Tíminn - 03.01.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.01.1996, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. janúar 1996 iiniliim 5 Góðir íslendingar, gleðilegt nýtt ár. Hvert ár sem líður leikur á marga strengi, sem hljóma hver með sínum hætti í vitund okk- ar. Þegar við horfum yfir það ár sem nú er liðið minnumst við þess á undan öllu öðru að það ár heyrðum við þungan tregaslag. Þetta var ár skelfilegra náttúru- hamfara, ár mikilla áfalla fyrir einstaklinga, heilar byggðir, þjóðina alla. Við svo váleg tíð- indi sem urðu í Súöavík og á Flateyri finnum við átakanlega til vanmáttar, en um leið fyllast hjörtu okkar af samúð til allra sem orðið hafa fyrir þungbær- um missi, bæði þar og annars staðar í landinu. Við upphaf nýs árs sendum við öllum syrgjend- um nær og fjær hlýjar hugsanir og vinarkveöjur. í sextánda og síðasta sinn ávarpa ég ykkur nú, landa mína, úr þessu sæti og frá þessum stað. Þessi ár í embætti forseta íslands hafa verið mér dýrmætur tími og oft til mikillar gleði — svo ríkrar vinsemdar og gestrisni hefi ég notið á ferðum mínum um landið, svo mikinn hlýhug hefi ég fundið í minn garð, að ekki mun mér endast aldur til að þakka það allt sem skyldi. Mest fagnaðarefni hefur það jafnan verið aö finna hve mik- inn stuðning þau hugðarefni, sem ég hef borið næst hjarta, hafa hlotið hjá þjóðinni, þau mál sem ég freistast stundum til að nefna „yrkjurnar" mínar og snúast um ræktun lýðs og lands: mályrkju, mannyrkju, jarðyrkju sem þjóðyrkju. Til lít- ils hefði verið talað ef undirtekt- ir hefðu ekki orðið eins og raun hefur borið vitni. Ég hef einnig notiö þess að vera fyrir hönd ís- lands aufúsugestur víða á er- lendri grund. Á ferðum mínum hef ég fundið glöggt hve mikils Islendingar eru virtir, hve vel okkur hefur orðið ágengt og jafnframt hve mörg tækifæri við eigum og bíða okkar í margvís- legum markaðsmálum, ekki síst í útflutningi þekkingar og reynslu. Fámennri þjóð er mikil nauð- syn á að gera sér skýra grein fyr- ir sjálfsmynd sinni. Það liggur í augum uppi að því færra fólk sem skipar hópinn, þeim mun auöveldar getur hann týnst í þjóöahafið. En jafnframt er líka Ijóst að hinn fámenni hópur býr við margt það sem gerir líf hans og ljóð einfaldara, gegn- særra og þar með viðráðanlegra en gerst getur í hátimbruðum samfélagsbyggingum stórþjóð- anna. Um leið og þetta er sagt má þess vænta að rödd heyrist sem segir, að einmitt fámenni þjóð- arinnar sé henni fjötur um fót og kunningsskapurinn, nálægð- in milli manna, geti allt eins orðið til þess að hver dragi ann- an niður. Nokkuð er til í því líka. Sannast sagna felast fyrst og fremst möguleikar í öllu sem yfir okkur kemur. Möguleikar sem við getum snúið okkur til hagsbóta og menningarauka, möguleikar sem við getum einnig látið snúast okkur til tjóns. Hvar sem við stingum niður fæti erum við stödd í miðju þversagnarinnar. Um allan heim virðast menn nú samdóma um að öll velferð muni í framtíðinni byggja á þekkingu og færni manna til að nýta sér hana. Á þessari öld hafa margsinnis orðið byltingar á sviði þekkingar og því höfum við, íslendingar, nú þegar mikla reynslu af því hvernig okkur þykir henta að vinna úr þeim nýjungum hagnýt tæki til dag- legra nota. Eitt er þar sem jafn- an vekur athygli útlendinga öðru fremur, en það er sú árátta okkar að leggja allt kapp á að ís- lenska tæknina eins fljótt og auðið er. Vitanlega getur það lit- ið út eins og hin mesta sérviska aö vilja ekki kalla símann tele- fón eða þyrluna helíkopter eins og allar grannþjóðir okkar gera. En í augum íslendingsins er það ekki sérviska heldur aðferð til þess að gera tæknina íslenska. Aðferð sem hefur reynst okkur vel og við erum slaðráðin í að nota áfram um ókomna tíð. Þetta er gott að hafa í huga þegar við stöldrum við þau stór- merki sem nú gerast í upplýs- ingabyltingunni svonefndu, hverju hún hafi komið til leiðar og hvert hún stefni. Það má okkur öllum ljóst vera að þessi bylting getur miðlaö ævintýra- lega miklum fróðleik, hún getur brýnt menn til forvitni og sköp- unar og hún getur haft mikil áhrif til lýðræðisþróunar og þá jafnframt til eflingar mannrétt- inda um allan heim. Upplýs- ingabyltingin færir okkur um símalínur og á geisladiskum, áð- ur en langt um líöur, stærri hluta af þekkingu heimsins í máli og kyrrmyndum, hljómum og kvikmyndum en okkur hefur áður dreymt um. Hér hjá okkur gerði hún á árinu sem leið kleift að búa til geisladisk fyrir tölvur um ísland og náttúru þess, og undirbúningur er hafinn að öðrum diskum, þar á meðal merkilegum margmiðlunar- tölvudiskum um íslandssöguna alla. Afar brýnt er nú aö bregð- ast skjótt við og þýða fyrir æsk- una það erlenda efni á geisla- diskum sem verður kennsluefni í skólum alls staðar umhverfis okkur innan tíðar. Óvíða er meiri hætta á ferðum varðandi íslenska tungu en frá alþjóðlegu efni á geisladiskum. Þversögnin er á sínum stað: Tölvan er mesta undur, en hún getur líka orðið grimmur tíma- þjófur, lævís og lipur eins og erfðasyndin og vímugjafarnir. Sjálft upplýsingamagnið getur orðið svo yfirþyrmandi aö menn tapi áttum og eins og dragi úr þeim mátt. Fjölmargir telja þaö reyndar verða eitt af höfuðverkefnum menntunar innan tíðar að kenna mönnum að velja úr upplýsingum og hafna því sem óþarft er. En við verðum að kunna að velja á fleiri sviðum. Grimmd í sjónvarpsþáttum og kvikmynd- um og tölvuleikjum er meiri áhrifavaldur í samtíð okkar en menn kæra sig yfirleitt um aö vita. Hér kem ég aftur að því, að allt sem gerist felur í sér mögu- leika til góðs og ills. Of lengi höfum við látið allt yfir okkur ganga í þessum efnum, einnig það sem verst er. En við getum líka sýnt ábyrgð og frumkvæði og andóf. Við getum hafnað því að láta berast fyrir straumi í þeirri von, aö allt muni ein- hvern veginn bjargast eða í þeirri leti sem stundum grípur hugann að allt nýtt sé gott af sjálfu sér. Mestu varðar að við höldum vöku okkar sem for- eldrar og uppalendur, að við skiptum okkur af því hvað það er sem börn okkar hafa aögang að og hvaða áhrif þaö getur á þau haft. Uppeldi til stríðs í tölvuleikjum þar sem hver Val- höllin rís af annarri og Einherj- ar sparka hver annan í hel þind- arlaust og rísa svo upp aftur al- heilir, — rétt eins og ekkert sé að marka það sem leikstýrand- inn hefur látið þá gera, — slíkt uppeldi megum við ekki þola, heldur verðum að sýna okkur og börnum okkar þá virðingu sem leiöir til hófsemdar, einnig á þessu sviði. Þegar við sem eldri erum vor- um að vaxa úr grasi var okkur leiðbeint til að leysa verkefni okkar á þann veg, að við getum með sanni sagt aö við eigum þetta samfélag að. Þá eign vilj- um við síst missa sem einstak- lingar og sem þjóö. Því hvar er sá sem raunverulega vildi vera þjóðlaus maður? Orðalaust var okkur líka kennt að bera virö- ingu fyrir sjálfum okkur sem einstaldingum og manneskjum. Nú, þegar við höfum öðlast reynslu áranna er hægt að gera þá kröfu til okkar að við sýnum í verki þá sjálfsviröingu, sem er forsenda þess að við berum rétt- mæta virðingu fyrir öðrum mönnum og sköpum þar með fordæmi þeim yngri, svo að þeir skilji að ekki er sá sterkastur sem reiöir vanstilltan hnefa til höggs, heldur hinn sem kfmur fram við aðra menn með þeim sóma sem hann vill að honum sjálfum sé sýndur. Þessu viðfangsefni má fylgja um mörg svið: hvarvetna er gerð sú krafa að við sýnum yfir- vegun og einbeitni og veljum um kosti en látum ekki skeika að sköpuöu. Þannig er til að mynda um samskipti okkar við aðrar þjóðir, önnur menningar- samfélög. Stundum heyrist svo talað eins og þjóðir séu tíma- bundin fyrirbæri í sögunni, pól- itískur tilbúningur, samkomu- lag um misskilning. Þjóðræknin og þjóðernishyggjan er þá köll- uð einangrunarafl sem spilli sambúð þjóða. Vissulega getur þjóðrækni snúist í þjóðrembu, komið fram í fordómum í garð annarra. En það skiptir meiru að hún getur oröið, ekki síst fá- mennri þjóð, lífgefandi afl sem veitir henni sjálfstraust og eykur sjálfsvirðingu hennar, kveður niður vanmetakennd þeirra sem halda að þeir séu fáir og smáir. Sú alþjóðahyggja er góð sem bregst vel við hjálparbeiðni úr öðrum heimshlutum, einnig sú sem er fús til að hverfa frá ítr- ustu sérhagsmunum í þágu betri friðar og sambýlis þjóða. En sú alþjóðahyggja er slæm sem fyr- irlítur frjóa sérstöðu þjóðanna, þann margbreytileika sem gefui mannlífinu bæði líf og lit og sköpunarkraft. Þegar við íslendingar horfð- um yfir lýðveldissöguna á árinu 1994 gátum við fagnað afmæli við að rifja upp marga sigra í lífsbaráttu okkar sem rætur eiga í tiltrú á eigin mátt sem fylgdi óskertu sjálfstæöi íslensku þjóð- arinnar. Við erum nú að upp- skera svo margfaldlega það sem til var sáð. Við höfum eignast kynslóðir af fólki sem er vel að sér í verklegum efnum og rnarg- víslegum fræðum. Sú kunnátta og þekking birtist okkur á hverju nýju ári í drjúgum fram- förum á sviðum vísinda, menntunar og framleiðslu. Allt sem vel er gert glæöir sjálfsör- yggi okkar og sjálfsvirðingu. Og augljóst má öllum vera, að flest það sem unnist hefur er tengt því að við höfum eflt og bætt mannauö okkar. Þess vegna hljótum viö að vita, að það er meginatriði að halda áfram af einbeitni og örlæti að rækta þekkinguna, veita skólum okkar og æðri menntastofnunum sem bestan byr, efla málrækt og þann dýra sjóð sem íslensk tunga er, og sýna sóma þeim minningum sem gera okkur að þjóð. Með öllu þessu styrkjum við vilja okkar til aö vera menn með mönnum í stórum og flóknum heimi, til að eiga eigin sérstæða rödd sem ekki kveður á um mannfjölda heldur innri styrk. Góðir íslendingar. Ég minntist á í upphafi máls míns að þetta er í síðasta sinn að ég deili með ykkur hugsunum mínum og hugmyndum á þess- um vettvangi. Ég hef við ótal tækifæri fundið til þess, að ís- lendingar láta sér annt um emb- ætti Forseta íslands. Það er um leið ljóst, að það er ekki sjálfgef- ið hvernig forsetaembætti skuli sinnt og verður ekki. Þar veldur hver á heldur, eins og sjálfsagt er. Ég kveð ykkur kæru landar með bestu þökkum fyrir liðin ár, með góöum vonum og trú á farsæla framtíð íslenskrar þjóð- ar. Guð blessi ísland og íslenska þjóð. Gleðilegt nýtt ár. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.