Tíminn - 09.01.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.01.1996, Blaðsíða 1
Sími 563 1600 Brautarholti 1 STOFNAÐUR1917 80. árgangur Þriðjudagur 9. janúar 5. tölublaö 1996 Eftirsott málverk á Mokka í gær var opnuð á Mokka sýning á silkiþrykkjum af Eftirsóttasta og Síst eftirsóttasta málverki bandarísku þjóbarinnar eftir rússnesku myndlistarmennina Komar og Melamid. Verkin unnu listamennirnir eftir bandarískri skobanakönnun þar sem almenningur var spurð- ur hvað hann helst vildi sjá eoa síst í málverki. Ámóta listaverk hafa verið gerð eftir vinsælda- og óvinsælda- könnun í 12 þjóðlöndum til þessa og geta Islendingar séö afrakstur skoöanakönnunar Hagvangs á sýningu á Kjarvalsstöðum sem veröur opnub um næstu helgi. Þar mun koma í ljós hvaöa stærðir, liti og viðfangsefni þjóðarsálin sér fyrir sér ef hún mætti ráða. -BÞ Fundaö um möguleika á risa- álveri á Vatnsleysuströnd: Fundarstaður- inn er leynd- armál í dag mun viðræbunefnd iðnab- arrábuneytis eiga fund meb for- ráðamönnum Atlantsálshóps- ins svonefnda, sem þrjú fyrir- tæki í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Hollandi, myndubu fyrir 5 árum í því skyni að reisa stórt álver á Keilisnesi á Vatnsleysu- strönd. Ekkert varb af fram- kvæmdum, þegar heimsmark- aösverb á áli hrapabi í byrjun þessa áratugar. Fundarstaðurinn var talinn leyndarmál í gær, abeins vitað að fundurinn er haldinn erlendis. Menn vildu ræða í friðí og spekt án afskipta fjölmiðla. Á morgun eða á fimmtudag er von á fréttum af gangi mála, þeg- arjóhannes Nordal formaður við- ræðunefndarinnar og föruneyti hans kemur til landsins. -JBP Myndin var tekin ígær af bandarískum dáta meb einkennishúfuna ofan íaugu, sem stillti sér upp framan vib þverskurbareftirlœti Bandaríkjamanna. Eftirlœti þeirra er bláir tónar, tré, antílópur og fyrrum ástsœll Bandarikjaforseti svo dæmi sé tekib. Tímamynd: cva Nýstofnaö Félag úthafsútgerba rœbst gegrt meintum skattaálögum sjávarútvegsrábherra. Rcekjuskip á Flœmingjagrunni: Ráöherrastóll gæti hitnað „Ef hann lætur erlenda lög- reglu taka íslensk fiskiskip á al- þjóðlegu hafsvæði, þá held ég ab stóllinn hans verbi heitur," segir Óttar Yngvason fram- kvæmdastjóri og stjórnarmab- ur í Félagi úthafsútgerba um Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- rábherra og þá stöbu sem upp er kominn á Flæmingjagrunni. En eins og kunnugt er þá hafa útgerðir rækjuskipa á svæðinu neitab ab taka um borb veibi- eftirlitsmenn Fiskistofu. Vegna veðurs var óvíst í gær hvort kanadíska strandgæslan mundi reyna að koma þremur veiðieftirlitsmönnum Fiskistofu um borð í rækjuskip á Flæm- ingjagrunni í óþökk skipstjóra og útgerða skipanna. Aftur á móti eru veiðieftirlitsmenn um borð í Kletti SU og Otto Wathne NS og hafa útgerðir þeirra þegar mót- mælt því við ráðuneytið og hafa krafist endurgreiðslu af útlögð- um kostnaði vegna þessa. Um helgina var stofnað Félag Bœjarstjóri Ólafsfjarbar um fyrri eigendur Clits hf: Ekki stabib vib loforb um vibskiptasambönd „Það var gengib út frá því ab ákvebin vibskiptasambönd héldu sem vib mátum sem eina og hálfa milljón. Þab gekk ekki eftir og vib höfum því ekki greitt þann hluta kaupverbsins sem ab því sneri. Við erum ab vinna í því ab ná þessu í gegn," sagði Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri á Ólafsfirbi og settur framkvæmdastjóri keramikfyr- irtækisins Glits hf. sem bærinn á 98% í. Ólafsfirðingar keyptu Glit á síð- asta ári af hlutafélaginu Fossnesi hf. en slæm rekstrarafkoma hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu eins og kunnugt er. Nýlega fékkst samþykki fyrir að bæta vib 7,5 milljón kr. í hlutafé til að tryggja starfsemina áfram. Auk þess sem Hálfdán telur að loforð um erlenda markaði hafi verið svikin bendir hann á að fréttir af rekstrartapi Glits orki tví- mælis eftir því hvernig horft sé á bókhaldið. Þannig hafi laun starfsfólks fyrstu mánuði fyrir- tækisins verið færð sem rekstrar- kostnaður á meðan þjálfun starfs- fólkins fór fram, en ekki sem stofnkostnaður. Hálfdán sagðist binda miklar vonir við sýningu í Bretlandi í febrúar, enda sé mögulegt að flytja út keramikvöruf fyrir tugi milíjóna á ári auk þess sem ís- lenski markaðurinn sé stöðugur. Níu manns starfa hjá Glit hf. og hefur starfræksla þess mjög mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið, ab sögn bæjarstjórans. -BÞ úthafsútgerba sem ætlað er að gæta hagsmuna þeirra útgerða sem gera út fiskiskip utan ís- lenskrar fiskveiðilögsögu og hafa ekki kvóta innan hennar. Þarna er um að ræða útgerðir skipa sem eru skráð á íslandi eða í meiri- hlutaeigu eða rekstri íslenskra aðila. Á stofnfundinum voru fulltrúar 12 útgerða sem að sögn Óttars Yngvasonar afla árlega fyrir um 3-4 milljarða króna. í ályktun stofnfundarins er m.a. lýst yfir undrun yfir nýsettri reglugerð sjávarútvegsráðuneyt- isins um veiðar íslenskra skipa utan landhelginnar og þá eink- um þeim þætti hennar er lýtur að sérstökum skattaálögum í formi greiðslna vegna veiðieftirlits- manna Fiskistofu. En talið er að þær muni nema hátt í 100 millj- ónum króna á ári fyrir útgerðirn- ar. Bent er á að þegar sé fyrir hendi eftirlit með veiðunum á Flæmingjagrunni af hálfu NAFO, eins og tíðkast hefur. Jafnframt er skorað á sjávarútvegsráðherra að hefja samvinnu við úthafsveiði- útgerðir um sjálfstæðar hafrann- sóknir á þeim veiðislóðum þar sem úthafsveiðiskipin stunda veiðar. Hið nýja félag átelur meinta vanrækslu íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og telur að gefnu tilefni að það sé ofar í hugum stjórnvalda að efla skriffinnsku og annan eftirlitsiðnab í stab þess að láta arðbær verkefni hafa forgang. Minnt er á að veiðar á fjarlægum miðum eru helsti vaxtarbroddurinn í íslenskum sjávarútvegi og því er skorað á stjórnvöld að styðja viðleitni út- gerðarmanna til þess arna. Af þeim sökum eigi íslensk stjórn- völd ekki að taka þátt í tilraunum erlendra aðila til þess að bregða fæti fyrir framsókn íslendinga á þessu sviði útgerðar. -grh Alvarlegt slys á Miklubraut: Ungur maður lést 17 ára gamall piltur lést eftir umferðarslys aðfaranótt sunnudags á Miklubraut. Til- drög slyssins voru að tveimur bílum var ekið vestur götuna og beygði annar skyndilega í veg fyrir hinn. Önnur bifreiðin kastaðist á grindverk og sluppu tveir farþegar hennar ómeiddir en hinn bíllinn kastaðist á ljósastaur og endaði í húsa- garði. Þrennt var í bílnum og lést farþegi í framsæti af áverk- um sínum en aðrir sluppu ómeiddir. Pilturinn hét Hilm- ar Þór Reynisson til heimilis að Hlíðarhjalla 17, Kópavogi. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.