoma, þannig ab það er spurning hvort bæta á við ákveðnu tákni fyrir skafrenn- ing," sagði Birgir Guðmundsson, umdæmisverkfræbingur Vega- gerðarinnar í Borgarnesi, í samtali vib Tímann um tæknibúnab sem Vegagerðin hefur tekið í notkun. Vegagerðin hefur tekið tæknina í sína þjónustu og er komin vel á veg með tölvubúnab, sem sýnir færð og ástand vega eins og það er á hverri stundu. Á Hyrnunni í Borgarnesi, olíustöð Esso, hefur verið settur upp skjár sem sýnir ástand allra aðalvega á íslandi, og segir Guðmundur Ingimundar- son, yfirmaður stöðvarinnar, að skjárinn sé mikið notaður af fólki sem á leið um. C uömundur Ingimundarson viö skjáinn góöa, sem notiö hefur mikilla vinscelda hjá feröalöngum. Birgir sagði að þeir hefðu verið aö þróa þetta verkefni og það væri í rauninni ennþá á tilraunastigi. „Við höfum átt svolítið í vand- ræbum með þetta. Skjárinn hefur slökkt á sér á nóttunni, dottið út og ýmislegt annað hefur gerst." „En þetta gefur ýmsa möguleika varðandi uppiýsingar til almenn- ings í framtíbinni. Þegar við erum komnir yfir þessa.þarnasjúkdóma, þá er meiningin að bjóða almenn- ingi þessi forrit. Þá munu þessar upplýsingar vera opnar hverj- um sem hafa vill," sagði Birgir. Segja má að þessi tækni gefi óendanlega möguleika til upplýs- inga, t.d. fyrir erlenda ferbamenn og aubvitað ekki síst fólk sem er á ferö að vetrarlagi. Alþjóölegar rannsóknir á íslandi I. I hátíðarræðum um mannauð, sér- þekkingu og hátæknivinnu á íslandi er bent á margt mikilvægt sem ráða mun úrslitum um framtíð efnhags okkar á næstu öld. í ræöunum er líka stundum bent á að íslendingar geta hýst erlenda sérfræðinga, kennt er- lendum mönnum og nýtt landið og umhverfið til alþjóðlegra rannsókna og fræöslu. Hér eru aðstæður eða fyrir- bæri sem nýtast til slíks. Minna fer fyr- ir framkvæmdum í þessu efni. II. Undanfarin ár hafa nokkrar mikil- vægar alþjóðlegar ráðstefnur verið haldnar hér, íslenskir sérfræðingar taka þátt í alþjóðlegum verkefnum og a.m.’:. tvær stofnanir eru reknar hér sem flokkast undir alþjóblegar kennslu- eða rannsóknastofnanir: Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna og Norræna eldfjallastöðin. Báðar hafa þær sannað gildi sitt og bætt ímynd ís- lands. Þær hafa skilað þekkingu í al- þjóðlegan fræðasjóð og aukiö orðstír landsins. Tengsl stofnananna við sér- stöðu íslenskrar náttúru og sérþekk- ingu íslenskra vísinda- og tækni- manna er augljós. III. Menn á Raunvísindastofnun Há- skólans, Veðurstofu, hjá Landgræðsl- unni, Rannsóknastofnun landbúnað- arins og leikmenn hafa drepið á hug- UM- ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON HVERFI myndir um fleiri alþjóðlegar stofnan- ir á íslandi. Gætu sumar þeirra reynd- ar átt við stofnanir á öðrum sviðum en vísindum, t.d. eftirlits- eða þjón- ustustofnanir. Á vísindasviðinu hafa menn einkum augastað á náttúru- fræðum. Hérlendis má finna margvís- legar abstæður eða fyrirbæri á litlu landsvæði, sem ella þyrfti aö Ieita uppi vítt og breitt um heim- inn. Innviðir þjóöfélagsins eru þróab- ir og vegalengdir til tækniheimsins stuttar. IV. Hreyft hefur verið við a.m.k. þremur áhugaverðum hugmyndum. I fyrsta lagi hefur rannsóknarstöð í jarðvegsfræbum boriö á góma. Þar gætu menn aukið vib þekkingu á ferl- um jarðvegsrofs og veðrunar. Hér á landi er kalt umhverfi, snör skipti frosts og þíðu, eldfjallajarðvegur og mikið vatns- og vindrof. í öbru lagi hafa menn nefnt jöklarann- sóknir af ýmsu tagi, en hér eru t.d. góðar aðstæður til þess að skoða af- komujökla, framhlaupsjökla, eld- virkni undir jöklum, jökulhlaup, jökl- unarsögu síðustu 15.000 ára o.fl. í þribja lagi gæti starfað hér stofnun á svibi vebur- og haffræði og fest í sessi rannsóknir á norðurljósum og ósoni, sem þegar eru hafnar, auk rannsókna á lægðamyndun, hafstraumum og djúpsjávarmyndun, svo fátt eitt sé nefnt. V. Erlent fjármagn til vísinda á íslandi getur bætt úr sárum fjárskorti til rann- sókna og menntunar og stuðlab að því að fleiri íslenskir sérfræðingar en ella gætu starfað hér heima. Hættunni á ab íslendingar missi við þab frum- kvæði og stjórnun í hendur annarra verður best mætt með því að haga skipulagi hins alþjóðlega starfs líkt og gert er við jarðhitaskólann og eld- fjallastöðina: þ.e. stór hluti starfs- manna er íslenskur og framkvæmda- og skipulagsstjórnin einnig. Fjármagn til reksturs stöðva sem þessara er alla jafna fengið úr sjóöum alþjóðlegra samtaka eða stofnana. Á næstu árum á að láta reyna á hvaða kosti við höfum, til viðbótar við stórauknar fjárveitingar hér heima til vísinda og mennta, til þess að gera landið að alþjóðlegu fræðasetri. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.