Tíminn - 13.08.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.08.1995, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 15. ágúst 1995 Leikstjóri: Baltasar Kormákur Tónlistarstjórn: Þorvaldur B. Þorvalds- son Leikmynd: Stígur Steinþórsson Dansar: Ástrós Cunnarsdóttir Abalhlutverk: Helgi Bjömsson, Val- gerbur Gubnadóttir, Hilmir Snær Cubnason, Halldóra Ceirharbsdóttir, Björn Jörundur Fribbjörnsson, Selma Björnsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Magnús Ólafsson, Sigurjón Kjartans- son og Davíb Þór Jónsson. Þó aö fá ár séu liðin síðan Leikfélag MH setti upp söng- leikinn Rocky Horror í Iðnó þá er þetta nokkuð tilhlýði- legt val hjá þeim í Flugfélag- inu Lofti. Eftir aö Loftur söng nægju sína um blóm og frið í fyrra vendir hann nú kvæöi sínu í kross og fyllir sviðið með trylltum „trön- sum" sem láta sig ekki dreyma - heldur njóta. Þeir eru margir sem þekkja söguna um þau Brad og Janet, hæverska unga parið sem vill- ist af leið og lendir í kastala hins ógnvænlega Frank'n Furters. Fyrir þá sem ekki eru svo fróðir hefði verið nokkuð erfitt að fylgja þræði á frum- sýningunni. Þorvaldur B. Þor- valdsson, tónlistarstjóri, út- setti lögin að nýju, væntan- lega til að falla betur að þeirri tónlistarhefð sem hefur skap- ast núna rúmum tveimur ára- tugum eftir að verkið var fyrst sett upp. Takturinn er orðinn þyngri og kraftmeiri, hljómur- inn er mikill og þessar útsetn- ingar koma mjög vel út. Hins yegar er líkt og gleymst hafi að ast hefði mátt við í sýningu sem þessari. Undir kraftmik- illi tónlistinni virtust hreyf- ingar dansara og leikara óöruggar og hikandi og höfðu alls ekki þá snerpu til að bera sem þurft hefði til að mynda í magnað samspil hreyf- 1 inga, tóna og söngs. J| Þegar sýna átti losta- fullar kenndir persóna^ hverrar til annarrar V með munúðarfullum w hreyfingum þá varð i hikandi hæggengi þeirra í hróplegu ósam- ræmi við dúndrandi mús- íkina. Tæknisprell ýmis konar sprengingar, neistaflug og önnur læti, tókst á allan hátt mjög vel og gerði sitt til að auka við stemninguna. Upphaf sýningar heppnaðist i vel þar sem Loft- arar unnu skemmtilega úr þeim möguleik- um sem kvik- myndatjald á sviði gefur. Leik- arar stigu út og inní mynd og má sérstaklega geta þess hve svip- brigði Riffs Raffs, sem Björn Jör- undur Frið- björnsson lék, komu vél út á tjaldinu þegar hann bauð parið velkomið til hallar- Aballeikarar Rocky Horror setja upp karaktersvipinn. Leikverkið hlýtur að hafa ver- ið nýstárlegt fyrir Lundúnar- búum rétt upp úr hippafárinu en þannig horfir það ekki við íslendingum á 10. áratugnum. Leikstjórinn hefur t.d. ekki treyst trönsunum til að hrista upp í áhorfendum enda eru þeir heldur fáir á sviðinu. Kannski eru klæðskiptingar ekki eins ógnvekjandi ein- kynja fólki í dag eins og þegar verkið var frumsýnt. Alltént voru klæðskiptingarnir langt í frá allsráðandi á senunni á frumsýningu Loftakastalans. Varla nokkur kvenmaður á sviðinu skipti klæðum við karlkynið heldur samanstóðu búningarnir af nærfötum og gljáandi diskóklæðnaði. Það má kannski benda komandi áhorfendum á að taka þátt í nærfatasýningunni því að nánast óbærilega heitt var í salnum og svitinn lak niður á gestum ekki síður en leikur- um. Filippía Elísdóttir sá um gerð búninga og gerir það vel en undir þessum formerkjum að hér var engin transaveisla í gangi heldur komu þarna saman léttklæddar diskópíur ásamt nokkrum körlum og konum í samfellum. Einna fjölbreyttastir voru bún- ingar Helga Björns og tók hann sig vel út í þeim öllum, ekki síst í töntugallanum með túberaða blond- ínuhárkollu, og féllu þeir eins og flís við rass transans. Nema geimbúningur- inn sem hólk- aðist utan um hann í Iokaat- Búningar Helga Björns, sem Filippía hannabi, voru einstak- lega smekklegir og fóru vel eins og sjá má. rokka upp söng og dans/hreyfingar því þetta þrennt spilaði heldur illa saman. Að hljómsveitinni óla- staðri þá gleypti hún á stundum sönginn og þar með textann. Söguþráðurinn spinnst að verulegu leyti áfram í lagatextunum og þetta er því til töluverðra vansa. Jafnvel þegar sögu- maðurinn, sem Davíð Þór Jónsson fór mjög vel með, mælti af munni fram milli atriða þá tók tónlistin stundum þvílíka sveigju að orð hans köfnuðu þótt yfir- leitt hafi undirspil undir frá- sögn sögumanns verið lág- stemmt og fallið vel að karakt- er hans. Að öðru leyti kom sögumaðurinn skemmtilega út og er það vel til fundið að hafa austurlenskt yfirbragð á honum á þessum tímum þegar áhugamenn um andlegt líf sækja sér oftar en ekki efnivið úr austurlenskri speki. Dans og hreyfingar áttu einnig nokkra sök á því að ekki lifnaði sá kraftur sem bú- Diskópíur og transar á nærhaldinu innar. En því miöur týndist eitt lagið, sem Riff Raff tekur einsamall, í meðförum söngv- arans. Hann hefur líklega ver- ið að reyna að keppa við hljómsveitina en það tókst ekki betur en svo að söngur- inn leystist upp í hálfgerð óhljóð. Systir hans Magenta var leikin af Halldóru Geir- harðsdóttur og skapaði hún kómískan kvenmann úr Mag- entu, luralegan og álappaleg- an. Aðalhlutverkin voru flest ágætlega af hendi leyst. Mikil eftirvænting ríkti meðal áhorfenda eftir innkomu Helga Björnssonar í hlutverki Frank'n Furters og þegar hann steig á svið fögnuðu gestir ákaft. Helgi var sannfærandi transi og komst vel frá söngn- um eins og við var að búast. Hilmir Snær Guðnason stóð sig vel sem siöprúður Brad og þegar Valgerður Guðnadóttir náði sér á strik í söngnum kom í ljós hin geysigóða rödd hennar og átti hún nokkrá fína spretti. Hins vegar var leikur hennar heldur tilþrifa- lítill og sama má segja um söng Hilmis en bæði komust þau í gegnum þetta. Siðprýði ungmennanna og leikur varð stundum æði farsakenndur og reyndar má segja það um verk- iö í heild að þarna var meiri farsi á ferð en í kvikmyndinni. Magnús Ólafsson í hlutverki dr. Scotts var t.d. lítt ógnandi þar sem hann sat slapplegur í hjólastólnum og minnti ýmist á Hitler eða Gög (í Gög og Gokke). Þetta hefur líklega verið tilraun til að sviðsetja verkið inn í samtíma okkar. Pervertar af öllum gerðum eru vinsælli í sviðsljósinu nú en fyrir 20 árum og íslendingar sem aðrir heimsborgarar orðn- ir sjóaðir í perverskum afkim- um lífsins. Því hefur leikstjór- inn valið þá leið að gera verkið að hlægilegum farsa. En um leið fellur sá absúrdismi sem einkenndi myndina til jarðar. riðinu þegar hann taldi sig á leið heim til Transylvaníu. Sviðsmynd og ljós komu vel út og ásamt hljómsveitinni urðu til að skapa andrúmsloft stórsöngleiks. Skærbleikur er sjaldséður litur í ljósadýrð leikhúsanna en hann átti einkar vel við sviðið og bún- ingana. Það er bara vonandi að hikið og hægagangurinn sem mér þótti einkenna hreyf- ingar dansara og leikara á frumsýningunni rjátlist af við fyrsta tækifæri. Að lokum er ástæða til að óska Flugfélaginu Lofti til hamingju með að vera búið að koma sér upp aðstöðu sem er flestu leyti mjög skemmtileg og í raun var ekkert nema notalegt að anda að sér svita- mettaðri mollunni. Það er vonandi að sýningar gangi svo vel að þeir geti haldið áfram að setja leikara á svið og fólk í sal. Lóa Aldísardóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.