Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 12
12 Wf yrrfT Laugardagur 6. janúar 1996 Fyrirtœki juku innlend bankalán um 3 milljarba á síöasta ári, en borgubu niöur 7 milljaröa erlend endurlán: Tóku innlend bankalán til aö greiða upp þau erlendu í ljósi umræðna um hærri vexti á heimamarkaði en er- lendis vekur nokkra athygli ab íslensk fyrirtæki virðast hafa tekib milljarðalán innan- lands á síðasta ári til þess að borga nibur margra milljarða erlend lán. Samkvæmt upp- lýsingum frá Seölabanka lækkuðu lán og endurlán bankanna til fyrirtækja fyrstu 11 mánuði nýliðins árs um samtals 4,3 milljarða. Erlend endurlán til fyrirtækja dróg- ust á sama tímabili saman um 7,3 milljaröa, sem þýbir ab al- menn (innlend) útlán til þeirra hafa aukist um 3 millj- arða. Á sama tímabili árið áður varð samdráttur hins vegar mjög svip- aður í endurlánum og almennum lánum, 7,2 milljarðar samtals. Virðist því ljóst, samkvæmt framangreindum tölum, að árið 1995 hafa fyrirtækin í auknum mæli farið að sækja í innlent láns- fé, m.a. til að greiða upp erlend lán í stórum stíl. Heföi vaxtastigið innanlands verið miklu óhag- stæðara en erlendis, eins og stundum heyrist haldið fram, sýndist eðlilegra að lánsfjárflæðiö hefði verið hina leiðina, þ.e. inn í landið en ekki úr landi. „Tölur síðustu mánaða sýna að það er heldur að færast líf í fyrirtækjageirann," segir Yngvi Yngvi Orn Kristinsson hagfrœöingur. Örn Kristinsson, hagfræðingur og forstöðumaður peninga- máladeildar Seðlabankans. Og innlendu vaxtakjörin virðast ekki fæla hann frá lántöku — raunar þvert á móti. Enda fjöl- mörg dæmi þess ab fyrirtæki hafi verið að taka lán, í bönk- um, lánasjóöum eða á verð- bréfamarkði, til að greiða upp erlend lán. Þetta hafi þau verið að gera undanfarna 18 mánuði. Spurður um ástæður þessa, segir Yngvi Örn þær sjálfsagt ýmsar. Meðan lánsfjárskortur var í landinu hafi fyrirtæki stundum ekki átt annars úr- kosta en taka erlend lán. í ann- an stað hafi sum fyrirtæki, sem verið hafi með eldri lán á föst- um háum vöxtum, séð sér hag í skuldbreytingu. Eftir gengisfell- ingu dolíara hafi sjálfsagt mörg- um þótt gullið tækifæri ab greiba upp eldri dollaralán. Enn benti Yngvi Örn á að könnun í ársbyrjun 1995 hafi leitt í ljós ab margir hafi þá ver- ið vantrúaðir á að sá gengisstöð- ugleiki, sem ab var stefnt, mundi halda og því talið hag- kvæmara ab greiða upp erlend lán. Þær skoðanir manna virbist þó nokkuð hafa veriö að breyt- ast eftir því sem leið á árið. Trú á það ab gengisstefnan haldi virð- ist vaxandi. Jákvœtt frummat á umhverfisáhrifum framkvœmda á vegum Sorpsamlags Mib- Austuriands: Loftmengun minnkar veru- lega í þéttbýli Óiafur á Þaravöllum kvebst vona ab framkvæmdir vib Hvalfjarbargöng gangi áfram hœgt fyrir sig. Ef verklagib verbur eins og hjá þessum óþreyjufulla grafara, verbur honum ab ósk sinni. Ólafur á Þaravöllum segir ríkisábyrgö vegna geröar Hvalfjaröar- ganga vera hneyksli: „Furbulegt ab grafa peninga undir Hvalfirbi" Heildaráhrif þess ab urða sorp á nýjum stab í Berunesi eba Þernu- nesi vib Reybarfjörb eru jákvæb. Loftmengun minnkabi og sömu- Ár símenntunar Árib 1996 er heigab símenntun, samkvæmt ákvörbun Evrópu- sambandsins. ísland mun taka þátt í sérstöku átaksverkefni af því tilefni og verba nokkrir vib- burbir skipulagbir hér á landi á árinu. Meginmarkmiðib með Ári sí- menntunar er ab auka vitund Evr- ópubúa um að menntun er ævi- verk, en tilheyrir ekki einungis fyrsta hluta ævinnar. Á íslandi hef- ur verið skilgreint það meginmark- mið Árs símenntunar að auka vit- und almennings, stjórnenda fyrir- tækja og skóla um símenntun. Ákveðið hefur verið að halda Dag símenntunar þann 24. febrúar nk. og sama dag verbur opnunar- rábstefna Árs símenntunar. -GBK FIMMFALDUR1. VINNINGUR leibis fok á rusli, sjónmengun og æti fyrir meindýr. Heppilegasti staburinn er Mýrdalur í landi Þernuness. Þetta eru niðurstöður frummats á umhverfisáhrifum þess að urða sorp frá Sorpsamlagi Mið-Austur- lands á jörðunum Berunesi og Þernunesi og setja upp flokkunar- miðstöb á Reyðarfirði. Undangengna áratugi hefur sorpi á Mib-Austurlandi verið brennt við opinn eld á sorphaugum eða í steyptum brennsluþróm í 1-2 km fjarlægð frá þéttbýlisstöbum og ask- an uröuð í nágrenni brennslustað- anna. Þessi aðferö stenst ekki kröfur nútímans um mengunarvarnir. Sorpsamlag Mið-Austurlands stefnir ab skipulagðri sorphirðu á svæðinu frá Norðfirði til Stöðvar- fjarðar. Jarðfræðistofan Stapi hf. hefur nú unnið frummat á um- hverfisáhrifum fyrir sorpsamlagið. Kannaðir voru fjórir mögulegir urðunarstaðir í landi Beruness og Þernuness. Niðurstaðan er ab allir komi þeir til greina, en besti staöur- inn til að urða sorpið sé Mýrdalur í landi Þernuness. Þar er náttúrulegt þéttiefni til staðar og gnótt urðun- arefna í nágrenninu. Talib er ab umhverfisrask yrði minnst þar, og Mýrdalur er vel hulinn m.t.t. um- ferðar akandi og gangandi manna. Staðsetning flokkunarmiðstöðvar á Reyöarfiröi er talin ákjósanleg vegna hagkvæmni í rekstri, meng- unarvarna og m.t.t. náttúruham- fara. Heildaráhrif framkvæmdanna eru talin jákvæð. Fimm opnar sorp- brennslur verða aflagðar og loft- mengun minnkar verulega í ná- grenni þéttbýliskjarna. Auk þess minnkar fok á rusli, sjónmengun og æti fyrir meindýr. Neikvæð áhrif eru sögð hverfandi. Frummatsskýrslan mun liggja frammi til kynningar til 12. febrúar nk. Frestur til að skila athugasemd- um vib framkvæmdirnar rennur út sama dag. M Samningar hafa enn ekki náðst um gerb Hvalfjarbar- ganga, þrátt fyrir ab Alþingi hafi samþykkt fyrir jól ab veita eins milljarbs króna rík- isábyrgb vegna gangagerbar- innar. Ólafur Sigurgeirsson á Þara- völlum kallar það hneyksli ab ríkið skuli veita ábyrgðina og vonar að hún dugi ekki til þess ab unnt verði að ganga frá samningum. Ólafur Sigurgeirsson, bóndi á Þaravöllum í Innri-Akranes- hreppi, og nágrannar hans mótmæltu því á sínum tíma þegar gefið var leyfi til ganga- gerðarinnar. Verði af henni, mun vegurinn að göngunum liggja yfir jörð Ólafs og telur hann engan vafa leika á því ab slíkt muni skerða stórlega af- komumöguleika hans, auk þess ab vera lýti á umhverfinu. Ólafur segist lengi hafa von- ab ab ekkert verbi úr fram- kvæmdunum og enn lifa í von- inni. „Þetta gengur ansi rólega fyr- ir sig, sem betur fer. Vib getum ekki gert annab en vonab ab svo verði áfram. Vib erum búin að mótmæla þessu á öllum stig- um, en þab virðist vera vib of- urefli ab etja. Úr því ab ríkis- stjórnin og þingmenn eru svo blindir ab sjá ekki hvílík vit- leysa þessi Hvalfjarbargöng eru, getum við ekki spornab vib því. En þab er náttúrlega hneyksli ab Spalarmenn séu búnir að ljúga því að landsmönnum í öll þessi ár að ríkib eigi hvergi ab koma nærri þessu dæmi. Þeir byrjubu á ab fá hjá þeim 50 milljónir, svo 70 milljónir og nú milljarb í ríkisábyrgb." Ólafur segir ab ekki hafi verib talab vib sig um land hans í þessu efni. Hann segir Spalar- menn eiga eftir ab komast að því að þeirra sé ekki bebib meb útbreiddum örmum. Ólafur bindur nú vonir sínar við þab ab Speli hf. takist ekki ab ganga frá samningum, enda segist hann ekki skilja ab nokk- ur mabur hafi áhuga á ab grafa peningana sína undir Hvalfirb- inum. „Göngin, eins og þau eru stabsett, koma abeins til meb ab þjóna Skaganum. Þau koma aldrei til meb ab borga sig. Þeir vita heldur ekkert hvab gerist þegar þeir koma undir Hval- fjörbinn. Þab er meb ólíkindum að nokkrum heilvita manni detti í hug ab leggja peninga í þetta. Hvab þá ef þeim dettur í hug ab þeir fái þá einhvern tím- ann aftur, það er ennþá furbu- legra." -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.