Tíminn - 01.06.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.06.1995, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1. júní 1995 11 / I tilefni sjómannaverkfalls í íslenskri orðabók Menningar- sjóðs má sjá að ríki sé „tiltekið byggt landsvæði með föstu stjórnskipulagi". Þessi skýring er rétt, svo langt sem hún nær. Helstu annmarkar hennar eru þeir, að með því aö skilgreina ríki sem tiltekið landsvæði er fyrir- bærið hlutkennt um of. Því þegar til lengdar lætur, fær ekkert ríki staðist nema um það ríki sæmileg sátt þegnanna. Ríki er m.ö.o. að vissu leyti hugtak eða ástand. Til þess að ríki geti dafnað, þarf að ríkja sátt meðal þegnanna um ákveðin grundvallaratriði. Sé um lýðræðisríki að ræða, viðurkenna flestir að staða þeirra, sem eiga at- vinnutæki, sé sterkari stöðu hinna sem hjá þeim starfa. Flestir eru þeirrar skoðunar, að jafna beri þessi styrkleikahlutföll svo sem kostur er. Öflugasta tækið til þeirrar jöfnunar er verkfallsrétt- urinn. Hann er því einn af mátt- arstólpum borgaralegs lýðræðis. Flestir vestrænir atvinnurek- endur, þ.e.a.s. kapítalistar, viður- kenna verkfallsréttinn, sé honum ekki beitt í annarlegum tilgangi, að þeirra mati. Því hvað sem um kapítalismann má segja, þá er hann horn- steinn borgara- legs lýðræðis og verkfallsréttur telst til lýðræðis- legra mannrétt- inda. Þeir at- vinnurekendur á Vesturlöndum, sem ekki viður- kenna verkfallsréttinn í reynd, hafa því stígið út fyrir mörk borg- aralegra samskiptahátta. Þeir hafa m.ö.o. tileinkað sér það sem á mannamáli kallast fasismi. í ár er þess minnst með fögnuði um heimsbyggð alla, að hálf öld er liðin frá því grófustu fasista- böðlum mannkynssögunar var steypt af stóli í lok síðari heims- styrjaldar. Þó er vofa fasismans enn víða á kreiki. Hún byltir sér á Balkanskaga og kraumar í Okla- hóma, svo dæmi séu tekin af handahófi. Og svo undarlega sem það nú kann að hljóma, þá hefur hún einnig gert vart vib sig á jafn friðsælum stab og Akur- eyri, noröur undir pól, og jafnvel SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON víbar á landinu. Hér á ég vitan- lega við þær ráð- stafanir fárra út- gerðarmanna í yfirstandandi sjómannaverk- falli, aö leigja togara sína út fyrir verkfalls- svæðið, m.a. til útlanda. Búum okkur til einfalda hliðstæðu. Hvað skyldi fólk hafa sagt í kenn- araverkfallinu, ef menntamála- rábherra hefði leigt einkaskólum húsnæði ríkisskóla, til ab tryggja áframhaldandi nýtingu atvinnu- tækja, þ.e. skólahúsnæðis og þess búnaðar sem þar er ab finna? Svari hver fyrir sig. Auðvitað er ég ekki ab líkja þeim útgerbarmönnum, sem í sjómannaverkfallinu hafa álpast til að stíga út fyrir mörk borgara- legs lýðræðis, við böbla Hitlers. Slíkt væri fásinna, enda eru þetta sjálfsagt vænstu menn inn vib beinið. En athafnir þeirra bera þess eigi ab síður vott, að þeir setja samasemmerki milli styrk- leika og réttar. Þeir afsaka gerðir sínar með því, að þeir séu að forða fyrirtækjum sínum frá greiðsluerfibleikum og jafnvel gjaldþroti. Til þess að geta „lifað" þurfi þeir meb öðrum orðum lífs- rými umfram þab sem megin- þorra fólks finnst að þeim beri. Og þessa lífsrýmis hyggjast þeir afla á kostnað þeirra, sem minna mega sín. Sögufróðir lesendur átta sig væntanlega á því við hvað er átt. { hópi atvinnurekenda hafa engir barist jafn hatrammlega gegn aöild íslands að Evrópu- bandalaginu eins og einmitt út- gerbarmenn. Þeir tala jafnvel um að við munum glata frelsi okkar, ef Evrópubandalagsríkin fái aö nýta fiskimið okkar í einhverjum mæli. Væntanlega þýðir þaö að íslenska ríkið færi fjandans til. Má vera að rétt sé. En meb leyfi að spyrja: Hvert er frelsi þess manns, sem ekki fær notið grundvallarmannréttinda, t.d. af þeirri ástæðu einni að hann sé sjómaöur á dekki en ekki útgerð- armaöur á kontór? William Z. Foster The Life of William Z. Foster, eftir Ed- ward P. johanningsmeier. Princeton Uni- versity Press, 433 bls., S 29,95' Höfundur bókar þessarar er prófessor í sagnfræði við Há- skólann í Delaware, en í ritdómi um hana í New York Times Book Review 12. júní 1994 sagði: „Foster var fæddur 1881 af kaþ- ólskum trskum foreldrum, og hóf 10 ára gamall að vinna full- an vinnudag. Með götuflokki unglinga, sem kaliaður var „Bolabítar", reisti hann götuvígi í fæðingarborg sinni, Philadel- phia, tii stubnings flutninga- verkamönnum í verkfalli. Af þeim fyrstu kynnum sínum af stéttabaráttu fékk hann trú á mátt verkalýösfélaga, þegar þau væru fjölmenn og vel skipu- lögð." „Foster hóf árið 1900 ab ferb- ast með járnbrautarlestum, að taka sér vinnu um skeið og að herða hug verkamanna, illa haldinna og illa launaðra, hvar sem hann kom. Hann var fædd- ur skipuleggjandi og snjall höf- undur áróöursbæklinga. Og innan American Federation of Labour varð hann brátt helsti málsvari syndikalisma — þeirrar byltingarkenndu kenningar, að öflug verkalýðsfélög myndi í sjálfu sér kjarna ab nýju þjóðfé- lagi. Hann hafði 1919 forystu fyrir allsherjarverkfalli 350.000 stáliðnaðarmanna. Það var mesta verkfall fram til þess tíma í Bandaríkjunum. Það var eftir að þab verkfall mistókst, ab hann gekk til liðs við Kommún- istaflokkinn." „Foster haföi ávallt haldiö því fram, að einungis „baráttufús minnihluti" hinna virku gæti talið þorrann af hinum vansæla fjölda á að hrista af sér slenið. Og eftir sigur bolsévíka í Rúss- landi, sem í hávegum höföu hreysti og aga, gat hann alið með sér von um fall hinnar kap- ítalísku samfélagsskipanar, en alla þætti hennar fyrirleit hann, föðurlandshyggju sem aðra." „Foster hitti 1912 Esther Abr- amowitz, sem síðar varð eigin- kona hans, í sambýli stjórnleys- ingja við Puget Sound, þar sem Fréttir af bókum hún átti í „frjálsum astum". í æsku hafbi hann hafnað hinni kaþólsku trú móður sinnar, en nokkru áður en hann lést, sendi hann eftir presti. Aö lífsháttum var hann alla tíð guðlaus far- andmunkur. Hann gekk alltaf í fötum keyptum á fornsölu ... og fjölskylda hans gætti þess, að meö höndum heföi hann ekki peninga, því að hann var vís til að gefa þá." „Johanningsmeier hefur viðaö að sér skjölum úr skjalasafni sov- éska kommúnistaflokksins. Síöu eftir síðu rekur hann átök um stefnumörkun í verkalýðshreyf- ingunni, Kommúnistaflokki Bandaríkjanna og Alþjóbasam- bandi kommúnista." ■ DAGBÓK Fimmtudaqur 1 • / jum 152. daqur ársins - 213 daqar eftir. 22. vika Sóiris kl. 3.24 sólarlag kl. 23.29 Dagurinn lengist um 4 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Brids, tvímenningur, í Risinu kl. 13 í dag. Subway faerir út kvíarn- ar á íslandi Stjarnan hf., einkaleyfishafi Subway á íslandi, opnar nýjan Subway- veitingastað í Austur- stræti 3, í dag, fimmtudag. Stjarnan hf. opnaði fyrsta Sub- way staöinn á íslandi að Suður- landsbraut 46 í september síð- astliðnum. Nýi Subway-stabur- inn er á tveimur hæöum með sætum fyrir 36 gesti. Á þriðju hæð verða skrifstofur Stjörn- unnar hf. Mikið verður um ab vera í tilefni opnunarinnar. Á Ingólfstorgi verða tónleikar frá kl. 16 til 18, þar sem fram koma hljómsveitirnar Sálin hans Jóns míns, GCD og Kirsuber. EM- MESS- ÍS hf. mun verða með glaðning fyrir börnin og 200 fyrstu gestirnir á Subway fá frí- miða á frumsýningu myndar- innar „Little Big League" í Regn- boganum. Það er von forsvarsmanna Subway, aö nýi veitingastaður- inn verði lyftistöng fyrir veit- ingastaðaflóruna í miöbænum og kærkomin viðbót fyrir þá sem kjósa ferskan og hollan skyndibita. Helgarskákmót í Taflfé- lagi Reykjavíkur Taflfélag Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmóti frá fimmtudegi til mánudags (hefst í dag). Tefldar verba sjö umferð- ir eftir Monrad- kerfi. Fyrstu tvær umferðirnar verða með 30 mín. umhugsunartíma, en fimm síðari með 1 1/2 klst. á 30 leiki og síðan 30 mín. til viðbót- ar til að ljúka skákinni. Umferðataflan verður þannig: 1.-2. umferð fimmtudag kl. 20-22; 3. umferð föstudag kl. 19.30-23.30; 4. umferð laugar- dag kl. 10-14; 5. umferð iaugar- dag kl. 17-21; 6. umferð sunnu- dag kl. 14-18; 7. umferð mánu- dag kl. 14-18. Verðlaun: 1. Kr. 20.000. 2. Kr. 12.000. 3. Kr. 8.000. Verðlaun verða hækkuð, ef þátttaka verður góð. Öllum er heimil þátttaka í helgarskákmótinu og fer mótið fram í félagsheimilinu aö Faxa- feni 12. Sumarsýning Nýlista- safnsins Laugardaginn 3. júní kl. 16 verður sumarsýning Nýlista- safnsins 1995 opnuð. Sýningin ber yfirskriftina „New York — Nýló / 10 eyjaskeggjar í Amer- íku". Eftirfarandi myndlistar- menn taka þátt í sýningunni: Ana Rosa Rivera Marrero, Annex Burgos, Arnaldo Mora- les, Carmen Olmo, Charles Ju- hasz-Alvarado, Hrafnliildur Arnardóttir, Ingibjörg Jóhanns- dóttir, Kristín Hauksdóttir, Magnús Sigurðarson og Stefán Jónsson. Sýningin er samsýning 5 ís- lenskra myndlistarmanna og 5 myndlistarmanna frá Puerto Rico, en þau eiga þaö sameigin- legt að vera öll búsett í New York. Sýningin er sjálfstætt framhald sýningar, sem haldin var í Puerto Rico 1994. Form og efnistök eru margbreytt, en myndlistarmennirnir vinna með innsetningar, skúlptúra og málverk. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18 og lýkur henni sunnu- daginn 25. júní. Nýlistasafniö er til húsa við Vatnsstíg 3b í Reykjavík. 50 ára afmæli Guðmundur Guðmundsson, sveitarstjóri á Hvammstanga, verður 50 ára n.k. laugardag, 3. júní. Eiginkona hans er Guðrún Þ. Jónsdóttir. Þau taka á móti gestum á heimili sínu að Mela- vegi 18, Hvammstanga, á af- mælisdaginn kl. 15-19. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apöteka ( Reykjavfk Irá 26. mal tll 1. júnl er I Brelðholts apótekl og Apótekl Austurbæjar. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjón- ustu eru gefnar I sfma 18888. Neyðs vaktTannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Símsvari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Noróurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar í símsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búda. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort aó sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opió frá kl. 11.00- 12.00 og 20.0'’- 21.00. Á öórum timum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upptýs- ingar eru gefnar í sima 2' 445. Apótek Keflavlkur: Opfó virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opió virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokaó i hádeginu miHi kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opió er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opð virka daga til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.C . Garðabær: Apótekk) er opið rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR 1.júní1995 Mánabargrei&slur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.921 1 /2 hjónalífeyrir 11.629 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 23.773 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 24.439 Heimilisuppbót 8.081 Sérstök heimilisuppbót 5.559 Barnalífeyrirv/1 barns 10.794 Meðlag v/1 barns 10.794 Mæbralaun/febralaun v/1 barns 1.048 Mæðralaun/febralaun v/ 2ja barna 5.240 Mæbralaun/febralaun v/ 3ja barna eba fleiri 11.318 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaba 16.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaba 12.139 Fullur ekkjulífeyrir 12.921 Dánarbætur í 8 ár (v/ slysa) 16.190 Fasbingarstyrkur 26.294 Vasapeningar vistmanna 10.658 Vasapeningar v/ sjúkratrygginga 10.658 Daggreibslur Fullir fæbingardagpeningar 1.102,00 Sjúkradagpeningar einstaklings 552,00 Sjúkradagp. fyrir hvert barn á framfæri 150,00 Slysadagpeningar einstaklings 698,00 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri 150,00 GENGISSKRÁNING 31.maí 1995 kl. 10,57 Opinb. viðm.geng! Ge I Kaup Sala skr.fundar Bandaríkjadollar 62,91 63,09 6C,00 Sterlingspund ....100,99 101,25 101,12 Kanadadollar 45,85 46,03 45,94 Dönsk króna ....11,596 11,634 11,615 Norsk króna ....10,182 10,216 10,199 Sænsk króna 8,676 8,706 8,691 Finnskt mark ....14,692 14,742 14,717 Franskur franki ....12,868 12,912 12,890 Belgfskur franki ....2,2072 2,2148 2,2110 Svissneskur frankl. 54,96 55,14 55,05 Hollenskt gyllini 40,48 40,62 40,55 Þýskt mark 45,34 45,46 45,40 ítölsk líra ..0,03881 0,03898 0,03889 Austurrfskur sch ....1.6,445 6,469 6,457 Portúg. escudo ....0,4295 0,4313 0,4304 Spánskur peseti ....0,5205 0,6227 0,5216 Japanskt yen ....0,7597 0,7621 0,7609 írskt pund ....103,51 103,93 103,72 Sérst. dráttarr 99,12 99,52 99,32 ECU-Evrópumynt.... 83,67 83,95 83,81 Grfsk drakma ....0,2798 0,2808 0,2803 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MÍUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.