Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 1
80. árgangur Laugardagur 6. janúar 4. tölublað 1996 Bílakaup aukist um 76% / nóvemberinnflutningi: Jólagjafa- bílar? Bílainnflutningur var 76% meiri í nóvember heldur en í sama mán- uði árið áður og 100% meiri held- ur en í nóvember árið 1993. Við lestur innflutningstalna Hagstof- unnar fyrir þennan mánuð ársins sem jólagjafainnflutningurinn er mestur, læðist því að sú spurning hvort landinn séu kannski farinn aö flytja inn jólagjafabíla? Þessi gríðarlega aukning bílainn- flutnings er það sem hvað athygli- verðast er í innflutningstölum nóv- embermánaðar og á sinn þátt í 28% aukningu innflutnings miðað við sama mánuð ári áður. Innflutning- ur matvæla óx einnig stórlega, eða yfir 20% milli ára. Alls voru fluttar inn vörur fyrir 10,5 milijarða í nóvember, 28% (um 2,3 milljörðum) meira en árið áður. Verðmæti útflutnings óx hins vegar um 12%, í 12,2 milljarða. Vöruskiptajöfnuður varð því já- kvæður um 1,7 milljarða í mánuð- inum, um milljarði minna en ári áður. Fyrstu ellefu mánuði ársins var vöruinnflutningur rösklega 94 milljarðar króna, um 10 milljöröum eða 12% meiri en árið áður. Bíla- kaup hafa aukist hlutfallslega lang- mest, um 38% milli ára. Útflutningur hefur á sama tíma- bili aukist í tæplega 197 milljarða, eða um tæplega 5%. Öli sú aukning og meira til byggist á áli (10% aukn- ing), kísiljárni (28% aukning) og öðrum vörum (23%), en útflutning- ur sjávarafurða minnkar um tæp 2% milli ára. ■ Fundur sóknarnefndar Langholtssafnabar: Víðtæk deila Á fundi sóknarnefndar Lang- holtssafnaðar sem haldinn var í gær var samþykkt ályktun þar sem segir að þær deilur séra Flóka og Jóns Stefánssonar organista, sem verið hafa í umræðu fjöl- miðla, séu ekki aðeins milli þess- ara tveggja aðila heldur séu þær mun víðtækari. Ekki er það þó skilgreint nánar. Sóknarnefnd harmar að viðleitni til að finna lausn á ágreiningsefn- um hafi engan árangur borið en fagnar þeirri ákvörðun biskups að fela óháðum aðila að kynna sér máliö í lausn á þessu viökvæma deilumáli. -BÞ Gríbarleqi Hér má sjá ummerki eítír al lUr Obuinuuui fylgir dúfum og ef þœr taka sér bólfestu í íbúbarhúsum geta afleibingarnar verib skelfilegar. Hér má sjá ummerki eftirabeins níu aúfur í ekki langan tíma, í yfirgefnum skúr á höfubborgarsvœbinu. Þab er Gubmundur Björnsson, meindýraeybir Reykjavík- urborgar sem virbir hér fyrir sér ummerkin, en hann segir naubsynlegt ab halda dúfustofninum í skefjum. Sjá frétt á bls. 2 Tímamynd: Pjetur Jón Ólafs í Skífunni bœöi útvarpsstjóri og stjórnarformaöur hjá Is- lenska útvarpsfélaginu: Jafet Ólafsson hættir á Stöö 2 Jafet S. Ólafsson hefur ákveðið að hætta sem útvarpsstjóri hjá íslenska útvarpsfélaginu og tek- ur Jón Ólafsson í Skífunni við starfi hans til brábabrigba. Jón hefur jafnframt tekib vib stjórn- arformennsku hjá íslenska út- varpsfélaginu af Sigurbi G. Guð- jónssyni lögfræbingi. Þetta var tilkynnt á starfs- mannafundi hjá íslenska útvarps- félaginu í gær þar sem einnig var greint frá öörum tilfærslum í æöstu yfirmannastöðum hjá félag- inu. Þar vekur einna mesta athygli aö Bjarni Kristjánsson hefur verið gerður að framkvæmdastjóra framleiöslusviðs og er þar með orðinn yfirmaður Elínar Hirst fréttastjóra. Skiptar skoðanir munu vera um ágæti þessara breytinga meöal starfsmanna og telja sumir að þetta muni ekki verða til þess að auka á sjálfstæði fréttastofunnar. Þeir sem gerst þekkja innan félags- ins telja einnig aö með því að ráða Bjarna sem yfirmann framleiðslu- sviðs sé verið að styrkja stööu og sjónarmið peningaaflanna gagn- vart fréttastofunni. Opinberlega er látiö að því liggja aö Jafet hafi ákveðið að hætta að eigin ósk, en heimildir innan fé- lagsins herma að honum hafi hreinlega verib sagt upp. Óvíst er hvað hann mun taka sér fyrir hendur, en Jafet var útibústjóri ís- landsbanka í Lækjargötu áður en hann tók við starfi útvarpsstjóra af Páli Magnússyni, sem nú veitir Sýn forstöðu. -grh Stœrsta skattsvikamál Islandssögunnar á lokastigi. Meira en 150 milljón króna krafa: Fjárnám gert hjá flutningabílstjóra Fjárnám var gert í einkabúi Þórbar Þórbarsonar á Akranesi rétt fyrir áramótin. Þórbur rak um árabil flutningafyrirtækið ÞÞÞ á Akra- nesi, en á síbasta ári komst upp um Iíklega stærsta skattsvikamál íslandssögunnar innan þess fyrir- tækis. Málefni ÞÞÞ hafa verið send ríkissaksóknara til meðferðar. Þórður rak fyrirtækið sem einka- fyrirtæki, en gerir þab ekki lengur, því nú er fyrirtækið hlutafélag í eigu annarra. Sýslumaðurinn á Akranesi, Sig- urður Gizurarson, hefur fengiö í hendur kröfu á hendur Þórði upp á um þab bil 150 milljónir króna eftir nýja álagningu ríkisskattstjóra. Upp- hæðinni hefur reyndar verið mót- mælt af endurskoðanda Þórðar og málinu skotiö til Yfirskattanefndar. Afgreiðsla mála hjá þeirri nefnd er talin munu taka eitt ár í það minnsta. Þá mun nú reynt að semja við fjármálaráðuneutið um greiðslur skattskuldarinnar. Tíminn ræddi við sýslumann á Akranesi í gær. Hann hafði það eitt um málið að segja að fjámám hefði verið gert í einbýlishúsi Þórðar þann 28. desember, sem og í skuldabréfa- eígn Þórðar, sem stafar'frá sölu hans á stórum hluta fyrirtækisins. Sigurð- ur sagði að þessar eignir næðu ekki alveg ab dekka kröfuna. Sigríbur Jósefsdóttir saksóknari sagði í samtali við Tímann í gær að innan tíðar yrði tekin ákvörðun hjá embættinu hvort gefin verbur út ákæra í málinu. Ekki væri endilega víst að bíða þyrfti eftir úrskurði Yfir- skattanefndar, enda sumt í málinu refsiréttarlegs eölis en ekki skatta- legs. -JBP Rœtt um mikilvœgi Reykjavíkurflugvallar í borgarrábi. Sjálfstœbis- menn: Brýnt a6 kanna efna- hagsleg áhrif flugvallarins Borgarráð samþykkti í gær að vísa tillögu Sjálfstæbismanna um úttekt á mikilvægi Reykja- víkurflugvallar og rekstrar tengdum honum fyrir at- vinnulífið í borginni til Borg- arskipulags. Sjálfstæðismenn mótmæltu þessari afgreibslu tillögunnar. Eftir að tillaga Sjálfstæðis- manna kom fram lagði borgar- stjóri til að henni yrði vísað til Borgarskipulags til meðferðar í tengslum við endurskobun Að- alskipulags Reykjavíkur. Sú til- laga var samþykkt með atkvæö- um meirihlutans. í bókun fulltrúa Reykjavíkurl- istans segir að gera þurfi mun víðtækari rannsókn en Sjálf- stæðismenn lögðu til. M.a. þurfi að gera úttekt á öryggis- og um- hverfismálum auk þess að kanna þurfi mikilvægi flugvall- arins í atvinnulífi borgarinnar. Sjálfstæðismenn Iétu bóka á móti að þessi afgreiðsla sé gagn- rýniverð. Þeir telja brýnt aö kanna efnahagsleg áhrif flugvall- arins sérstaklega, ekki síst í ljósi yfirlýsinga borgarfulltrúa R-list- ans um að til athugunar sé að leggja flugvöllinn niður. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.