Tíminn - 14.03.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.03.1995, Blaðsíða 6
6 mtmtm Þri&judagur 14. mars 1995 Fall Baringsbanka hefur vakiö athygli á veikum hliöum þenslumikils efna- hagslífs Austur- og Suöaustur-Asíu Nicholas Leeson, ungur Breti sem setti Barings- banka, gamla og virta peningastofnun, á höfuöiö meö fullmiklum djarfleik í viöskipt- um, er einn mest umtöluðu manna þess þáttar sögunnar sem er aö gerast. Sagt er sem svo, aö þetta sýni hve takmark- aöur stööugleikinn sé í raun í fjármálum heimsins. Leesons- málið hefur hleypt auknum titr- ingi í fjármálamarkaðina um víöa veröld, en ókyrröin á þeim var fyrir með meira móti, ekki síst út af efnahags- og gjald- eyriskreppunni í Mexíkó, sem auk annars hefur snortiö banda- ríska dollarann illa. Því er haldið fram m.a. aö aukinni tækni á þessum vett- vangi fylgi aukinn hraði, sem sé orðinn slíkur að þeir sem taki þátt í hinu alþjóðlega spili í fjár- málum eigi oft fullerfitt með að átta sig á hvaö eiginlega sé að gerast. Sagt er í einskonar of- boöi, aö þetta sé komið á það stig aö „djarfir" náungar geti komist upp með það að vera í einskonar hasardtölvuleik með fjármál heimsins. Ofurvenjuleg braskhviða Meira eöa minna hættulegur titringur á fjármálamörkuðum heims er þó ekki nýr í sögunni. Vera kann að á þeim mörkuð- um ráði hughrif ^ékki síöur en „skynsemi" og kaldur útreikn- ingur. Það þurfti ekki til nema ofurvenjulega braskhviðu til þess að koma af stað hruninu mikla í Wall Street 1929 — skelfilegasta atburði fjármála- sögunnar að flestra mati. En skilyrði voru að vísu fyrir hendi að greiða fyrir því hruni, ekki síst það að þróuninni í fram- leiðslu og framleiðni hafði mið- að stórum hraðar en kaupgetu almennings. Laun voru þá enn til þess að gera lág víðast hvar, einnig á Vesturlöndum, og vel- ferðaníkið ennþá framundan. Það var varla einber tilviljun aö hrun Barings varö vegna við- skipta bankans í Austur- og Suð- austur-Asíu, sem stýrt var frá útibúi hans í Singapúr, þar sem Leeson starfaði. A þeim slóðum hefur svimandi hraði, eins og einn greinarhöfundur orðar það, verið á þróuninni í efna- hagsmálum í allmörg ár. Sá hraöi hefur gert að verkum að margir hafa hætt á að spila djarft í fjármálunum þar, í von um þeim mun meiri gróða og af ótta við að dragast að öörum kosti aftur úr. Austur- og Suðaustur-Asía nú- tímans minnir að því leyti á Vesturlönd á fyrstu áratugum aldarinnar að laun eru þar enn tiltölulega lág og velferð tak- mörkuð. Það heldur kaupgetu mikils þorra almennings niðri og felur því í sér hættu fyrir „efnahagsundur" landa þessara. Tilfallandi ástæður geta undir þeim kringumstæðum orðiö ör- lagaríkar, eins og forðum í Wall Street. Svo mun og hafa orðið hjá útibúi Barings í Singapúr. í blaðagreinum stendur að vísu að Leeson hafi tekið slíka áhættu í viðskiptum að geggjun sé líkast, en eigi að síður sé lík- legast að allt hefði gengið eins og í sögu hefði jarðskjálftinn í / kauphöllinni í Tókíó: skynsemi eba hughríf? Áhættusamt efnahagsundur BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON sem mjög hefur gætt á Vestur- löndum. í því samhengi er auk tiltölulega lágs lífskjarastigs þar eystra bent á ýmis önnur hættu- merki. Svíinn Bengt-Olof Heldt, fyrrum höfundur forystugreina í Svenska dagbladet, vekur í grein í því blaði athygli á að verðbréf hafi sigið í verði víða á fjármálamörkuðum þar eystra undanfarið, og mun hann telja að ekki sé hægt að kenna jarð- skjálftanum í Kobe um það allt. Heldt heldur því fram að í þessu samhengi sé Kína mesta hættu- svæðið. Um það liggur viö að megi segja að það sé á leið með að veröa „ríkiö í miðið" í fjár- og efnahagsmálum heimshlutans, þar eð grannríki þess tengjast því sífellt nánari böndum í fjár- og efnahagsmálum. Heldt bendir á tröllaukinn ríkisgeirann í atvinnulífi Kína, sem rekinn er með tapi og hald- ið uppi með gríðarháum fjár- framlögum frá ríkinu. Um 150 milljónir kínverskra sveita- manna (samkvæmt einni ágisk- un), sem yfirgefið hafa heima- þorpin, eru á faraldsfæti um borgir lands síns í atvinnuleit. Þar eru félagsleg ólga og glæpir í vexti. Draga ekki á Vestur- lönd í tcekni „Vaxandi spenna milli borga og sveita og á milli ýmissa svæða er kannski það ískyggi- legasta af því, sem nú er að ger- ast í Kína," skrifar Heldt og með hliðsjón af bændauppreisnun- um, sem annað veifið hafa sett flest á annan endann þarlendis í gegnum söguna (bylting kommúnista var sú síðasta af slíkum hingað til), verður varla sagt að sú viðvörun sé með öllu út í hött. Þeir Kínafræðingar eru til, sem spá því að Kínaveldi muni detta sundur eftir nokkur ár, hliðstætt Sovétríkjunum í upphafi áratugarins. (Svoleiðis nokkuð hefur nokkrum sinnum komið fyrir Kína í langri sögu þess, en það hefur að vísu alltaf til þessa skriðið saman aftur.) Paul Krugman, bandarískur hagfræðiprófessor, hélt því ný- lega fram í grein í tímaritinu Foreign Affairs að Austurlönd fjær ættu hagvöxt sinn mikinn einkum því að þakka að þau tækju óspart úr náttúruauðlind- um og neyttu þess að nóg væri af vinnuafli; hinsvegar væri veik hlið á „efnahagsundrum" þeirra, að framleiðni ykist lítt. (Japan er í þessu undantekn- ing.) Hvað sem líði hagvextin- um þar eystra, sjáist þess ekki merki að ríkin þar dragi á Vest- urlönd á tæknisviðinu. Krug- man telur ólíklegt að þannig til- komið hagvaxtarskeið standi lengi og bendir sem hliðstæðu á Sovétríkin á fyrri hluta sjöunda áratugar. Þá var hagvöxtur þar meiri en á Vesturlöndum og þeir vestrænir hagfræðingar voru til, sem héldu og óttuðust að Krúsjof hefði rétt að mæla er hann sagði að Sovétríkin myndu „grafa" Vestrið. Eins og í Austur-Asíu nú var vöxtur sov- éska efnahagslífsins á þeim ár- um drifinn upp með stórfelldri nýtingu á vinnuafli og náttúru- auðlindum, en ekki með auk- inni framleiðni. ■ / kauphöllinni í New York eftir hrunib 1929: háskalegur titríngur á fjármálamörkubum gamalkunnugt fyrirbœri. Leeson: jarbskjálftinn í Kobe gerbi gæfumuninn. Japan á dögunum, sem lék borgina Kobe harðast, ekki sett strik í reikninginn. Við það féll hlutabréfaverðið í Tókíó og það sagði til sín um heim allan og mest í Austur- og Suðaustur-As- íu, eins og vænta mátti. Hefði jarðskjálfti þessi ekki orðið, er skrifað, má vera að Barings- banki hefði stórgrætt á fjár- málaspili Leesons. 150 milljónir far- andverkamanna í framhaldi af Leesons-málinu hafa ýmsir gerst til að vara viö hrifningu þeirri mikilli af aust- urasíska „efnahagsundrinu",

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.