Tíminn - 05.01.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.01.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. janúar 1996 WttmMW 11 Yfirvegun atvinnuleysis Reducing Unemployment: Current Issues and Policy Options. A Symposium Spon- sored by the Federal Reserve Bank of Kansas City, Jackson Hole, Wyoming, Aug- ust 25-27, 1994, S76 bls. Á vegum bandaríska seðlabank- ans, höfuðstöðvanna í Kansas City, var 25.-27. ágúst 1994 hald- ið málþing um atvinnuleysi með frummælendum og tilnefndum gagnrýnendum. Erindi fluttu John P. Martin, aðstoðar- for- stöðumaður félags- og mennta- máladeildar OECD, Paul Krug- man, prófessor við Stanford- há- skóla, Charles Bean, prófessor við London School of Economics, Donald T. Brash, aðalbankastjóri Seðlabanka Nýja-Sjálands, Dale T. Mortensen, prófessor við North- western University, og Lawrence Katz, prófessor við Harvard-há- skóla. Þótt mörgum hagfræðing- um muni þykja erindi Krugmans forvitnilegast, verður hér aðeins vitnað í erindi Martins, sem helst fjallaði um stig og útbreiðslu at- vinnuleysis. í upphafi erindis síns sagði Martin m.a.: „Samtökin um efna- hagslega samvinnu og þróun (OECD) luku fyrir skömmu tveggja ára athugun á orsökum atvinnuleysis og á viðhlítandi úr- ræðum. Á greiningu þess vanda- máls og ályktanir um stefnu- mörkun stjórnvalda í því verki féllust ráðherrar frá OECD-lönd- um á fundi sínum í júní 1994." Frá aukningu atvinnuleysis sagði Martin svo: „Á sjötta og sjöunda áratugnum var samanlagður fjöldi atvinnulausra í OECD- löndum að jafnaði undir 10 millj- ónum, um 3 prósentustig at- vinnuleysis. En ár fyrri olíukrepp- unnar, 1973, markaði þáttaskil í þessum efnum. Á næstu tíu árum þrefaldaðist atvinnuleysi í OECD- löndum upp í 30 milljónir, um 8 prósentustig atvinnuleysis. Á því langæja útþensluskeiði, sem við tók, fækkaði atvinnulausum ein- ungis niður í 25 milljónir 1990. Eftir 1990 fjölgaði atvinnulausum aftur ört. Áð síðasta yfirlit um- sýslustofnunar OECD bendir til, kunna 35 milljónir manna að vera atvinnulausar 1994 (8,5 pró- EFNAHAGSMAL sentustig atvinnuleysis..." (Bls. 6) „Alkunna er," sagði Martin enn, „að í nær öllum OECD-lönd- um er atvinnuleysi ungs fólks — þ.e. yngri en 25 ára — að jafnaði miklu meira en fólks í öðrum ald- ursflokkum ... var það 30% eða meira í nokkrum Evrópulöndum (Ítalíu, Spáni og Finnlandi), en var hins vegar um 12% í löndum Evrópska fríverslunarsvæðisins." (Bls. 17) „Það er orðinn siður að líta svo á, að núverandi vandamál at- vinnuleysis í OECD-löndum hafi ágerst vegna allsherjar slökunar eftirspurnar eftir ófaglærðu verka- fólki, einkum karlmanna. Til dæmis segir Edward Balls (í Work and Welfare, Institute for Public Policy Research, London, 1993): „Ástæðurnar fyrir viðvarandi aukningu atvinnuleysis, að virð- ist, á meðal karla er að leita ann- ars staðar, í þeim efnahagslegu breytingum, sem ekkert iðnaðar- land hefur sloppið við á níunda áratugnum: Hruni eftirspurnar eftir vinnu ófaglærðra karlmanna við vinnslu iðnvarnings." Eins og margir aðrir rekur Balls þær breyt- ingar á hlutfallslegri eftirspurn eftir vinnuafli aðallega til tækni- legra breytinga fremur en vax- andi samkeppni af hálfu lág- launalanda." (Bls. 23-24) í yfirliti yfir umræðurnar, „Symposium Summary", segir Bryon Higgins: „Þátttakendur í málþinginu voru sammála um, að mikið innbyggt atvinnuleysi verði rakið til samverkunar mark- aðsafla og efnahagsstefnu stjórn- valda.... I löndum sem Bandaríkj- unum, þar sem efnahagsstefna stjórnvalda lýtur að litiu leyti að vinnumarkaði, hefur atvinnuleysi vaxið lítillega af þessum sökum, en launamunur og fátækt vaxið stórlega. í flestum Evrópulönd- um, þar sem efnahagsstefna stjórnvalda tekur að meira leyti til vinnumarkaðarins, hefur af hlot- ist innbyggt atvinnuleysi, eink- um fyrir ófaglært verkafólk. Að miklum hluta er það aukna at- vinnuleysi ekki aðeins til skamms tíma. Viðvarandi atvinnuleysi er orðið innbyggður þáttur í efna- hagslífi margra evrópskra landa, að nokkru leyti sakir ríflegra at- vinnuleysisstyrkja stjórnvalda og hárra launaskatta til að standa undir þeim." (Bls. xvii-xviii) Þróunarkenning Darwins Darwin's Dangerous Idea, eftir Daniel C. Dennett. Allen Lane/Penguin, 586 bls., £ 25. í ritdómi í Times Literary Supplement 24. nóvember 1995 sagði: „Okkur veitist erf- itt að sjá fyrir okkur ósjálfráð, vélræn ferli. ... En með því móti skýrir kenning Darwins um þróun fyrir sakir náttúru- vals framvindu og tilvist líf- vera. Dýrategundir hafa til orðið í löngum og sársaukafullum ferlum, sem að engu marki hníga; þau eru einvörðungu framgangur vélræns þrep- gangs án markmiðs. ... Fjöll, snjóflögur, plötur jarðskorp- unnar, frumeindir vetnis, reikistjörnur, stjarnkerfi — öll eru þau til komin að náttúru- vali, þeim hliðhollum. Þab er að segja, eyðingaröfl náttúr- unnar hafa fram knúið og eirt fyrirbrigðum þessum." Fréttir af bókum „Að kenningu Darwins er tilvist lífvera einungis hend- ingarkennd og vélræn. ... Orð- ið „val" bendir til einskis; eins gott (eða eins villandi) væri að tala um þróun fyrir sakir nátt- úrulegrar tortímingar. Þær líf- verur, sem lífi halda, eru að- eins þær, sem uppi standa eft- ir hina náttúrulegu eyðingu. Þær hafa valist úr, en þær hafa ekki úr valist til neins." „Jurtir og dýr eru sérstæðar sakir þess gangverks, sem þau eiga tilvist sína undir og þau eru út valin eða á glæ kastað. ... Tilgangur felst ekki fremur í tilvist eins en annars. ... Að „hinir hæfustu lifi af" merkir ekki annab en að þeir hafi til- tölulega lífseiglu gagnvart óráðnum náttúruöflum." Upphaf grískra borga í fornöld Cults, Territory, and the Origins of the Greek City State, eftir Francois de Pol- ignac. University of Chicago Press (sölu- umbob á Bretlandi Chichester:Wiley), 167 bls., ib. £ 31,95, ób. £ 11,95. „Við útkomu La Naissance de la cité grecque eftir Francois de Pol- ignac 1984 varð snögglega um- breyting á athugunum á grískum borgum í öndverðu. Áður höfðu efst á baugi verið umræður um ummerki (eða vöntun þeirra) um siðmenningartengsl við brons- öldina og verkþekking að baki bygginga. Eftir útkomu bókarinn- ar bar hæst: „Hvers vegna var helgistöðum þar upp komið?" Uppsetning helgistaða á mörkum landsvæða grískra borgríkja mark- aöi upphaf borganna, „polis" samfélags sveitar og borgar." Svo sagði í ritdómi í Times Literary Supplement, 24. nóvember 1995. Skattfríðindi þeirra ríku Nú er sá tími kominn á árinu sem daglega og jafnvel oft á dag glymja í eyrum útvarpshlustenda áskor- anir um aö kaupa verðbréf til þess að fá allt að 100 þúsund króna af- slátt á tekjuskatti á næsta ári, ef menn kaupi veröbréf fyrir tiltekna upphæð. Þetta finnst mér alveg óþolandi fyrirkomulag að mismuna þeim ríku á sama tíma og gert er ráð fyr- ir því í fjárlagafrumvarpinu að leggja enn á ný auknar byrðar á þá sem minnst mega sín, svo sem ör- yrkja og sjúk gamalmenni. Væri ekki sanngjarnara að fella þessi fríðindi til þeirra efnameiri niður og nota þær skatttekjur sem þar með fengjust til að fella í staöinn LESENDUR niöur þær byrðar sem ráögert er að leggja á öryrkja og sjúklinga, til dæmis innritunargjöld á sjúkra- húsin sem gert er ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpinu. Ég vil leyfa mér að skora hér með á Alþingi aö sam- þykkja nú fyrir jólin aö afnema þessi skattfríöindi, sem mér finnst alveg sérstaklega ósanngjörn og óþörf, enda sýnist mér þau fyrst og fremst sett til að hlífa þeim sem síst skyldi og er það í fullu sam- ræmi við stefnu og störf núverandi fjármálaráðherra, en ég fæ ekki betur séð en hann sé alltaf tilbú- inn að vernda hagsmuni þeirra efnameiri í þjóðfélaginu. Þá vil ég til vara skora á alþingismenn að samþykkja þá hugmynd, sem nú- verandi heilbrigðisráðherra varp- aöi nýlega fram, að leggja nefskatt á alla gjaldendur, krónur 550, í staö þess að leggja innritunargjöld á sjúklinga sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, ef þessi fríöindi verða ekki felld niður. Ég vona að einhver alþingis- maður sjái sér fært að flytja þessa tillögu mína um afnám þessara mjög svo ósanngjörnu skattfríð- inda og þau verði felld niður um næstu áramót. 29.11.1991 Sigurður Lárusson Framsóknarflokkurinn Flúbir — Hruna- mannahreppur Almennur stjórnmálafundur verbur haldinn ab Flúbum mánudaginn 8. janúar kl. 20.3°. Finnur Ingólfsson, Gubni Ágústsson og ísólfur Gylfi Pálmason verba á fundinum. Finnur ísólfur Gylfi Gubni ÉJ LANDSVIRKJUN ÚTBOÐ Brú yfir árlokur Landsvirkjun óskar hér með eftir tilbobum í niðurrif og brottflutning brúar yfir árlokur vib Búrfellsstöð og byggingu nýrrar brúar á sama stab. Um er ab ræba 105 m langa brú á fimm brúarhöfum. Helstu magntölur eru sem hér segir: Niðurrif og brottflutningur brúar: Brot á steinsteypu og brottflutningur 270 m3 Bygging nýrrar brúar: Stálsmíði 88 tonn Steinsteypa 220 m3 Mótafletir 730 m2 Steypustyrktarjárn 33 tonn Hluta verksins skal Ijúka á árinu 1996, en því skal ab fullu lokib 1. nóvember 1997. Útbobsgögn verba afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og meb föstudeg- inum 5. janúar 1996 gegn óafturkræfu gjaldi ab upp- hæb kr. 6.000,- m.vsk. fyrir hvert eintak. Tilbobum skal skila á sama stab fyrir kl. 12:00 þribju- daginn 30. janúar 1996 og verba þau opnub þar sama dag kl. 13:30. Er fulltrúum bjóbenda heimilt ab vera vibstaddir opnunina. /-------------------------------- Dr. Anna Sigur&ardóttir forstö&uma&ur Kvennasögusafns íslands, Hjar&arhaga 26, Reykjavík lést a& morgni 3. janúar. Þorsteinn Skúlason Anna Skúladóttir Eirný Ósk Sigur&ardóttir Áslaug Dröfn Sigur&ardóttir Karen Enilía Barrysdóttir Ásdís Skúladóttir Sigur&ur Karlsson Móei&ur Anna Sigur&ardóttir Skúli Á. Sigur&sson V s f A 'í Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi Gunnar Gu&mundsson Engjavegi 32, Selfossi er lést 1. janúar á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, ver&ur jar&sunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 6. janúar kl. 13.30. V. Abalheibur J. Gunnarsdóttir Kristín Bára Gunnarsdóttir Svanhvít B. Gunnarsdóttir Gubrún Lilja Gunnarsdóttir Fri&bert G. Gunnarsson og barnabörn Jón Pálsson Gu&jón Sveinsson Sigur&ur Magnússon örn Arason Eydís Dögg Eiríksdóttir y

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.