Tíminn - 25.03.1995, Síða 18

Tíminn - 25.03.1995, Síða 18
18 Wúmmu Laugardagur 25. mars 1995 Ingólfur Ingvarsson frá Neöri-Dal Ingólfur Ingvarsson fœddist i Sels-* hjáleigu í Austur-Landeyjum 12. september 1904. Foreldrar hans voru Ingvar Ing- varsson frá Neöri-Dal og Guðbjörg Ólafsdóttir frá Hellishólum. Systkini Ingólfs urðu fimmtán. Tólf komust til fullorðinsaldurs, fjögur lifa nú bróður sinn: Lilja, Lovísa, Leo og Ingibjörg. Ingólfur giftist eftirlifandi konu sinni, Þorbjörgu Eggertsdóttur frá Dœldarkoti í Helgafellssveit, 9. desember 1939. Böm þeirra em: Eggert Ingvar, giftur Helgu Fjólu Guðnadóttur; Guðbjörg Lilja, gift Viggó Páls- syni; Svala (dáin 11. janúar 1992), gift Þórhalli Guðjónssyni; andvana dóttir; Tryggvi, giftur El- ísabetu Andrésdóttur. Einnig ólu þau upp systurdóttur Ingólfs, Ástu Grétu Bjömsdóttur, gifta Baldvini Ólafssyni. Bamabömin em 20, bamabamabömin 11. Ingólfur var bóndi í Neðri-Dal frá 1940-1973. Jafnframt fór hann á vertíðir og vann við vega- vinnustörf. Frá 1973 hafa þau búið að Hvolsvegi 9 á Hvolsvelli og vann Ingólfur þá hjá Vegagerð ríkisins. Hann andaðist á sjúkrahúsi Suðurlands 16. mars síðastliðinn, og fer útfór hans fram frá Stóra- Dalskirkju, Vestur-Eyjafjöllum, í dag kl. 1S. Tengdafaðir minn er látinn. Með honum er genginn góður vinur og sannur Rangæingur. Hann ólst upp í hinni fögru Eyjafjallasveit, en var fjögurra ára gamall er foreldrar hans fluttu bú sitt að Neðra-Dal í Vestur- Eyjafjallahreppi. Æskuárin liðu í starfi og leik á mannmörgu heimili í stórum systkinahópi, þar sem skiptust á skin og skúrir í erfiðri lífsbar- t MINNING áttu. Börnin lærðu fljótt að taka þátt í störfum heimilisins. Skólaganga var lítil, heima lærði hann til munns og handa, sem hann naut á lífsleiðinni. Ingólfur var svipfallegur og léttur í lund. Fljótt tók ég eftir því hve stundvís hann var og traustur. Árið 1939 giftist hann Þor- björgu Eggertsdóttur og hófu þau búskap í Neðri-Dal, fyrst með foreldrum sínum. Frá 1945 tóku þau við búinu, en faðir hans var hjá þeim til dauöa- dags. Börnin voru fimm, fjögur komust til fullorðinsára og syst- urdóttir Ingólfs ól þau upp. Það voru þungbær spor þegar Svala dóttir þeirra lést, en harm sinn í brjósti bar Ingólfur af stakri ró. Ingólfur var góður bóndi og naut þess að vera með skepnun- um. Oft fór hann til vers til að sækja björg í bú og einnig vann hann viö vegagerö. Oft hefur verið erfitt heima hjá húsmóð- urinni með börnunum, en Þor- björg er dugleg og traust kona, sem stóð við hlið manns síns. Árið 1973 hættu þau búskap í Neðri- Dal og flytja að Hvols- vegi 9 á Hvolsvelli. Þangað fluttu þau með sér heimilisbrag- inn, þar sem gestrisni og hlýja tók á móti gestum. Alltaf þótti mér Ingólfur vera Eyfellingur, þótt hann hafi un- að sér vel á Hvolsvelli. Ófáar voru ferðirnar sem þau fóru austur undir Fjöll, svona til að sjá sveitina og hitta sveitung- ana. Tryggð hans við sveitina sína var einstök. Gaman er að minnast stund- anna þegar hann kom við hjá mér. Þá leit hann í blöðin og við spjölluðum aðeins um pólitík og stöðuna í þjóðfélaginu. Hann sagði mér jafnvel eina góða sögu af körlunum austur undan fjöllum, eða fór með eina vísu sem hagmæltir fjalla- menn höfðu samið. Það var ánægjulegt þegar fjöl- skyldan kom saman inni á Þórs- mörk í september síöastliðnum í tilefni af 90 ára afmæli Ingólfs. Þar naut hann sín umvafinn af- komendum sínum, því alltaf hafði hann gaman af að gantast aðeins við unga fólkið, jafnvel að spyrja um hvernig staðan væri gagnvart hinu kyninu og athuga hvort kraftarnir væm ekki ab aukast hjá þeim yngri. Góbar minningar eiga mínir drengir í smá áflogum við afa, nú síðast á aðfangadagskvöld þegar níræður strákurinn var aö fljúgast á vib fermingarstrák. Við þökkum líf og störf Ing- ólfs. Ég vil ab lokum þakka þér, aldni vinur, góð kynni og allt það sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Ég bið guð að varðveita Þor- björgu og fjölskyldu Ingólfs. Blessuð sé minning hans. Helga Fjóla Guðnadóttir í dag verður hann afi jarðaður í Stóra-Dalskirkju í sveitinni sem honum þótti svo vænt um, umvafinn fjöllunum sínum. Þab er erfitt að hugsa til þess að afi verði ekki hjá okkur á ferm- ingardaginn, hann sem alltaf var svo skemmtilegur og fylgd- ist svo vel með öllu sem við vor- um að gera. En amma verður hjá okkur. Við verðum að vera glöð, því við vitum ab hann er þakklátur að hafa fengið hvíldina þegar heilsan var búin. Við kveðjum afa og þökkum með ljóölínum Einars H. Kvar- an. Já, ótal margs nú að minnast er og margbreyttar kœrleikans sýnir. Og brennandi þökk nú við bjóðum þér, öll bóm þín og vinimir þínir. Erlendur og Guðni Einn af öðrum hverfa sam- íerðamennirnir úr hópnum. í dag verður kvaddur frá Stóra- Dalskirkju, Ingólfur Ingvarsson, sem lengst af sínu lífsstarfi var bóndi að Nebra- Dal í Vestur- Eyjafjallahreppi. Hann var fæddur að Selshjáleigu í Austur- Landeyjahreppi 12. september 1904, en þar hófu foreldrar hans búskap aldamótaárið. Móbir hans hét Guðbjörg Ólafs- dóttir og var ættuð frá Hellis- hólum í Fljótshlíðarhreppi. Hún var kona af þeirri gerö að hún gat ekki hugsað öðruvísi en fallega, veraldarauðurinn var löngum af skornum skammti, en auðlegö hjartans átti sér eng- in takmörk. Faöir hans hét Ing- var Ingvarsson og var hann ætt- aður frá Nebra-Dal, kominn af traustum bændaættum úr Skaftafells- og Rangárvallasýsl- um. Hann var verklaginn, ljóð- elskur, vel hagmæltur og hafði næmt auga fyrir hinum bros- legu hliðum tilverunnar. Um- hyggju og ástúðar þessara heið- urshjóna naut svo sannarlega sá, sem þessar línur skrifar. Þessi umhyggja og hjartahlýja gekk svo áfram til afkomendanna. Neðra- Dalshjónunum varð sex- tán barna auöið, en fimm þeirra dóu í æsku. Af þessum mann- dómslega systkinahópi eru fjög- ur á lífi. Ekki var Ingólfur í Neöra-Dal hár í loftinu, þegar hann fór fyrst á vertíð til Vestmannaeyja. Hann réðst á aflabáta hjá þekkt- um formönnum. Allstaðar var rúm hans vel- skipað, hvort heldur beitt var bjóð eða greitt úr netum, meö þessum velvirka og hressilega manni þótti mönnum gott að starfa, nærvera hans var notaleg og góð. Hann var síðar háseti á togumm frá Reykjavík með þekktum aflakóngum. Það var einmitt á þeim árum, sem eftir- sóknarvert þótti og happafeng- ur að komast í góð skipsrúm og dugnaðarforkar gengu fyrir. Það segir sína sögu. Eftir að Ingólfur fór að reskj- ast réri hann á vélbáti frá Þor- lákshöfn og þótti enn taka vask- lega til hendi. Sjómennskan átti vel vib hann og hugurinn var oft úti í Vestmannaeyjum, þar sem hann fylgdist ótrúlega vel með formönnum, bátunum og aflabrögðum þeirra, en bændur undir Eyjafjöllum sóttu á ámm áður björg í bú til Vestmanna- eyja. Ættar- og vináttuböndin hafa löngum verið sterk milli lands og Eyja, en á fyrri tugum þessarar aldar flutti margt af „fjallafólki" til Vestmannaeyja og festi þar djúpar rætur. Þótt sjósókn ætti vel við Ing- ólf, dró æskudalurinn hann á heimaslóöir á hverju vori, utan eitt sumar, sem hann vann norður á Siglufirði. Ingólfur í Neðra-Dal var mik- ill dýravinur. Fóbraði allan bú- pening vel. Dýravinum líður ekki sjálfum vel, nema þeir viti að vel fari um allan búfénaðinn. Ingvar, faðir hans, var og þekkt- ur fyrir að fóðra vel og eiga fal- legar skepnur. Ingólfur átti úrvals gæðinga og naut þess að spretta úr spori og ekki var hann í vandræðum meö að smíða skeifur undir hestana sína. Hann var hagvirk- ur bæbi á tré og járn. Það var stundum á árum áður kallað að vera vel búhagur. Lögg í glasi leyndist oft í hnakktöskunni, en áfengismál væru ekki til á ís- landi ef menn almennt kynnu að umgangast drottinsdropana eins og hann gerði. Austan viö Dalsás í Vestur- Eyjafjallahreppi er dalur, sem snýr mynni til vesturs og mark- ast að sunnan af Kattarnefi. í dalnum eru bæirnir Stóri-Dalur, Miðdalur og svo Neöri-Dalur, en sá bær er undir suöurhlíð- inni. En yfir þessum grösuga dal, þar sem straumharbir silfur- tærir lækir falla niður brekkurn- ar, rís Fagrafellið, móbrúnt og yfirbragðsmikið. í Dalshverfinu, Framsóknarflokkurinn Aðalfundur Abalfundur Framnes h.f., Kópavogi, verbur haldinn mánudaginn 27. mars n.k. kl. 21.00 ab Digranesvegi 12. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Stjórnin Kópavogur Kosningaskrifstofan ab Digranesvegi 12 er opin kl. 12-19 virka daga, og 10-12 laugardaga. Kosningastjóri er Svanhvít Ingólfsdóttir. Síminn er 41590 og 41300. Fax: 644-322. Léttspjall á laugardegi veröur haldib í Kosningamibstöb Framsóknarflokksins vib Hverfisgötu 33, laugar- daginn 25. mars og hefst kl. 10.30. Gestur verbur Alfreb Þorsteinsson borgarfull- trúi. FUF Reykjavík Kjördæmakvöld Frambjóbendur Framsóknarflokksins í Reykjavík ásamt Valgerbi Gubmundsdóttur alþingismanni bjóba Norblendingum (eystri), sem flutt hafa til Reykjavíkur á und- anförnum árum, ab koma í kaffispjall í kosningamibstöbinni ab Hverfisgötu 33, mánud. 27. mars næstkomandi, klukkan 20.30. Frambjóbendur Eldri borgarar bobnir í Glæsibæ Frambjóbendur Framsóknarflokksins í Reykjavík bjóba eldri borgurum til skemmtunar á skemmtistabnum Glæsibæ, laugardaginn 1. apríl 1995 kl. 14.00. Bobib verbur upp á kaffi og meblæti. Mebal efnis í dagskrá: nemendur úr Tónskóla Sigursveins flytja nokkur lög, Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi menntamálarábherra og frambjóbendurnir Ólafur Orn Haralds- son og Arnþrúbur Karlsdóttir flytja ávörp. Jóhannes Kristjánsson eftirherma lætur Ijós sitt skína og Aubunn Bragi Sveinsson rithöfundur og kennari verbur meb frásöguþátt. Rútuferbir verba frá eftirtöldum stöbum kl. 13.30: Hraunbæ 103 Foldaskóla Kaupstab í Mjódd Lönguhlíb 3 Ab skemmtan lokinni fara rútumar aftur frá Glæsibæ og til sömu áfangastaba. Mætum öll hress og kát. Frambjóbendur eins og þetta bæjahverfi er nefnt, voru aðeins tvær fjöl- skyldur á fyrri hluta þessar ald- ar, tvær stórar og mannmargar fjölskyldur: frændsystkinin í Stóra-Dal og Neðri- Dal. Hugur- inn hvarflar stundum til hins kyrrláta samfélags kreppuár- anna, þar sem samhjálpin réð ríkjum og hönd studdi hendi. Kafloðnar mýrar slegnar meö hestasláttuvélum eða orfum, baggarnir fluttir heim i hey- garð, eða til fjárhúsanna í klyfjaflutningi. Kröfurnar væg- ar, velferðarríkið enn ekki í sjónmáli. Fólkið í Dalshverfinu var sælt í sinni, þrátt fyrir erfiða vinnu og fábrotna fæðu miðað við það sem er í dag. Lesefni á bæjum var víða takmarkað, en fólk las sér til gagns og ræddi innihald blaða og bóka. Sjálfsagt þótti að sækja messu upp að Stóra-Dal. Lengi komu prestarnir ríðandi alla leið aust- an frá Holti. Fólkinu þótti vænt um og virti klerkana sína. Kirkjukaffið eftir messu var kap- ítuli útaf fyrir sig. Heimilisfólkiö í Stóra-Dal var þekkt fyrir að fagna gestum og veita þeim rausnarlega og ekki skorti umræðuefni undir borð- um, skoðanaskipti urðu ekki að sundurþykkju, en blésu lífi í til- veruna. Slíkar stundir voru einn þátturinn í gömlu sveitamenn- ingunni, sem sameinaði skóla- börnin. Heimilisfólkið í Neðri- Dal hlúði alla tíð vel að kirkj- unni sinni. Ingólfur í Neðri-Dal giftist mikilli dugnaðarkonu, Þor- björgu Eggertsdóttur, sem ekki lét sitt eftir liggja við bústörfin. Hún ólst upp í Reykjavík, en á ættir að rekja vestur í Breiða- fjörð. Þeim hjónunum varb fjögurra efnilegra barna auðið: Ingvars, vélvirkja á Hvolsvelli, Lilju, húsmóður í Reykjavík, Tryggva, verktaka á Hvolsvelli, og fyrir fáum árum misstu þau hjónin yngri dóttur sína, Svölu, sem búsett var í Vestmannaeyj- um. Hún dó í blóma lífsins, metin og virt mannkostakona, sem elskuö var af öllum, sem hana þekktu. Þeim þungu bob- um tóku hjónin af æðruleysi, stillingu og sálarstyrk eins og öðru á langri, traustri samleið. Auk sinna eigin barna ólu þau hjónin upp systurdóttur Ing- ólfs, Ástu Grétu, sem búsett er nú í Noregi. Fyrir nærri aldarfjórðungi hættu hjónin sveitabúskap og fluttu í Hvolsvallarkauptún. Þau aðlöguðust fljótt gjörbreyttum aöstæðum og umhverfi. Þar, sem í Eyjafjallasveit, urðu þau vinsæl og vinmörg, enda bæbi félagslynd og gestrisin. Þorbjörg fékk tíma til að sinna sköpunar- gáfu sinni og nýtast handlagn- in. Aftur á móti læröi Ingólfur á bíl, þótt kominn væri um sjö- tugt, og hélt áfram sambandi við sveitunga sína og vini í nær- sveitunum. Hann fór aö vinna á sumrum hjá Vegagerð ríkisins og eignaðist nýja vini af yngri kynslóðinni, sem þótti gott og skemmtilegt að vinna með gamla bóndanum, sem enn var ungur í anda, jákvæður og létt- ur í máli. Allt á sér enda, hver dagur, ár og ævi manna. Austur í Stóra- Dal verbur hann Ingólfur Ing- varsson borinn til hinstu hvíld- ar í dag. í trúmennsku við Guð og lífið lifði hann langan og bjartan starfsdag. Á kveðju- og saknabarstund viljum við Margrét og börnin okkar þakka áratuga tryggð og vináttu. Guð blessi ástvini og niðja mann- kostamannsins, sem nú er kom- inn aftur heim í dalinn sinn, sem bráðum grænkar á ný. Pálmi Eyjólfsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.