Tíminn - 10.10.1995, Side 8

Tíminn - 10.10.1995, Side 8
8 Wímínn Þri&judagur 10. október 1995 Molar... ... Nú er nánast öruggt talið að Lúkas Kostic verði ráðinn þjálfari bikarmeistara KR næsta keppnis- tímabil, en í gær var talið að samningar væru nokkurn veginn í höfn. ... Fimleikasamband ísiands mun dagana 12.-15 október halda þolfiminámskeið. Nám- skeiðinu mun Ijúka með prófi og útskrifast þátttakendur sem landsdómarar í greininni. Búist er við góðri þátttöku í námskeið- inu. ... Pétur Ormslev hefur verib endurrábinn þjálfari KA í knatt- spyrnu, en liðib leikur í 2. deild. Libið hafnaði í 3. sæti í deildinni, eftir harba keppni vib Þór um það sæti. ... íslenska landslibib skipað leikmönnum U-18 ára tryggbi sér fyrir helgina þátttöku í 16 liba úrslitum með sigri á Norður- Irlandi á föstudag, 3-2 í hörku- leik. Liðib hafbi áður sigrab Hvíta-Rússland, en vegna úrslita í leik Norður-íra og Hvít-Rússa þá urbu íslendingar ab sigra á föstudag. í 16 liba úrslitum mæta íslendingar írum, en þeir sigrubu í sínum ribli og verður leikiö heima og heiman. Verður þeim leikjum ab vera lokib í maí á næsta ári. ... Sævar Gubjónsson, sem leik- ið hefur með Þrótti Reykjavík síð- ustu tvö keppnistímabil, hefur skipt yfir í Fram, en Sævar er reyndar uppalinn hjá félaginu. Ekki er talið ólíklegt að Gub- mundur Gíslason, sem einnig hefur leikiö með Þrótti, skipti yfir í Fram, en hann er einnig Fram- ari að upplagi. Heyrst hefur ab fleiri leikmenn uppaldir hjá Fram hyggi á að koma til heimahag- anna fyrir næsta tímabil og freisti þess ab leika undir stjórn núverandi landslibsþjálfara. ... Þorlákur Árnason hefur verib rábinn þjálfari 3. deildar libs Æg- is í knattspyrnu á næsta keppnis- tímabili. Þorlákur hefur ekki leik- ið sjálfur um nokkurt skeið, vegna meiðsla sem hann varð fyrir, en hefur sinnt þjálfun yngri flokka síðan. Bestu knattspyrnumenn á íslandi: Guölaug lónsdóttir, KR, og Ólafur Þóröarson, IA. Lokahóf knattspyrnumanna / I. deild kvenna og karla: Ólafur og Gublaug leikmenn ársins Tímamynd CS Leikmenn í 1. deild karla og kvenna kusu Ólaf Þór&arson, ÍA, og Guölaugu Jónsdóttur, KR, Ieikmenn ársins, en loka- hóf knattspyrnumanna og - kvenna fór fram fyrir fullu húsi á Hótel íslandi um sí&- ustu helgi. Þá var Tryggvi Gu&mundsson, IBV, valinn efnilegasti leikma&ur í 1. deild kvenna og Ingibjörg Ól- afsdóttir, ÍA, í 1. deild kvenna. Þá voru afhentir gull-, silfur- og bronsskór í 1. deildinni, fyr- ir markahæsti: leikmenn, ög var Arnar Gunnlaugsson markahæstur me& 15 mörk í 7 leikjum og fékk því gullskóinn. Tryggvi Guðmundsson fékk silfurskóinn og Mi.hajlo Biberc- ic fékk bronsið. íþróttafréttamenn völdu lið. ársins hjá báöum kynjum, en Þokkaleg aöstaöa fyrir knattspyrnumenn í borginni. 450 miljónir kr. i velli og íþróttahús. Félögin ákveöa sjálf forgangsrööunina. Form. ITR: Ekki endalaust hægt ab leita til borgarinnar kvennaliðið haföi verið kynnt í sérstöku hófi áöur. Karlaliðið: Birkir Kristinsson, Fram, Ólafur Adolfsson, ÍA, Hermann Hreiðarsson, ÍBV, Sig- urður Örn Jónsson, KR, Ólafur Þórðarson, ÍA, Sigurður Jónsson ÍA, Marko Tanasic, ÍBK, Heimir Guðjónsson, KR, Einar Þór Daníelsson, KR, Arnar Gunn- laugsson, ÍA, Tryggvi Guð- mundsson ÍBV. Gylfi Orrason, Fram, var val- inn dómari ársins, en auk fram- angreindra viðurkenninga voru peningaverðlaun veitt frá Sjó- vá-Almennum eftir samningi fyrirtækisins við 1. deildarfélög- in í knattspyrnu. ■ Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur, telur aö það sé mjög hæpiö af Guð- jóni Þórðarsyni, nýráðnum þjálfara Skagamanna í fót- bolta, að bera saman aðstöðu fótboltamanna á Akranesi ann- arsvegar og í borginni hinsveg- ar. Hún segir að þótt Akranes- bær hafi staðið vel að baki ÍA, þá hafi félagið einnig haft kost- unaraðila ab framkvæmdum uppá Skaga, öndvert vib félög- in í borginni. Hún segir að aðstaða knatt- spyrnufélaga í borginni sé þokka- leg og ekki sé endalaust hægt að leita til borgarinnar í þeim efn- um. Hún er einnig á því að að- staöan batni aldrei fullkomlega nema með yfirbyggðum knatt- spyrnuvelli. Hún vonar að sá draumur verði einhvern tíma að veruleika, þótt hann sé ekki í sjónmáli um þessar mundir. En eins og kunnugt er, þá gagnrýndi Guðjón borgaryfirvöld harðlega á blaöamannafundi í vikunni vegna aðstöðuleysis knattspyrnufélaga í borginni. Hann sakaði borgaryfirvöld einn- ig um metnaðarleysi í mann- virkjamálum og gagnrýndi for- ystumenn íþróttafélaga fyrir að setja handboltann ofar í for- gangsröðinni en fótbolta, þrátt fyrir að fótboltinn væri sú íþróttagrein sem ætti mesta möguleika að ná í peninga er- lendis frá með þátttöku í alþjóða- mótum. Formaður ÍTR bendir m.a. á aö framlög borgarinnar til fram- kvæmda hjá íþróttafélögum á þessu og næsta ári séu um 450 miljónir króna, sem er einhver aukning frá fyrri árum. Þessir fjármunir, sem formaður ÍTR tel- ur að sé „dágott og. vel í lagt", fara bæði til vallarframkvæmda og til íþróttahúsa. Hún telur hinsvegar að það sé kannski fé- laganna sjálfra að fara að hugsa sína pólitík uppá nýtt og feta t.d. í fótspor Skagamanna með því að fá til liös við sig svonefnda kost- unaraðila til að fjármagna mann- virkjagerð. Steinunn segir að gagnrýni Guöjóns um að handboltinn sé tekinn framyfir fótbolta hjá fé- lögunum, sé málefni félagana sem hafa sjálf ákveðið þessa for- gangsrööun í sinni uppbyggingu. Engu að síöur telur hún að ár- angur reykvískra fótboltaliða á nýliönu sumri sé áhyggjuefni. Hinsvegar sé ekki hægt að ásaka borgina fyrir það að t.d. Fram hafi fallið niður í aðra deild, enda ræður sveitarfélagið engu um það heldur fyrst og fremst geta leikmannanna. Þar fyrir ut- an væri það fullkomlega óeðlilegt ef borgin færi að styrkja íþrótta- félögin til leikmannakaupa, enda sé það ekki í verkahring sveitarfé- lags. Aðspurö segir hún að það teng- ist gerð fjárhagsáætlunar í þaust og næsta haust hvort einhverra breytinga sé að vænta á gervi- grasvellinum í Laugardal. Hún segir aö gervigrasiö s? mjög illa fariö, enda telja boltamenn að það sé úrelt auk þess að vera mik- il slysagildra. ■ Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.