Tíminn - 13.08.1995, Side 16

Tíminn - 13.08.1995, Side 16
Vebrib (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflói: Fremur hæg breytileg átt og hætt vib smáskúr- um er libur á daginn. Hiti 10 til 13 stig. • Breibafjörbur og Vestfirbir: Fremur hæg breytileg átt eba norban gola og léttir heldur til. Hiti 7 til 10 stig. • Strandir og Norburland vestra: Hæg breytileg átt eba norban gola og léttir heldur tiL Hiti 7 til 12 stig. • Norburland eystra: Vestan og síban norbvestan gola eba kaldi og skúr- ir vib ströndina síodegis. Hiti 10 til 18 stig. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: Fremur hæg breytileg átt og vibast bjart vebur áfram. Hiti 10 til 12 stig. • Subausturiand: Þykknar upp meb subaustan golu eba kalda, súld eba rigning meb köflum síbdegis. Hiti 10 til 14 stig. • Mibhálendib: Fremur hæg breytileg átt og skýjab meb köflum. Hiti S til 13 stig. Gubmundur Bjarnason landbúnabarráöherra segir tillögur til breytinga í sauöfjárbúskap veröa aö koma frá greininni sjálfri: Ekki þörf á póli- tískri ákvöröun „Ég hef nú talið að það væri meg- in forsenda fyrir breytingum á samningnum og endurskipulagn- ingu á framleiðslunni að þær til- lögur komi frá atvinnugreininni sjálfri/ segir Guðmundur Bjarna- son iandbúnaðarráðherra að- spuröur hvort ekki sé þörf á pólit- ískri ákvörðun þess efnis að sauð- fjárbúskapur verði stundaöur á ákveðnum landssvæðum sem til þess henta betur en önnur. Guð- mundur segist telja aö landbún- aðurinn, eins og aðrar atvinnu- greinar í landinu, eigi fyrst og fremst að skipa sínum málum sjálfur og skipuleggja með hvaða hætti eigi að ná málum fram. „Það er síðan stjórnvalda að koma aö því eftir því sem at- vinnugreinin æskir eða telur ann- aðhvort æskilegt eða nauðsynlegt og eftir því sem stjórnvöld treysta sér þá til," segir Guömundur. Hann segir aö hins vegar geti ver- ið ákveðnir þættir sem ekki veröi ákveðnir öðruvísi en pólitískt. Það sé einmitt eitt af því sem vefjist fyr- ir forsvarsmönnum í landbúnaði og þeir veigri sér við, en það er að leggja fram tillögur sem mismuni mönnum, hvort heldur er vegna tekna, svæðaskipulags eða byggða- sjónarmiða. „Útaf fyrir sig þá hef ég taliö þaö að fyrst og fremst þyrfti að ná því fram núna, við þessa endurskoðun búvörusamningsins, að sauðfjár- rækt væri hægt að stunda á þann hátt aö hún væri alvöru atvinnu- grein. En ekki, eins og hún er að þróast núna, í aö vera a.m.k. „meö- atvinna" með öðrum störfum, ef ekki hreinlega „hobbýbúskapur" eins og hún er kannski í sumum til- fellum." Guðmundur segir að það gerist auðvitað ekki nema menn séu til- búnir til þess að flytja þessa starf- semi á einhvern hátt til, annað- hvort draga úr stuðningi við þá sem eru með tiltölulega lítil bú eða hafa tekjur af öðru og flytja það þá til þeirra sem ætla aö stunda þetta ein- vörðungu, „eða flytja stuðning til þeirra svæða sem við teljum að byggi afkomu sína að meirihluta til eða verulega á sauðfjárrækt og hafi litla aðra möguleika, að það sé hugsanleg réttlæting fyrir slíkum tilflutningi. En ef ekki er samstaða um slíkt og skilningur á þessum sjónarmiöum hjá bændastéttinni þá er líka óeölilegt að stjórnmála- maðurinn eða pólitíkin taki slíka ákvörðun," segir Guðmundur. Hann segist telja að tillagan þurfi annaðhvort að koma frá greininni sjálfri, a.m.k. þurfi það að vera gert í sátt við greinina. ■ Myndataka bönnub Framkvæmdastjóri VSÍ bannaði myndatöku innandyra í höfuð- stöðvum þess í Garðastræti í gær þegar fulltrúar starfsmanna í álver- inu mættu til fundar við fulltrúa VSÍ og álversins. En að undanförnu hafa talsmenn VSÍ og ÍSAL rætt fjálglega um það í fjölmiðlum aö nauösynlegt sé að gera breytingar á starfsumhverfi ÍSAL vegna fyrirhug- aðrar stækkunar álversins án þess að kynna það mál fyrir fulltrúum starfsmanna fyrr en í gær. Á mynd- unum má sjá þá Jakob Möller lög- fræðing og fyrrverandi starfs- mannastjóra álversins, Guðmund Gunnarsson formann Rafiðnðar- sambandsins, Sigurð T. Sigurðsson formann Hlífar og Gylfa Ingvarsson aðaltrúnaðar mann starfsmanna í álverinu. Tímamyndir: GS Breytingar boöaöar á uppbyggingu Noröurlandaráös: Efasemdir hjá mibjumönnum Breytingar eru á döfinni hjá Norðurlandaráði. Forsætisnefnd- in hefur lagt ákveðnar tillögur fyrir flokkahópana til umsagnar. Þær felast m.a. í því að fasta- nefndir sem starfandi hafa verið hjá Norðurlandaráði verði lagðar niður en umfjöllunarefnum Norðurlandaráðs verði skipt nið- ur í þrjá megin málaflokka: Mál er tengist Evrópu, mál er tengjast nærliggjandi svæðum, sérstak- lega Eystrasaltslöndunum og loks mál er tengjast Norðurlöndunum sjálfum. Stærsta breytingin verð- ur þó fólgin í því að völdin verða færð frá landsnefndunum til flokkahópanna. Ákveðar efasemdir eru um þess- ar breytingar hjá miðjumönnum, en þeir munu verða með fund 30. ágúst þar sem þeir ganga frá sínu áliti. „Sannleikurinn er sá að þetta fólk sem stendur fyrir þessum breytingum, fyrst og fremst kratar og hægri menn, það veit sjálft ekki hvernig þetta kemur til með að virka. Það er bara vaðið út í þetta fyrst og fremst vegna þess aö nú er áhuginn kominn dálítið mikið niöur til Evrópu hjá þess- um þjóðum sem eru komnar inn í Evrópusambandið og þá ætla þeir að skera þetta meira og minna," segir Valgerður Sverrisdóttir al- þingismaöur, en hún á sæti í for- sætisnefnd Norðurlandaráðs. Valgeröur segir að hugmyndin sé að nefndir geti verið starfandi sem vinni þvert á þessa þrjá mála- flokka, þar sem hægt verði aö taka fyrir mál eins og t.d. umhverfis- og menningarmál, en ekki veröi starfandi fastanefndir sem fjalli um ákveðinn málaflokk hver og sjái um hann þar til þeim málum er lokið eins og verið hefur. „Þannig hefur manni fundist haldiö ákaflega vel utan um mál." „Svíarnir eru allavega að boða hann," segir Valgeröur aðspurð hvort fjárhagslegur samdráttur hafi veriö hjá Noröurlandaráði. ■ Símnotendur fá Leiörétt- ingasímaskrá 1995 í póstinum. Verslunarrábib: Villur sem geta raskað hagsmun- um fyrir- tækjanna Póstur og sími hefur neyðst til að gefa út þriðju síma- skrána 1995 — leiðréttinga- símaskrá! Verður henni dreift á öll heimili og til fyrirtækja landsins og er komin í póst- inn. Nafnaskrá þessi er fjórar síbur, en atvinnuskrá auk þess tvær síöur. Póstur og sími segir ab alls hafi tæplega 600 villur verið leiöréttar. Verslunarráði íslands er greinilega lítt skemmt yfir vill- unum í Símaskrá 1995. Könn- un sem rábið gerði hjá 305 fé- lögum þess leiðir í ljós að síma- skráning fimmtungs þeirra var ekki í samræmi við beiðni fyrir- tækisins, ennfremur ab þriðj- ungur telur reynslu fyrirtækis- ins af viðskiptum við Síma- skrána „athugaverða". Meira en helmingur aöspurðra telur skiptingu skrárinnar í tvær bækur óþarfa. Um 50 athugasemdir bárust um vinnubrögð í sambandi við skrána. Kvartað var undan „of , löngum skilafresti vegna upp- lýsinga, úreltum vinnubrögð- um og óljósri ábyrgð, stirðum samskiptum og alls konar vill- um". ■ §>/** VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 at 5 0 4.452.799 2.P|u55|t 141.190 3. 4al5 101 7.230 4. 3af 5 3.655 460 Heildarvinnlngsupphæð: 7.287.899 U BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR ÞREFALDUR 1. VEVMNGUR 12.8.1995

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.