Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. janúar 1996 9 Whíúwu Örorkulífeyrisþega Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgaö jafnt og þétt á umliönum áratug, en þó aldrei hraöar en á síöustu árum, eöa um 10% aö meöaltali á ári. Örorkulífeyrisþegum fjölgaö 9 sinnum hraöaren íslendingum frá 1985: Ororkulífeyrisþegum fjölgab 90% á 9 árum Örorkulífeyrisþegum fjölga&i um meira en fimmtung (21%) á árunum 1993 og 1994, og voru þá orbnir nær tvöfalt (rúmlega 91%) fleiri en níu árum áður. Alls hefur íslend- ingum fjölgað um 10% á þessu níu ára tímabili. Ör- yrkjum hefur þannig fjölgað hlutfallslega 9 sinnum hraðar en þjóðinni í heild. Fjöldi skráðra atvinnuleysingja nærri sexfaldaðist á sama tíma. Alls voru örorkulífeyris- þegar og atvinnuleysingjar um 4.500 árið 1985, en nærri 13.000 eða nærri þrisvar sinn- um fleiri árið 1994. Lands- mönnum á vinnualdri, 16-67 ára, fjölgaði um 18 þúsund á sama tíma. Má þannig segja að hátt í helmingur allrar vinnuaflsfjölgunar á umliðn- um áratug þurfi nú að hafa lifibrauð sitt af lífeyri eða bótum frá hinu opinbera. Þótt hér sé um tvo aðskilda hópa að ræða, mun þó raunin sú að þeir tengist töluvert, enda jafnvel rætt um að einhver hópur þeirra, sem nú eru á at- vinnuleysisskrá, ættu kannski fremur að njóta örorkulífeyris. í Staðtölum almannatrygginga segir Hilmar Björgvinsson, deildarstjóri lífeyrisdeildar, m.a.: „Öryrkjum fjölgar stöð- ugt. Það stafar af ýmsum ástæð- um, bæöi félagslegum og af völdum sjúkdóma og slysa. Þegar efnahagsþrengingar eru miklar, fjölgar öryrkjum mjög. Eflaust eiga áhyggjur manna og kvíði töluverðan þátt í heilsu- bresti, sem svo leiðir til ör- orku." Hvort sem fólk verður fremur heilsulaust í höfuðborginni en annars staðar á landinu, ellegar þeir sem heilsulausir eru hópast til borgarinnar, er það a.m.k. ljóst að öryrkjar eru hlutfalls- lega nær tvöfalt fleiri í Reykja- vík en í öðrum landshlutum. Þetta virðist eiga við höfuð- borgina eina (þar sem meira en helmingur allra öryrkja í land- inu eru búsettir), en ekki ná- grannabæina, því öryrkjar eru ekkert fleiri í Reykjaneskjör- dæmi en í öðrum kjördæmum, m.a.s. stórum færri hlutfallslega en á Norðurlandi austanverðu. Samkvæmt Staðtölum voru örorkulífeyrisþegar rúmlega 6.610 talsins í árslok 1994, en з. 460 níu árum áður. Á at- vinnuleysisskrá voru jafnaðar- lega um 6.200 manns árið 1994, en aðeins um 1.100 níu árum áður. Samanlagður fjöldi þessara tveggja hópa hefur þannig aukist úr rúmlega 4.500 manns í tæplega 13.000 á níu árum. Árið 1985 voru kringum 154 þúsund íslendingar á aldrinum 16-67 ára, en um 172 þúsund níu árum síðar. Fólki á vinnu- aldri hefur þannig fjölgað um и. þ.b. 18 þúsund manns. Á sama tíma fjölgaði örorkulífeyr- isþegum og atvinnuleysingjum á sama aldri um hátt í 8.300 manns. Lætur nærri að 13. hver íslendingur (7,5%) á framan- greindum aldri tilheyri öðrum þessara tveggja hópa. ■ Bandaríska þjóöin flykkist í heilsuvörubúöir og tekur inn Melatonin á hverju kvöldi. Tilgangurinn er aö berjast gegn heilsuleysi — og veröa ungur í ellinni. Aöstoöaryfirlögregluþjónn hvetur til aögœslu flug- elda viö þrettándabrennur: Eitt slys er einu of mikið Mikið verður um brennur í höf- ubborginni í kvöld, á þrettánd- anum, og hafbi lögreglan í Reykjavík samþykkt 8 slíkar um miðjan dag í gær. Ómar Smári Ármannsson aðstobaryfirlög- regluþjónn hvetur fólk til að fara varlega meb flugelda, enda minnast menn nýlegs slyss við brennu í Grafarvogi þegar 7 ára drengur fékk flugeld í augað. „Eitt slys er einu slysi of mikið og ég hvet menn til abgæslu," sagbi Ómar Smári í samtali við Tímann í gær. Aðstæður fyrir flugeldanotkun eru alltaf háðar veðri, en nú er þíða í jörð víðast hvar og útlit fyrir ágætis veður. Ómar Smári segir að þegar jörð hefur verið frosin og erf- itt að koma flugeldunum niður, hafi flugeldar oft flogið nánast stjórnlaust um víðan völl. Mjög varlega verði að fara þegar hópur fólks sé samankominn, en hann telur ekki rétt ab banna flugelda við brennur, frekar opna augu al- mennings fyrir þeirri hættu sem getur skapast ef ekki er varlega far- ib. Þá segir aðstoöaryfirlögreglu- stjóri ánægjulegt að sjá um síðustu áramót hve lítið var af drukknu fólki við bálkestina. Stærstu brennurnar í Reykjavík verða sennilega á Ægisíðunni, við Hlíðarenda, á Ásvöllum og á skeib- velli Fáks í Víbidal. Utan Reykjavík- ur má nefna mikla þrettándagleði í Mosfellsbæ og stóra brennu á Akur- eyri. Skarphéðinn Njálsson lögreglu- mabur sagði brennurnar flestar vera í minni kantinum og um- hverfisvænar. Gób samvinna væri á milli lögreglu, brennuhaldara, slökkviliðs og annarra aðila og reynt að hafa öryggi sem mest, en mengun í lágmarki. -BÞ Eldgosið á Kamtsjatka Frá Gunnlaugi Júlíussyni, fréttaritara Tímans í Petropavlovsk á Kamtsjatka: Eldgos hófst á nýársdag í eldfjall- inu Karjakskí, sem er um eitt hundrað og fimmtíu kílómetra fyr- ir norbaustan Petropavlovsk á Kamtsjatka. Undanfarna daga hafði orðið vart við jarðskjálfta af og til og reið sá stærsti yfir á gaml- árskvöld kl. 20.00 að staðartíma. Hann var um 5 á Richter og brá mönnum ónotalega vib, þegar brakaði og brast í húsum vib harð- asta kippinn. Ekki er talið að eldgosið valdi skemmdum af neinu tagi á eign- um, enda er það með minni eld- fjöllum á skaganum. Helst eru líkur á að vart verbi vib öskufall í nálæg- um byggðum. Gosstrókurinn stób á fyrsta degi um 7 km í loft upp og hraunrennsli var töluvert. Erfitt er að komast nálægt eldfjallinu, þar sem þyrlur eru einu samgöngutæk- in sem komast að því. Eldgosiö hefur vakið töluverða athygli hér í landi og m.a. hefur töluvert verið fjallað um eldgosið í Moskvusjón- varpinu. Veðurfar hefur verið með ein- dæmum gott í Petropavlovsk þann tíma sem vib höfum dvalib hér, vægt frost og snjólítið, stillur og yfirleitt heiðskírt. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.