Tíminn - 03.01.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.01.1996, Blaðsíða 4
4 Miövikudagur 3. janúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson > Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsinqar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Á nýju ári Almennt talað einkennist umræða um ástand og horfur í efnahagsmálum á komandi ári af bjartsýni. Sú bjartsýni byggist öbru fremur á spádómum um aukinn hagvöxt hér á landi, og vaxandi fjárfestingar. Ljóst er að þær munu auk- ast hvab sem líður bollaleggingum um frekari stóribjukosti hérlendis en hjá álverinu í Straumsvík. Þessar horfur og umræðan um jákvæða þróun efnahagsmála getur haft áhrif til aukningar á fjárfestingum hjá fyrirtækjunum í landinu. í hve miklum mæli það verður liggur ekki ljóst fyrir á þessari stundu. Á íslandi hefur gengið yfir langt samdráttar- skeið miðað við vöxt þjóbarframleiðslu. Því eru þáttaskilin nú gób tíöindi út af fyrir sig, en áhrif- in verða því aöeins varanlega til góðs að þjóð- inni takist að spila úr efnahagsbatanum. Vax- andi fjárfestingar geta leitt til óhagstæbari við- skiptajafnaðar en áður, og þær geta leitt til spennu og aukinnar verðbólgu, sérstaklega ef nýjar stórframkvæmdir koma til umfram það sem nú hefur verið ákveðib. Það getur verið ráðlegt í þessu sambandi að líta aftur í tímann og draga lærdóma af reynsl- unni. Árib 1987 var uppsveifla í sjávarútvegi hér á landi. Á þeim tíma voru miklar framkvæmdir í þjóðfélaginu, sama hvar var litið hvort það var hjá ríkissjóði, sveitarfélögum, fyrirtækjum eða einstaklingum. í Reykjavík voru þá milljarða- framkvæmdir á vegum borgarinnar á sama tíma og gífurlegar fjárfestingar voru hjá fyrirtækjum í borginni, og ríkissjóði. Þetta olli þenslu á þess- um tíma og farsælla hefði verið að dreifa þessum framkvæmdum á lengri tíma. Nú hagar þannig til að ríkisvaldið hefur stigið á bremsuna meb framkvæmdir og dregið úr. Þetta ætti að gefa atvinnulífinu svigrúm til at- hafna, og draga úr þensluáhrifum stórfram- kvæmda. Það er mikilvægt, því ekkert kemur fyrirtækjunum í landinu og einstaklingum jafn illa og vaxandi verðbólga og óstöðugleiki og hærri vextir sem því fylgja. Það sem veldur hins vegar áhyggjum í þessu sambandi eru byggða- áhrif mikilla framkvæmda á suðvesturhorninu á sama tíma og dregið er úr annars staðar. Fylgjast þarf mjög grannt með þeim málum, því slíkir þjóðflutningar sem viðgangast frá landsbyggð- inni eru ekki hagkvæmir fyrir þjóðarheildina, og eru síður en svo eftirsóknarverðir fyrir samfélag- ib á suðvesturhorninu, og hlýtur að valda sveit- arfélögunum þar miklum kostnaði. Afar áríð- andi er að sókn hinna innlendu fyrirtækja sjái víðar stab en á höfuðborgarsvæðinu. Samgöng- um og nútíma samskiptaleiðum er þannig hátt- að að hindrunum sem áður voru fyrir hendi í þessu efni eru ekki lengur staðreynd. Áramótaræöa frambjóöandans Hafi einhver efast um ab Davíö Oddsson hygðist gefa kost á sér til forseta í sumar, hefur þeim efa væntanlega veriö eytt í áramótaávarpi hans á gaml- árskvöld. Garri var í fjölskylduboöi þar sem fólk var aö hlusta á Davíö og bæöi ömmur og ömmusystur höföu ein- mitt orö á því hvaö hann væri nú oröinn glæsilegur og vel til hafður. Meira aö segja háriö væri orðið eins og á hefðarmanni. Og vissulega var það rétt ab Davíö var með sínu glæsi- legasta móti þarna framan viö myndavélarnar — grannur með ný- lagt hár, ábúðarmikill og dökk- klæddur. Og nú flutti Davíö enga kaffipoka- ræðu eins og á Austurvelli 17. júní forðum. Nú voru þjóðskáldin, land- ið, tungan og menningin í aöalhlut- verkum ásamt bjartsýni og fööurleg- um ráðleggingum til þjóðarinnar. Daglegt karp, ágreiningsefni stjórnmálanna og hnútuköst að hætti Goðmundar á Glæsivöllum voru víðsfjarri forsætisráðherra við áramótin, en bjartsýni og eldmóbur fyrir hönd þjóðarinnar var í öndvegi. í vörn fyrir Matthías Þá kom fram hjá Davíb athyglisverö málsvörn fyr- ir Matthías Jochumsson, „skáldið sem gaf okkur þjóðsönginn", þar sem ráðherrann útskýröi fyrir þjóð sinni að það hafi aðeins verið í stundarörvingl- un sem hann hafi ort níb um þetta annars ágæta land og talað um „vesæla land" og „horfallna land". Garri hefur satt að segja verið að velta fyrir sér dýpri merkingu þess aö forsætisráðherra skuli vera að fjalla um þetta nánast gleymda kvæði og leggja stóran hluta áramótaávarpsins undir útskýringar á því að Matthías hafi í raun ekki meint neitt meb þessu nöturlega kvæði. Hverjum var Davíð að senda sneið meb þessu? Svarið hefur látið á sér standa, vegna þess að allt of einfalt er að ætla að hann sé ab skattyröast út í þá, sem flúiö hafa sultarkjörin hér og farið að vinna í fiski í Danmörku. Ótrúlegt er líka að Davíð hafi ákvebib að verja þjóbskáld bara vegna þess að Guðrún Pétursdóttir, sem mun ætla í forseta- framboð, ákvað að taka upp vörn fyrir Halldór Lax- ness, en einkum konu hans, og Davíð hafi ekki vilj- að vera minni maður aö hafa varið þjóðskáld opin- berlega. Að vandlega athuguðu máli er skýringin þó líklega sú að forsætisrábherrann hafi einfald- lega verið ab blása mönnum í brjóst ættjarðarást með föburleg- um eða forsetalegum dæmisagna- hætti. Hann var einfaldlega ab segja þjóðinni sinni sögu, eins og Esóp forðum, um það að allir geti efast. Meira að segja Matthías sjálf- ur Jochumsson efaðist um ágæti ís- lands á breysku andartaki í lífi sínu. Svona tala sameining- artákn Svona tala að sjálfsögðu aðeins þeir sem eru sameiningartákn þjóða sinna, menn sem eru hafnir upp yfir smærri deilur og pólitískt karp. Svona tala aðeins forsetar eöa í einstaka tilfell- um forsetaefni. Gera verður ráð fyrir að landsfaöir- inn Davíð Oddsson hafi til að bera þann metnað að hafna því að staðna og forpokast í einhverri tiltek- inni stööu. Hann er búinn að vera borgarstjóri, for- maður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra og því á hann ekki marga möguleika í stöðunni, ef hann vill koma í veg fyrir kyrrstöðu í starfsframa sín- um. Forsetaembættið blasir við, og frá og með ný- liðnu gamlárskvöldi getur fáum blandast hugur um hvert hugur Davíðs stefnir. Hins vegar eru á flestum málum einhverjir ann- markar og svo er einnig hér. Fyrirferð flokksfor- mannsins hefur verib nokkur í Sjálfstæðisflokknum og við skyndilega brottför hans gæti skapast mikið tómarúm, sem aftur kynni að valda ókyrrð í pólit- ísku innanflokksloftslagi. Þannig er viöbúið ab áhugaverð tíðindi séu í vændum hjá þeim sjálfstæb- ismönnum, sem munu að sjálfsögðu margfalda þá gleöi sem þref, þjark og deilur vegna forsetakjörs munu veita íslenskum stjórnmálaáhugamönnum á komandi vori og sumri. Garri Burst á kjaraleikvellinum Sem vænta mátti voru flugumferðastjórar endur- ráðnir fyrir áramótin og kaup þeirra hækkað veru- lega. Að vísu er nokkur sultartónn í þeim vegna þess að dregib verður úr vinnuframlagi og barma þeir nýráðnu sér yfir að það rýri kjörin. Þetta kunna ekki nema hinir bestu búmenn. Nokkrir verkalýbsleibtogar, sem strákarnir í Garðastrætinu og stjórnvöld bursta í hverjum kappleiknum af öðrum, koma fram í fjölmiðlum eftir stjörnuleik og stórsigur flugumferðastjór- anna, og mega vart mæla eftir ab hafa séð hvernig á að reka kjarab- aráttu og þykjast hafa lært eitthvab. Þeir telja sig geta tekiö upp leikað- ferðirnar og ætla að beita þeim í næstu lotu í und- anúrslitum kjarabarátt- unnar. Sérfræðingar telja samt aö skipta verði um bæbi þjálfara og leik- menn ef verkalýðurinn ætlar að komast í úrslit- ariðil því engin leikaðferð gengur upp hjá sjóðagreifum launþega- hreyfinganna þegar út í alvöru- kjarabaráttu er komið. Þess vegna horfa þeir á flug- umferðarstjóra með glýju í augum og halda að þeir verbi orðnir jafnsnjallir þeim á næsta keppnis- tímabili. Leikflétturnar gengu upp Leikfléttur flugumferðarstjóra gengu fullkom- lega upp og það sýndi sig að í þeirri stétt eru engir aukvisar og eru þeir vel að góbum kjörum komnir. íslenska flugstjórnarsvæðið er stórt og er flugum- ferð á og um landið ekki nema hluti af þeirri um- ferð sem stjórnað er héðan. Enda ber alþjóðleg stofnun um helmings kostnaðar af íslenskri flug- umferðarstjórn. Fólkið í flugturnunum hér er því ekki nema að hluta á launum hjá íslenska ríkinu eða stofnunum þess. Sumum þykja laun flugumferbastjóranna vera nokkub há. En við hvað er þá mibað? Ekki hefur verið upplýst vib hvaba kjör flugum- ferðarstjórar í nágrannaflugturnum búa. íslensku flugumferðarstjórarnir taka við flugvélum frá flug- stjórnarsvæðum frá öllum áttum og skila þeim yf- ir til annarra flugstjórnarsvæba. Það sýnist engin ástæða til ab þeir starfi hér vib neitt lakari kjör en kollegar þeirra í öðrum þróuðum og tæknivædd- um löndum. Verksvit Skilningur er að glæðast á því ab það er engin af- sökun fyrir lágum laun- um að vera íslendingur. Sjómenn hér hafa þaö síst lakara en þeir sem sækja á miöin frá öðr- um ríkjum. Kjaradóm- ur dæmir alþingis- mönnum réttilega sömu laun og starfs- bræbur þeirra í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa. Nokkrar abrar stéttir búa við svipuð kjör og gerast meðal auðugra þjóða. En þab ætti ekki ab vera neitt mál fyrir sjöundu ríkustu þjób í veröldinni að þegnarnir njóti góðs af auölegðinni. Það er enginn vandi. Bara taka upp svolítinn anga af gæðastjórnun, sem er nokkurn veginn þaö sama og verksvit og þá ættu atvinnuvegir og allt þab opinbera að geta hætt að barma sér og kveina yfir því að engir peningar séu til. Vond stjórnun og bruðl skilar aldrei öðru en skuldum og volæði. En þau sannleikskorn ætla seint að skiljast í samfélagi sem sjaldnast lítur nema aftur á veg. Flugumferðarstjórar eru vel að sínum kjarabót- um komnir. Þeir léku afbragös vel í glímunni við stjórnvöld sem sífellt prédika að fátækt sé dyggð og ofboðslegar offjárfestingar og dellufram- kvæmdir hagkvæmar. Svo er líka til fyrirmyndar að samið er um stytt- ingu vinnutíma og fjölgun í stéttinni og er það ekki lítils virði á tímum atvinnuleysis, sem ekki verður leyst til frambúðar eftir öörum leiðum. En mest er um vert að fengist hefur staðfesting á þeim Salómonsdómi Kjaradóms aö íslendingum ber ab lifa mannsæmandi lífi. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.