Tíminn - 18.03.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.03.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 18. mars 1995 15 1V1 eð sínu nefl Þátturinn í dag er tileinkaður kennaraverkfallinu. Landssam- tökin Heimili og skóli hafa að undanförnu kynnt sérstakan baráttusöng foreldra. Þessi söngur er ákall um lausn kennara- deilunnar og því við hæfi að nota þáttinn að þessu sinni til að leggja málefninu liö. Þeir, sem ekki eru hrifnir af þessum bar- áttusöng, geta þá notað hljómana til að syngja vísurnar hans Jónasar Árnasonar „Lífið er lotterí", en þær má finna í söng- bókum. Baráttusöngur dagsins heitir „Samninga — já, takk" og er eft- ir Unni Halldórsdóttur, en hann er semsé sunginn við lagið „Lífiö er lotterí". Góöa söngskemmtun! SAMNINGA — JA, TAKK! C Am Á íslandi eru málin sjaldan skipulega skoðuð, F C Am en skær og fögur menntastefna er reglulega boðuð. C Am Litlar eru efndir og lögin jafnan brotin, F C Am ef leggja þarf til peninga er metnaðurinn þrotinn! Viðlag: G7 Og nú segjum við: Semjið fljótt! C já, svona semjið fljótt! F og opnið skólann skjótt, C G C svo öll við öndum rótt. Verkföll inni í skólum eru varla nokkur hemja, því verba okkar stjórnvöld og kennarar að semja. I Karphúsið við senda viljum sáttafúsa þanka. Ef samningarnir dragast... þá vorum við að banka! Viðlag: Enda segjum við: Semjið fljótt! já, svona semjib fljótt! og opnið skólann skjótt, svo öll vib öndum rótt. C F < > (> ( > < * 4 > X 3 4 2 I t G7 Forsetinn um áramótin alla heyröist brýna: Áhuga á menntamálum verða menn að sýna. Við tökum þeirri áskorun og aðra skulum hvetja, ofarlega á forgangslistann skólamálin setja! Viðlag: Og viö segjum því: Semjið fljótt! já, svona semjið fljótt! og opnið skólann skjótt, svo öll við öndum rótt. ÚTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskab eftir tilbobum í eftirfar- andi verk. Verkib nefnist: Borgahverfi 3. áfangi. Helstu magntölur eru: Götur u.þ.b. 1.200 m Mulin grús u.þ.b. 7.200 m2 Púkk u.þ.b. 4.600 m2 Holræsalagnir u.þ.b. 1.600 m Lokaskiladagur verksins er 1. júlí 1996. Útbobsgögn verba afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá Qg meb þriðjudeginum 21. mars, gegn kr. 10.000 skilatrygg- ingu. Tilbobin verba opnub á sama stab fimmtud. 30. mars 1995, kl. 15,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Spa/ci£a£a 3 eggjarauður 125 gr sykur 1 tsk. vanillusykur 4 msk. mjólk 75 gr brætt smjör 50 gr saxabar hnetur eöa möndlur 125 gr hveiti 2 tsk. lyftiduft Marengs: 3 eggjahvítur 125 gr sykur Fylling: 4 dl þeyttur rjómi Ca. 300 gr jarðarber eða aðrir ávextir Eggjarauður, sykur og van- illusykur þeytt létt og ljóst. Mjólk, bræddu smjöri, hnet- um, hveiti og lyftidufti bland- ab út í hræruna. Deigið sett í tvö vel smurð hringform (22- 24 sm). Marengsinn: Eggjahvíturn- ar þeyttar stífar, sykrinum blandab varlega saman við. Marengsinn breiddur yfir deigið í formunum og bakað við 175° í ca._ 20-25 mín. neð- arlega í ofninum. Rjóminn þeyttur og settur á milli og of- an á kökubotnana, þegar þeir eru orðnir kaldir. Jarðarberin skorin í sneiðar og settar á milli og notuð sem skraut í kring og ofan á kökuna. SUNNUDAGSKAKAN: Dand(ter-&a&a 175 gr smjör 85 gr sykur 100 gr púðursykur 3egg 175 gr hveiti 2 tsk. lyftiduft Rífið hýði af 1 sítrónu 2 msk. sítrónusafi 75 gr rúsínur 75 gr kúrennur 50 gr saxaðar möndlur 175 gr smjör 175 gr sykur (2 dl) 3egg 225 gr hveiti 11/2 tsk. lyftiduft 2 tsk. kanill 1 tsk. negull 1 tsk. engifer 1 tsk. kardimommur 1 msk. kakó 1/2 dl mjólk 50 gr súkkat 100 gr rúsínur Smjör og sykur hrært vel og lengi saman. Eggjunum hrært saman vib, einu í senn, og hrært vel á milli. Hveiti, lyfti- dufti og kryddi blandað sam- an og hrært út í ásamt mjólk- inni. Saxið súkkatið og rúsín- urnar, blandið 1 msk. hveiti yfir og hrærið saman við deig- ið. Deigið sett í vel smurt af- langt jólakökuform (1 1/2 1). Kakan bökuð viö 175° í ca. 60 mín. Prófið meö prjóni hvort kakan er bökuð. Ef ekkert deig tollir við prjóninn, er kakan bökub. Annars þarf hún að vera lengur í ofninum. 50 gr söxub kokkteilber, 50 gr saxað súkkat, 3 msk. hveiti stráb yfir fyllinguna ábur en sett saman við hræruna. Smjör og sykur hrært vel saman. Eggjunum hrært sam- an við einu í senn. Hveitið blandað meb, meb lyftiduft- inu hrærðu út í ásamt sítrón- uraspinu og safanum. Fylling- unni hrært saman við deigið, sem svo er sett í vel smurt kringlótt form (ca. 23-25 sm). Raðib heilum möndlum í mynstur yfir kökuna, sem er bökuð vib ca. 175-200° í 50-60 mín. 2 dl mjólk 25 gr ger 150 gr smjör Ca. 450 gr hveiti 1 tsk. kardimommur 4 msk. sykur Fylling: 100 gr hnetur eða möndlur 50 gr smjör 4 msk. sykur 50 gr rúsínur Vib brosum „Læknir, þegar dyrabjallan hringir þori ég ekki að opna og þegar síminn hringir þori ég ekki ab svara. Hvaö getur verið að mér?" Læknirinn: „Vertu bara róleg, frú mín góð. Þetta var ein- mitt svona þegar konan mín var búin að fá Visakort." Að borba er nauðsynlegt, en að borða af skynsemi — það er list. „Það getur vel verið að skórnir verði dálítiö þröngir í 1-2 daga," sagði afgreiðslustúlkan í skóbúðinni. „Þab er allt í lagi, ég þarf ekki ab nota þá fyrr en í næstu viku." Bankastjórinn horfbi á manninn, seip var ab sækja um vinnu, og spuröi: „Hafið þér unnið eitthvað í sambandi vib peningamál?" „Nei," svarabi maðurinn, „en ég elska peninga." Yljið mjólkina, hrærið gerið þar út í. Smjörið mulið saman við hveitið ásamt sykrinum og kardimommunni. Hnoðað saman með mjólkurgerblönd- unni. Bætið smávegis hveiti út í, ef deigið er of lint. Látið hef- ast í ca. 60 mín. Hnetur eða möndlur muldar smátt og hræröar saman með smjöri og sykri. Deigið hnoðað lauslega og flatt út í lengju (ca. 20x70 sm). Fyllingunni smurt yfir lengjuna og rúsínunum stráð yfir. Lengjan vafin saman á lengri hliðina. Sett yfir á smurða plötu og mynduö kringla, látiö samskeytin snúa niður. Klippib smá raufar í. Kringlan látin hefast í ca. 30 mín. Pensluð með hrærbu eggi, möndlum og perlusykri stráð yfir. Bakab vib 200° í ca. 25 mín. Vissir þú ab ... 1. Flugvöllurinn í Amsterdam heitir Schip- hol. 2. Höfuðborgin í Uru- guay heitir Montevideo. 3. Marteinn Lúter var uppi 1483-1546. 4. Kínamúrinn er 4000 kílómetrar að lengd. 5. Góður frímúrari á að fylgja reglunni: „Komdu fram við náunga þinn eins og þú vilt að hann komi fram við þig." fg Gott er að blanda smávegis kókosmjöli saman við raspið, þegar vlð búum til eplaköku. % Tannkrem getur ver- ið gott til að bera á olfu- bletti og þvo svo úr volgu vatni. W Rúsínumar veriSa betri í bakstrinum, ef vib kreistum smá appelsínusafa yfir þær og látum þær svo bíða þannig í smástund. ^ Vörn við físklykt er að setja stykki vætt í smávegis ediki á miili potts og hlemms, þegar vib sjóbum Gott er ab þurrka yfir sjónvarpsskerminn með stykki vættu f ediki. V J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.