Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. aesember 1995 5 Tiltektir í pólitík Síbasta ríkisstjórn safnabi á fjórum árum 40 milljaröa skuld fyrir ríkissjóð. Skuld sem velt er yfir til framtíðar. Er nú svo komiö að vib notum tæpa 13 milljarba af skattpening- um okkar til að borga vexti af lánum! Meb sama áframhaldi rykju þessar greiðslur upp í 18 milljarða á næstu þremur árum og yrðu þar meb hærri en nemur öllum gjöldum rík- issjóðs til menntunar. Þetta þýðir líka að veíferðarkerfi okkar er stefnt í mikla hættu. Skylda okkar við afkomendurna hlýtur að vera sú ab skila til þeirra traustu og öruggu velferðarkerfi. Það markmib er í hættu, verði ekkert að gert. Þess vegna byrjar hin nýja ríkisstjórn á tiltektum í ríkiskassanum. Framsóknarmenn áttu frumkvæði aö því að kveba niður óðaverðbólguna á sínum tíma. Nú ræbst flokkurinn í hið bráða verkefni að koma böndum á skuldir ríkissjóðs. Þar verð- ur að byrja tiltektirnar. Þannig hemjum við vaxtastigið, þannig treystum við grundvöll atvinnulífsins, þannig verða til skilyrði að nýjum störfum, meiri framleiðslu og bætt- um lífsskilyröum. Á næstu tveimur árum er ætlunin að ná hallanum niður. Við munum á þeim tíma taka á okkur ágjöf, en okkur ber skylda til þess, hér er um framtíð velferðar- kerfisins aö tefla. Hvar eru 12.000 störf? Þjóöhagsstofnun hefur staðfest að nái stjórnin að koma halla ríkissjóðs nibur, muni hagvöxtur aukast að nýju og í lok kjörtímabilsins skapast tæp 10.000 störf. Þá er ekki tekin meb i reikninginn nein stór- iöja, hvorki í Straumsvík, Hvalfirði né ann- ars staöar. Teikn um þetta eru þegar farin að sjást. Hlutfall iðnabar af landsframleiðslu hefur aukist til muna (yfir 30% milli ára!) og forystumenn iðnaðarins telja góðan kipp vera að komap þessa atvinnugrein með auk- inni framleiðslu og nýjum störfum. Þá telja fiskifræðingar að þorskstofninn sé að stækka til muna og ekki er ótrúlegt að veiði- kvótinn aukist um 40-50.000 tonn innan fárra ára. í því felast tugmiiljarða verömæti og störf. Rætt er um magnesíumverksmiðju á Reykjanesi með beinum störfum fyrir 300 manns, auk margfeldisáhrifanna, stækkun Grundartanga virðist í augsýn, ferðamanna- iðnaöurinn heldur áfram að dafna og þannig má áfram telja. Það er m.ö.o. full á- stæða til bjartsýni, þó róðurinn veröi þung- ur á meðan tiltéktir í ríkiskassanum standa yfir. En þar er forsendan fyrir rekstrarum- hverfi atvinnulífs og framleiðsluaukningu. Kaupmáttur, minni skattar og lægra vöruverö Allt of stór hluti af launum fólks rennur til að borga af lánum vegna húsnæðis, í mat og aðrar lífsnauðsynjar. Þess vegna er það eitt brýnasta verkefni okkar að nota efna- hagsbatann til ab auka kaupmáttinn, lækka vöruverð og halda niðri vöxtum (lægri vext- ir koma flestum launþegum til góða sem og fyrirtækjunum). Þá verður að lækka jaðar- skatta. Lítið vit er í því að fólki sé refsað fyr- ir dugnað með háum jaðarsköttum. Það dregur úr krafti fólks og eykur líkur á „svartri" vinnu. Þannig verður að auka ráð- stöfunartekjur fólks. Við viljum fá meira út úr líf- inu en þab að eiga rétt fyrir nauðþurftum ab loknum löngum vinnu- degi. Við eigum þann sjálfsagða rétt ab geta lif- að áhyggjulausu lífi og borgað mat og húsnæði, en átt samt afgang til ab njóta þess að vera fólk. Þetta er aðalmarkmiö okkar og til að ná því verður að byrja á til- tektunum. Þannig rekum við heimili okkar og þannig verður ríkissjóður að vera rekinn. Verkið er hafið og framsóknarmenn telja ftilla ástæðu til bjartsýni. Svikin loforö Framsóknar? Undarleg er pólitíkin. Varla hafði ný ríkis- stjórn tekið til starfa þegar raddir stjórnar- andstöðu upphófust um svikin loforð Fram- sóknarflokksins. Hafa þessar raddir reglu- lega klingt síðan. Gott dæmi um þessi upp- hróp mátti heyra í Alþingi s.l. miðvikudag, þegar fram fór umræba utan dagskrár um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðu sök- uðu Framsóknarflokkinn um stórfengleg kosningasvik á þessu svibi. Komu þær yfir- lýsingar þrátt fyrir að greint hafði verið frá því að starfandi væri nefnd á vegum ríkis- stjórnar tii að endurskoða lög um LÍN. Við þá endurskoðun eru m.a. teknir til skoðunar þeir þættir sem Framsóknarflokkurinn lagbi áherslu á fyrir kosningar. Starfi nefndarinn- ar er ekki lokið. Mér verður iðulega hugsab til þess hvort það geti talist ábyrgur málflutningur meðan stjórnmálamenn leyfa sér framkomu af þessum toga. Er það t.d. málefnum náms- manna mjög til framdráttar að stjórnarand- staða afgreiði mál með slíkum upphrópun- um án nokkurra tilefna. Væri kjörtímabilið á enda runnið án þess að á þessum málum hefði verið tekið, þættu mér viðbrögbin í alla staði eðlileg. En hávaði um mál, sem er í undirbúningi og ekki er búið að kynna efn- islega, getur aldrei verið sjálfu málefninu til framdráttar. Fleiri dæmi af þessum toga mætti nefna. Ekki efast ég um að svona hafi stjórnarandstaða hvers tíma gert sig seka um. Hlutverk andstöðu er aö veita málefna- legt aðhald, en ekki grugga upp með sleggjudómum og gauragangi. Slíkt vinnu- lag eykur bara á úlfúð og tortryggni á kostnað málefna. Þessu þarf að breyta í vinnulagi ‘þingmanna. Jafnréttiö byrj- ar heima Menn °9 málefni ______________ Félagsmálaráöherra, Páll Pétursson, hefur nú lagt fram í einu og sama frumvarpinu lög um fjölskyldumál og jafnréttismál. Hér er um afar athyglisverða málsmeöferð ab ræða. Jafnréttismál verða nefnilega ekki slitin frá málefnum fjölskyld- unnar. Jafnréttib byrjar á heimilunum. Þar alast börn upp við hugmyndafræði og sam- skipti foreldranna — þar fer fram hinn eig- inlegi lærdómur um jafnrétti kynja. Óneit- anlega hefur jafnrétti á vinnumarkaðinum aukist verulega á síðustu árum, þó enn vanti ýmislegt á í þeim efnum. Hins vegar skortir enn töluvert á að samfélagib allt lagi sig að breyttum tímum. Þannig er orðið almennt viburkennt ab foreldrar báðir vinni úti. Til þess liggja margar ástæbur, sumir neyöast til þess vegna launanna, en líklega flestir kjósa ab vera þátttakendur í atvinnulífinu. Vandi margra hjóna rís hins vegar þegar kemur ab barnagæslu eða umönnun barna meðan foreldrar sinna útivinnu sinni. Því hljóta áætlanir um einsetinn skóla að vera ein af lykilforsendum þess að jafnrétti hjóna og sambýlisfólks náist. Skólanum er ætlað að taka við lærdóms- og uppeldishlutverk- inu í ríkari mæli en áður var. Meðan þau skilyrði eru ekki fyrir hendi munu verða ei- lífir árekstrar milli foreldra. Hvort þeirra á t.d. aö axla ábyrgð á heimilisrekstrinum og umönnun barna? Oftar en ekki fæst svariö þegar launaseðillinn er skoðaður. Enn virð- ast karlar hafa þar vinninginn meö þeim af- leiðingum ab réttlætingin fyrir því að konan verði heima (hálfan eða allan daginn) er fengin. Því eru aðgerðir félagsmálaráðherra gegn launamun kynjanna jafn mikilvægar og fjölskyldustefnan og jafnréttisáætlunin. Því miður heyrast enn of margar sögur af gömlu hlutverki kynja meðal hjóna sem bæöi vinna úti. Eini munurinn er sá að kon- an hefur í of mörgum tilvikum einungis bætt á sig útivinnunni við öll önnur heim- ilsstörf. Jafnréttib hefur ekki náð inn á heimilið. Til allrar hamingju virðist yngra hjóna- og sambýlisfólk ekki gariga jafn ríku- lega inn í þetta gamla mynstur og má hugs- anlega rekja það til jafnréttisumræöna síð- ustu áratuga. Unga fólkið hefur alist upp við önnur sjónarmið en ábur ríktu. Ég hygg að frumvörp og aögerðir félagsmálaráðherra á þessu sviði eigi eftir að hafa veruleg og já- kvæð áhrif á málefni fjölskyidunnar og jafn- rétti kynjanna. Ólæs þjób eba bókaþjóð Frá því var greint nýlega að gerð hefði ver- ið könnun á lestrarkunnáttu nemenda ís- lensks framhaldsskóla. Niðurstöður hljóta að teljast verulegt áhyggjuefni. Um helm- ingur nemendanna stóðst ekki kröfur um lesskilning. Þetta voru nemendur fram- haldsskóla! Þetta þýðir m.ö.o. að nemend- urnir gripu ekki efni þess texta sem fyrir þá var lagður. Svo er þá komið fyrir bókaþjóð- inni miklu. Reyndar eiga þessar niburstöður ekki að koma á óvart. Kennarar hafa lengið varað vib þessu ástandi, tölur um útlán bókasafna benda eindregið til að almennur lestur hafi stórlega dregist saman. Skýringar á þessu eru vitanlega margar. Ég hygg þó ab helst sé þeirra aö leita í þeirri staðreynd ab bókin, sem helsti menningarmiöill, hefur vikiö fyrir nýjum miðlum. Inn í framhalds- skólana eru komnir nemendur af mynd- banda- og tölvukynslóðinni, nemendur sem stunda almennt ekki bóklestur. Hvaö er til ráða? Það hlýtur að vera skylda stjórnvalda að bregðast skjótt við þessum vanda. Lestur er grundvöllur allrar menntunar. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsá- lyktunartillögu um aðgerðir í þessum efn- um. Þar hljóta lestrarvenjur að vera skobað- ar, staða bókarinnar á markabnum og fleira í þeim dúr. Meginatriðið hlýtur þó að snerta fjölskylduna. Börnin stunda lestur, ef þau fá til þess hvatningu og abstoð frá fjölskyldu sinni og umhverfi öllu. Þetta er sameigin- legur vandi þjóðarinnar og við honum verð- ur að bregðast. Hvernig jól viljum vib? Ekki er langt þar til stysti dagur ársins rennur upp og skammdegið nær hámarki sínu. Mér er ávallt mikill léttir í huga þegar vetrarjafndægrum er náð. Þá veit maður að dag tekur aftur að lengja, smám saman byrj- ar Ijósið aftur að vinna á myrkrinu. Því má meb sanni segja að jólin séu okkur íslend- ingum kærkomin hátíð. Við gerum okkur svo sannarlega dagamun og tendrum mörg ljósin. Þó stutt sé liðið af desembermánuði, hafa lengi dunið á okkur auglýsingar um jóla- verslun. Athygli vekur að samkvæmt þeim viröast jólagjafir fara sífellt stækkandi — verða stöðugt dýrari. Jólin eiga að vera hátíð kærleika og gleði. Hætt er þó vib ab sú gleði geti snúist hjá mörgum upp í andhverfu sína. Hvaða vit er í því að hin dæmigeröa ís- lenska fjölskylda sprengi sig í fjárútlátum og áhyggjum vegna jólahaldsins? Kröfurnar hljóma stöðugt í fjölmiðlum um girnilegar gjafir, dýrðlegan mat og stórfenglegt skraut. Að ekki sé minnst á allan baksturinn, þrifin, jólakortin og hvað það nú allt heitir. Flestir foreldrar vinna úti og langan vinnudag, svo sem fyrr var greint. Unnið er allt þar til há- tíðin rennur upp. Meö því reynir svo fólk að standa undir væntingum barnanna og hætt er við að viö dönsum með kröfum auglýs- inganna. Getur ekki verið að allur þessi sprettur reyni á fjölskyldufriðinn? Tilgangur jólanna er ekki sá að láta fjárhagsáhyggjur og ofur- þreytu spilla friðhelgi hátíðarinnar. Gæti besta jólagjöfin hugsanlega verið fólgin í því að draga ögn úr kröfunum — láta hina forgengilegu hluti víkja fyrir þeirri gleöi, sem sönn jól eiga ab geta fært okkur? ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.