Tíminn - 14.03.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.03.1995, Blaðsíða 1
SIMI 631600 Brautarholti 1 ____________________________________________________STOFNAÐUR 1917______________________________________________________ 79. árgangur Þriðjudagur 14. piars 1995 50. tölublað 1995 Bíllinn híföur um borö í Grímsey á laugardag. Tímamynd EÓ Kjarasamningur felldur og verkfallsheimild sgmþykkt hjá Baldri á Isafiröi: Brothættur vinnufriður Stund milli stríba Frá Einari Ólafssyni, fréttaritara Tímans í Drangsnesi: Fjölskylda sem hafði þurft að fresta því að fara með barn í aðgerð í sjúkrahús í Reykjavík greip tæki- færið í góða veðrinu á laugardag og fór með Friðgeiri Höskuldssyni, skipstjóra á Grímsey, til Hólmavík- ur og þaðan suður. Það mátti þó ekki tæpara standa að fólkiö kæm- ist suður því á sunnudag rauk hann aftur upp með ieiðindaveðri og skafrenningi, þrátt fyrir góð áform Veðurstofunnar. Erfitt er að gera sér í hugarlund hversu mikið verk er framundan. Sem dæmi um umfangið þá eru vegagerðarmenn aðeins komnir um 7 kílómetra frá vegamótunum við Staðará, sem er í botni Stein- grímsfjarðar að Bjarnfjarðarhálsi. Klukkan 19 á sunnudagskvöldið gáfust menn upp vegna veðurs. Lesendur geta svo spreytt sig á því að reikna út hver moksturinn hefur verið að meöaltali á klukkustund þessa tvo sólarhringa. Á þessari leið er snjódýptin víða fjórar mann- hæðir. Þá má geta þess að hættu- ástand skapaðist í Króknum innan við Bassastaði vegna mikillar snjó- hengju sem var síðan sprengd nið- ur. Nú leggja menn allt kapp á að opna suðurleiöina frá Hólmavík og í nótt verður farið í Steingríms- fjarðarleiðina og Djúpið ef veður leyfir. Það á ekki af Drangsnesingum að ganga þessa dagana. „En öll él birt- ir upp um síðir" og vonin er sú að þessi vetur hafi fært þingmönnum sanninn um að skammarlega litlu fé sé varið í þann stutta vegarspotta sem er eftir af Selströndinni en sá vegur er tilbúinn af teikniborðinu. Fyrir utan það öryggi sem þessi framkvæmd gefur Drangsnesing- um má ætla að vegurinn verði fljótur að borga sig upp, ef gerðar væru kröfur um að meginreglan væri að reyna að halda opnu þrisv- ar í viku eins og gert er ráð fyrir. Ef miðaö er við þrjá milljaröa sem fara til vegarframkvæmda í fjórðungn- um á næsta kjörtímabili finnst Strandamönnum stundum að lög- gjafarvaldið hugsi í hundraðköll- um þegar kemur að þeim. ■ Nýgerbir kjarasamningar sam- rýmast áframhaldandi lágri verðbólgu hér á landi að mati Seðlabankans. í nýrri spá gerir bankinn ráð fyrir því að vísitala neysluverðs verði 2,3% hærri ab meðaltali í ár en í fyrra, og með- alhækkun verði 2,9% milli ár- anna '95 og '96. Meginforsend- ur þessarar spár eru ab nýir kjarasamningar milli VSÍ og ASí verbi fyrirmynd annarra samn- inga í landinu. Ab gengi haldist Ingimar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Frosta hf. í Súba- vík og formaður Útvegsmanna- félags Vestfjarba, segist óttast mjög um vinnufriðinn þar vestra, takist ekki samningar sem fyrst á milli Verkalýðsfé- lagsins Baldurs á ísafirði og at- vinnurekenda. Hann segir að það komi alltaf á óvart þegar samningar séu felldir með jafn afgerandi hætti eftir að forusta verkalýöshreyfingarinnar er búin að semja. En félagsfundur stöðugt. Að framleiðni aukist um 1% á þessu ári og 1,5% á því næsta. Og ab launaskrib verbi 1% hvort þessara ára. Gangi spá Seðlabankans eftir veröur neysluverösvísitalan 176,4 stig í ársbyrjun 1996, sem er 2,5% hækkun frá byrjun þessa árs. Mestu hækkun í einum mánuöi sér Seölabankinn 0,5% núna í byrjun apríl, en síðan dregur jafnt og þétt úr veröhækkunum fram til næstu áramóta. í Baldri felldi nýgerðan kjara- samning með 88 atkvæðum gegn 13 sl. laugardag. Ingimar býst ekki við því að fariö verði að ræða gerð nýs samnings fyrr en eftir miðja vikuna þegar formaöur Vinnuveit- endafélags Vestfjarða, Jón Páll Halldórsson framkvæmdastjóri Noröurtanga hf., kemur heim að afloknum stjórnarfundi dótturfyr- irtækis SH í Grimsby. Á félagsfundi Baldurs var stjórn og trúnaðarmannaráði veitt heim- ild til vinnustöðvunar hafi samn- Að mati Seðlabankans fela kjarasamningar ASÍ og VSÍ í sér 3,6% meðalhækkun launa í upp- hafi samningstímans, 3,1% hækk- un í byrjun næsta árs og 0,15% hækkun í desember. Þetta er sam- tals 7% hækkun á samningstím- anum. Auk þess er taliö aö launa- kostnaður aukist um 0,3% vegna sérkjarasamninga. Þetta á aö skila fólki 1,9% hækkun raunlauna í ár og 1,7% hækkun á þvi næsta. ingar ekki tekist innan tíðar. Karit- as Pálsdóttir hjá Baldri sem jafn- framt er formaður fiskvinnslu- deildar Verkamannasambands ís- lands segir þessi tímamörk ekki hafa verið skilgreind nánar aö öðru leyti en því að ekki yrði gef- inn langur tími til samninga. Hún segir kröfugerð félagsins liggja fyr- ir og atriði hennar verbi áréttuð í viöræðum við atvinnurekendur í héraði. Hún telur ekki annað koma til greina en að viðræður að- ila verði á ísafirði, enda sé ekki verib að semja við VSÍ í Garða- strætinu heldur Vinnuveitendafé- lag Vestfjarba. Formaður fiskvinnsludeildar VMSÍ segir aö samningurinn hafi verið felldur vegna óánægju með litlar launahækkanir, sérkjara- samning fiskvinnslufólks og óánægju ísfirðinga með vaktafyr- irkomulag í rækjuvinnslu þar sem fiskvinnslufólk vill áfram halda í næturvinnutaxtana. Af einstökum aðildarfélögum Alþýbusambands Vestfjaröa hefur nýgerbur kjarasamningur verib samþykktur í verkalýösfélögunum í Bolungarvík og Flateyri. En ein- dagi til að bera samninginn undir atkvæði félagsfunda er 24. mars. n.k. Ef boðaö verður til vinnu- stöðvunar á félagssvæði Baldurs mun þab stöðva nær allt atvinnu- lífáísafirðiogíHnífsdal. ■ Kennaraverkfallib: Angi af launaþróun kynjanna Eiríkur Jónsson, formabur Kenn- arasambands íslands, segir vib- semjendur launafólks leyfa sér yfirleitt meira gagnvart kvenna- stéttum en karlastéttum. Hann segir það sorglega staðreynd hvernig launamunur kynjanna hefur þróast og verkall kennara sé enn einn anginn af því. Svo virðist sem afstaða samn- inganefndar ríkisins til verkfalls kennara og kröfugeröa kennarafé- laganna mótist að einhverju leyti af því að í hlut á stétt sem er að miklum hluta skipub kvenfólki. Þaö hefur í það minnsta vakið at- hygli að í þeim verkföllum sem hafa verið háð á undanförnum misserum, hafa átt hlut að máli fé- lög og starfsmenn hins opinbera sem nær eingöngu eru skipuð kvenfólki, eins og t.d. meinatækn- ar og sjúkraliöar. Á hátíöarfundi í Rábhúsinu í sl. viku sem haldinn var í tilefni af 8. mars, alþjóðlegum degi kvenna, sagði Kristín A. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliöafélagsins, ab það væri varla tilviljun að það skuli kosta kvennastéttir margra vikna verkfall að ná eyrum ráðamanna. Þrátt fyrir að verkfall kennara hafi staðið yfir í tæpar fjórar vikur virbist enn langt í að samningar séu í nánd. Að mati kennara hefur nánast ekkert komið fram sem liðk- ab gæti fyrir lausn á einu víðtæk- asta verkfalli seinna tíma, sem nær til 60-70 þúsund einstaklinga. Formaður KÍ segir ab það sé al- gjör samstaða meðal kennara, en forsvarsmenn kennarafélaganna hafa fundab með kennumm út um allt land að undanförnu til að kynna þeim stöðu mála, milliliða- laust. ■ Seölabankinn: Nýgeröir kjarasamningar samrýmast áframhaldandi lágri veröbólgu: Seðlabankinn sér 3,6% hækkun / 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.