Tíminn - 10.10.1995, Page 4

Tíminn - 10.10.1995, Page 4
4 Þri&judagur 10. október 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Næturlífið í miðborg Reykjavíkur um helgar hefur verið í sviðsljósinu undanfarna viku. Ekki vegna þess að ástandið sé verra eða betra en það hefur verið um langa hríð. Heldur vegna þess að borgar- stjóri og lögreglustjóri héldu blaðamannafund, lýstu þar yfir áhyggjum og ræddu hugsanlegar leiðir til úrbóta. Fjölda kráa á litlu svæði, miklu bjórflæði og að veitingahúsin loka öll samtímis er kennt um læt- in, niðurlæginguna sem birtist í vímuefnakófinu og ofbeldið sem þarna er beitt og yfirleitt allt það menningarsnauða siðleysi sem þarna er haft í frammi. Vel má vera að þarna sé hluti skýringarinnar, en alhlít er hún ekki. Mikill fjöldi þeirra, sem setja svip á helgarniðurlæginguna, eru unglingar sem ekki fá inngöngu á krárnar, en safnast saman og veltast um kófdrukkin af gambra og landa og mið- ur sín af neyslu annarra vímuefna. En þótt athyglin beinist einkum að miðborginni og því ömurlega ástandi sem þar ríkir um helgar, er víðar pottur brotinn. Agaleysi og skortur á virð- ingu fyrir sjálfum sér og öðrum og þeim lögum og reglum sem fólki er gert að lifa eftir, er greinilega uppspretta margra og hörmulegra tíðinda. Um og eftir hverja helgi eru fréttir af afbrotum, slysum og ofbeldisverkum að verða álíka fyrirferð- armiklar og frásagnir af íþróttakappleikjum, sem þó eru ærið plássfrekar. Lögregla um land allt stendur í ströngu að stilla til friðar í heimahúsum. Nauðganir og barsmíðar eru orðnar sígilt fréttaefni eins og veðurfregnir. Drukknir bílstjórar að gera óskunda í byggð og úti á vegum, jafnvel uppi á hálendinu, þykja eins sjálfsagðir og messurnar um hverja helgi. Fullir sjómenn slangra um sjóinn á skemmtibátum sín- um og slysavaldar í umferðinni stinga af frá fórn- arlömbum sínum. Rán, innbrot, brugg og smygl eru fastur liður í fréttakróníkum og háskalegt aksturslag skilur eftir sig blóöi drifna slóð og gífurlegt verðmætatjón. Oft er verið að jafna ástandinu við það sem verst gerist í skuggahverfum erlendra stórborga. Það er vondur samanburður og verður þá að taka tillit til þess að forsendur þess agaleysis og ofbeldis, sem verst gerist í vesældarhverfum milljónaborga, eru allt aðrar en sagt er að við búum við í Reykjavík eða á íslandi yfirleitt. Yfirvöldin standa að mestu ráðþrota gegn þeirri agalausu hegðun sem orðin er landlæg. Kurteisi og tillitssemi við náungann er á hröðu undanhaldi, enda verður lítið vart við að uppalendur séu þess umkomnir eða kæri sig um að leggja rækt við að kenna umgengnisreglur og almenna mannasiði. Vitur maður var eitt sinn spurður um hvað væri kurteisi. Hógværð og lítillæti, var svarið. Lítið fer fyrir því í samfélagi framapotara og eiginhags- munalýðs. Áhugi borgarstjóra og lögreglustjóra til að bæta siðlaust ástand í miðborginni er góðra gjalda verð- ur. En líta verður til fleiri átta og grafa dýpra, ef leita þarf uppi orsök vandamálanna, en þau verða aldrei leyst nema komist verði fyrir ræturnar. Atli Rúnar, Gubrún, Heimir og Dóra Atli Rúnar Halldórsson, fyrrum varafréttastjóri Ríkisútvarpsins — hljóðvarps, ritar hugvekju í dag- blaðið Dag á Akureyri um helgina. Þetta er bráðskemmtileg lesning hjá Atla og fróöleg, því hann er að fjalla um þá breytingu í lífi sínu þegar hann hætti aö vinna hjá ríkinu og geröist sjálfstæður atvinnurekandi í kompaníi með fleiri góðum mönn- um í almannatengslafyrirtækinu Athygli hf. Atli segir ýmislegt frá þessum umskiptum og viðbrigðunum sem í því felast að fara undan starfsörygg- isverndarvæng verndarvæng ríkis- vakjsins. Varafréttastjórinn fyrrver- andi sendir útvarpsstjóranum sín- um dálítið eitra&a pillu og er þar með að gefa til kynna að mismun- andi viðhorf og hugmyndafræði sé í gangi í ríkisgeiranum og í einka- geiranum. Atli segir frá eina veru- lega ágreiningsefninu, sem komið hefur upp í eigendahópnum í At- hygli frá því hann slóst í hópinn. Guðrúnu á skipti- borðib í hugvekju sinni segist Atli hafa gert þá kröfu, þegar hann kom inn í fyrjrtækið, að hann fengi að ráöa Guðrúnu konu sína á skiptiborðið og í afgreiðsluna, enda hefði hann vanist því að forsvarsmenn fyrir- tækja réðu konur sínar á skiptiborð fyrirtækjanna sem þeir stjórnuöu. Meðeigendur Atla voru ekki hrifnir og sögðu einfaldlega nei takk. Orð- rétt segir Atli: „Ég benti á að eitt fyrsta verk séra Heimis hefði verið að ráða frú Dóru sína.á skiptiborðið í Útvarpshúsinu þegar hann kom úr þjóðgarðinum. Hinir sögðu nei takk samt." Atli rekur síðan í greininni hvernig frú Bóra hafi vísað gestum upp á skrifstofu til Heimis á efstu hæð hússins, en „skrifstofan er eins nálægt himnaríki og arkitektúr og skipulag leyfir", eins og fyrrum varafréttastjóri útvarps kýs að orða það í greininni. Síðan kemur fram að þessi fjölskyldutengsl ráða- manna og móttökuritara í útvarp- inu hafi veriö tilefni líflegra vanga- veltna hjá útlendingum, sem allir héldu að útvarpsstjórinn væri kræf- ur að halda svo opinskátt við eina símastúlkuna að hann tæki hana meira að segja með í veislur og boð. Enginn þessara erlendu gesta virð- ist, samkvæmt grein Atla Rúnars, hafa trúað slíkri afsiðun upp á út- GARRI varpsstjóra í lýðræðisþjóðfélagi að hann myndi ráða konu sína til starfa við sömu stofnun og hann stýrði. Undir kraumar eldur Þessar háðsglósur Atla í garð síns fyrrverandi yfirmanns á útvarpinu verða ekki misskildar. Þær benda og til að þarna hafi kraumað mikill eldur undir, sem ekki hafi náð að komast í kastljós fréttanna. Um leið er í rauninni staðfestur samskipta- máti yfirmanna og stjórnar stofn- unarinnar, þar sem hin ískalda kurteisi einkennir samskiptin á yfir- borðinu, en óánægjan kraumar undir. Þess vegna fer ekkert á milli mála að varafréttastjórinn fyrrver- andi er enn að hæðast að sínum fyrri yfirboðara þegar hann segir: „Ég er hins vegar enn á því að at- huguðu máli að fyrirkomulagið í Efstaleiti sé eitthvað fyrir okkur í einkageiranum og held því áfram að reyna að koma Guðrúnu á skipti- borðið. En meðeigendurnir segja ennþá nei takk." Þessi lokakveðja Atla Rúnars.til séra Heimis væri ótvírætt hárbeitt ádeila á þá stjórnendur sem láta fjölskylduhagsmuni hafa áhrif á mannaráðningar sínar, ef ekki kæmu til fjölskyldutengsl Atla við þann vettvang sem hann er að beita sér á. Ekki ejnvörðungu heitir dálk- urinn, sem Atli er ráðinn til að skrifa í, „Jarðbrýr" til heiðurs heimabæ hans Jarðbrú í Svarfaðar- dal, heldur eru ritstjórarnir Óskar Þór og Jóhann Ólafur, sem réðu Atla til að skrifa í Dag, bræður hans. Ádeila Atla á séra Heimi er því skrif- uð úr eins konar fjölskyldualbúmi þeirra Jarðb'rúarbræðra. Heimir mun því trúlega eiga auðveldara með að svara fyrir sig en ástæða væri til, því hann mun eflaust benda Atla Rúnari á aö ráða hana Guðrúnu sina á skiptiborðið á Degi. Garri Frjálshyggjunni snúib á haus Hér í þessu horni var sýnt fram á það fyrir nokkrum dögum að Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins m.m., hugsaði eins og sósíalisti og hefði sömu afstöðu til frjálshyggju og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins. Afstaða þeirra félaga og skoðanabræðra er sú, að það sem menn fá úr opinberum sjóðum sé ekki frá neinum tekið. Þess vegna er allt í lagi að vaða í sjóöina og láta þá borga fyrir sig langskólamenntun vítt um heim og þegar kaup og kaupaukar forsætis- ráðherra og allra best stæðu emb- ættismanna landsins, sem fá launin greidd úr ríkissjóði og sveitarsjóð- um eru hækkaðir ríflega, heldur Davíb því blákalt fram ab engum komi svona háttarlag við vegna þess að fúlgurnar séu eki teknar frá neinum. Það var í sjónvarpsviðtali við Milton Friedman sem Ólafur Ragn- ar viðrabi sína sósíalisku hug- myndafræði um fjármagnið og Davíð hélt nákvæmlega sömu skob- unum á lofti þegar hann fyrir nokkrum dögum var ab sýna fram á réttæmi Kjaradóms og viturlega ákvörðun Alþingis um kaupauka og skattfríðindi til handa ráðherrum og þingmönnum. Enginn skilur neitt Svona ríkisforsjárhyggja, eins og nefndir flokksforingjar eru haldnir af, er auðvitab í algjörri andstöðu við frjálshyggjuna sem býður~aö menn eigi ekki að vera kostgangarar í fríu fæði hjá skattborgurum eða yfirleitt að lifa í vellystingum prak- tuglega á þeirra kostnab. En þótt Davíö standist ekki prófið og ríkisforsjársinninn komi í ljós þegar gljáinn er skafinn af glans- mynd frálshyggjunnar er hinu þó erfiðara ab kyngja fyrir þá sem ját- ast undir trúarbrögðin frá hagfræði- deild Chicagoháskóla, að Hannes Hólmsteinn botnar hvorki upp né niður í frjálshyggjunni en boðar villukenningar í hennar nafni. Á víbavangi í Reykjavíkurbréfi Morgunblabs- ins á sunnudag er flett ofan af gjör- vallri hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins og sýnt fram á að hún sé í algjörri andstöðu við kenni'ngar æðstu presta Chicagoskólans í veigamiklum atriðum. Nú þarf eng- inn að vera hissa á því þótt Davíö sé kominn á allaballalínuna í hug- myndafræðinni. Hann hefur tekiö mark á Hannesi Hólmsteini. Allt í plat í Reykjavíkurbréfi er sýnt fram á að Hannes Hólmsteinn er í algjörri andstöðu við uppáhaldsnemanda Friedmans, nóbelsverðlaunahafann Gary S. Becker, sem er margfaldur prófessor og doktor í frjálshyggju við hinar bestu menntastofnanir og forseti Mont Pélerin-samtakanna og hefur yfirleitt hlotnast allur sá heið- ur sem hægt er ab veita préláta frjálshyggjunar. Hann hefur meira að segja fengið að boröa meö Hann- esi Hólmsteini og þegiö fréttir af ís- lenskri frjálshyggju. Morgunblaðib margvitnar í Bec- ker sem er á svipaðri skoðun og Styrmir um fiskveiðistjórnun og veiðileyfagjald og í algjörri and- stöðu viö stefnu Davíðs Óddssonar og yfirlýsingar Hannesar Hólm- steins um kvótakerfið og þær gjafir sem stjórnmálamenn færa útgerð- armönnum, fjölskyldum þeirra og afkomendum. Enn sem komið er heyrist ekki bofs í Hannesi Hólmsteini um hvort ab hann eða gjörvallur Chic- agoskólinn og fræðimenn frjáls- hyggjunnar hafi á réttu að standa. Það er slík gjá á milli skoðana og kenninga frjálshyggjupostula Sjálf- s.tæðisflokksins og allra hinna frjáls- hyggjumannana aö það er engu lík- ara en ab um sé að ræða andstæða póla. Kannski er það engin tilviljun ab þeir Davíb og Ólafur Ragnar eru skoðanabræbur og líta á meðferð á famlögum skattborgarana sömu augum. Ef Hannes Hólmsteinn hef- ur misskilið kenningar frjálshyggj- unar um kvótagjafir og skattfríöindi þeirra sem stjórnmálamenn af- henda auðlindir svona hrapalega, hvaða vitleysum öðrum skyldi hann hafa verið ab hvísla að for- ystuliði Sjálfstæðisflokksins, sem halda að þeir séu frjálshyggjumenn vegna þess að þeir trúa á villukenn- ingar Hannesar Hólmsteins, sem er álíka illa að sér í frjálshyggju og Davíð Oddsson. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.