Tíminn - 14.03.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.03.1995, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 14. mars 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö ílausasölu 150 kr. m/vsk. Úthafsveibar í austri og vestri Deila Kanadamanna og Evrópusambandsins um veiöar á grálúðu á Miklabanka hefur að vonum vakið mikla athygli hérlendis. Deilan snýst um að Evrópusambandið vill ekki sætta sig við kvóta- skiptingu á þessu svæði, sem Norður-Atlantshafs- fiskveiðinefndin hefur sett, og vilja skammta sér veiðikvóta sjálfir. Það hefur einnig vakið mikla athygli í þessu máli að íslenski utanríkisráðherrann talar máli Evrópusambandsins. Sjávarútvegsráðherra virðist hins vegar hallur undir málflutning Kanada- manna, og er það í samræmi við klofning íslensku ríkisstjórnarinnar í öllum stórmálum sem varða fiskveiðar á úthafinu og í utanríkismálum yfirleitt. Þeim virðist fyrirmunað að ganga í takt í nokkru máli. Þessi ágreiningur er auðvitað stórskaðlegur á er- lendum vettvangi og dregur úr trúverðugleika ís- lenskra stjórnvalda þegar fjallað er um viðkvæm og flókin hafréttarmál. Grundvallarstefna okkar íslendinga í sjávarút- vegsmálum ætti að vera að koma í veg fyrir of- veiði, jafnt í íslenskri lögsögu sem á úthafinu. Þessi stefna felur það í sér að koma öllum veiðum undir stjórn. Á þessum grunni verða viðræður okkar um úthafsveiðar að byggja. Við höfum sent veiðiskip í Smuguna. Það gerðu ötulir stjórnendur fyrirtækja á Norðausturlandi fyrst. Þar eru fiski- stofnar ekki í bráðri hættu, en þó verða samningar okkar um veiðar þar að byggja á fiskverndunar- sjónarmiðum og setningu kvóta, sem við eigum hlutdeild í. Við höfum viljað tengja samningaviðræður um Smuguna viðræðum um norsk-íslenska síldar- stofninn og um karfaveiðar á Reykjaneshrygg. Það er eðlileg afstaða af hálfu okkar íslendinga. Enginn getur sagt fyrir um það nú, hvernig þeim málum lyktar. Nú vill utanríkisráðherra nota Smuguveiðarnar í pólitískum tilgangi og þakka Alþýðuflokknum þær. Það gleymist í þessu sambandi að duglegir út- gerðarmenn hófu þessar veiðar og ríkisstjórnin og forustan í utanríkisráðuneytinu hefur ekki getað leitt þetta mál til lykta. Utanríkisráðherra er einn- ig út á þekju í samskiptunum við Kanada, sem sýndi sig meðal annars í því að vilja ekki ræða við kanadíska sjávarútvegsráðherrann þegar hann var hér á ferð. Hann hefur þó háð mikla baráttu heimafyrir við hin hrikalegu vandamál, sem uppi eru þar í landi vegna ofveiði. Erindi hans hér um þessi mál vakti mikla athygli. Það er heldur ömur- legt að íslenski utanríkisherrann skuli taka ein- hliða afstöðu í fiskveiðideilu ESB og Kanada- manna. Framhjá tilburðum ESB til rányrkju á úthafinu verður ekki horft og við íslendingar ættum ekki að veita henni siðferðilegan stuðning. Einkaskjöl um einkavæbingu Það er áberandi „banana"-bragð af stjórnsýslunni, sem Sjálfstæðis- flokkurinn stóð fyrir á allt of löngum valdatíma sínum í Reykjavík. Nýjasta dæmið um þetta var sent af nafnlausum sendanda til borgarstjórans fyrir helgi. Þetta var áfangaskýrsla Ingu Jónu Þórðardóttur, þáver- andi ráðgjafa, sem ráðin hafði verið til starfa af fyrrverandi borg- arstjóra til að útfæra hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um einka- væðingu. Meðferðin öll á þessari skýrslu og laumuspilið í kringum hana er slíkt aö ætla mætti að menn væru með úrkynjaða klám- spólu í höndunum, en ekki nið- urstöður ráðgjafar virðulegrar og kirkjurækinnar þingmannsfrúar. Aftur og aftur eru forustumenn Sjálfstæðisflokksins búnir að neita því að til sé neitt í aðgengi- legu formi um þessa ráðgjöf, ekk- ert handfast til að leggja fram um ráögjafavinnu sem kostaði borg- ina tæpar þrjár milljónir króna. Þess vegna hafi oröið að grípa til þess að fá borgarstjórann fyrrver- andi, Markús Órn, til að skrifa ör- stutta greinargerð í punktaformi um ráðgjöfina þegar R-listaflokk- arnir, sem þá voru í minnihluta, kröfðust þess að fá upplýsingar um í hvað verið væri að eyða skattfé. Áfangaskýrslur Nú kemur í ljós að a.m.k. ein mjög ítarleg áfangaskýrsla liggur fyrir. Og í nánast grátbroslegum útskýringum sjálfstæðismanna á þessu máli kemur í Ijós aö fleiri svona skýrslur voru til, þó þær Hitaveit- til at> einkavtrba henni er m.a. kcmuc í lcitirnar, Cís ladóttir: SkýnU nukkvu i finnist ekki. Sjálfstæðismenn segja núna að auðvitað hafi alltaf verið til ítarlegar greinargerðir um einkavæðingarmálin, en það hafi sko bara eiginlega ekki verið nein heildarskýrsla. Og af því að það var engin heildarskýrsla til, var ekki hægt að leggja neitt fram, ekki einu sinni þessar ítar- legu áfangaskýrslur þar sem finna má tillögur um einkavæðingu og rökstuðning, sem m.a. er sóttur í flokkssamþykktir Sjálfstæðis- flokksins! Forustumenn sjálfstæð- ismanna í Reykjavík ættu vita- skuld að fá bjartsýnisverölaun GARRI fyrir aö láta sér detta í hug aö bera svona nokkuö á borð fyrir fólk. Það, sem eftir stendur, er að gagnrýni R-listaflokkanna frá því fyrir kosningar um að óeðlilegt væri aö sjálfstæðismenn væru að láta borgarsjóð greiða fyrir flokks- lega vinnu Sjálfstæðisflokksins, hefur reynst réttmæt. Þab er ein- faldlega mjög ámælisvert að pukrast með niðurstöbur ráð- gjafavinnu af þessu tagi, jafnvel þó þessi vinna hafi þótt pólitískt óþægileg þegar nær dró kosning- um, vegna þess aö mál höfðu æxl- ast á þann veg að einkavæbing var gerð útlæg úr stefnu Sjálfstæð- isflokksins í bili. Bananaflokkurinn En ömurlegast er þó að fylgjast með því hvernig sjálfstæðismenn láta eftir kosningarnar. Nú láta sjálfstæðismenn eins og gærdag- urinn hafi aldrei verið til og þeir ráðast með óbótaskömmum að R- listanum fyrir að láta vinna ýmsar úttektir og útfærslur á stefnumál- um, sem sett voru á oddinn í kosningabaráttunni. Þannig hafa forustumenn sjálfstæbismanna haft mörg ljót orð uppi um stjórnsýslukönnun Stefáns Jóns Hafstein og talab um pólitísk gæðingaverkefni. Þar var þó allt unnið fyrir opnum tjöldum og menn gátu lagt mat á niöurstöð- una, því þeir höfðu eitthvað í höndunum. Einkavæðingaráform sjálfstæð- ismanna runnu einfaldlega út í sandinn. Þeir reyndu að klóra yfir klúðrib með stjórnsýsluaðferð- um, sem þekktar eru úr banana- lýbveldum, og mistókst hrapal- lega. Það verður því að teljast ótrúlegt að þeir skuli nú, eftir allt sem á undan er gengib, halda áfram ab henda banönum í kjós- endur í stað þess að draga sig í hlé og skammast sín. Garri Uppheföin ab Dómínó, Dómínó! Ertu frönsk eða fædd hér á landi? söng Brynjólfur Jóhannesson af innlifun og mikilli kúnst hins túlkandi listamanns. Spurningin snérist um það hvort lagið um hana Dómínó væri eftir okkar ástsæla tónskáld Skúla Hall- dórsson eða Fransmann úti í Frans. Báðir gerðu tilkall til lagsins, sem um langt skeiö var vinsælt í dægur- lagaheimi veraldarinnar. Sé rétt munað, tókust sættir um að Dóm- ínó væri bæði frönsk og fædd hér á landi, að lagið hafi kviknab í kolli ágætra tónsmiða um svipab leyti í sitthvom landinu. Mun slíkt ekki einsdæmi. Enn er komin upp deila um hvort lag er íslenskt eba enskt, jafnvel írskt, eba af öllum þessum þjóbern- um í bland. Og það er hvorki meira né minna en Evróvisjónlagið í ár, sem deilurnar snúast um. Bjöggi söngvari var fenginn til aö sjá um keppnina af hálfu íslenska ríkisins, því hér er hún ríkisrekin eins og mestöll upplýsinga-, skemmti- og auglýsingastarfsemi þjóðarinnar. Hann baub 15 dægur- lagahöfundum þátttöku og valdi svo lag eftir sjálfan sig og kunningja sinn í Englandi. írskur vinur var fenginn til að útsetja. Miðnæturflaut í síma Nú rísa upp innlendir lagagerð- armenn, fullir upp af þjóölegum metnaði, og segja íslenska framlag- ib til þeirrar rismiklu Evróvisjón- keppni vera útlenskt, enda sé þab varla tveggja manna verk ab semja eitt lítib lag. Er Bjöggi ásakaður fyr- ir ab gerast mebhöfundur til að smygla ensku lagi inn í keppnina fyrir íslands hönd og er málið hið alvarlegasta. Sjálfsagt er ekki ávallt einhlítt hver er höfundur lags, og dæmi eru um ágæta samvinnu fleiri aðila til að skapa eitt lag. Einu sinni var útvarpsstjóri sem langabi mikib til ab vera tónskáld, og þab var hann, því stundum voru leikin lög eftir hann í útvarpib. Þórarinn Gubmundsson stjórn- abi Útvarpshljómsveitinni, en hann var tónskáld, fibluleikari og húmoristi meb afbrigbum og eru um hann margar sögur. Ein er sú að hann hafi verib út- varpsstjóra innan handar ab búa til lögin. Sagbi Dói ab fyrir kæmi ab húsbóndinn hringdi í sig um mibj- ar nætur, þegar ándinn kom yfir hann og sköpunarglebin þurfti ab fá útrás. Blístrabi útvarpsstjóri í sí- mann um stund og hljómsveitar- Á víbavangi stjóri hans hlustabi þolinmóbur, því hans verkefni var ab skrifa nibur og útsetja. Þegar útvarpsstjóri var búinn ab blístra upp og nibur tónstigann inn í eyrab á Þórarni tónlistarmanni, spurbi hann spenntur: Kom lag? Þjóblegir sigrar Hvernig framlag Ríkisútvarpsins til Evróvisjón er til orbib ab þessu sinni, geta þeir rifist um sem vitib og áhugann hafa á málefninu. En sé hægt ab ná árangri í þessari stór- merku keppni meb ensku lagi í írskri útsetningu og íslenskum meb- höfundi, helgar tilgangurinn meba- lib og ísland verður rosalega heims- frægt. Hverjir búa til lögin er aukaatriði, eins og í boltakeppni. í körfubolt- anum eru þau lið sigursælust sem hafa efni á að greiða góðum Amer- íkönum hæstu launin. Þeir gerast Grindvíkingar, Njarðvíkingar, KRingar og Saubkrækingar á víxl og fylgismönnum libanna kemur ekk- ert vib hvort sigurinn er sóttur í Vesturbæinn eba Harlem. Hann er jafnsætur fyrir þab. Eins er þab meb metnabarfulla keppni íslenska ríkisbáknsins í dæg- urlagaheiminum. Ríkisfang lagsins, sem senda á í keppnina, er ekki síb- ur óvíst en uppruni hennar Dóm- ínó héma um árib, og er hún þó síst verri þar fyrir. Þab getur líka verib klókt ab senda fjölþjóblegt lag í svona keppni, því Bretar og írar eru áreib- anlega reibubúnir ab greiða sínum mönnum atkvæði, þótt þeir semji í nafni Bjögga og séu sendir á al- þjóðamarkað af Heimi til ab efla dýrb íslenskrar menningar í skemmtanabransanum, því eins og alkunna er kemur upphefbin ávallt ab utan. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.