Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 6. janúar 1996 Críöarlegur sóöaskapur fylgir dúfum og talsvert er um kvartanir til meindýraeyöis Reykjavík- urborgar yfir dúfum sem hafa tekiö sér bólfestu í íbúöarhúsum: Dæmi um ab 50-60 dúfur hafi sest ab í íbúbarhúsi Talsvert mörg dæmi eru um þaö í Reykjavík ab dúfur séu til vandræöa í íbúöarhúsum, jiar sem þeim fylgir aö sögn Guö- mundar Björnssonar, mein- dýraeyöis hjá Reykjavíkurborg, gríöarlegur óþrifnaöur. Dæmi er um aö allt aö 50-60 dúfur hafi tekib sér bólfestu í risi í íbúbarhúsi og hafst þar vib í all- nokkurn tíma og var ab sögn þeirra, sem ab komu, hroöalegt um ab litast í risinu. Oft á tíb- um þarf ekki nema eina dúfu til aö óþrifnaburinn verbi mikill. Dúfurnar hafa af sumum verib kallaöar „fljúgandi rottur" og er þá einnig verib ab vísa til þess ab þær geti verib smitberar. Guömundur segir ab borgin hafi ekki veriö meö neinar aö- gerbir gegn dúfum, en hann seg- ist hins vegar sinna þeim kvört- unum sem berast undan dúfum, enda séu ekki þeir staöir fyrir hendi í Reykjavík þar sem þær eru stór plága, heldur er um aö ræba mismunandi fjölda fugla sem setjast aö í íbúðarhúsum og valda miklum óþrifnaði á mjög skömm- um tíma. Hann segir að töluvert sé um kvartanir vegna dúfna til meindýraeyðis á ári hverju. Dúfur þurfa talsvert meira pláss heldur en t.d. starrinn og algeng- ast er aö þær komi sér fyrir undir þakskeggi þar sem pláss er gott eöa að þær komist inn um þak- glugga sem hefur verið skilinn eftir opinn eöa fokið upp. Þaö gerist oft aö fólk fer ekki upp í ris eða upp á þak í mörg ár og þá setj- ast dúfurnar þar að, hugsanlega mikill fjöldi þeirra, án þess ab nokkur viti af því. Við nefndum dæmi hér aö framan um hús þar sem 50-60 dúfur tóku sér bólfestu í risi íbúð- arhúss og var orðið hroðalegt um að litast þar þegar upp komst, en þaö geröist ekki fyrr en eigandinn þurfti að laga loftnetiö á þakinu. Annað dæmi má nefna úr miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið húsi sem stendur við Ingólfstorg. Þar var brotinn þakgluggi í risi á gömlu húsi og talib er að þar hafi flestar þær dúfur, sem eru við tjörnina, átt sér náttstab og þegar glugganum var lokab voru fleiri hundruð kíló ef ekki heilt tonn af driti á gólfinu. Guömundur segir dúfnastofn- inn ekki vera mjög stóran, en hann heldur að mestu leyti til við tjörnina í Reykjavík og leitar því náttstabar, þar sem dúfurnar einnig verpa, í húsum í grennd- inni. Astæðuna fyrir því ab dúfna- stofninn er ekki stærri er sú, að þegar fólk verður vart við þær, er í flestum tilfellum gripið til að- geröa gegn þeim. Ef dúfurnar ná aö koma sér fyr- ir þar sem hiti er, t.d. í risum íbúb- arhúsa, geta þær verpt eggjum og ungað út allt árið um kring og því er mikilvægt að þær nái ekki að setjast að við slíkar aðstæður. Guðmundur segir það metið í hverju tilfelli með hvaða hætti dúfunum er komið í burtu. Stundum eru þær hreinlega skotnar, en í öðrum tilfellum er undankomuleiðum lokað og þær síðan tíndar saman aö nóttu til. Hann segir að það veröi að halda dúfnastofninum niðri og þegar fólk verður vart við dúfur í húsum sínum og vill ekki gera annað en að hrekja þær í burtu, sé það í raun ekki að gera annað en að færa vandamálið yfir á annað fólk. -ps Samvinnuferöir-Landsýn bjóöa launþega- hreyfingunni sérfargjöld: Fimm þúsund Flugleiba- sæti á vildarkjörum Ferðaskrifstofan Samvinnuferbir- Landsýn og fulltrúar abildarfé- laga hennar, sem eru öll stærstu launþegafélög landsins, undirrita í dag samning um rábstöfun um 5000 sæta til nokkurra helstu áfangastaba Flugleiba. Um er ab ræba flug á tímabilinu 8. maí-15. september til Kaupmannahafnar, Óslóar, Glasgow, Stokkhólms, London, Lúxemborgar, Amster- dam, Parísar, Baltimore og Ham- borgar, eins og verib hefur und- anfarin ár. En í ár bætast vib tveir nýir áfangastabir, Halifax og Boston. Þetta er í sjötta sinn sem Sam- vinnuferöir-Landsýn og Flugleiðir gera meö sér samning af þessu tagi fyrir launþegahreyfinguna, en fyrst var það gert árið 1991. Samkvæmt frétt frá Samvinnuferöum-Landsýn hefur verð hækkað að meðaltali um 2% frá í fyrra og sem dæmi kostar 17.500 að fljúga til Glasgow, en 38.500 til Baltimore. í öllum tilvik- um er miðað við að keypt sé fyrir 8. mars nk. Abilar að þessum samningi eru öll félög innan ASÍ, BSRB, Banda- lags háskólamanna, Sambands ís- lenskra bankamanna, Landssam- bands aldrabra, Farmanna- og fiski- mannasambandsins íslands, Kenn- arasambands íslands, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Blaða- mannafélags íslands, Vélstjórafé- lags Islands, Stéttarfélag verkfræð- inga, Stéttarfélag tæknifræðinga og Félag bókagerbarmanna. -BI> Cut>mundu I- dfoga s.g 1 Ný s„0rn um miSio" ------ , —:—i M/JN/ ÍNÐ / IJÓ5 /ÍVS&/V/G STJÓ/?///// Vf/?£>(//? 5///PUO/ 1 Sagt var... Sambandsríkib „Ein helsta ástæban fyrir dvínandi virbingu Alþingis hin síöari ár er sú ab þingmenn hafa farib langt út fyrir verksviö sitt. Til þess að bæta sér upp valdaleysib á þingi keppast þeir vib ab ná ítökum þar sem hin raunveru- leg völd liggja: í sjóbum, bönkum og opinberum fyrirgreibslustofnunum. Kjördæmaskipan veldur því ab ísland er í reynd einskonar sambandsríki — fulltrúar kjördæmanna á þingi líta á þab sem höfubskyldu ab færa sem mesta fjármuni heim í hérab, þar sem þeim er oftar en ekki ausib í al- gerlega óarbbærar framkvæmdir." Forystugrein í Alþýöubla&inu. Þeim gaf er þurfti „Þegar Haraldur Ólafsson, þáverandi ríkisarfi Noregs, varb fimmtugur, var ég staddur í Noregi. í hálfgerbu bríaríi hugsabi ég sem svo ab þab væri eiginlega sanngjarnt ab einhver Ingólfur úr Reykjavík sýndi Haraldi ríkisarfa einhverja vinsemd. Þessi tvö nöfn hafa verib andstæb í okkar sögu, því Ingólfur bóndi í Reykjavík vildi ekki borga Haraldi konungi hár- fagra skatt. Því sendi ég honum Pass- íusálmana á nýnorsku." Séra Ingólfur Cubmundsson, sem ætlar nú ab færa kóngi Passíusálmana á ís- lensku og dönsku, í vibtali vib Morgun- blabib. Tildurrófuskrautfjabrir „Nýmóbins kóngar hafa ekki lengur annab fyrir stafni en ab vera tildur- rófuskrautfjabrir á pípuhöttum for- dildarinnar. Nei, forseta viljum vér hafa, forseta sem er hluti af okkar stjórnkerfi og hefur þar pólitísku hlutverki ab gegna, bæði inn á vib og út á vib." Sighvatur Björgvinsson alþingismabur í Morgunblabsgrein. Afleysingakokkur á Vogi „Þeir safna bara glóðum elds ab höfbi sér meb þessu. Vib ætlum ekk- ert ab svara fyrir okkur. Ég hef þótt vandræbagripur meb lyf ab því leyti, ab jafnvel þótt ég sé veikur tekst varla ab troba þeim ofan í mig. Nú er ég hinsvegar stimplabur sem dóp- isti og þannig söqum dreift kerfis- bundib." Kristján Árnason, sem býbur sig fram til formennsku í Dagsbrún. Hann segir um rætur þessar söguburbar ab hann hafi eitt sinn leyst af sem kokkur á Vogi í nokkra mánubi. Nú sé þab notab gegn sér og haft til marks um eiturlyfjaneyslu sem hann hafi aldrei stundab. Sjálfhverfir í dansi og skrifum „Enginn hlustar á neinn, allir skrifa og allir skrifa á sama hátt og rokk er dansab: einir, vib sjálfa sig, uppteknir af sjálfum sér, en hrista sig þó á sama hátt og allir hinir." Haft eftir Milan Kundera í grein eftir Gubmund Andra Thorsson í Alþýbu- blabinu. Þab er alltaf verib ab ræba forsetafram- bobib í pottinum og ekki varb grein Sighvatar Bjttrgvinssonar alþingis- manns í Mogganum í gær til ab draga úr þeirri umræbu. í greininni er Sig- hvatur ab mæla meb pólitíkusum í embættib og kallar Cunnar heitinn Thoroddsen sér til fulltingis um þá afstöbu. Þetta er talin ótvíræb vísbend- ing um þab hjá krötunum í pottinum ab Sighvatur sé ab plægja jarbveginn fyrir Jón Baldvin í slaginn, en nöfn Jóns og Bryndísar skjóta jú alltaf annab slagib upp kollinum. Einn hafn- arfjarbarkrati taldi þó ab Sighvatur hefbi skrifab greinina af skömmum sín- um til að koma sér inn í umræbuna. Og í pottinum heyrist ab libsforingjar og hershöfbingjar íhaldsins í Valhöll séu ab leggja nibur fyrir sér forsetaum- ræbuna. Þar mun sú kenning njóta fylgis ab umtalib og áskoranirnar um ab Davíb fari fram séu ab hluta til runnar undan rótum vinstrimanna. Segja menn ab vinstri menn vilji koma því inn hjá Davíb og stubningsmönn- um hans ab tilvalib sé ab fara fram en ab baki sé pólitískt plott um ab losna vib sterkan foringja andstæbingsins, eins og þeir munu orba þab í höfub- vígi Sjálfstæbisflokksins. Fari Davíb fram og tapi verbi þab mikill pólitískur ósigur og niburlæging fyrir Davíb. Fari hann fram og vinni þá sé hann orbinn óvirkur í stjórnmálunum. Bábir kostir séu vondir fyrir sjálfstæbismenn, segja Valhallarhöfbingjarnir, og þess vegna sé loksins komin fram „vinstri flétta sem gæti virkab".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.