Tíminn - 09.01.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.01.1996, Blaðsíða 2
2 Kfíttröm Þriöjudagur 9. janúar 1996 Tíminn spyr... Eiga stjórnendur leikhúsa ab hafa áhrif á þaö hverjir gagn- rýna leiksýningar? Þórhildur Þorleifsdóttir Icikstjóri „Nei, ekki hverjir gera það. Aftur á móti kemur leikhúsum eins og öðrum menningarstofnunum við sú menningarstefna sem ríkisút- varp eða ríkissjónvarp rekur. Það er mildð böl hvað leiÚistargagnrýni er hér á lágu piani, eins og sést á því aö enginn munur er gerður á fag- mennsku og áhugamennsku í leik- húsi, en einna verst þykir mér þó þegar meöalmennskudekrið veður uppi. Það er líka afleitt að íslenska ríkissjónvarpið skuli ekki sinna hlutverki sínu betur en þetta, að af- greiða alla menningu landsins, sem er nú bara talsverð að vöxtum og stór hluti af lífi mjög margra íslend- inga, á fáeinum mínútum, stand- andi upp við eitthvert hænuprik í sjónvarpssal." Viðar Eggertsson leikhússtjóri „Nei. Á meðan Ieikhús er opið öllum almenningi þá hlýtur það líka að vera opið öllum gagnrýnis- röddum. Á meðan frjáls fjölmiðlun er í landinu þá hljóta þær gagnrýn- israddir að hafa rétt á því að flytja mál sitt, en hitt er svo annað mál hvort þeir sem gagnrýna leikhús eða aðra þurfa ekki að gæta ákveð- inna siöareglna í umfjöllun sinni um menn og verk þeirra." Inga Bjarnason leikstjóri „Ef tilefni spurningarinnar er umfjöllunin í Dagsljósi, sem mér finnst alveg óskaplega ómerkileg, þá styö ég það sem þau í Þjóðleik- húsinu eru að gera. Það er náttúr- lega ekki hægt að sitja undir órök- studdum dónaskap. í flestum til- fellum eiga stjórnendur leikhúsa ekki að hafa áhrif á umfjöllun um leiklist en gagnrýnendur þurfa aö- hald eins og aörir. Þeir þurfa að fylgja siðareglum og kunna manna- siði." Jón Vibar Jónsson svaraöi fyrir sig í Dagsljósi í gœr: Vilja ritskoöa Dagsljós Stefán Baldursson þjóöleik- hússtjóri og Þuríöur Páls- dóttir, formaöur þjóöleik- hússráös, hafa fariö fram á þaö viö ritstjóra Dagljóss í bréfi aö Jón Viöar hætti aö fjalla um verk Þjóöleikhúss- ins sem gagnrýnandi, þar sem efnistök hans séu órök- studd og öfgakennd. Þá hef- ur Stefán Baldursson sagt aö Jón Viðar láti persónulegt mat sitt á ákveðnum ein- staklingum ofar fagmennsk- unni og þannig fái sömu aö- ilar ítrekaö ekki notið hlut- leysis í dómum Jóns Viöars. Sem dæmi hefur hann tekiö frammistööu Jóhanns Sig- urðarsonar í hlutverki Dons Juan. Ritstjóri Dagljóss, Siguröur Valgeirsson, segir svona til- mæli vera tímaskekkju og ekk- ert tillit veröi tekiö til óskar Þjóðleikhússins. Hann sé hins vegar tilbúinn aö ræöa við menn á faglegum nótum en til I tíunda sinn á tíu árum var hæsti lottóvinningurinn seld- ur hjá Horninu á Selfossi. Gunnar Guömundsson kaup- maöur var aö vonum ánægöur um helgina með aö hafa selt mibann sem gaf tölurnar 11- 22-25-26 og 31. Eigandi miö- ans fær nú í sinn hlut 24,3 milljónir króna. Er þetta ann- ar stærsti lottóvinningur sem falliö hefur í skaut íslendingi. í Víkingalottói hefur íslend- ingur unniö 39,5 milljónir króna. „Þetta er afar ánægjulegt, aö viöskiptavinur okkar skuli fá þennan rausnarlega vinning. Ég vona bara aö sá lukkulegi njóti vinningsins og fari varlega með hann. Hér er um að ræöa vinn- ing sem jafngildir ævistarfi venjulegs launþega. Ef viðkom- andi heföi unniö fyrir þessum vinningi þýddi það um 45 millj- jón Viöar jónsson. þessa vanti rökstuðning og fjölmiölar séu ekki rétti vett- vangurinn fyrir deilu af þessu tagi. Tíminn tók Jón Viöar tali í gær en hann vildi fátt um mál- ið segja aö svo stöddu. -Hefiir þessi deila tekið við af fjölmiðlafárinu í kringum Lang- holtskirkju, Jón Viðar? „Ja, ég veit þaö ekki." -Hvað með orð þjóðleikhús- ónir króna, þaö er nú ævilaunin hjá mörgum launþegum," sagði Gunnar. Vinningur í lottói er skattfr jáls. Gunnar sagöi aö einu sinni hefði komiö hæsti vinningur í Horninu, 2,9 milljónir, sem aldrei gengu út. Miöinn fannst aldrei og var lengi auglýst eftir honum. Allt þaö ár var fólk aö koma meö lottómiða til að láta kanna hvort vinningurinn leyndist þar. Upphæðin gekk síöan til Islenskrar getspár eftir árið. Fleiri hæstu vinningar hafa ekki gengiö út samkvæmt upp- lýsingum Vilhjálms B. Vil- hjálnrssonar hjá íslenskri getspá í gær. Gunnar Gubmundsson sagöi að fyrir helgina heföi sala lottó- miða verið meö eindæmum góð hjá sér, þúsundir miða hefðu selst. stjóra að þú sért ekki hlutlaus í dómum þínum — leggir jafnvel ákveðna aðila í einelti? „Veistu þaö, að ég mun ekki láta uppi nein viðbrögð viö slíkum yfirlýsingum. í þessu moldviðri öllu hefur aðeins verið nefnt eitt dæmi þar sem ákveöið atriði hefur verið tek- iö úr dómi frá mér og það geröi Stefán Baldursson í fréttatíma sjónvarpsins. Ég mun svara því tiltekna atriði í Dagsljósi í kvöld." (í gær). -Finnst þér ekki óheppilegt að þetta mál sé rekið fyrir fjölmiðl- um? „Ja, þaö er ekki frá mér kom- iö. Þetta bréf var sent sjón- varpinu á fimmtudagskvöldi en þaö var komið í hendur Morgunblaðsins daginn eftir. Ég kann engar skýringar á því." -Hefurðu hreinan skjöld sem gagnrýnandi Dagljóss? „Ja, hvaö heldur þúl?" -BÞ „Mest eru þetta fjölskyldur sem kaupa lottómiöa hjá okkur, yfirleitt fulloröiö fólk, krakkar og ungmenni kaupa ekki svona. Eldra fólk kaupir mikið, þetta er hluti af tilverunni hjá því aö kaupa þetta í tilbreytingarleys- inu," sagöi Gunnar Guömunds- son kaupmaöur í samtali viö Tímann í gær. „Vonandi förum viö aö heyra í þeim lukkulega, varla eru menn lengi að átta sig á þessu," sagöi Vilhjálmur í gærmorgun. Eftir hádegi hringdi lukkulegur „aöili", handhafi miðans. Óskar sá algjörrar nafnleyndar. Þess skal getið aö eigandi 24,3 milljóna getur fengiö í þaö minnsta 1,5 milljónir í vexti á ári áhyggjulaust, eöa á fimmta þúsund krónur á degi hverjum. Áhyggjulaust líf þaö mundi ein- hver segja. -JBP Sagt var... Tilgangur dyggbarinnar „Sihareglur eru gerðar til ah halda múgnum í skefjum; hógværð, rétt- læti og gó&semi eru sett á oddinn til ah gera fólk ánægt í sinni lítilvægu gleöi. Stahreyndin er ah valdamenn- irnir boða fjöldanum dyggðugt líf- erni til að þeir geti óhultir otaö sín- um tota." Gunnar Hersveinn í grein um sibfræbi í Morgunblabinu Nlðurskurbur eba uppskurbur? „Með sama hætti og þeirri spurn- ingu verður að svara hvort hægt sé að ná fram meiri sparnaði í rekstri sjúkrahúsa með því að leggja áherslu á uppbyggingu og starfrækslu á einu hátæknisjúkrahúsi, er tímabært að taka afstöðu til þess hvort halda á áfram þeirri þróun sem hér hefur staðið í nokkur ár, að byggja upp marga háskóla." Reykjavíkurbréf Morgunblabsins Lögmál markabarins „Ég verð að segja að mér fannst þessi uppákoma fráleit af hendi jóns Stefánssonar. Það er eins og árásin hafi verið markaðssett. Það er óhæfa að fara að á þennan hátt á stórhátíð- um og eftir því sem ég hef lesið lítur út fyrir að það hafi vakað fyrir hon- um að klekkja á séra Flóka." Séra Arngrímur Jónsson í DV Kjör íslenskra nýbúa á Jótlandi „Mesti munurinn eraö í Hanstholm nást sömu eða heldur hærri laun og heimafyrir, en bara með miklu skemmri vinnutíma. Sjö tíma vinnu- dagur er nýlunda fyrir nánast alla ís- lendingana og eins það að ekki er unnið nema fimm daga vikunnar. Þar við bætist fimm vikna sumarfrí. Heima var sumarfrí fræðileg stærð á pappír sem freistandi var að vinna af sér. Hér kemur hvorki til greina yfir- vinna né ab sleppa sumarfríinu. Þeir sem flytja vita af vinnuskilyrbum og enqinn vafi er á ab þessi atriði veqa þungt." Úr úttekt Sigrúnar Davíbsdóttur í Morgunblabinu þar sem hún hefur t.d. eftir ungum manni ab Island sé bara fyrir þá ríku. Ekkert lát er á vangaveltum um forseta- frambjóbendur í pottinum og endurskob- andinn úr austurbænum fullyrbir ab í sín- um kreðsum gerist háværari orbrómur um að menn ætli að hvetja Ingimund Sigfússon sendiherra í Bonn til að gefa kost á sér. Ingimundur þykir hafa fjöl- margt í þetta starf og er haft til sanninda- merkis um þab hversu óumdeildur hann í raun sé ab þegar hann var gerbur ab sendiherra á sínum tíma, gekk þab fyrir sig nánast gagnrýnislaust. Hitt telja menn þó víst ab ef Davíb ætlar fram þá muni Ingimundur ekki fara ... • í heita pottinum var það altalað um helg- ina að upp væri kominn ágreiningur inn- an handknattleikssambandsins eftir að Þorbjörn landslibsþjálfari fann í mótaskrá ab ísland hafi unnib sæti í undanaúrslit- um heimsmeistarakeppninnar þrátt fyrir öll töpin í sumar. Nú er spurningin hvort þab var Þorbergur Abalsteinsson, sem var rekinn sem landslibsþjálfari eftir ófar- irnar, sem eftir allt saman kom strákunum okkar í framhaldskeppni, eba núverandi þjálfari Þorbjörn jensson meb því ab fara ab glugga í mótaskrá. Sagt er ab í rábi sé ab fá Þorberg aftur sem þjálfara landslibsins en Þorbjörn taki ab sér ab fylgjast með úrslitum móta og láta vita hvenær við vinnum og hvenær strákarnir spilasig útúröllu saman. • í rábi er ab Ríkisútvarpib selji verbmætt hljóöfærasafn sitt til ab hægt verbi ab sjónvarpa beint frá Olympíuleikunum í sumar. í heita pottinum er sagt aö þab séu góö skipti selja flygla og fiblur til aö hinn gífurlegi fjöldi íþróttaunnenda hér á landi missi ekki af neinu því sem fram fer í Atlantic City og fái þab allt beint í æb eins og steratröllin sem vinna afrekin. Þab mun ekki kosta nema 45 milljónir ab sjónvarpa leikunum og þar sem útvarpið er rekið fyrir íþóttadeildina en ekki sem hljóbfærasafn er ekkert sjálfsagbara en ab selja draslib til ab Ríkisútvarpib geti þjón- ab undir íþróttirnar, sem er höfubhlut- verk þess. Lottóvinningur upp á 24,3 milljónir til Sunnlendings á miöa keyptan í Horninu á Selfossi. Gunnar Guömundsson kaupmaöur: Ævilaunin í einum drætti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.