Tíminn - 03.01.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.01.1996, Blaðsíða 7
Miövikudagur 3. janúar 1996 7 Fiskaflinn 1995: Aðeins 164 þús. tonn af þorski á heimamiðum Venjum unga hestamenn strax á að NOTA HJÁLM! UMFERÐAR RÁÐ Heildarafli íslenskra fiski- skipa innan lögsögunnar á nýlibnu ári nam alls 1345 þús- und lestum á móti 1451 þús- und lestum áriö 1994. Þorsk- afli á íslandsmibum á sl. ári nam alls 164 þúsund lestum og hefur ekki verib minni um árabil. Smuguafli ársins nam alls 34 þúsund lestum af þorski. Þetta kemur m.a. fram í bráöabirgöayfirliti Fiskistofu um fiskafla íslenskra skipa á ár- inu 1995. Þar kemur einnig fram aö ýsuaflinn var svipaður á milli áranna 1995 og 1994, eða tæp 60 þúsund tonn, en hins- vegar voru aflabrögð í ufsa, karfa, grálúðu, skarkola og steinbít minni í fyrra en 1994. Mesti samdrátturinn í afla þess- ara tegunda var í ufsa, en á sl. ári veiddust alls 47 þúsund tonn á móti 63 þúsundum 1994. Heildarbotnfiskaflinn innan landhelginnar nam alls 436 þúsund tonnum 1995 á móti 474 þúsundum 1994. Af afla annarra tegunda innan landhelginnar urðu litlar breyt- ingar á milli áranna 1995 og 1994 í úthafsrækju, innfjarba- rækju og hörpuskel. Hinsvegar minnkaði humaraflinn um helming, eða úr 2 þúsund tonn- um 1994 í 1 þúsund tonn 1995, síld úr 130 þús. tonnum 1994 í 110 þúsund tonn 1995 og loðna úr 764 þúsund tonnum 1994 í 717 þús. tonn 1995. Af veiöum íslenskra skipa ut- an landhelgi vekur athygli hvab úthafskarfaaflinn á Reykjanes- hrygg er miklu minni en árið 1994. í fyrra veiddust aðeins 27 þúsund tonn af úthafskarfa á móti 47 þúsund tonnum árið 1994. Hinsvegar jókst rækjuafli á Flæmingjagrunni, en alls veiddust þar 7,7 þúsund lestir á sl. ári á móti 2,4 þúsundum 1994. Þá veiddu íslensk skip alls 172 þúsund tonn af norsk-ís- lensku vorgotssíldinni á sl. ári á móti rúmlega 21 þúsund tonn- um 1994. Þá nam þorsk- og ýsuafli á línu í sl. nóvember og desember um 17 þúsund tonnum á móti 11,5 þúsund tonnum 1994. Fiskistofa telur verulegar líkur á því að það takist að.veiða þau 34 þúsund tonn á fiskveiðiárinu, sem heimilt er að veiða á línu í mánuðunum nóvember- febrú- ar og reiknast abeins að hálfu til aflamarks. -grh SH fœrir út kvíarnar: Opnar söluskrif- stofu á Spáni Stjórn Sölumiðstöbvar hrab- frystihúsanna hefur ákveðib ab opna söluskrifstofu á Spáni og er áætlað ab hún taki til starfa snemma á næsta ári. Hjörleifur Ásgeirsson mun veita skrifstofunni forstöðu. í framtíðinni er álitið að hægt veröi að auka enn frekar sölu á fiskafurðum til Spánar, en við- skipti SH á Spánarmarkaði hafa farið stöðugt vaxandi á liðnum misserum. En eins og kunnugt er, þá eru Spánverjar með mestu innflytjendum og neytendum á fiskafurðum í heiminum og m.a. er annar stærsti fiskmark- aður í heimi í höfubborginni Madrid. Helstu afurðir SH á Spánarmarkað em þorskur, humar, rækja og flatfiskur. Meö tilkomu sérstakrar sölu- skrifstofu á Spáni verður SH meb eigin skrifstofur á helstu markabssvæðum fyrir innfluttar fiskafurðir, en fram til þessa hef- ur söluskrifstofa SH í París sinnt viðskiptum við Spánarmarkab. Eilítil villa í krossgátunni Lesendur hafa spurst fyrir um jólakrossgátuna, hvort þar sé ekki villa á ferðinni á einum eða tveimur stöðum. Því er til að svara að ein smávægileg villa hefur læðst inn í gátuna. Hún er í neðstu línu í vinstra horninu. „Óværa" á að vera þriggja stafa orð; breitt strik féll nibur til að loka af þribju röbinni. Að öðru leyti er gátan hárrétt eins og æv- inlega. Margir hafa hringt vegna orðsins „sía" ofarlega í gátunni og fá ekki botn í það orb og þau sem að því liggja. Þar er eilítil gildra á ferðinni, en allt á það að ganga upp og rétt að kíkja í góba orðabók. Góða skemmtun og skilið gátunni til okkar fyrir 15. janúar. ■ Breytingar a botum almannatrygginga Bætur almannatrygginga hækkuðu um 3,5% frá og meb 1. janúar 1996. Þá öðluðust jafnframt gildi abrar breyting- ar, samkvæmt lögum um ráb- stafanir í ríkisfjármálum á ár- inu 1996. Þeir bótaflokkar sem hækk- uðu eru elli- og örorkulífeyrir, örorkustyrkur, greiðslur í fæð- ingarorlofi, tekjutrygging, sjúkradagpeningar, heimilis- uppbót og sérstök heimilisupp- bót og uppbót á lífeyri. Hækkun bóta í janúarmánuði kemur til útborgunar 10. janúar nk. Frá 1. janúar lækka mæðra- og feðralaun. Nýjar reglur um aukna tekjutengingu elli- og ör- orkulífeyris öðlast jafnframt gildi. Ekkjulífeyrir er felldur nib- ur, nema til þeirra sem þegar njóta hans, en á móti eru rýmk- aðar heimildir til greibslu dán- arbóta. Greiðsla ekkjulífeyris hefur verib gagnrýnd í ljósi jafnréttissjónarmiða og hafa samsvarandi bætur verið iagðar niður á Norðurlöndum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu. ■ Listamaöurinn Einar Ingimundarson í vinnustofu sinni, vib olíumynd af Hvanneyri sem hann hefur málab. Listamaöurinn Einar Ingimundarson sýnir í Borgarnesi og Hverageröi: Safnar heimildum úr heimahéraði SH rekur þegar söluskrifstofur í Japan, Bandaríkjunum, Frakk- landi, Þýskalandi og Englandi og er þab í samræmi við þá stefnu Sölusamtakanna að vera með skrifstofur sínar og dóttur- fyrirtæki sem næst mörkuðum. Þannig er hægt að veita kaup- endum góöa þjónustu, en auk þess skapast ómetanleg þekking á helstu fiskmörkuðunum. -grh Nú stendur yfir sýning í Safnahúsi Borgarfjarbar í Borgarnesi. Þab eru 24 olíu- myndir eftir Einar Ingimund- arson málara í Borgarnesi sem þar eru til sýnis. „Þetta er allt saman okkar landslag," segir Einar um olíumyndirnar, en þær eru flestar málaðar í Borg- arfjarbarhéraði og sýna bæbi landslag og byggingar. „Fyrsta nám sem ég lagbi stund á var iðnnám norður á Akureyri, í húsamálun. Ég veikt- ist og kláraði ekki námið. Síðan fór ég í Handíðaskólann og var þar af og til með vinnu. Ég hélt mína fyrstu málverkasýningu 1947, en svo tók vinnan vib. Eg var náttúrlega úti í Þýskalandi og Svíþjób og var að læra. Síðan þegar ég kom heim, þá var ekki tími til neins, því maður var alltaf að vinna og ég komst ekki aftur af stað að mála fyrr en eft- ir 1980," segir Einar. „Nú er maður eiginlega kom- inn á aldur," segir hann og seg- ist eiginlega ekkert geta verið í húsamáluninni, því sé hann far- inn að mála meira nú en áður. Einar Ingimundarson hefur Gestir á opnun sýningar Einars Ingimundarsonar í Safnahúsi Borgarfjarb- ar í Borgarnesi. gert mikið af því ab mála Borg- arnes eins og það var. „Ég er bú- inn að vinna mikið að því að ná því nokkuð réttu. Ég er búinn að vera ab safna gömlum ljós- myndum og kvikmyndum og tekið mjög mikið kvikmyndir af framkvæmdum." Flestar þessar myndir eru í eigu Einars og í hans einkasafni, en einu heim- ildarmyndirnar, sem hann hef- ur fengið greitt fyrir, eru mynd- ir sem hann tók af framkvæmd- um við Borgarfjarðarbrúna á sínum tíma, en Vegagerð ríkis- ins keypti þær. „Vandamálið er að geta ekki farið að vinna úr þessu. Ég bara get það ekki, það kostar pen- inga," segir Einar. Auk sýningarinnar í Borgar- nesi er Einar meö sýningu í Ed- en í Hveragerði. TÞ, Borgamesi -------------------------------------------------------\ í Fa&ir okkar Gunnar Gu&mundsson Engjavegi 32, Selfossi anda&ist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, 1. janúar. Fyrir hönd a&standenda, börn hins látna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.