Tíminn - 19.12.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.12.1995, Blaðsíða 5
Þri&judagur 19. desember 1995 5 Leiklesið úr hjartastað Kaffileikhúsib: HJARTASTAÐUR STEIN- UNNAR. Stuttar myndir úr skáldsögu Steinunnar Sigurbardóttur. Vísir at> leik- gerb og leikstjórn: Ingunn Ásdísardóttir. Frumsýning 12. desember. Óhemjumikil kynning á nýjum bókum fer fram þessar vikurnar og fjölmiðlar láta auðvitaö ekki sitt eftir liggja að meta bækurn- ar. Þetta er tímanna tákn og víst ekki um að fást þótt maður geti orðið leiður á öllu fárinu og það taki þannig jafnvel að vinna gegn tilgangi sínum. En í þessu má þó finna nýjar leiðir og það gerir Kaffileikhúsið að þessu sinni. Hjartastaður, skáldsaga Stein- unnar Sigurðardóttur, er meðal þeirra bóka sem mesta athygli vekja og hefur þegar verið um hana ritað hér í blaðinu. Sjálfur hef ég ekki lesið bókina ennþá. Hins vegar jók það áhuga minn að horfa á leiksýningu upp úr henni í Kaffileikhúsinu á þriöju- dagskvöldið. Hér er einkum fjallað um þrjár konur: Mæðgur tvær og vinkonu móðurinnar. Dóttirin hefur lent í dópi og til að bjarga henni fer móðirin með hana austur á land svo hún megi vera þar í næði og fjarri sollinum. Vinkonan trygga ekur þeim og hefur útvegað sumarhúsið. Hún er flautuleikari, sjálf er móðirin mislukkaður listamaöur, að manni skilst. Þau atriði úr sögunni sem hér eru sviðsett lýsa samspili þess- ara þriggja kvenna. í þeim eru fólgin eins konar drög aö mannlýsingum — Ingunn Ás- dísardóttir, sem stendur fyrir leiksýningunni, kallar sitt verk vísi að leikgerð. Leikkonurnar þrjár hafa handrit, svo að þetta er fremur leiklestur en annað, þó með dálitium sviðsbúnaði. Fyrirferðarmest er eftirlíking af bíl, enda fer drjúgur hluti leiks- ins fram í bílnum á ökuferðinni austur. Dópistalýður úr Reykja- vík eltir Eddu, dótturina, á röndum. Hún er fádæma kjaft- for og hortugur unglingur og móðirin gjörsamlega kúguð undir frekju hennar og yfir- gang, eins og títt mun um ung- linga nú á dögum, sem flestir eru gjörspilltir af eftirlæti. Hjartastaður virðist ekki vera sérlega > leikhæf saga, eins og hún er úr garði gerð, byggist mikið á innra eintali Hörpu Eir- ar, sem segir frá í velþekktum LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON Steinunnarstíl. Það er mesta furöa hversu tókst að búa til úr þessum texta skemmtilega leik- sýningu með litlum tilfæring- um og sýnir að verulegt hald er í texta höfundarins, hvað sem dramatískum eiginleikum hans líður. Þrjár ungar leikkonur fara með hlutverk í sýningunni. Kol- brún Erna Pétursdóttir leikur Hörpu Eir, Margrét Vilhjálms- dóttir er Edda, en fer einnig með hlutverk látinnar móöur Hörpu Eirar, svo og leikur hún Fransmann sem hér kemur stuttlega við sögu. Anna Elísa- bet Borg leikur Heiði vinkonu og tvö önnur lítil hlutverk. Þaö var gaman að sjá allar þessar leikkonur og auðsjáanlega lögðu þær alúð við verk sitt. Hins vegar er ljóst að aldurs- munur móður og dóttur er eng- inn og áttu því Kolbrún Erna og Margrét örðugt um vik að ná Úr leikgerbinni. Tímamynd CS Oskaafkvæmi '68-kynslóbarinnar Peb á plánetunni jörb. Olga Gu&rún Árnadóttir. Mál og menning. Peðin hennar Olgu Guðrúnar Árnadóttur eru sjaldnast smá í sniðum. Þrjár helstu sögur hennar fyrir börn í eldri kantinum, Búriö, Vegurinn heim og nú þessi saga um Möggu Stínu eiga það sam- merkt að umgangast unglinga með fullri virðingu fyrir þeim og skoð- unum þeirra. Magga Stína er hinn fullkomni unglingur foreldra af '68-kynslóð- inni. Hún er ákveðin, skýr, full af húmor og hefur hæfileika. Hún er fyrirmyndarunglingur sem tekur ekki þátt í þeim ósóma sem oft fylgir uppreisn unglingsáranna án þess þó að í bókinni sé óraunhæfur templaraboðskapur í anda Eðvarös Ingólfssonar. Magga Stína er hins vegar ekki til neinnar fyrirmyndar í augum þeirra er halda um stjórnartaum- ana í skólanum, enda er stúlkan kerfisandstæöingur. Þ.e. hún er á móti ómanneskjulegu kerfi, sem ekki tekur tillit til aðstæðna og þarfa þeirra einstaklinga sem hlut eiga að kerfinu. Það er því Kerfið í sinni ljótustu mynd sem Magga Stína bölvar, en stundum vantar kannski á að gerð sé grein fyrir til- komu/ástæðum kerfisins eða hug- myndum til úrbóta. Það hefði veriö fróðlegt að fá útfærslu unglings á umbótum í skólakerfinu. Hvers vegna er handavinnukennarinn svona vondur, af hverju eiga þessir svona mikla peninga en hinir svo litla, af hverju er lokað á rafmagnið hjá móður Völu, vinkonu Möggu Stínu? Samt sem áður er áreiðan- lega þarft að minna unglinga á stéttaskiptinguna í lándinu og Olgu Guðrúnu tekst að koma þessu máli að á smekklegan hátt án þess að þaö verði óeðlilega umfangs- BÆKUR LÓA ALDÍSARDÓTTIR mikiö í heilalífi unglings. í samræmi við breytta tíma eru hugsjónir Möggu Stínu um betri heim einkum bundnar við hana sjálfa, eða réttara sagt þá eru hug- sjónir hennar sprottnar af því um- hverfi sem hún lifir í. Kerfisstríðið er einkastríð Möggu og foreldra hennar, en kannski hefbi mátt gera meira úr því stríði. Ganga lengra og kanna hvort skoðanir hennar ættu hljómgrunn hjá samnemendum hennar. Sigurbjörn var lengi barnakennari í Eyjum og er talinn meðal þeirra fyrstu sem gáfu sig út fyrir aö skrifa sérstaklega fyrir börn. Þetta er stutt og glettiö ævin- týri, sem spannar líf Katrínar frá æsku og fram að giftingu, með hléum. Stúlkan missir móöur sína og er komið fyrir hjá vandalaus- um, sem reynast henni illa. Hún ákveður aö leggja af stað til himnaríkis þar sem hún hyggst hitta fyrir móður sína, en er á leiðinni sagt vitlaust til vegar af tilvonandi brúðguma sínum. Vit- leysan varð Katrínu til gæfu og komst hún til himnaríkis á jörðu, þ.e. prestshjónanna á Hofi. Sælan stendur í mörg ár eöa þar til róg- tungan Þórkatla segir Katrínu hafa stolið silfurskeið, en allt fer Persónurnar eru dregnar skýrum dráttum þar sem fordómar, eigin- girni, hugsunarleysi auk mann- kosta fá að njóta sín í stressuöu nú- tímasamfélagi. Helstu vankantar Möggu Stínu eru slípaðir til í gegn- um bókina og henni tekst að grafa undan varnarháttum sínum, sem birtast m.a. í fordómum fyrir feg- urb og auö, með mebfæddri skyn- semi. Það veður á peöunum hennar Olgu. Þau eru uppbyggileg og glett- in, skoðanir þeirra em marktækar, umhugsunarefnin alvarleg, en verða aldrei þunglamaleg í meöför- um Olgu, enda alltaf gripiö til létt- leikans þegar tilfinningarnar fara BÆKUR LÓA ALDÍSARDÓTTIR vel að lokum og Katrín tekur róg- tunguna í sátt og giftist prestssyn- inum. Þetta er snyrtilegt ævintýr hjá Sigurbirni með hugljúfum og slæmum manneskjum og á sagan fagurt erindi við börn: sannleik- urinn er sagna bestur, sýnið um- burðarlyndi og opnið hjarta ykk- ar til ab fyrirgefa þeim sem iðrast. Ljúfur boðskapur er oftar en ekki til staðar í sögum Sigurbjarnar, en glettinn stíllinn kemur í veg fyrir að sögur hans, og þessi þar með talin, verbi væmnar, heldur snotrar sögur með þjóðsagnablæ. Þessi útgáfa sögunnar er hin snyrtilegasta. Þó er uppsetning á síðurnar nokkuð flöt, þannig aö textinn verður klunnalegur og óvart í kross og allt stefnir í voða. Samt er hér engin kaldhömmð brandarasaga á ferð. Unglingar eru líklega hörundsárari en þeir sem eldri eru og reglulega glittir í til- finningarnar sem vakna upp þegar óþægindi gera vart við sig í hjarta Möggu Stínu. En með næmni sinni tekst Olgu Guðrúnu að gera létt grín ab þessum sveiflum án þess að vega aö heiðri unglingsins. I þessari bráðskemmtilegu end- urkomu Olgu Guðrúnar á svið ung- lingabókmennta er tæpt á mörgum málum, sem gaman væri aö sjá hvernig Möggu Stínu tækist síðar aö moða úr með sínum heilsteypta karakter. ■ tekur óþarflega mikið pláss, þar sem sagan er líklegri til að höfða til barna sem ekki em farin að lesa sjálf. Myndir Jeans Posocco eru ósköp einfaldar og em satt best ab segja ekki mjög trúverðugar þeirri mynd sem börn hafa af íslenskum sveitaheimi. Auðvitab þurfa myndskreytingar ekki að vera raunsæið uppmálað, en þessar myndir ganga ekki nægilega vel upp vib textann. Litadýrðin of mikil og persónurnar með teikni- myndayfirbragbi. Annar galli, sem varla skrifast á myndhöfund- inn, er ab myndir og texti ríma ekki alltaf saman. Myndin á bls. 20 er við texta á bls. 18 og mynd- in á bls. 21 er vib texta á bls. 20. Hins vegar er myndin sem sýnir myrkfælni Þórkötlu skemmtileg, enda er Þórkatla sú eina sem fær einhvern karakter í myndunum. Þó má segja að Jean Posocco fylgi stíl höfundar ab því leyti að Glettiö ævintýr Silfurskei&in. Sigurbjörn Sveinsson. Jean Posocco myndskreytti. Fjölvi. sannfærandi svip á átök mæðgnanna. Kolbrún fór aö vísu næmlega með texta Hörpu, sem er vitundarmiöja verksins. Hlutverk Heiðar er einfaldara í sniðum og Anna Elísabet skilaði því eftir mætti og blátt áfram. Persónusköpunin er annars heldur grunnfærin, eins og hún kemur fyrir í þessum atriðum. Sérstaklega þó lýsing unglings- ins Eddu, sem er eins og hver annar ókurteis unglingur og hefur því engin persónuein- kenni. Harpa Eir er nokkru dýpri sem hið áhyggjufulla, vel- meinandi en þróttlausa foreldri. Vinkonan er svo sem líka skilj- anleg, velviljuð og dálítiö klaufsk, en einhvernveginn er erfitt að trúa því að þarna sé listamaður á ferð, því að innsæ- ið virðist takmarkað. Það sem einkum skilaði sér hér var að sjálfsögðu textinn og hann ber sýninguna uppi, fjörugur, hnyttinn, persónulegur, með sínu auðkennilega bragði. Hvort sagan væri til þess fallin að semja úr henni leikrit er sem sagt annað mál, sem ekki verður metið út frá þessum „vísi að leikgerð". Músíkin sem notuð var í sýn- ingunni, hófsamlega, er ein- kennandi fyrir hverja persónu um sig. Tónlist Hörpu er Ófull- gerða sinfónía Schuberts, Heið- ar fantasía fyrir þverflautu eftir Telemann og Eddu fylgir Guns’n'Roses. Áhorfendur tóku þessari litlu sýningu vel. Það er alltaf eitt- hvað að gerast í Kaffileikhúsinu og notalegt að eiga kvöldstund þar. Það hefur unnið sér sess í leiklistarlífinu og leikræn kynn- ing á glænýrri umtalaðri skáld- sögu ætti síst að spilla orðstír þess. ■ Olga Cubrún Árnadóttir. Sigurbjörn Sveinsson. ákvebin kímni kemur fram í myndunum. Stundum grípur Je- an til annarra stílbrigba en þeirra sem ráðandi eru í myndunum (sjá muninn á myndum á bls. 20, 21, 22-23) og leiöa þær til þess aö heildarsvipur bókar með mynd- um og texta veröur ekki mjög aö- laðandi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.