Tíminn - 13.08.1995, Page 1

Tíminn - 13.08.1995, Page 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Þriðjudagur 13. ágúst 1995 149. tölublað 1995 «§§1 a mm Landsliöiö okkar í fótbolta er af fullum krafti ab undirbúa sigurinn (?) gegn Svisslendingum, sem hljóta samt ab vera taldir nokkub öruggir um sinn hag. Myndirnar em frá œfingunni ígœr. Tímamyndir CS. Kaupskrárnefnd: Beöiö eftir áliti ríkislögmanns: ísland veröur fyrsta land- iö þar sem stafrœnt síma- kerfí er alfariö notaö: Síbustu núm- erin tengd á næstu dögum Síbustu símanúmerin í landinu sem tengd eru gamla vélræna símkerfinu veröa á næstu dög- um tengd yfir í stafræna kerfib. Er ísland þannig fyrsta landib í hinu vestræna heimi þar sem alfariö er fært yfir í stafrænt símkerfi, aö sögn Guöbjargar Gunnarsdóttur, upplýsingafull- trúa Pósts og síma. Það eru aðeins símanúmer í Hafnarfirði sem ennþá eru í staf- ræna kerfinu, en nú verður þar breyting á. Að undanförnu hefur verib unnið ab því að tengja símanúmer á öðrum stöðum á landinu yfir í hiö nýja kerfi og síðustu númerin á Akureyri voru færð yfir nú skömmu fyrir mán- aðamótin. ■ Alþjóölega GSM ralliö- Reykjavík dregur aö er- lenda þátttakendur: Breskir her- menn í ralli á íslandi Á bilinu 20-25 breskir hermenn í flutningadeild breska hersins, koma hingaö til lands þann 4. september til aö taka þátt í al- þjóölega GSM rallinu-Reykja- vík, sem haldiö veröur dagana 8.-10. september. Þetta eru meðlimir British army rally team og hafa þeir undanfar- in ár tekiö þátt í keppnum bæði í Skotlandi og Þýskalandi, en þátt- taka í ralli er hluti þjálfunar þeirra í akstri. Meðferðis veröa sex Land Rover bifreibar, en Bret- arnir munu nota þrjá þeirra til keppni, en hina þrjá nota þeir sem þjónustubíla og verða bíl- arnir fluttir með gámum hingað til lands. Bæði fyrir og eftir keppni munu hermennirnir æfa sig í akstri á ýmsum vegum víðs vegar um landið og munu þeir sem ekki aka í rallinu taka þá vib. Sjá nánar á íþróttasíöu á bls. 7. Samkeppnisstofnun úrskuröar um yfirtöku og samruna í samningum Olíufélagsins og Olís: Irving aö þakka aö samningar standa? Kaup Essó og Texaco á 71% hlutabréfa í Olís uröu tilefni fyrsta úrskuröar Samkeppnisráös á grundvelli 18. greinar sam- keppnislaganna, um yfirtöku og samruna, m.a. aö beibni viö- skiptaráöuneytisins. Komst rábib aö þeirri niburstöbu aö meö hlut- hafasamningi félaganna hafi þau náb virkum yfirrábum yfir Olís og jafnframt aö meb því ab sameina geymslu- og dreifingar- starfsemi félaganna sé um sam- runa ab ræba. Svo er líklega fyrir- huguöu „landnámi" Irvinganna ab þakka ab félögunum var ekki gert ab rifta samningum sínum. Til þess ab reyna aö tryggja þab aö félögin, Essó og OIís, veröi rekin sem óháöust hvort ööru voru þeim þess í stab settar mjög ákvebnar skorbur varöandi stjórnarsetu, sem forystumenn félaganna munu vægast sagt ósáttir viö. Samkeppnislögin, sem tóku gildi 1993, eru ekki afturvirk og hafa því ekki áhrif á yfirtöku og/eða sam- runa fyrirtækja fyrir þann tíma. En aö sögn Guðmundar Sigurðssonar, lögfræbings Samkeppnisstofnunar, mun þessi úrskurður eblilega hafa fordæmisgildi ef upp koma önnur mál áþekk, t.d. hvað varöar fá- keppni og verslun meö nánast sömu vörur. Svo ímyndað dæmi sé tekiö mundu t.d. kaupum Eim- skipa á virkum hlut í Samskipum settar svipaðar skoröur. Aö Samkeppnisstofnun tók þetta mál til athugunar sagöi Guömund- ar bæöi vera vegna eigin frum- kvæöis stofnunarinnar og fyrir- spumar frá viöskiptaráðuneytinu um þaö hvort umrædd kaup sam- rýmdust ákvæðum samkeppnislag- anna. Samkeppnisráö komst að þeirri niðurstööu, að með kaupum á hlutabréfunum hafi Essó (Olíufé- lagiö hf.) og Texaco eignast sam- eiginiega 71% í Olís hf. Enginn annar meirihluti geti því myndast í stjórn Olís, en sá sem þannig hefur myndast. Meö hluthafasamningi hafi félögin svokölluö virk yfirráð yfir Olís. Meö stofnun Olíudreif- ingar sameinist Essó og Olís síöan um geymslu- og dreyfingarstarf- semi sína, þar sem a.m.k. 50% af heildarkostnaöi þeirra fellur til. Samkeppnisstofnun lítur svo á aö meö þessari sameiningu í eitt félag sé um samruna aö ræöa. ■ Telja sig eiga inni 100 þúsund hjá hernum Utanríkisrábherra hefur óskaö eftir áliti ríkislög- manns á lagalegri stöbu kaupskrárnefndar og er bú- ist viö ab þaö muni liggja fyrir innan fárra daga. Guö- mundur Gunnarsson, for- mabur Rafiönaöarsamband- isins, segir ab á meðan muni sambandiö ekki grípa til ab- geröa vegna deilna viö launadeild bandaríska hers- ins sem vefengt hefur úr- skurö kaupskrárnefndar um launakjör 30 rafvirkja sem vinna hjá hernum. Formaður Rafiönaðarsam- bandsins og formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur og nágrennis funduðu með utanríkisráðherra í gær- morgun vegna málsins, en launadeildin hafði einnig ve- fengt úrskurð kaupskrárnefnd- ar vegna launamála tækni- manna þungavinnuvéla í her- stöðinni. Það mál mun hins- vegar hafa verið leyst en dýpra mun vera á Iausn í kjaradeilu Rafiðnaðarsambandsins við launadeildina vegna 30 raf- virkja sem telja sig eiga inni hjá launadeildinni hátt í 100 þúsund krónur hver vegna launaleiðréttinga eitt ár aftur í tímann. Aftur á móti mun starfsmannastjóri hers- ins hafa fullyrt að launaleið- réttingin muni kosta herinn hátt í 20 miljónir króna. Þá hefur það ekki bætt úr skák að starfsmannastjórinn hefur fullyrt opinberlega að kaup- skrárnefnd hafi í úrskurði sín- um gert betur við rafiðnaðar- menn en aðra starfshópa vegna þess að tveir af þremur fulltrúum í kaupskrárnefnd séu fyrrum forystumenn raf- iðnaðarmanna, þeir Óskar Hallgrímsson og Magnús Geirsson. Auk þess hefur starfsmannastjórinn gefið í skyn aö það samrýmist ekki stjórnsýslulögum að tvímenn- ingarnir fjalli um launakjör rafiðnaðarmanna vegna tengsla sinna við þá stétt. En auk þeirra Magnúsar og Óskars situr Ragnar Halldórsson, fyrr- verandi forstjóri álversins í Straumsvík, í nefndinni. Formaður Rafiðnaðarsam- bandsins vísar þessum ásök- unum starfsmannastjórans al- farið til föðurhúsanna og bendir á að kaupskrárnefnd af- greiðir ekkert mál frá sér öðru- vísi en full samstaða sé um það meðal nefndarmanna. Hann segir jafnframt að Raf- iðnaðarsambandið áskilji sér allan rétt í málinu ef úrskurði kaupskrárnefndar verður breytt. ■ m I ma

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.