Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 8
8 fM$m Laugardagur 2. september 1995 er við ljóðabók. Segja má að Davíð hafi slegið í gegn. Bókin var rifin út og eftir þetta gat hann helgað sig skáldskapn- um, sem er ótrúlegt þegar þess er gætt að þjóðin taldi þá að- eins 90 þúsund sálir. Hann gegndi að vísu starfi bókavarð- ar við Amtsbókasafnið á Akur- eyri um skeið, en það var alltaf nógu frjálst til þess að gefa honum það svigrúm sem skáldinu var nauðsynlegt. Ljóð hans fóru sem stormsveipur um landið — kannski væri nær að segja sem frískandi vorblær, sem vakti menn til dáða. Svart- ar fjaðrir var lesin upp til agna — og óðar voru komin lög við ljóðin, sem hljómuðu í hverju horni. Ungmeyjar geymdu bókina undir koddanum og lásu sig inn í svefninn með dreymandi svip og jafnvel á götum úti sáust menn veifa bókinni og þylja upp skáld- skapinn. Nafn Davíðs Stefáns- sonar var á hvers manns vör- um, menn hlustuðu fagnandi og fullir eftirvæntingar. Nýr tónn hafði verið sleginn. Ljóbin fóru sem storm- sveipur um landið þeg- ar þau komu út Stórlátur og aub- mjúkur En hvað segir Davíð sjálfur um Svartar fjaðrir? í ræðu, sem hann flutti er hann varð sex- tugur, segir hann meðal ann- ars: „Á æskuárum mínum þótti sá bragur ljósasti vottur visku og náðar, sem var kaldhamrað- ur og torskilinn og virtist myrkvaður af mannviti. Að þeirra dómi gat engin speki birst í látlausum orðum, og þeim fjölgaði óðum, sem misstu sjónar á Fífilbrekkum Jónasar og altarisljóðum Hall- gríms og Matthíasar. Þannig var ástatt, þegar fyrsta ljóða- bók mín, Svartar fjaðrir, kom út. Það var engan veginn ætlun mín né áform, að hefja með kveðskaparhætti mínum at- lögu gegn ákveðnum skáldum eða stefnum, heldur kvað ég aðeins eins og mér var eðlileg- ast og lét best. Ég skal viður- kenna, að ég var í senn stórlát- ur og auðmjúkur, barn gleði og sorgar. En mig skorti bæöi lífs- reynslu og lærdóm hinna eldri, skorti taumhald á tilfinning- um mínum og ástríðum, enda þótt alvara leyndist bak við tryllinginn. Ég elskaði gneista- flugið, og svo best taldi ég mig geta þjónað sannleikanum og listinni, að ég beitti sjálfan mig hlífðarlausri játningu, birti hugsanir mínar og tilfinningar í orðum, sem væru jafn auð- skilin barninu og spekingn- um." Talar beint til hjartans I Svörtum fjöðrum er Davíð Stefánsson „algerlega nýr", eins og Kristinn E. Andrésson lýsti síðar í bókmenntasögu sinni. Kristinn segir þar að í Á þessu ári er öld liöin frá fæðingu Davíös Stefánssonar frá Fagraskógi. Fá skáld hafa notið meiri hylli íslensku þjóöarinnar. Ljóð hans hittu beint í mark, hrifu menn um land allt, en þó áttu sumir í upphafi erfitt með að átta sig á þessum kveðskap. Vínsældir á borb vib poppstjörnur nútímans Davíð Stefánsson fæddist í Fagraskógi við Eyjafjörð 21. janúar 1895 og eru því á þessu ári liðin hundrað ár frá fæð- ingu hans. Davíð var eitt vin- sælasta skáld sinnar tíðar. Hann var elskaður og dáður, ekki síst fyrir ástarljóö sín. Segja má að hann hafi notið hylíi á borð við poppstjörnur nútímans. Ljóð hans urðu þeg- ar fleyg og komust á hvers manns varir skömmu eftir að skáldið haföi sent þau frá sér. Sigurður Nordal lýsti að Davíð látnum vinsældum hans: „Lík- lega hefur enginn íslendingur veriö samtíða Davíð Stefáns- syni, sem fleira fólk hefði fegið viljað kynnast, fleiri hús heföu staðið opin, ef hann hefði drepið þar á dyr, eða fleiri menn viljað sækja heim, ef þeir hefðu átt þess kost." Er þetta skáld- skapur? Skáldið í brjósti Davíðs Stef- ánssonar tók snemma aö bæra á sér — en þó voru fyrstu viö- tökurnar kannski með talsvert öörum hætti en menn gætu haldið. Hann lýsti þessu síöar svo: „Þegar ég kom í Gagnfræða- skólann á Akureyri, yngstur bekkjarbræöra minna, gerðist Davíb Stefánsson á heimili sínu á Akureyri, en þar er nú safn um skáldib. Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Valgerður G. Halldórsdóttir hönnuðu öskjuna utan um safnið. Setning og umbrot bók- anna fór fram hjá Vöku-Helga- felli, filmuvinnu annaðist Off- setþjónustan hf., bækurnar eru prentaðar í Portúgal, en askjan unnin í Félagsbókbandinu-Bók- felli og Prentbæ. Ljóðasafnið kostar 9.900 krónur á sérstöku kynningarverði sem gildir til loka afmælisársins. ■ Davíb á þribja áratug aldarinn- ar. Hann naut fádæma vinsœlda á þeim tíma, menn sáust lesa bœkur hans á götum úti og ungar stúlkur geymdu þœr undir koddanum og létu sig dreyma. eitt sinn sá atburður, að einn þeirra kvað lofkvæði um allar skólasystur okkar. Fór þá skáld- skaparalda um skólann. Einn góðan veðurdag settist ég út í horn og fór að yrkja, eins og hinir. Þá komu piltar til mín. Einn þeirra benti á mig, og mælti háðslega: Sjáið þið drenginn! Ert þú nú líka farinn að yrkja? Þetta var í raun og veru fyrsta kveðjan sem ég hlaut sem skáld. Ég varð sneyptur og steinhætti." Ekki stóð nú Davíð við þetta, enda átti tíminn eftir að leiða í ljós ótvíræöa skáldskaparhæfi- leika hans: tíu ljóðabækur, auk Nokkrir punktar um Davíb frá Fagraskógi í tilefni heildarútgáfu á Ijóöum hans, sem Vaka-Helgafell gefur út skáldsögu, fjögurra leikrita og nokkurra smásagna. Ljóð tóku að birtast eftir hann í tímaritum árið 1916 og vöktu þau þegar athygli, þótt ekki hafi tveir ritstjórar tíma- rita í Reykjavík tekið þeim fagnandi þegar þeim buðust þau til birtingar. Þeir tóku að vísu kvæðin, en með semingi og ónotum, eins og Sigurður Nordal lýsti síðar. Annar sagö- ist ekki finna aö þetta væri neinn skáldskapur, hinn sagði að þau mættu vera betur ort. Svartar fjabrir rifnar út Veturinn 1918-1919, þegar Davíð var í sjötta bekk Menntaskólans í Reykjavík, var komið heldur annað hljóð í strokkinn hjá ritstjórunum. Þá höfðu sum kvæðin vakiö þjóö- arathygli og Abba-labba-lá, sem birtist rétt fyrir jólin 1918, varð landsfræg á svipstundu. Davíð útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík vorið 1919 og var hann þá alþekkt skáld. Fyrsta ljóbabók hans kom út um haustið og nefndist hún Svartar fjaðrir. Bókin hlaut frábærar viðtökur og raunar einstakar, ef miðað Vaka-Helgafell minnist aldarafmœlis Davíbs Stefáns- sonar: Vaka-Helgafell hefur gefib út Ljóðasafn Davíös Stefánsson- ar í fjórum bindum í tilefni af aldarafmæli skáldsins á þessu ári. Heildarljóðasafn Davíös hefur verib ófáanlegt um skeib, en er nú gefið út í nýj; um búningi í gjafaöskju. í safninu eru prentaðar allar tíu ljóðabækur skáldsins, allt frá fyrstu bókinni Svörtum fjöbrum, sem út kom áriö 1919, til Síðustu ljóða, en sú bók var gefin út að Davíb látnum árib 1966. Gunnar Stefánsson bók- menntafræðingur ritar inngang að Ljóðasafni Davíðs Stefáns- sonar og segir þar m.a.: „Skáld- I j ,T[M'ítí I! ST ansson skapur Davíðs talar beint til hjartans, þess vegna mun hann lifa. Hann túlkar vafningalaust hiö frumlæga lífsyndi, gleðina ab vera til ... Vinsældir Davíðs meðal þjóðarinnar á sinni tíb jafnast á við þá hylli sem stjörnur dægurtónlistar og kvikmynda njóta nú á tímum, — og þær entust mun betur." í kynningu útgefanda á öskj- unni segir: „Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er eitt af öndveg- isskáldum Islendinga. Skáld- skapur hans er einhver dýrasti menningararfur sem þjóðin á og er löngu orðinn sígildur. Nýjar kynslóðir vaxa upp með ljóðum hans og hrífast af þeim. Ný útgáfa Vöku-Helgafells af Ljóba- safni Davíbs Stefánssonar þar sem prentabar eru allar tíu Ijóbabœkur skáldsins frá Fagraskógi. Þau eru einföld og auðskilin, en túlka um leið djúpar tilfinning- ar sem spretta fram frjálsar og djarfar. I safninu birtast mörg af fegurstu ljóðum sem ort hafa veriö á íslenska tungu. Ljóða- safn Davíös Stefánssonar er kjörgripur öllum þeim er unna góðum skáldskap." Ljóðasafn Davíðs Stefánsson- ar er í fjómm bindum, samtals rúmlega eitt þúsund blaðsíöur. Heildarsafn ljóða Davíðs í nýjum búningi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.