Tíminn - 18.03.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.03.1995, Blaðsíða 6
6 UU Framsóknarflokkurínn Alþingiskosningar 1995 Kosningaskrifstofur Framsóknarflokksins Skrifstofa Framsóknarflokksins, Hafnarstraeti 20, 3. hæí>. Pósthólf4S3,121 Reykjavík. Starfsmenn: |6n Kr. Kristinsson, sími 5526088; Skúli Oddsson, sími 5526128; Einar Kristján jónsson, sími 5526135. Fax 5623325. Reykjavíkurkjördæmi Hverfisgata 33, 101 Reykjavík. Sfmi 5517444. Faxnúmer 5517493. Kosningastjóri Björn Ingi Stefánsson. Reykjaneskjördæmi Bæjarhraun 22, 220 Hafnarfiröi. Símar 5655705, 5655717. Faxnúmer 5655715. Kosningastjóri Arinbjörn Vilhjálmsson. Vesturlandskjördæmi Sunnubraut 21, 300Akranesi. Símar 93-12050, 93-14226. Faxnúmer 93-14227. Kosningastjóri Björn Kjartansson. Vestfjarbakjördæmi Hafnarstræti 8, 400 ísafjörbur. Símar 94-3690, 94-5395. Faxnúmer 94-5390. Kosningastjóri Kristinn |ón jónsson. Norburlandskjördæmi vestra Suburgötu 3, 580 Saubárkrókur. Sími 95-36335. Faxnúmer 95-35374. Kosningastjóri Herdís Sæmundardóttir. Norburlandskjördæmi eystra Hafnarstræti 26-30, 600 Akureyri. Símar 96-21180, 96-23150. Faxnúmer 96-23617. Kosningastjóri Ólafur Sigmundsson. Austurlandskjördæmi Tjarnarbraut 19, 700 Egilsstabir. Símar 97-12582. Faxnúmer 97-12583. Kosningastjóri Kristín Snæþórsdóttir. Suburlandskjördæmi Eyrarvegur 15, 800 Selfoss. Símar 98-22547, 98-21247. Faxnúmer 98-22852. Kosningastjóri Árni Magnússon. Landsbyqgbarfólk í Reykjavik Þjónustuskrifstofa utankjörstabaatkvæbagreibslu er ab Hafnarstræti 20, 3. hæb, sím- ar 5526088, 5526128 og 5526135. Kosning fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavik ab Engjateig 5 (gegnt Hótel Esju). Opib er alla daga kl. 10.00-12.00, 14.00-18.00 og 20.00-22.00. Framsóknarfólk, hafib samband. Heitt á könnunni. Framsóknarfíokkurinn Framsóknarvist — Reykjavík Framsóknarvist verbur spilub nk. sunnudag, 19. mars, á Hótel Lind, Raubarárstíg 18, og hefst kl. 14.00. Framsóknarfélag Reykjavíkur ÚTBOÐ F.h. Reykjavíkurhafnar er óskab eftir tilbobum í gatnagerb í Sunda- höfn og nefnist verkið: Sægar&ar gatnagerb. Helstu magntölur eru: Malbikun 2.110 m2 Gangstéttar 370 m2 Regnvatnslagnir 0250 220 m Niburfallsbrunnar 14stk. Útboðsgögn verba afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þribjudeginum 21. mars, gegn kr. 10.000 skilatrygg- ingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 ÚTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskab eftir tilbobum í gerb steyptra kantsteina víbsvegar um borgina. Heildarlengd er u.þ.b. 20 km. Síðasti skiladagur er 15. september 1995. Útbobsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og meb þribjudeginum 21. mars, gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilbobin verba opnub á sama stab fimmtud. 6. apríl 1995, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 ÚTBOÐ F.h. Reykjavíkurhafnar er óskab eftir tilbobum í útvegun og akstur á fyllingarefni og nefnist verkib: Fyllingar vib Klettagarba Magn: Fyllingarefni 30.000 m3 Útbobsgögn verba afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og meb þribjudeginum 21. mars, gegn kr. 10.000 skilatrygg- ingu. Tilbobin verba opnubá sama stab mibvikud. 5. apríl 1995, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 ___gjfmtWW______________Laugardagur 18. mars 1995 Naubsyn öflugrar forystusveitar og fjölbreyttrar fag- legrar þjónustu segir Ari Teitsson, nýkjörinn formaöur Bœndasam- taka íslands Ari Teitsson, ráðunautur og bóndi á Hrísum í Reykjadal í Subur-Þingeyjarsýslu, var kjör- inn fyrsti formaður Bændasam- taka íslands á Búnaðarþingi sem nú stendur yfir í Reykjavík. Kjör Ara kom nokkuð á óvart, en að undanförnu hafði þó ver- ið rætt um hann á meðal bænda og Búnaðarþingsfulltrúa sem hugsanlegt formannsefni. Ari tekur viö formennsku á tímamótum í tvennum skiln- ingi: annars vegar þegar ný heildarsamtök bænda eru að hefja göngu sína á rótum Bún- aðarfélags íslands og Stéttar- sambands bænda, en hins vegar þegar íslenskur landbúnaður stendur á tímamótum þess ab hafa búið einn að innlendum markaði, en þarf nú að hefja samkeppni við innfluttar land- búnaðarvörur. Þá hafa vart erf- iðari viðfangsefni snúið að bændaforystunni en nú, en það er sá mikli vandi sem steðjar að mörgum sauðfjárbændum vegna samdráttar í sölu á kinda- kjöti á undanförnum árum. Því er ljóst ab mörg og krefjandi verkefni bíða hins nýja for- manns. En hver voru tildrög þess að Ari Teitsson ákvað að gefa kost á sér til formennsku nýstofn- aöra Bændasamtaka íslands? „Ég hafbi ekki hugsaö mér að gerast formaður Bændasamtaka Islands, en þegar farið var að oröa þetta við mig, lét ég tilleið- ast. Eg tel einnig eðlilegt að innan nýrra samtaka beri að kjósa nýjan formann og þegar allt virtist stefna í að einvörð- ungu yrbi kosið á milli fyrrver- andi formanna Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda ýtti það á mig að taka þátt í þessu kjöri. Ef til vill má líta á kjör mitt sem ákveðna sáttaleið á milli þeirra sem ab öbrum kosti hefðu skipst í fylk- ingar um stuðning við fráfar- andi formenn." Ekki möguleiki til aö afnema framleiöslu- stýringuna nema í áföngum og að eitt- hvaö komi í staðinn Að undanförnu hefur verið unnið að ýmsum breytingum á áherslum landbúnaöarins. Má þar mebal annars nefna teng- ingu á framleiðslu bænda við markaðinn og aukna vitund framleiðenda fyrir þeim mögu- leikum og einnig takmörkunum sem markaöurinn skapar. Þessi mál koma nú til kasta hinna sameinuðu bændasamtaka og liggur því beint við að spyrja Ara Teitsson um hvort áfram verði unniö á sömu braut eða hvort vænta megi nýrra áherslna í baráttumálum bændastéttarinnar á næstunni. „Vib munum halda áfram á sömu braut, því engar forsend- ur eru til annars. Ekki verður snúið til baka til fyrri tíma, þeg- ar opinber stuðningur við land- búnaðinn var meiri en síðar varð. Undanfarin ár höfum vib haft búvörusamninginn til þess að byggja á, hvort sem menn hafa veriö sáttir við hann eða taliö að standa hefði átt að mál- um með öðrum hætti. Nú líður aö lokum samningstímabilsins og fljótlega þarf að huga að endurskoðun þessa samnings. Menn eru misjafnlega sáttir við þá framleibslustýringu sem far- ib hefur verið eftir, en ég tel enga möguleika til þess að leggja hana af, nema þá í áföng- um. Og þá vakna spurningar um hvaö taki við: hvernig fram- leibslu- og sölumálum bænda verði best háttað í framtíðinni. Eflaust eiga menn eftir ab ræöa þessi mál í náinni framtíð og leita lausna, en í dag er engin ein lausn í sjónmáli sem að mínum dómi getur komið í stað þeirrar framleibslustýringar sem fariö hefur verið eftir." Engin greiö leiö til aö rétta hlut sauö- fjárbænda Vandi sauðfjárbænda brennur nú meir á bændaforystunni en nokkru sinni fyrr. Skerðing framleiðsluheimilda er nú orðin svo mikil, að ýmsir bændur, sem ekki hafa annað fyrir sig að leggja, hafa það litlar tekjur að þeir, sem verst eru settir, eru komnir niður fyrir það sem skil- greint er sem fátæktarmörk, og fréttir berast af bændum sem ekki telja sig geta sent börn sín til framhaldsnáms. Eru ein- hverjar leiðir færar til þess að bæta starfsmöguleika þessara bænda og um leið afkomu þeirra? „Því miður er engin greið leiö til þess að rétta hlut sauðfjár- bænda. Samdráttur í sölu kindakjöts er staðreynd og þótt framleiðsluheimildir þessa árs séu 7200 tonn til bænda, þá er með öllu óljóst hverjar fram- leiðsluheimildirnar verða á næsta ári. Þær fara að miklu leyti eftir sölunni á þessu ári, sem of snemmt er að spá nokkru fyrir um. Hins vegar er ljóst að sauðfjárbúskapurinn þolir ekki aukinn flatan nibur- skurð. Margir bændur eru þegar með alltof lítinn framleiðslurétt til þess að geta rekið bú sín með eblilegum hætti. Ýmsar leiðir til að létta á þessum vanda hafa verið ræddar innan bændasam- takanna og verða eflaust ræddar áfram. Þar á meðal er fækkun sláturhúsa og aukin hagræðing í úrvinnslu. Einnig hefur verið rætt um hvernig tryggja megi rétt bænda til atvinnuleysis- bóta, því ljóst er ab einhverjir bændur eru þegar orðnir at- vinnulausir. Viðurkenna verður þá staðreynd að sauðfjárbænd- um verður að fækka og með því væri unnt að þjappa framleiðsl- unni meira saman, sem aftur getur leitt af sér aukna hagræð- ingu og betri afkomumöguleika þeirra sem eftir verða. Þá er stöðugt unnið ab athugunum hvað útflutningsmöguleika á lambakjöti varðar og eru bundnar nokkrar vonir vib þær athuganir. Þau mál taka hins- vegar nokkurn tíma, því ein- hver ár tekur að vinna markaði, þótt þeir séu ef til vill fundnir. Því verður að hafa ákveðna bið- Iund og sýna þolinmæði hvað þetta varðar. Vandi margra bænda er hinsvegar orðinn það mikill að þeir eiga erfitt meb að bíða rólegir og hafa í raun eng- an tíma til þess að sýna nauð- synlega biðlund. Þetta eru erfið mál og viðkvæm og reyna verð- ur eftir megni að vinna þau í sátt við þá sem þau snerta." Hagræöing í úr- vinnslugreinum til aö bregöast viö inn- flutningi Auk vanda sauðfjárbænda stebjar annar vandi ab íslensk- um landbúnaði, en það eru af- leiðingar GATT-samningsins þar sem kveðið er á um leyfi til takmarkaðs innflutnings á land- búnaðarafurðum. Á hvern hátt getur landbúnaðurinn brugbist vib áður óþekktri samkeppni er- lendis frá? „Þaö hefur meðal annars ver- ib gert með breytingum á tolla- lögum þar sem tollaígildum verður beitt gagnvart innflutt- um landbúnaðarafurðum þann- ig ab þær verði á sambærilegu verbi og innlend framleiðsla. Á þann hátt er unnt að draga úr áhrifum innflutnings á fram- leiðslu- og þar með á afkomu- möguleika íslenskra bænda. Þetta á einkum við um mjólkur-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.