Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 6. janúar 1996 15 Fyrsta kœran, sem barst lögreglunni, var frá Francoise, 7 7 ára gamalli. Hún var sannköllub þokkadís, afar fríb og meb glcesilegan líkama. Francoise virtist skammast sín þegar hún hóf frásögn sína á skrifstofu lög- reglunnar, en þab var ekki vegna þess ab hún cetti erfitt meb ab rifja upp at- burbina, heldur átti hún í vandrcebum meb minnib. Hvort henni hefbi verib naubgab eba ekkil Til ab komast ab hinu sanna, sneri hún sér til lögregl- unnar og sagbi sögu sína. Mmars árib 1982 hafbi Francoise set- iö á kaffihúsi í smá- bænum þ sem hún átti heima, Annecy, og beiö eftir félagsskap. Vegna seiöandi útlits sat hún sjaldnast lengi ein á skemmtistaö. Og þannig var þaö einnig þetta síödegi. Myndarlegur og snyrtilegur ungur maöur byrjaöi aö brosa til hennar og brátt spuröi hann hvort hann mætti tylla sér hjá henni. Maöurinn kynnti sig sem Joseph Aurino og sagö- ist vera 22ja ára gamall. Hann var tímabundiö at- vinnulaus, en haföi starfaö viö bílaviögeröir aö sögn. Þriöji aöili Kynni Francoise og Josephs uröu brátt góö. Skömmu síðar kom miðaldra maður og heils- aöi Joseph. Hann kynnti sig sem Marc Bouvaget, fyrrver- andi forstjóra nú sestan í helg- an stein. Francoise naut sín vel í þess- um heillandi félagsskap og hikaöi ekki þegar Bouvaget bauö þeim með sér til villu sinnar við Rue Vaugelas. Bou- vaget bað hana að hafa hljótt þegar þau voru að ganga inn, því hann sagði að aldraður faðir sinn væri sofandi í einni álmunni og fannst Francoise mikiö til koma aö hann skyldi hýsa fööur sinn. Francoise var náttúrlega kærulaus að taka þá áhættu að fara heim með ókunnugum mönnum, en henni fannst sem vinirnir væru af öðru sauðahúsi en þeir menn sem hún haföi áöur kynnst. Enda er mjög sjaldgæft að brenglað- ir menn vinni saman þegar þeim gengur eitthvað illt til, yfirleitt pukrar hver í sínu horni. Francoise tók andköf þegar inn í húsiö var komið, enda glæsilegur íburöur hvarvetna. Húsráðandi bauð henni upp á köku og appelsínudrykk og fleiri kökur fylgdu í kjölfarið milli þess sem hellt var í glas- iö. Skyndilega fann Francoise Francoise í annarlegu ástandi. Myndin fannst á heimili Marcs Bouvaget. Glœpur eba ekki glcepur? Sum fórnarlambanna voru óviss hvort þau hefbu verib svívirt kynferbislega: Hvað geröist nóttina á undan? SAKAMAL fyrir þyngslum og varð aö leggjast á sófann í stofunni. Algjört óminni Daginn eftir vaknaði hún nakin í tvíbreiðu rúmi með Marc og Joseph liggjandi til beggja hliða. Báðir voru naktir og minni Francoise var algjör- lega dautt. Það var ekkert sem benti til að kynmök heföu átt sér stað, enda trúði Francoise því að hún hefði vaknað upp við slíkt. Hún hraðaöi sér út, en Marc og Joseph voru báðir í fastasvefni þegar hún smeygði sér út um dyrnar. Það tók Francoise þrjá daga ab gera það upp við sig hvort hún ætti að snúa sér til lög- reglunnar. Hún gat ekki úti- lokað möguleikann að hún hefði verið svívirt kynferðis- lega, en samt var ekkert sem joseph Aurino. Monique. Isabelle. benti til þess. Ef kynmök hefðu átt sér stað, hefðu Marc og Joseph orðið að þvo rænu- lausan líkama hennar ab nauðguninni lokinni, og það var full brjálæðislegt til að geta verið satt. E.t.v. hafði hún sjálf afklæðst og farið inn í rúm, en henni fannst sem hún yrbi að vita sannleikann. Eitt var ljóst: Hana Iangaði ekki til að hitta tvímenningana aftur. Málinu var sýndur meiri áhugi af hálfu lögreglunnar en Francoise átti von á, þegar hún sagði sögu sína. Marc Bouvaget. Gömul saga Þegar vitnisburðurinn var lesinn upp, kom yfirmaður þess sem tók skýrsluna og sagði: „Þetta gæti leitt til lausnar Strassborgarmálsins." Annecy og Strassborg eru í austurhluta Frakklands, um 150 km frá noröurlandamær- unum. Tveimur árum ábur hafði 22ja ára gömul stúlka, Marie, ferðast á puttanum skammt frá Strassborg á heit- um sumardegi. Hún var mjög léttklædd í stuttu pilsi og í hlírabol. Maður á miðjum aldri, ekki ósvipaður í útliti og Francoise lýsti Marc, hafði stöbvab bifreiö sína og boðið henni að sitja í. Henni fannst hún örugg í bíl meö honum og þáði tvo konfektmola án nokkurs hiks. Eftir það mundi hún ekki neitt. Þegar Marie rankaði vib sér, höfðu liðið 9 klukkustundir og hún lá nakin að neðan inni í skógi. Hún hafði misst meydóminn í óminninu og auk þess voru smávægilegir áverkar á geir- vörtum, líkt og þær hefðu ver- ið stroknar af krafti. Marie fékk far með vörubif- reibarstjóra í bæinn og þar tóku lögregla og hjúkrunarfólk við henni. Hún gat ekki lýst manninum að neinu gagni og um bílinn mundi hún ekki annað en að hann var af al- gengustu gerð Citroen-bif- reiða og græni liturinn sagði lítið. Málið hafði aldrei verið upp- lýst, en nú gaf saga Francoise nýja von. Marc og Joseph reyndust hafa gefið upp rétt nafn og heimilisfang og lög- reglan fylgdist um tíma með þeim. Eftir nokkra athugun sá hún ekki ástæðu til að skoða málið frekar, mennirnir höfbu sagt satt og rétt frá og spæjarinn hafði ekki séð neitt misjafnt til þeirra. Tilvikum fjölgar En 10. maí kom þriðja málið inn á borð lögreglunnar. Monique, 17 ára, sagbi nánast sömu sögu og Francoise, nema að þegar hún vaknaði í íbúb Bouvagets var hún fullviss um að sér hefði veriö nauðgaö. Tveimur dögum síðar mætti Liliane, 18 ára, ekki í vinnu sína á þriðjudagsmorgni. Þeg- ar yfirmaður hennar spurði hana morguninn eftir af hverju hún hefði ekki komið daginn áður, hélt hún að það væri í raun mánudagur. Hún hafði misst 48 klukkustundir úr minninu og aödragandinn var svipaður og í fyrri tilvik- um. Eftir að hún sneri sér til lögreglunnar, var sýnt að þetta gæti ekki endað nema á einn veg. Tvímenningarnir væru ljóslega að auka við eitur- skammtinn og Liliane hefði verið lánsöm að vakna yfirleitt aftur. Haldbær sönnun Verið var að undirbúa hand- tökuna þegar 16 ára stúlka, Isabelle, sneri sér til yfirvalda og loks var haldbær sönnun komin fyrir sekt félaganna. Hún var ófrísk, en mundi þó ekkert, og blóðprufa myndi sýna hvort Joseph eða Marc væri faðirinn. Engir aðrir komu til greina. Isabelle sagði jafnframt að hún hefði séð myndaalbúm með fjölda mynda af fáklædd- um eða nöktum stúlkum í annarlegu ástandi. Joseph Aurino og Marc Bou- vaget neituðu öllum sak- argifftum þegar þeir voru handteknir, en sönnunar- gögnin hlóðust upp gegn þeim og þeir hefðu fengið vægari dóm ef þeir hefðu verið samvinnuþýðari. í september 1983 var Joseph Aurino dæmdur x 7 ára fangelsi, en fé- lagi hans, Marc Bouvaget, fékk 16 ára dóm. Hann þótti pott- urinn og pannan í glæpunum, auk þess sem Joseph var hábur fjárhagslegri framfærslu hans. Talið er að fórnarlömb Marcs og Josephs hafi verið um 30 talsins, en ekki sannaðist hvaða lyf eða eitur var notaö. Ekki reyndist unnt að tengja málið viö nauðgunina í Strass- borg og er það mál enn óleyst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.