Tíminn - 19.12.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.12.1995, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 19. desember 1995 fKmnititi 9 PjETUR SIGURÐSSON Molar... ... Fyrrum franski landsli&smab- urinn Basile Boli mun halda til japans í næsta mánu&i þar sem hann mun leika með japanska li&inu Red Diamonds. Boli, sem lék á&ur með AC Milan og Mar- seilles, hefur frá því í haust leiki& með Monaco, en ekki gengið vel. Þá hefur hann ekki hlotiö náð fyrir augum landsliðsþjálfara Frakka í næstum tvö ár. ... Allt lítur út fyrir að enski landsliðsmaðurinn Graeme Le Saux geti ekki leikið með enska landsliðinu í úrslitakeppni Evr- ópukeppninnar í knattspyrnu næsta sumar, þar sem hann meiddist illa um helgina og get- ur líklega ekki leikið meira með liði sínu, Blackburn, það sem eft- ir er keppnistímabilsins. Le Saux meiddist eftir viðureign við bras- ilíska snillinginn juninho og er hann meðal annars með brotið bein í fæti, auk þess sem hann tognaði illa á ökkla og fleira. ... DV skýrði frá því í gær að svo gæti verið að Rondey Robinson væri á förum frá úrvalsdeildarli&i Njarðvíkinga í körfuknattleik. Njarðvíkingar lög&u Hauka að velli í leik toppli&anna.tveggja á sunnudag, en ástæðuna fyrir hugsanlegu brotthvarfi Rondeys frá Njarðvík segir DV vera að hann eigi tvíbura í Bandaríkjun- um, sem hann vilji dvelja hjá, sem og að Njar&víkingar hafi ekki sta&ið í skilum með launa- greiðslur. ... Pétur Marteinsson mun leika með sænska li&inu Hammarby á næsta ári. Sænska liðið hefur náð samningi við Fram um fé- lagaskiptin og því ekkert til fyrir- stöðu. ... íslenska landsliðið í hand- knattleik lék tvo leiki við Græn- lendinga um helgina og unnu íslendingar þá báða. Þann fyrri unnu þeir 40-14 og þann síðari 28-19. ... Mike Tyson sigra&i í bardaga sínum við Buster Mathis í þungavigt hnefaleika um helg- ina, en þetta var annar bardagi hans eftir að hann losnaði úr fangelsi. Tyson lamdi Mathis í gólfið í byrjun þriöju lotu, en það var greinilegt að Tyson á langt í land með að ná fyrri styrk. Þá var mótherji hans af- burðaslakur, stór og feitur og hékk langtímum saman utan í Tyson. Salurinn sem slegist var í var ekki hálfskipaður og þurftu mótshaldarar að gefa um tvö þúsund miða, svo salurinn virk- aði ekki eins tómur. VINNINCAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5«f5 0 4.249.830 o 4 af 5 rJ piús k tf3 143.900 3. 4 af 5 69 10.790 4. 3 af 5 2.965 580 Heildarvinningsupphæð: 7.145.740 Þýskur sérfrœöingur segir Bosman-dóminn, sem gerir leikmönnum meö útrunninn samning mögulegt aö fara í félag í ööru landi án þess aö greitt sé fyrir þá, hafa fleiri afleiöingar: Óheft félagaskipti innanlands? Fyrrum stjómarformaður Bomss- ia Dortmund, Reinhard Raubull, sem nú er einn af kunnustu laga- spekingum í íþróttaheiminum, segir a& ekki líði á löngu þar til leikmenn, sem eiga útrunninn samning, geti farið á milli félaga innanlands, án þess að greiðsla komi fyrir þá. Hann segir menn barnalega a& halda það að Bos- man-dómurinn gildi einungis um skipti á milli félaga í sitt- hvom EB-landinu. Eins og kunnugt er, þýðir dóm- urinn í máli Jean Marc Bosmans aö leikmenn, sem eiga útrunninn samning, er heimilt að leika með félagi í öðru landi án þess að greiðsla komi fyrir hann og að knattspyrnumenn séu þar með eins og hvert annað vinnuafl sem geti farið á milli landa á hinum óhefta sameiginlega vinnumarkaði Evr- ópusambandsins. „Það er aðeins spurning um tíma hvenær „þýskur Bosman" með út- runninn samning, sem vill leika með öðru þýsku liði án þess að greiðsla komi fyrir hann, ákveður að höfða mál fyrir rétti og hann mun vinna það mál. Það er vegna þess að í þýsku stjórnarskránni er nánast eins ákvæði og er í reglum Evrópusambandsins," segir Rau- bull. Það er alveg Ijóst að forsvars- menn knattspyrnunnar víðs vegar um Evrópu eru mjög áhyggjufullir vegna þessa máls og nær öruggt má teljast að það eru fleiri í sporum Þjóöverja. Jafnframt því sem að framan er talið, eru reglur knatt- spyrnusambanda um hámarks- fjölda erlendra leikmanna nú fallin úr gildi og geta lið því haft eins marga erlenda leikmenn og þau óska. Þýski landsliðsþjálfarinn Berti Vogts hefur lýst þeirri skoðun sinni að of fáir góðir þýskir knattspyrnu- menn kæmu nú í gegnum þýsku úrvalsdeildina, og með auknum fjölda erlendra leikmanna í deild- inni verður vandamálið án efa mun stærra. ■ Óttar Sveinsson er jafnframt höfundur metsölubókar síðasta árs, Útkall Alfa TF-SIF 1 ÍSLENS^A BOKAÚTGAFAN Síðumúla 11 • Sími 581 3999 Ógnþrungin spenna > ískaldur veruleiki . Algjört * svitabað Mest selda íslenska bókin samkvæmt metsölulista DV12. þessa mánaöar JTÚr. ..O. n

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.