Tíminn - 03.01.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.01.1996, Blaðsíða 10
10 vS£mt-* <% ii n ffiuITTtlliqílrSK Miövikudagur 3. janúar 1996 6. Þáttur frá Kirkjubæ meb 127 stig; lægst í byggingu fyrir hófa 108 stig og hæst fyrir höfuð 141 stig, og í hæfileikum lægst fyrir vilja 89 stig og hæst fyrir geðslag 128 stig. 7. Ófeigur frá Flugumýri með 127 stig; lægst í byggingu fyrir réttleika 74 stig og hæst fyrir fóta- gerð 114 stig, og í hæfileikum lægst fyrir geöslag 111 stig og hæst fyrir stökk 136 stig. Þáttur heldur sama stigafjölda, en Ófeigur hefur hækkaö um eitt stig. 8. Ljóri frá Kirkjubæ meö 126 stig; lægst í byggingu fyrir hófa 107 stig og hæst fyrir bak og lend 140 stig og í hæfileikum lægst fyr- ir vilja 108 og hæst fyrir tölt 121 stig. Ljóri hefur lækkað um 3 stig. 9. Hervar frá Sauðárkróki með 125 stig; lægst í byggingu fyrir fótagerö 59 stig og hæst fyrir háls 136 stig, og í hæfileikum lægst fyr- ir brokk 113 stig og hæst fyrir feg- urð í reiö 127 stig. Hervar hefur lækkað um 3 stig. 10. Otur frá Sauðárkróki með 124 stig; lægst í byggingu fyrir fótagerð 73 stig og hæst fyrir hófa 161 stig, og í hæfileikum lægst fyr- ir brokk og geðslag 105 stig og hæst fyrir vilja 139 stig. Otur hefur hækkaö um eitt stig. Þegar kynbótamatið er skoöaö, þá hlýtur maður aö reka augun í að 7 af þessum 10 efstu hestum eru fyrir neðan 100 stig fyrir fóta- gerð, sem er meðaltals viömiðun. Það er veikur hlekkur í ræktun- inni. Þá hefur tölvan hjá BÍ reiknað út kynbótamat eftir dóma sumarsins og gildir þab fyrir árib 1995. Það fylgir því alltaf nokkur for- vitni að skyggnast um á þessum vettvangi, því kynbótamat er byggt á, dómum og ætt. Mest spennandi er að skoða hvernig af- kvæmahestarnir koma út í mat- inu, því það gefur leiöbeiningar um erfðir. Matið birtir einkunnir fyrir 8 eiginleika í byggingu og 7 eiginleika í hæfileikum. Það er rétt aö minna á það að þessi stig, þ.e. stigin fyrir hvern eiginleika, er rétt að skoöa vandlega þegar valdir eru saman einstaklingar til tímgunar. Þar sést hjá afkvæmadæmdum hestum hvernig einstakir þættir byggingar og hæfileika erfast. I flokki stóöhesta í töflu nr. 1, þ.e. hestar sem eiga fleiri en 50 dæmd afkvæmi, hefur ekki oröið mikil breyting á frá því var í mat- inu sem gilti fyrir árið 1994. Helsta breytingin er sú ab Gassi frá Vorsa- bæ II hefur nú flust yfir í þennan flokk, þar sem hann á nú 53 af- kvæmi dæmd, og heldur hann sama stigafjölda og áöur, 130 stig. Þetta sýnir aö þó fleiri afkvæmi hafi verið dæmd undan Gassa, þá hefur hann ekki lækkaö, sem oft vill verða, og er það lyftistöng fyr- ir hestinn. Veikasti punktur hans er fótagerðin (94 stig) og réttleik- inn (76 stig). Hæsta einkunn hans er fyrir samræmi (142 stig). Röðin í þessum flokki er þannig: 1. Þokki frá Garði með 133 stig; lægst í byggingu fyrir íótagerö 97 stig og hæst samræmi 132 stig og í hæfileikum lægst fyrir vilja 116 stig og hæst fyrir tölt 135 stig. 2. Hrafn frá Holtsmúla 132 stig; lægst í byggingu fyrir fótagerö 93 stig og hæst fyrir bak og lend 133 stig og í hæfileikum lægst fyrir vilja 118 stig og hæst fyrir tölt 132 stig. 3. Kjarval frá Sauðárkróki meö 131 stig; lægst í byggingu fyrir fótagerð 90 stig, en hæst fyrir hófa 146 stig og í hæfileikum lægst fyr- ir brokk 105 stig og hæst fyrir vilja 132 stig. Allir þessir hestar hafa lækkað um eitt stig í aðaleinkunn frá því í fyrra. 4. Gassi frá Vorsabæ meö 130 stig; lægst í byggingu fyrir réttleika 76 stig og hæst fyrir samræmi 142 stig og í hæfileikum lægst fyrir stökk 105 stig, hæst fyrir fegurð í reiö 131 stig. 5. Stígur frá Kjartansstöðum með 129 stig; lægst í byggingu fyr- ir fætur 93 stig og hæst fyrir sam- ræmi 135 stig og í hæfileikum lægst fyrir vilja 107 stig og hæst fyrir brokk 140 stig. í aöaleinkunn hefur Stígur lækkað um 2 stig frá í fyrra. Orri frá Þúfu: efsturí kynbótamatinu. Knapi Cunnar Arnarson. Kynbótamatiö 1995: Stóðhestarnir flytjist á þessu ári upp í heiðurs- verölaunaflokk, en til þess vantar hann aðeins 6 afkvæmi í dóm. Röðin í þessum flokki er annars þannig: 1. Orri frá Þúfu meö 136 stig; lægst í byggingu fyrir fótagerð 101 stig og hæst fyrir hófa 158 stig, og í hæfileikum lægst fyrir skeið 102 stig og hæst fyrir stökk 152 stig. 2. Angi frá Laugarvatni með 134 stig; lægst í byggingu fyrir háls 113 stig og hæst fyrir fótagerö 161 stig og í hæfileikum lægst fyrir geðslag 104 stig og hæst fyrir brokk 136 stig. 3. Stígandi frá Sauðárkróki meö 129 stig; lægst í byggingu fyrir fótagerb 113 stig og hæst fyrir hófa 147 stig og í hæfileikum lægst fyrir skeið 103 stig og hæst fyrir stökk 130 stig. Stígandi held- ur sama stigafjölda og í fyrra. 4. Kolfinnur frá Kjarnholtum með 130 stig; lægst í byggingu fyr- ir réttleika 98 stig og hæst fyrir bak og lend 128 stig og í hæfileikum lægst fyrir brokk 110 stig og hæst fyrir tölt 129 stig. Kolfinnur hefur lækkað um eitt stig. 5. Snældu-Blesi frá Árgerði meö 130 stig; lægst í byggingu fyrir fótagerð 75 stig og hæst fyrir bak og lend 148 stig, og í hæfileikum lægst fýrir skeið 110 stig og hæst fyrir tölt 129 stig. Snældu-Blesi hefur hækkab um 3 stig. 6. Goði frá Sauðárkróki meö 128 stig; lægst í byggingu fyrir fótagerö 85 stig og hæst fyrir bak og lend 136 stig, og í hæfileikum lægst fyr- ir vilja 108 stig og hæst fyrir geðs- lag 129 stig. Goöi hefur lækkað um eitt stig. 7. Dagur frá Kjarnholtum með 128 stig; iægst í byggingu fyrir höfuð 85 stig og hæst fyrir fóta- gerð 134 stig, og í hæfileikum lægst fyrir geðslag 109 stig og hæst fyrir brokk 131 stig. Dagur hefur lækkað um 4 stig. 8. Glabur frá Sauðárkróki með 127 stig; lægst í byggingu fyrir fótagerð 72 stig og hæst fyrir háls 143 stig, og í hæfileikum lægst fyr- ir brokk 95 stig og hæst fyrir feg- urð í reið 125 stig. Glaöur hefur hækkað um 2 stig. 9. Amor frá Keldudal meö 127 stig; lægst í byggingu fyrir háls 105 stig og hæst fyrir hófa 138 stig, og í hæfileikum lægst fyrir brokk 100 stig og hæst fyrir skeið 131 stig. Amor flyst nú yfir í þenn- an flokk þar sem búiö er að dæma undan honum 16 hross. 10. Öngull frá Kirkjubæ meb 126 stig; lægst í byggingu fyrir hófa 101 stig og hæst fyrir höfub 132 stig, og í hæfileikum lægst fyr- ir vilja 100 stig og hæst fyrir geðs- lag 129 stig. Öngull hefur hækkað Þab er athyglisvert hvaö elstu hestarnir Hrafn, Þáttur, Ófeigur og Hervar halda vel sínum hlut, en undan Hrafni er búið að dæma 382 hross, undan Þætti 200 hross, undan Ófeigi 159 hross og undan Hervari 190 hross. Þá er rétt að benda á að af 10 efstu hestunum eru þrír úr ræktun þeirra Sveins og Guðmundar á Sauðárkróki. Stóbhestar meb 15 til 49 dæmd afkvæmi í töflu II eru stóðhestar meb 15 til 49 dæmd afkvæmi. Þar hefur orðið veruleg breyting í 10 efstu sætunum. Orri frá Þúfu, sem áöur var í töflu III, er nú kominn í þennan flokk, enda búið ab dæma undan honum 19 hross. Afkvæm- in hafa lyft honum verulega, því hann fer úr 127 stigum í aöalein- kunn í fyrra upp í 136 stig nú og skipar efsta sætið. Angi frá Laugar- vatni flyst úr fimmta sæti í annaö sætið með 134 stig og undan hon- um er búið aö dæma 44 hross. Af- kvæmin hafa því einnig lyft hon- um. Telja verður líklegt að hann HEJTA- MOT KARI ARNORS- SON Hrossaræktarsamtök V estur-Húnavatnssýslu Félag hrossabænda og Hrossa- ræktarsamband Vestur-Húna- vatnssýslu gengu í eina sæng fyrir jólin, eins og skýrt var frá í HESTAMOTUM. Þessi félög eru þau fyrstu til að stíga þetta skref og tóku samþykktir þeirra gildi frá áramótum. Á aðalfundum Félags hrossa- bænda og Hrossaræktarsambands íslands var samþykkt að þessi fé- lög myndu sameinast á hausti komanda á landsvísu. Þetta átti að ákveðast heima í héraði og stað- festast á aðalfundum heildarsam- takanna á næsta hausti. Það er ekki vafi á því ab hrossaræktendur standa sterkari eftir en áður og geta betur gætt hagsmuna sinna sem sterkt búgreinafélag, þegar þessi sameining er í höfn. Því er þess ab vænta ab abrar félagsdeild- ir taki Vestur-Húnvetninga sér til fyrirmyndar og hrindi verkinu í framkvæmd. Þeir menn, sem valist hafa til forystu í hinu nýja félagi, hafa verið frammámenn hjá Vestur- Húnvetningum í málefnum hrossaræktenda, en orðið að skipta starfskröftum milli tveggja félagseininga. Nú sameina þeir krafta sína í einu félagi. Þeir hafa nefnt félag sitt Hrossaræktarsam- tök Vestur-Húnavatnssýslu. Hvaða nafn kemur til með að vera á heildarsamtökunum eftir sam- einingu er hins vegar ekki vitað enn. Vestur-Húnvetningum er óskaö til hamingju meb ab hafa ribið á vabib og vonandi ab upphefjist barátta fyrir kraftmikilli gæða- ræktun. Félagsmenn líta svo á að þeir séu ekki að leggja neitt niður, heldur ab byggja upp meb sam- einingunni og taka því viö þeim verkefnum sem félögin voru með, sem og skuldbindingum. Stjórn hins nýja félags skipa: Þórir ísólfsson I^ækjamóti, for- maður og með honum Björn Sig- valdason Litlu-Ásgeirsá, Eggert Pálsson Bjargshóli, Indriði Karls- son Grafarkoti og Matthildur Hjálmarsdóttir Þóroddsstöbum. Varamenn eru Ingi Hjörtur Bjarnason Svertingsstöbum, Hall- dór Sigurbsson Efri-Þverá og Júlíus Guðni Antonsson Þorkelshóli. ■ um eitt stig. í þessum flokki á Þáttur frá Kirkjubæ fjóra syni, Hrafn frá Holtsmúla tvo og Otur frá Sauðár- króki, Kolfinnur frá Kjarnholtum og Öngull frá Kirkjubæ sinn son- inn hver. Þaö vekur efirtekt aö fótagerðin er að jafnaði mun betri í þessum flokki en hinum fyrri. Einstaklingsmat í töflu III eru þeir hestar, sem eiga færri en 15 afkvæmi dæmd, en hafa hlotið 115 stig eða meira í kynbótaeinkunn. Þetta eru ungu stóðhestarnir, sem alla jafna er for- vitnilegt aö fylgjast með. Þar stendur nú efstur Páfi frá Kirkju- bæ, sonur Anga frá Laugarvatni, en röbin er þannig: 1. Páfi frá Kirkjubæ með 135 stig; lægst í byggingu fyrir háls 112 stig og hæst fyrir fótagerð 150 stig, og í hæfileikum lægst fyrir vilja 111 stig og hæst fyrir brokk 126 stig. Páfi hefur hækkaö um 3 stig. 2. Hljómur frá Brún v/Akureyri með 135 stig; lægst í byggingu fyr- ir réttleika 98 stig og hæst fyrir hófa 123 stig, og í hæfileikum lægst fyrir brokk 125 stig og hæst fyrir stökk 135 stig. Hljómur er yngstur í þessum flokki, aöeins fjögurra vetra. Hann hefur óvenju jafnar einkunnir fyrir hæfileika. 3. Nökkvi frá Vestra-Geldinga- holti með 134 stig; lægst í bygg- ingu fyrir réttleika 115 stig og hæst fyrir fótagerð 130 stig, og í hæfileikum lægst fyrir geðslag 106 stig og hæst fyrir tölt 127 stig. Nökkvi hefur hækkaö um 4 stig. 4. Baldur frá Bakka meö 132 stig; lægst í byggingu fyrir háls 110 stig og hæst fyrir fótagerð 136 stig, og í hæfileikum lægst fyrir vilja 117 stig og hæst fyrir brokk 128 stig. Baldur er með sama stigafjölda og í fyrra, en aðrir hafa nú fariö upp fyrir hann. 5. Galsi frá Saubárkróki með 132 stig; lægst í byggingu fyrir fótagerö 90 stig og hæst fyrir háls 133 stig, og í hæfileikum lægst fyrir geöslag 119 stig og hæst fyrir fegurð í reið 139 stig. 6. Höldur frá Brún v/Akureyri með 132 stig; lægst í byggingu fyr- ir fótagerð 102 stig og hæst fyrir bak og lend 132 stig, og í hæfileik- um lægst fyrir brokk 116 stig og hæst fyrir skeið 132 stig. Höldur er faöir Hljóms, sem er nr. 2. Hann hefur hækkað um 4 stig. 7. Bassi frá Bakka með 131 stig; lægst í byggingu fyrir höfuð 104 stig og hæst fyrir hófa 135 stig, og í hæfileikum lægst fyrir geöslag 112 stig og hæst fyrir stökk 128 stig. Bassi hefur lækkab um eitt stig. 8. Óbur frá Brún v/Akureyri með 131 stig; lægst í byggingu fyrir réttleika 91 stig og hæst fyrir sam- ræmi 119 stig, og í hæfileikum lægst fyrir skeið og geðslag 121 stig og hæst fyrir fegurö í reið 133 stig. Ovenju jafnar einkunnir fyrir hæfileika. Óbur hefur hækkað um eitt stig. 9. Brennir frá Kirkjubæ með 130 stig; lægst í byggingu fyrir háls 112 stig og hæst fyrir fótagerö 147 stig, og í hæfileikum lægst fyrir geðslag 94 stig og hæst fyrir brokk 128 stig. Brennir hefur hækkaö um 5 stig. 10. Galdur frá Laugarvatni með 130 stig; lægst í byggingu fyrir bak og lend 102 stig og hæst fyrir hófa 139 stig, og í hæfileikum lægst fyr- ir geðslag 109 stig og hæst fyrir fegurð í reið 128 stig. Þrír af þessum tíu hestum, bræb- urnir frá Brún, eru undan sömu hryssunni, Ósk frá Brún. Hún er dóttir Ófeigs frá Flugumýri. Angi frá Laugarvatni á líka þrjá syni þarna: Páfa, Nökkva og Brenni, og auk þess er 11. hesturinn í rööinni Faldur frá Tóftum, sem er meö 130 stig í aðaleinkunn, sonur Anga. I næstu HESTAMÓTUM veröur fjallað um hryssurnar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.