Tíminn - 13.08.1995, Qupperneq 5

Tíminn - 13.08.1995, Qupperneq 5
Þriðjudagur 15. ágúst 1995 5 Friörik jónsson Leysa þjóöhreinsanir vanda fyrrum Júgóslavíu? „Þaö er hefð fyrir munnlegu of- beldi í löndum Balkanskaga. Einhver segir 'Ég ætla að drepa hann. Ég ætla að drepa hann.' ... Ef drápin byrja mun enginn geta stöðvað þau." Slaven Let- ica, ráðgjafi forseta Króatíu, 26. mars 1991. Stríðið í fyrrum Júgóslavíu hefur breytt talsvert um stefnu undanfarnar tvær vikur, eba eft- ir að Króatía hóf fulla þátttöku í stríðinu að nýju. Hafa herir Kró- ata þegar tekið yfir Krajína-hér- að sem Króatíu-Serbar tóku 1991 og hafa haldiö síðan, og einnig hafa Króatar barist við hlið hermanna múslima í Bo- sníu við Bihac. Þrátt fyrir að herför Króata hafi verið gagn- rýnd af flestum ríkjum heims hefur hún getið af sér þá von að hún geti orðið upphafið að end- inum á stríbi því sem staðið hef- ur yfir á Balkanskaga síðan 1991. Á hinn bóginn hefur her- för Króata einnig alið þann ótta ab hún kunni ab vera upphafið ab því ab stríðið breiöist út um allan Balkanskagann. Vafalaust er bjartsýni um ab upphaf endalokanna sé hafið á stríðinu í fyrrum Júgóslavíu töluvert orðum aukin. Alið hef- ur verið á hatri milli þeirra í fimm hundruð ár, eba allt frá því Habsborgar og Ottóman heimsveldin deildu um yfirráð á Balkanskaga á fjórtándu, fimm- tándu og sextándu öld. Einnig eru ekki nema rúm fimmtíu ár síðan að Króatar og múslimir í fyrmm Júgóslavíu bundust bandaíagi vib nasistastjórnina í Þýskalandi í seinni heimsstyrj- öldinni á meðan Serbar tengd- ust bandamönnum. Ennfremur ætti að vera ljóst eftir atburði síðustu fjögurra ára að þessi þjóðarbrot geta hvorki búib saman né hverjir innan um aöra. í þessu stríði hafa fjölmiðlar svo og almenningsálitib á Vest- urlöndum lýst yfir vandlætingu sinni með svokallaðar þjób- hreinsanir (e. ethnic cleansing). Þjóðhreinsanir geta hins vegar haft tvær þýðingar. Annars veg- ar þjóðarmorð, eða skipulögð útrýming fólks sem tilheyrir ákvebnum þjóöflokkum eða þjóðarbrotum, sem er að sjálf- sögðu fyrirlitlegt og með engu móti réttlætanlegt. Hins vega geta þjóðhreinsanir þýtt að fólk sem tilheyrir ákveðnum þjóð- flokkum eða þjóðarbrotum er rekið burt af heimilum sínum og af hernumdum svæðum og flutt eða rekið annað þar sem væntanlega aðrir af sama broti búa. Það hefur komið fyrir að full- trúar þjóða heimsins hafi gripið til tilfærslu þjóðarbrota til þess VETTVANGUR „Því má fcera rök fyrir því að skilvirkur aðskiln- aður stríðandi fylkinga í fyrrum Júgóslavíu muni hjálpa umtalsvert bœði til að stöðva stríðið og, það sem mikilvægara er, að koma í veg fyrir að það blossi upp að nýju." að tryggja vopnahlé og fyrir- byggja frekari stríð milli þeirra. Dæmi um slíkt eru til að mynda flutningar á Grikkjum og Tyrkj- um milli ríkjanna skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld þegar núver- andi landamæri Grikklands og Tyrklands voru staðfest af Þjóðabandalaginu. Slíkar þjóð- hreinsanir áttu sér einnig stab á sjöunda áratugnum á Kýpur eft- ir að vopnahlé hafði verið sam- þykkt, en þá voru fluttir milli eyjahelminga þeir sem voru af „röngu" þjóðerni. Það má segja að a.m.k. þessi tvö dæmi um þjóðhreinsanir sem byggja á flutningi þjóðar- brota hafi gefib þokkalega raun. Þrátt fyrir langvarandi vantraust milli Grikklands og Tyrklands hefur ekki orðið beinn ófriður milli ríkjanna eftir ab landa- mæraerjur þeirra voru leystar meb aðgerðum Þjóðabandalags- ins og þrátt fyrir að hermenn Sameinuðu þjóðanna standi gráir fyrir járnum á vopnahlés- línunni sem skiptir Kýpur á milli grísku- og tyrkneskumæl- andi íbúa hefur ekki slegið í brýnu á milli þeirra síðan skipt- ingin varð. Því má færa rök fyrir því aö skilvirkur aðskilnaður stríðandi fylkinga í fyrrum Júgóslavíu muni hjálpa umtals- vert bæði til að stöðva stríðið og, það sem mikilvægara er, að koma í veg fyrir að það blossi upp að nýju. Mætti hugsa sér þetta þannig að Bosníu yrði skipt í þrjá hluta misstóra en samfellda (þ.e.a.s. engin griðar- svæði) og síðan fólk flutt til eft- ir þjóðerni þar til aö hlutarnir þrír stæðu eftir „þjóðhreinsaðir" eða m.ö.o. að einungis fólk af einum þjóðflokki sé í hverjum hluta. Landamærin milli þeirra yrðu vöktuð af hefðbundnu friðargæsluliði Sameinuðu þjóð- anna, og seinna meir mætti jafnvel reikna með að bosnískir Króatar sameinist Króatíu og bosnískir Serbar sameinist Serb- íu. Eftir stæði þá smækkuð mús- lima-Bosnía, laus við ófrið, en deilur múslima, Króata og Serba munu engan endi taka nema til komi þessi aðskilnaður hóp- anna. Þessi lausn krefst hins vegar samþykkis allra stríðandi fylk- inga svo og pólitísks vilja aðild- arríkja Sameinuðu þjóðanna til þess að taka að sér verkið og veita til þess nægilegum mann- afla og fjármagni þannig að þessi aðgerð geti tekist. Óvíst er hvort það mun geta gengið upp en það má segja að það sé vel þess virði að þetta sé reynt enda hafa aðrar leiðir til lausnar ekki skilað árangri hingaö til. Að öbrum kosti mun stríðið á Balk- anskaga engan endi taka. Höfundur er alþjóbafræbingur Tómas Cunnarsson Ráðgjöf um fjármál þroskaheftra Fyrir nokkru spurði kunningi, sem er foreldri þroskahefts manns, mig, lögfræðinginn, hvað hann gæti gert til að tryggja að eignir sonarins, all- nokkrar áunnar eignir, svo og mögulegur arfur, færu ekki for- görbum þegar kunningjans sem óformlegs tilsjónarmanns nyti ekki lengur við. Gildar ástæður voru til fyrir- spurnarinnar en svarið gat naumast verið einfalt sem þó var einmitt það sem leitað var eftir. Hér féllu saman að minnsta kosti tvö sérstök lög- fræðisvið. Annað varðar stöðu þeirra sem ekki hafa náð fullum andlegum þroska eða tapað nokkru af honum og sú staða getur lagalega verið býsna mis- munandi. Hitt svibib varðar Landsins forni fjandi er nærri Hafís hefur verib ab angra okk- ur í sumar. Á föstudaginn kann- abi Landhelgisgæsluvélin TF- Sýn ástandib á miðunum úti fyrir Vestur- og Norburlandi. ísinn reyndist næst okkur 69 sjómílur norður af Grímsey. Flann var fyrr í sumar mun nær landinu, en suðlægar vindáttir hafa hrakib hann aftur til síns heima. sem tryggasta geymslu og ávöxtun fjár, einnig fjárfesting- ar í þágu þess þroskahefta, jafn- vel eyðslu. Sparnaður á ekki allt- af við. Stundum, ef góð tækifæri gefast, svo sem álitlegt ferðalag, þjálfun eba upplyfting, er eyðsla þess þroskahefta þab eina for- svaranlega. Framhjá þessum skerjum hygg ég að kunningi minn hafi siglt farsællega, en áhyggjur hans og fyrirspurn beindust að framtíöinni, ekki endilega nánustu framtíð, held- ur þegar að brottför hans kæmi, hvenær sem hún yrði. Hver yrði þá tiltækur til að vera fjármála- legur tilsjónarmaður og ráðgjafi og hver var svo upphafinn að honum væri óhætt ab treysta án mikilla skilyrða og eftirlits? Get- ur einhver svarað því? Á ýmsum stöbum var þéttleiki íssins töluverður, þetta 4 til 6/10 og á fimm stöðum greindi áhöfn Sýnar borgarísjaka. ■ VETTVANGUR Hagsmunir þroskaheftra tengdir fjármálalegri til- sjón og eftirliti geta verið miklir en hættan á að forráð þeirra á eigin fé og mannréttindum verði skert er vissulega yfirvof- andi. Hér þarfeinstak- lingsbundna og „klæð- kersniðna" þjónustu með tilliti til mögulegrar þroskaheftingar, fjár- hagsaðstæðna og ann- arra aðstæðna þeirra sem í hlut eiga. Hagsmunir þroskaheftra tengdir fjármálalegri tilsjón og eftirliti geta verið miklir en hættan á að forráö þeirra á eigin fé og mannréttindum verði skert er vissulega yfirvofandi. Hér þarf einstaklingsbundna og „klæðkersniðna" þjónustu með tilliti til mögulegrar þroskaheft- ingar, fjárhagsaðstæðna og ann- arra aðstæðna þeirra sem í hlut eiga. Þjónusta þarf að vera innt af hendi af aöila sem er sjálf- stæður og/eða eftirlit í þágu þess þroskahefta. Hann þarf að hafa abgang að trúnabarskjölum sem varba þann þroskahefta, ef leyft verbur. Ráðgjafinn þarf að hafa góða þekkingu á fjárfestingar- kostum, sem til álita koma og aðferðum til að tryggja trausta varðveislu og ávöxtun fjár. Allar abgerðir tilsjónar- og eftirlitsab- ilans þurfa að vera rekjanlegar, um ráðgjöfina, aðgerðir og varðveislu fjármuna. Þegar kemur að stærri fjármálalegum ákvörbunum, þarf fleiri en einn starfsmaður að eiga hlut ab með þeim þroskahefta og/eða lö- gráðamanni hans. Starfsmenn- irnir þurfa að hafa ítarlegar starfsleiðbeiningar og sæta góðu eftirliti. Eftirliti sem mið- ast að því að ekki veröi misfarið með fé eða mannréttindi þroskaheftra. Nærtækt er að lesandi spyrji, er ekki nóg komið af opinberum stofnunum sem ráðskast með málefni borgaranna? Má ekki hlífa þroskaheftum og ríkissjóði við þessari ráðgjöf og láta mál ráðast eins og þau hafa gert hingað til? Rökin hvað þroska- hefta varöar eru að aðgangur að ráðgjöf og tilsjón með fjármál- um þeirra getur verið mikils- verður ekki aðeins hvað varðar mögulega fjármálalega mis- notkun, heldur einnig vegna brota gegn öbrum réttindum. Að auki lifum vib þá tíma aö þroskaheftir eru að sækja fram á fjölmörgum sviðum í sambandi við nám og störf og þá list að lifa lífinu. Fjármálalegir hags- munir þroskaheftra, sem eru margir, eru því einnig samfé- lagslegir hagsmunir sem að minnsta kosti þarf að huga að. Raunar leggja opinberir aðilar nokkuð til þessara mála varö- andi þroskahefta á opinberum stofnunum, en oftast aöeins að takmörkuðu leyti, svo sem með lausafé og vasapeninga. Þörf fyrir fjármálaráðgjöf er ekki bundin við þroskahefta. Meðferð fjármuna er víðfemt og vandasamt svið. Almenna borg- ara skortir oft og illa ráðgjöf. Er ástæða til aö athuga hvort það er ekki hagkvæmt fyrir opinbera aðila að láta þeim í té sem þess óska og hafa þörf fyrir rábgjöf í persónulegum fjármálum. Gæti ekki veriö að rábgjafarkostnað- urinn yröi aðeins brot af þeim kostnabi sem opinberir aðilar veröa nú að bera vegna skorts á rábgjöf? Höfundur er lögfræbingur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.