Tíminn - 13.08.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.08.1995, Blaðsíða 4
 Þribjudagur 15. ágúst1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Vero í lausasölu 150 kr. m/vsk. Minjasafn um íhaldiö Skógarnir og fólkið í landinu Síðastliðinn laugardag buðu skógræktarfélögin í landinu almenningi í lundi íslenskra skóga. Tilgangurinn er að vekja athygli á starfi skóg- ræktarmanna og árangrinum af því. Skógræktarstarfiö í landinu hefur ávallt verið borið uppi af hugsjón og áhuga einstaklinga. Sú hugsjón er í því fólgin að bæta landið og gera það byggilegra. Starf þessa fólks hefur löngu skilað glæsilegum árangri, og það er eðlilegt að almenn- ingur fái að kynnast honum. Það er löngu viðurkennd staðreynd að hér á landi þrífst fjölbreytilegur skógur þar sem skilyrbi eru best til skógræktar. Staðreynd er einnig að skóg er hægt að rækta mjög víða um landið, þótt vaxt- arhraðinn sé misjafn. Þar sem skilyrði eru best til skógræktar eru stórfelldar nytjar afurða skógarins handan við hornið. Starf skógræktarmanna til dæmis á Austurlandi hefur þegar sannað það. Erlendar trjátegundir eins og lerki þrífast af- bragðsvel hérlendis þar sem veðurskilyrði eru hag- stæð og hefur lerkið unnið sér þegnrétt hérlendis með því að vaxa sjálfsáð. Aukin skógrækt er eitt af því sem horfa má til sem atvinnugreinar. Hins vegar leiðir af eðli máls að þar verður að hugsa til langrar framtíðar og það er ekki sterka hliðin í því veiðimannaþjóðfélagi sem er á íslandi. í þessu sambandi má benda á það átak sem fram hefur farið á Fljótsdalshéraði tengt löggjöfinni um Héraðsskóga. Það hefur gefið góða raun, veitt mörgum atvinnu og verið er að leggja inn fyrir framtíðina. Tekist hefur mjög gott samstarf við landeigendur um þetta átak, og hafa fjölmargir bændur tekið hluta af jörðum sínum undir skóg- rækt. Nytjar af skóglendi er önnur hlið mála en hin hliðin er sá yndisauki sem er af þessum gróðri og þau áhrif sem skógurinn hefur til þess að bæta landið og veðurfarið. Það er staðreynd að skógur hefur mikil áhrif á landgæði, stöðvar uppblástur og landið heldur betur raka í sér. Skóglendi brýtur niður vind og veitir skjól. Einstaka raddir heyrast um að skógrækt sé skemmd á landinu vegna þess að það tapi sérkenn- um sínum, hinu mikla útsýni og nekt, þegar skóg- ar vaxa upp. Því er til að svara að það er öldungis óþarft að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Landið er stórt og auðnirnar miklar og það verður óra- langt í það að landsmenn týnist í skógunum og víðsýnið hverfi vegna trjágróðurs. Skógræktaráhuginn hefur orðið til þess að breyta umhverfinu til hins betra. Besta auglýsing- in fyrir þann áranguT sem skógræktarmenn hafa náð er að almenningur hafi aðgang að skógunum og þeir séu útivistarsvæði fyrir fólkið í landinu. Skógrækt ríkisins hefur stigið skref í þessu efni, og er það vel, því að stofnunin hefur yfir verulegum skógi á vöxnum svæðiim að ráða. Fólk í þéttbýli hefur þörf fyrir að umgangast náttúruna og því er það vel að skógarnir séu gerðir aðgengilegir fyrir allan almenning. Garri varð þess var er hann stóö upp frá kvöldmatarborð- inu eitt drungalegt kvöld í síð- ustu viku að þungavigtar- menn úr borgarstjórn voru komnir á skjáinn á Stöð 2. Þar var mættur borgarstjórinn sjálfur, Ingibjörg Sólrún, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og þar meö forustumaður sveitarstjórnarmanna í land- inu. Garri hélt í fyrstu að nú væru einhver meiriháttar tíð- indi að gerast hjá sveitar- stjórnum í landinu, til dæmis í atvinnumálum eða aðgerðir gegn hallarekstri sveitarfélag- anna. Váleg tíbindi rædd Það kom hins vegar í ljós að þungavigtarfólkið hafði annað erindi í sjónvarpið. Það var að ræða hin válegu tíðindi frá Höfða, þegar myndin marg- umtalaða af Bjarna Benedikts- syni var færð. Það voru ræddar allar hliðar á þessu alvarlega máli, með innskotumþar sem Magnús Óskarsson handfjatl- aði plastglös og servíettur sem sjálfur Reagan hafði handleik- ið um árið. Fyrir nokkrum ár- um voru seldar dýrum dóm- um flísar sem áttu að vera úr krossi Krists, og handfjatlaði Magnús þessa helgu dóma með sömu lotningunni og trú- aðir gerðu þá. Minjasafn? Þetta var mjög alvarlegur umræðuþáttur sem hæfði til- efninu, og eftir hann komst borgarstjóri að þeirri niður- stöðu að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vildi gera Réykjavík að minjasafni fyrir íhaldið. Garri verður nú að játa það að honum finnst þetta heldur mikið af því góða. Að minnsta kosti vill hann mælast til þess að því minjasafni verði þjapp- að saman á eitthvert ákveðið svæði en ekki dreift út um alla borg. Annars skal undir það tekið með borgarstjóra að það er auðvitað ástæða til þess að GARRI setja upp minjasafn um íhald- ið í borginni. Þau ósköp hafa gerst að það heyrist bara ekk- ert í borgarstjórnarminnihlut- anum, frekar en hann sé ekki til. Nánast það eina sem heyrst hefur frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins eru tvær blaðagreinar í Mogganum sama daginn um helgispjöllin í Höfða þegar myndin góða var færð. Annað virðist minni- hlutinn ekki hafa að segja, og forustumaður hans dúkkar allt í einu upp sem formaður Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda til þess að rífast við Thorsar- ana um tryggingamál. Minjasafn sem snýst Sjálfstæðisflokkurinn stjórn- aði einu sinni Reykjavík og það er sjálfsagt að setja upp minjasafn um þá tíma, með tilheyrandi myndum af for- ustumönnum flokksins. Að sjálfsögðu yrði að gera styttu af Davíð, og jafnvel fleirum, til dæmis Magnúsi Óskarssyni með plastglösin hans Reagans í útréttri hendi. Myndin af Bjarna Benediktssyni mundi fá þar veglegan sess, og einnig myndin af séra Bjarna. Garri hefur tillögu um fjár- mögnun málsins og finnst sjálfsagt að hitaveitan fjár- magni verkið, og borgarbúar borgi það í verði heita vatns- ins. Það hefur verið gert fyrr, og enginn mundi telja eftir sér að bæta einum skatti við til svo þarfra málefna sem hér um ræðir. Sennilega mundi Höfði verða of líti.ll fyrir slíkt safn og finna yrði því stað annars staðar, til dæmis á Vatnsendahæð. Þar er rúm fyr- ir annan veitingastað sem snýst, en slíkt hervirki yrði vissulega að vera hluti af minjasafninu um stjórnartíð íhaldsins í borginni. Garri Sjóvegageröin hf. Eftir að það sannaðist, sem all- ir sáu fyrir, að það góða skip Herjólfur getur aldrei borið sig fjárhagslega, fundu bráðsnjall- ir eyjapeyjar það upp að sjó- leiðin milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja væri hluti af þjóðvegakerfi landsins. Það byggist á því ab Vegagerð ríkis- ins sparar sér að leggja veg milli lands og Eyja. Hún þarf ekki heldur að byggja brú og á vegaáætlunum örlar hvergi á hugmyndum um jarðgöng milli þeirra tveggja höfuðeyja sem sameiginlega bera nafnið ísland. Nú er komið að þeim þátta- skilum í rekstri Herjólfs, að eigendur skipsins geta ekki greitt afborganir og vilja nú senda reikninginn til Vegagerðarinn- ar. Telur stjórn hlutafélagsins ein- sýnt að rekstur skipsins gæti staðið sér ef hlutafélagið sem á það og fekur losnaði við allan stofnkostnað og áfallnar skuldir. Þetta er vafalaust rétt hjá stjórn hlutafélagsins, sem hefur lært að kalkúlera í seinni tíð, en eitthvað böggl- uðust reiknikúnstirnar fyrir brjósti hlutafélagsins þegar verið var ab semja um kostnað við skipasmíðastööina í Flek- kafjord á sínum tíma. Þá litu kalkúlasjónir öðru vísi út en þær gera núna. Afturvirkandi hlutafélagslög Ekki var laust við að sumum þætti í fullmikið ráðist þegar Herjólfur hf. kunngerði hví- líka afbragðsferju þeir ætluðu að láta Norðmenn smíða til að taka við af gamla Herjólfi. Ekki var hlustað á úrtölumenn frek- ar en fyrri daginn þegar stór- hugamenn fara að fjárfesta. Deilur um veltibúnað og verkföll stýrimanna vegna þess hve hásetar fengu vel borgað hafa aldrei komib inn á borðJVegagerðarinar, sem ekki er von. Stofnuninni hafa aldr- ei komið þessi deiluefni við. Hins vegar er nú orðið ljóst að sjóleiðin milli Eyja og Þor- lákshafnar er hluti af vegakerfi landsins og að stofnkostnaður Herjólfs á að falla á Vegagerð- ina, rétt eins og aðrar vega- lagnir. Á víbavangi Mun þetta í fyrsta sinn sem stjórn hlutafélags semur svona hressilega afturvirkandi lög fyrir félag sitt og gerir um leið kröfur á ríkið að vegaáætlun verði endurskoðuð nokkur ár aftur í tímann. Vegageröin borgi Norsurum Dálítið er það samt óheppi- legt að stjórn hlutfélagsins Herjólfs skuli ekki hafa áttað sig á því fyrr að henni kom bygging og rekstur skips sem smíðað er í þeim eina tilgangi að vera hluti af vegakerfinu aldrei neitt við. Það er greinilegt að hlutafé- lagið hefur gripið fram fyrir hendurnar á Vegagerð ríkisins með því að láta smíða kjör- gripinn Herjólf og veitt sjálfu sér einkaleyfi á sérleiðinni milli Vestmannaeyjakaupstað- ar og Þorlákshafnar. Samkvæmt rökstuðningi stjórnar Herjólfs hf. var það hlutverk Vegagerðarinnar að ákveða með hvaða hætti átti að tryggja samgöngur milli Eyja og hins hluta íslands. En stofnunin var aldrei spurð um álit eö leitað eftir fjárhags- stuðningi frá henni þegar framkvæmdaglöð og stórhuga stjórn hlutafélagsins ákvað smíði skipsins og rekstrarform. Vel má taka undir þá nýju skoðun stjórnar Herjólfs að sérleyfið sem hún út- hlutaði sjálfri sér á títtnefndri siglinga- leið sé hluti af vega- kerfi íslands. En gall- inn á því er aðeins sá að á könnu Vegagerð- arinnar eru aðeins umferðarmannvirki, en rekstur farartækja er á annarra hendi. En á Suðurlandi eru atkvæðin dýr og lítilsháttar tæknileg vandamál auðleyst. Að gera skipið Herjólf að brú eða vegaspotta er aðeins smá- vægileg hundakúnst sem ráðuneyti fara létt með að af- greiða. En hvað á að gera við hluta- félagið Herjólf og stjórn þess er erfiðara viðureignar, því ekki er annað að skilja en að stjórnin ætli að halda rekstri hluta vegakerfisins áfram því Vegagerðin á ekki að skipta sér af öðru en að borga skuldirnar. Því auðvitað kemur aldrei annað til greina en að norski skipasmíðaiðnaburinn fái allt sitt fyrir vel unnin störf o; vönduð vinnubrögð. O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.