Tíminn - 18.03.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.03.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. mars 1995 5 Tímamynd CS Jón Kristjánsson: Hib mikla verkefni í atvinnumálum Atvinnuleysi í landinu mælist nú um 5%, sem svarar til þess að 6000 manns aö minnsta kosti séu án atvinnu. Þar við bætist að um 1500 manns koma nýir inn á vinnumarkaöinn á hverju ári. Þetta þýð- ir að um 12000 ný störf þurfa að verða til í þjóðfélaginu til aldamóta, ef takast á að vinna bug á atvinnuleysisdraugnum. Það er risavaxið verkefni í atvinnumál- um að skapa þessi störf. Það er ekki síst vegna þess aö vaxandi tæknivæðing leys- ir fólk af hólmi í störfum, og slaginn við tæknina vinnur enginn. Þessi skörð tæknivæðingarinnar í atvinnutækifærin má sjá víða, og má þar nefna dæmi sem er mjög nálægt okkur á Tímanum. í prentun og tæknivinnu í útgáfu eru heilar starfs- stéttir að hverfa, og útgefendum er nauð- ugur einn kostur að meðtaka tæknina og sækja fram til að halda velli í hinni miklu samkeppni sem ríkir á þessum markabi. Aö viburkenna verkefnib Þetta verkefni, að skapa 12000 störf, þarf að skilgreina og viðurkenna. Ég segi viðurkenna, vegna þess að bryddað hefur á því að ráðandi menn líta framhjá vand- anum. Þeir gera það á þann hátt ab slá fram þeirri spurningu, hvort eðlilegt sé að minna atvinnuleysi sé hér en í okkar viðskiptalöndum. Gjarnan er vitnað til Evrópuþjóöa í þessu sambandi, þar sem atvinnuleysi er á bilinu 8% og yfir 20% í Suöur- Evrópu. íslendingar eru um 260 þúsund. Þetta er þrátt fyrir allt rík þjóð, ef rétt er skipt, með miklar auölindir. Við atvinnuleysið á að berjast af fullri einurð og ekki sætta sig við tilvist þess. I kosningastefnuskrá Framsóknar- flokksins eru sett markmið um að berjast gegn atvinnuleysinu og skapa ný störf. Eg vil í þessum línum setja fram nokkrar hugleiðingar um hvernig þessu marki verði náð. Nýsköpun og þróun Þessi orð heyrast oft í opinberri umræðu, og staðhæfingar um aö efla þurfi hvort tveggja. Hins vegar er hoilt að hugleiða þann veruleika, sem blasir vib fólki sem vill hrinda góðri hugmynd í framkvæmd eða stofna fyrirtæki utan um hana. Ef sá hinn sami á ekki fjármagn handbært, eru leiðir ekki greiðar. Hann getur hugsanlega fengiö lán í banka, ef hann á veb. Það veð er oftar en ekki í íbúb viðkomandi, ef hún er ekki fullveð- sett, eöa íbúð foreldra eba jafnvel afa og ömmu. Fjárfestar liggja ekki á lausu, sé áhættan fyrir hendi. Tillögur Framsóknarflokks- ins Kjarninn í tillögum Framsóknarflokks- ins er sá að breyta Byggðastofnun í alhliða atvinnuþróunarstofnun, sem taki á vanda- málum í atvinnulífinu hvar sem þau koma upp. Lagt er til að fulltrúar atvinnulífsins komi inn í stjórn stofnunarinnar. Hlutverk Byggðastofnunar verði meðal annars að veita þeim leiðbeiningar sem vilja hefja sjálfstæðan atvinnurekstur. Einnig verði það hlutverk stofnunarinnar að leggja fram áhættufjármagn í formi hlutafjár eða styrkja. Einnig ætti stofnunin að starfa með fyrirtækjum, sem vilja hefja útflutning í samstarfi við aðra, og styðja markaðsleit. Eðlilegt er ab hún vinni með þeim atvinnurábgjöfum og atvinnuþróun- arfélögum sem starfandi eru. Jafnframt er lagt til að Iðnþróunarsjóður verði gerður ab áhættulánasjóði, sem fjár- festi í innlendum fyrirtækjum. Þessar aðgerðir em nauðsynlegur grund- völlur baráttunnar í atvinnumálum. Þess má einnig geta að það hlutverk Byggbastofnunar að veita áhættufjármagn í formi hlutafjár var lagt af í tíb núverandi ríkisstjórnar. Tækifærin Spyrja má hvar séu sóknarfæri í atvinnu- málum. Svarið vib því er ekki einfalt, en þó er hægt að fullyrða að hefðbundnar atvinnu- greinar búa yfir ýmsum möguleikum þrátt fyrir allt. í sjávarútveginum þarf ab koma til aukin fullvinnsla. Við erum í vaxandi mæli hráefnis- útflytjendur. Frystitogarar flytja út og selja sinn afla beint á erlendum mörkuðum og ísfiskur er fluttur út í gámum í verulegum mæli. Ég hef verið á ferðalögum á Austurlandi undanfarib og heimsótt þar marga vinnu- staði. Þar á meðal kom ég í tvö frystihús þar sem var verið að vinna svokallaðan Rússafisk. Þaö er hausskorinn heilfrystur þorskur sem um er að ræða, sem frystur er um borö og þíddur upp til vinnslu. Þessi vinnsla er til uppfyllingar í frystihúsun- um, en hefur veitt fjölmörgum atvinnu. Þrátt fyrir þetta virðist sem íslendingar hafi ekki náb tökum á því að vinna fisk af sínum eigin frystitogurum. Það er risavax- ið verkefni að koma þeirri vinnslu í ís- lenskar hendur. Það mundi veita mjög mörgu fólki atvinnu og skilja eftir virbis- auka í landinu. Hráefni frystitogara, fryst þegar það kemur inn fyrir borbstokkinn, er svo gott aö ísfiskur stenst ekki samanburð í flestum tilfellum, enda er verðið hærra. Þarna er verk ab vinna og í þetta væri vert að veita fjármunum. I þessu sambandi er vert ab geta þess að útgjöld vegna atvinnuleysisbóta nema milljörðum króna. Þab er því til mikils ab vinna að minnka atvinnuleysið í landinu. Landbúnaöurinn í landbúnaði hefur orðið mikill sam- dráttur og úr sveitunum sækir fjölmargt fólk inn á vinnumarkaðinn. Það er því áríðandi að leita allra leiða til að sækja fram í þeirri atvinnugrein. Þar ber einkum að skoba hvernig styðja má þann útflutn- ing afuröa sem mögulegur er. Áhugi er fyr- ir útflutningi vistvænna afurða og bænda- samtökin hafa unnib að undirbúningi þess máls. Réttlætanlegt væri aö veita markaðs- stuðning til að greiða fyrir þessum útflutn- ingi. Iðnaöarframleiösla Ljóst er að skipulagsbreytinga þarf vib í markabsleit erlendis um fjárfestingu í ibn- aði. Horfa þarf eftir fleiru en stóriðju í því sambandi. Það er athyglisvert að engin er- lend fjárfesting hefur verib hér á landi síð- an losab var um hömlur í því eíni. Athuga þarf þaö sérstaklega hvab gæti breytt þessu ástandi. Hugarfarsbreyting um kaup á íslenskum iðnaðarvörum gæti einnig skapað fjöl- mörg störf í landinu. Þjónusta Þess er vart að vænta að það f jölgi í opin- berri þjónustu með sama hætti og síöustu áratugina. Hins vegar er þjónusta við ferbamenn, bein og óbein, vaxtarbroddur í landinu og það er áreiðanlega ekki síst á þessu sviði sem leiðsögn og rábgjöf og auknir möguleikar til fjármögnunar kæmu að gagni. Verkefnið að skapa 12000 manns at- vinnu á fimm árum er ekki óleysanlegt og það má undir engum kringumstæðum líta svo á. Það viðhorf ber dauðann í sér. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.