Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 6. janúar 1996 Hagvrbinqaþáttur Furður og feluleikir. Limrur og ljóð í sama dúr, er hin ágætasta bók sem góðlimruskáldið Jónas Árnason setti saman. Þar eru limrur um allt milli himins og jarðar og limrur um vistina í himnaríki sem og í híbýlum þess í neðra. En svona flýgur skáldfákur Jónasar víða. Þátturinn tekur sér bessaleyfi til að birta sýnishorn af orðlist Jónasar Árnasonar með ósk um að vísnavinir forvitnist um fleira í þeirri góðu bók, ef hún er þá ekki löngu uppseld. Náttúrufræbi Skáldkonan Hallgerður Heiðfjörð er vergjörn og bústin og breiðgjörð. Er til Himna hún fer þá hugsar hún sér að sofa hjá Sigurði Breiðfjörð. Víkingaaldarfrétt Margir kappar, sem vopnum best valda, til Valhallar tannlausir halda. Og það ketnur til afþví hve ákaft þeir bíta í illharðar skjaldarrendur. Reutersfrétt úr Himnaríki Sú tiltekt frökk var talin þegar Intemasjónalinn var sunginn ve í oe afengli 1. maí. Sá engill var snarvitlaus talinn. Fáein minningarorö Það varð engum við það hverft er andaðist Andrés vert. Menn álitu yfirleitt að aldrei hefði hann neitt um ævina þarfara gert. Af ástsælum presti Menn sögðu hann séra Barða vera bindindishetju harða. Og fáir sig furðuðu á því hve oft hann féll gröfina í er hann sóknarböm sín var að jarða. Yfirvofandi stórdansleikur í Logalandi Flykkist að með öl og vín ungmennanna glœsta fjöld. Blessuð sértu sveitin mín, sérstaklega nú í kvöld. Og þættinum ljúkum við svo með snargeggjuðum hugleiðingum Búa, sem yrkir eins og engill þótt efnis- tökin séu einstaklega jarðbundin. Óafruglaðar bullhendur Hjá Garðskagavita ég siðprúður sit í sólskini, hita og mollu. Kjaftæði rita með kolsvörtum lit um kíghóstasmitaða rollu. Ljósið slokknar lífs á kveik, landið sokkna veður reyk. Að þessu loknu þigg ég steik, þvílíkt rokna dmllumeik! Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Tímamælar, stööutákn og sýndarmennska Mörg er tískan og langt frá því að vera einskorðuð við fatnað. Tískuhönnuðir fást við sitthvað annað en kjóla, hatta, yfirhafn- ir og allt þetta sem skapar manninn, að því að sagt er. Eitt af því, sem hönnuðir tísku leggja nöfn sín við og er mis- jafnlega fínt, eru úr. Þau fást í öllum gerðum, stærðum og verðflokkum og eru tískufyrir- bæri eins og margt annað. Til að mynda eru gömul arm- bandsúr af réttum geröum og árgöngum mjög eftirsóttur og dýr varningur í Bandaríkjun- um. Fermingarúrið frá þriðja og fjórða áratugnum getur verið munaður, sem aðeins þeir efn- uðu geta leyft sér að láta sjá sig með í óperunni. Úrsmiðir og aðrir þeir, sem fylgjast með klukkutískunni, vita að margir eiga úr til skipt- anna nú til dags og staðfest dæmi er um ágæta konu sem á ellefu úr, sitt af hverri gerðinni, en öll dýr og flott. Og nú er komið að Heiðari að svara hvort það sé nauðsynlegt að fylgja einhverri úratísku eba hvort úrasöfnun sé hégóma- skapurinn einber. Heibar: Fyrir mér var það allt- af þannig að úr á hendi er núm- er eitt til að vita hvað klukkan er og geta fylgst meb hvenær maöur á að vera mættur á þess- um og þessum stað. Úr er nauð- synjahlutur. Úr til skiptanna En sú þróun er orðin að gagn- vart stórum hópi fólks er úr ekki síður stöðutákn en tíma- mælir og hefur hins vegar breyst í skartgrip. Þannig er það að allmargar konur eiga slatta af úrum, eins og kona sem gengur með gleraugu þarf ab eiga nokkrar gerðir umgerða til skiptanna. Vel klædd kona má gjarnan eiga úr sem passar við þessa dragt eða þennan kjól. Úr sem passar að vera með í sporti og þar fram eftir götunum. Hún stílar kannski á vissa liti, þann- ig ab ef hún er í svarta jakkan- um er hún meb úrið með svörtu ólinni og ef hún er með mikið af gullskartgripum er hún meb úrið með gullinu á. Og ef hún er vel efnuö og fer í selskap, er hún gjarnan með úrib sem skreytt er með perlum og dem- öntum. Það er dálítið um það að fyrir- tækin sem búa til dýra skart- gripi, bæði þessa rándýru og svo líka tískuhúsin, þeir fram- leiða gjarnan úr í stíl við eyrna- lokka og hálsmen, en ekki bara armband eöa ól meb klukku á. Aögát skal höfb í nærveru stööu- tákna Síðan er það stöðutáknið. Það eru merkin. TAG Heuer er voða mikið „in" í dag. Hér á íslandi hefur Raymond Weil náð góðri stöbu. Rolex er alltaf Rolex, eins og Cartier er alltaf Cartier, sem er það tískufyrirtæki sem einna lengst hefur léð úrum nafn sitt. Sumir gera í því að eiga þessar tegundir og sumir gera í því ab eiga þær til skiptanna. Ab geta flassað því á fundi sem stöðu- Heiðar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig áégab vera? Cartierúr detta niður undan ermalíningunni í búð, þá fái maöur betri þjónustu. En þab getur líka virkað kjánalega. Það má ekki fara út í öfgar þarna, fremur en á öðrum svið- um. Það getur allt eins gert lítið úr manni eins og hitt. Þab er nú einu sinni þannig að það er ekkert fínt fyrir blank- an mann, sem allir vita að er stórskuldugur, að flagga rán- dýru Rolex bara til að sýnast. Vönduö vara er góð eign En hinu skulum vib ekki gleyma að dýru úrin eru, ef þau eru ósvikin, mjög vönduð og eru góð eign. Dýru merkjaúrin eru fínar fimmtugsafmælisgjaf- ir og allt í lagi með það. Og geta eigendurnir borið þau kinn- roðalaust, því vandaðar vörur eru ekki endilega kjánaleg stöðutákn, langt frá því. Flestir stærstu og grónustu tískuhönnuðir í Evrópu eru með sín eigin úr og fer þeim fjölgandi sem bæta þeirri vöru- tegund í markaðslínu sína. Eins og fyrr kom fram, eru armbandsúrin fyrst og frenrst til þess ætluð að eigendur þeirra geti fylgst meb tímanum. En ekki sakar að þau séu vönduð og falleg; skellótt úr og snjáðar ólar eru engum til prýði. ■ tákni, við skulum segja tveggja daga fundi, heima eða erlendis, að annan daginn er maður með Rolexúrið sitt og hinn daginn með Cartierúrið sitt til þess ab sýna sína stöðu. Þarna þurfum við íslendingar að skoða okkar hug, vegna þess að okkur hættir alltaf til að vera svolítiö nýrík og berast um of á. Það þarf að fara svolítið varlega í þessa sýndarmennsku. Hún þarf að vera trúverðug. Það má vel segja ab ef maður lætur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.