Tíminn - 09.01.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.01.1996, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 9. janúar 1996 WŒmhm STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Cuðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Hlutverk ríkisvaldsins Eitt af helstu viðfangsefnum í stjórnmálum hvar- vetna er að ákveða hvað þáttur ríkisvaldsins á að vera mikill. Hér á landi hefur þessi þátttaka verið mjög mikil í gegnum tíðina. Ríkisvaldið rekur um- fangsmikið velferðarkerfi, sem felst í félagslegri að- stoð og heilbrigðis- og tryggingaþjónustu. Upp- bygging samgöngukerfisins er á hendi ríkisvalds- ins, skólakerfið allt til skamms tíma, þótt nú séu áform um að færa grunnskólann yfir á sveitarfé- lögin að fullu. Að auki sér ríkisvaldið um hin hefðbundnu verkefni löggæslu og öryggismála. Hér eru aðeins nefnd stærstu verkefnin. Ríkisvaldið hefur tekið mjög mikinn þátt í at- vinnulífinu hérlendis og það er sá þáttur sem er undir smásjá. Hér á landi eru tveir stórir ríkisbank- ar og atvinnuvegasjóðir þar sem ríkið er aðaleig- andi. Póst- og símamálastofnun og Ríkisútvarpið eru dæmi um stórar ríkisstofnanir sem eiga að sjá um tiltekna þjónustu við fólkið í landinu. Umræður um svokallaða einkavæðingu byggj- ast á nokkrum meginatriðum. Hið fyrsta er að rík- isrekstur sé eðli málsins samkvæmt þyngri í vöfum en einkarekstur og henti síður nútíma viðskipta- háttum. í öðru lagi að í blönduðum rekstri standi fyrirtæki ekki jafnt að vígi í samkeppni þar sem ríkið er bakhjarl annars vegar og rekur samkeppni við einkafyrirtæki. í þriðja lagi að hagkerfi okkar sé opið og við getum ekki vænst þess að reka okkar atvinnustarfsemi undir öðrum formerkjum en annars staðar gerist. Formælendur ríkisrekstrar halda því hins vegar fram að tilgangur þátttöku ríkisins í lykilfyrirtækjum sé að sjá ti! þess að til- tekin þjónusta sé tryggð. í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar eru ákvæði um að breyta rekstrarformi viðskiptabank- anna og endurskoða fyrirkomulag atvinnuvega- sjóðanna. Nefnd er að störfum í undirbúningi þessara mála og viðskiptaráðherra hefur lýst þeim vilja sínum að breyta Búnaðarbankanum í fyrstu lotu í hlutafélag, án ákvarðana um að selja hluta- bréfin. Það verði lagt í vald Alþingis. Umræðan um þessi mál virðist á þessu stigi að minnsta kosti vera nokkuð þröng. Hún hefur í raun snúist eingöngu um rekstrarform annars rík- isbankans. Spurningin sem brennur á er ekki síst sú, hvernig hið íslenska kerfi banka og peninga- stofnana bregst við breyttum aðstæðum. Hvernig er það best úr garði gert til þess að veita einstak- lingum og atvinnulífinu í landinu sem besta þjón- ustu, standast vaxandi samkeppni og halda vöxt- um í skefjum. Nýlega hefur seðlabankastjóri upp- lýst að íslendingar verði að búa við hærri vexti en í nágrannalöndum enn um sinn, vegna smæðar ís- lensks peningamarkaðar. Þetta eru alvarleg tíðindi. Breyting á Búnaðarbankanum í hlutafélag mun varla skipta sköpum í þessu efni. Það ber brýna nauðsyn til að nálgast þessa umræðu í víðara sam- hengi. Átvöglin frá Fiskistofu Nýtt félag úthafsveiöiútgerða var stofnað um helgina og mun þetta fé- lag einkum samanstanda af útgerð- araðilum, sem senda skip til rækju- veiða á Flæmska hattinum skammt' undan fiskveiðilögsögu Kanada. Hið nýja félag lét það verba sitt fyrsta verk ab samþykkja ályktun um að þeir vildu enga veiðieftirlitsmenn frá Fiskistofu um borð í sín skip á mið- unum, vegna þess ab slíkir mats- menn væru svo þungir á fóbrum. Fkki er hægt að skilja yfirlýsingar rækjuútgerðanna öðruvísi en svo að það myndi ríða baggamuninn varðandi hag- kvæmni útgerðarinnar hvort þær þyrftu að gefa eft- irlitsmanni að éta eða ekki. Auk þess segir nýja félag- ið að eftirlitsmenn í þeirra skip séu gjörsamlega óþarfir. Og til ab kóróna verkið hafa útgerðarmenn- irnir bent á að vafamál sé hvort eðli- leg lagastob sé fyrir reglugerð sjávar- útvegsráðuneytisins um veiðieftirlit- ið. Rækjuveiðarnar á Flæmska hatt- inum eru sem kunnugt er viðkvæmt alþjóblegt mál, ekki síst þáttur okkar Islendinga í því, vegna þess að við mótmæltum NAFO-kvótanum og erum því ekki bundnir af honum. Kanadamenn og raunar fleiri hafa því haft nokkrar áhyggjur af veibum á þessum slóðum, ekki síst vegna þess ab eftir að íslendingar mótmæltu kvótanum gerbu Rússar það líka. Form- legur kvóti á svæðinu er því í raun í uppnámi, þó svo að NAFO hafi sjálft uppi tilburöi til að halda úti veiðieftirliti á svæðinu með því að senda sína menn um borð í skipin annab slagið. Stjórn veiðanna hef- ur því orðið með allt öðrum hætti en menn voru að gæla við að yrði, og það kemur því ekki svo mjög á óvart ab talsverð tortryggni ríki vegna þeirra og þar á mebal vegna veiða íslensku skipanna. 75 þúsund kr. í mat íslensku útgerðarmönnunum hins vegar finnst óþarfi að hafa eftirlitsmann um borð, auk þess sem þeir vefengja lögfræðinga íslenska sjávarútvegsráðu- neytisins. Kanadískt varðskip, sem er komið á miðin með veiðieftirlitsmenn, virðist því hafa farið erindis- leysu, því íslensku skipin ætla að neita aö taka mennina um borð. Og ástæðan, sem íslensku út- gerbirnar gefa fyrir því ab neita þessum mönnum um að koma um borð, er eins og áður segir hinn mikli fæðiskostnaður vegna veibi- eftirlitsmannanna. Það kostar 75 þúsund kr. á mánuði að fæða einn eftirlitsmann um borð í togara á Flæmska hattinum, samkvæmt því sem einn útgerbarmaðurinn sagði. Augljóslega dettur rækjuútgerðarmönnunum ekki í hug að bjóöa veiðieftirlitsmönnum upp á annaö en veislumat í hvert mál og hlýtur þab að skýra þessa kostnaðaráætlun útgerðarinnar, auk þess sem greini- lega er gert ráð fyrir því að þarna séu miklir mat- menn á feröinni. Þannig yrði væntanlega sérstaklega eldaður matur fyrir eftirlitsmanninn og hann myndi ekki borða sama mat og áhöfnin væri að borða. Þegar þannig er í pottinn búið, er ekki mikið þó þab kosti 2.500 kr. á dag að fæða einn mann, þó svo að í landi sé auðvitaö leikandi hægt aö fæða 8 manna fjölskyldu fyrir þetta verð. Bara að spara kostinn Og þegar kanadísku strandgæsluliðarnir uppgötva af eigin raun hversu ótrúlega dýrt og fóðurfrekt það er að hafa átvöglin frá Fiskistofu um borð hjá sér, munu þeir ab sjálfsögðu skilja afstööu íslensku rækjuútgerðanna og hætta að hafa áhyggjur vegna fiskveiðistjórnunar á svæðinu. Þeir munu þá skilja ab þó skipin neiti að taka við eftirlitsmönnum, sem íslenska ríkið hefur sent um hálfan hnöttinn, hefur þaö ekkert með það ab gera að menn vilji ekki hafa eftirlitsmenn meö nefið niðri í því sem þeir eru ab gera. Þeir eru bara að spara kostinn! Þess vegna er þetta mál einmitt til þess fallið aö auka skilning og traust á stjórnun úthafsveiða milli íslands og Kan- ada. Og alþjóðlegur hróður íslenskra sjómanna og útvegsmanna, sem siðmenntaðra og ábyrgra veiöi- manna sem umgangast auðlindina af alúð, mun enn eflast frá því sem hann varð með græðgislegum at- ganginum í Smugunni. Garri GARRI Skattfrjálsar gubsgjafir Fyrir nokkrum árum var lögð fram vitræn tillaga í skattamálum. Hags- munahópurinn, sem hún beindist gegn, var og er svo öflugur aö það þurfti ekki einu sinni að mótmæla hugsanlegri skattlagningu. Hún var hlegin í hel af þeim miklu húmo- ristum sem eiga landið og íþrótta- hugsjónirnar. Hugmyndin var sú að skattleggja hrossaeign, sem kvað vera orðin næsta óhófleg. En merakóngarnir sem eiga land- ið og hestamennirnir sem eiga stjórnmálaflokkana eru varðir í bak og fyrir af öllum góbum vættum og munu aldrei krafðir um skatt af svo dýrmætum eign- um sem hross þeirra eru. Og þótt kvóti sé settur á annan búfénað og næst- um öll sjávarkykvendi, mun gróbri og fólki fyrr útrýmt úr land- inu en ab nokkrar skorður verði settar á fjölda hesta eða ab til greina komi að farið verði ab borga skatt af hrossa- eign. Þab gæti nefnilega orðið til þess að draga ofur- lítið úr fjölgun þeirrar skepnu, sem menn hafa tekið meira ástfóstri við en landið sjálft. Ónaubsynleg skýrslugerb Nú eru skillitlir menn, sem trúlega eiga hvorki land né hesta, farnir að skila skýrslum um meðferð hrossafjöldans á landinu og telja það ofbeitt. Ein- hver hundruð stóðhestaeigenda eru að breyta heið- um og móum sínum í flag. Landgræðslustjóri, sem á samkvæmt laganna hljóðan að sjá um uppgræöslu lands en ekki eyð- ingu, gegnir þeirri embættisskyldu að vara við óhóf- legri hrossabeit og styðst við skýrslur um að hún of- bjóði gróðrinum á túndrunni. Nú gefur þessi embættismaður grasrótarinnar út yfirlýsingar út og suður um að fækka beri hestum, þar sem til landauönar horfir í nágrenni glæstustu merakónganna, sem eiga slíkt stób í haga og á heið- um ab þeir koma ekki tölu á gripina. Það eitt sýnir hve fáránlegt það er að ætla að leggja skatt á hrossin. Eða hvernig eiga menn að telja fram eignir, sem þeir vita ekki hverjar eru? Landgræðslustjóri kann engin önnur ráö að gefa en að farið veröi að urða hesta í stórum stíl, rétt eins og hverja aðra offramleiðslugemsa. Hann slær því föstu að enginn markabur sé fyrir öll þau hófaljón, sem verið er að ala sem fermingar- gjafir eða handa efnafólki í útland- inu. Verði hrossakjötsfjallgarðurinn settur á innanlandsmarkað og seld- ur á sannvirði, mun það þýða enda- lok annarrar kjötframleiðslu og sjá allir hvernig það mun leika kjör- dæmaskipanina. Eigi skal uröa En rétt ofan í boðskapinn um urðun hrossa kemur Sölumibstöð hraðfrystihúsanna til hjálpar og segist aldrei fá nóg af hrossakjöti til að selja Japönum. Framboðið sé svo miklu minna en eftirspurnin. Bjargvætturin SH, sem farin er að stunda aukabúgreinar eins og björgun byggðarlaga, sælgætisbrask og hrossakjötssölu, telur enga þörf á að urða nokkur þúsund tonn af hrossum; þau megi allt eins lima sundur og selja sonum sólarinnar, sem telja gamlar og ofaldar merar hiö mesta hnossgæti. Eða svo segja þeir hjá SH og þeir vita nú hvað þeir syngja. En 50 þúsund gæðingar eða svo eru ekki falir í jap- önsk þorrablót, og því munu þeir halda áfram að rót- naga íslenska jörð sem þolir allt, hrikalegustu nátt- úruhamfarir, kalt og rysjótt veðurfar, íslenska bú- skaparhætti og hrossastóð sem jafnvel Genghis Khan hefði verið stoltur af að eiga, en beitarland hans náði að vísu yfir svo sem þriðjung þurrlendis jarðar. Hvað nöldrarar eins og staðfestulitlir skýrslugerð- armenn og landgtæðslustjóri eru að tuöa skiptir ekki máli. Þeir sem flest eiga í stóði eiga líka landið. Og þeim sem guð gefur land gefur hann líka vit til að nytja það, og vita merakóngarnir öðrum betur um samspil beitar og gróðurfars eins og búnaðarfrömuð- urinn sannabi þegar hann sýndi fram á að sauðkind- in skítur meira en hún étur og er því gróðursæl með afbrigðum og hlýtur það sama að gilda um hrossin. Af þeirri göfugu skepnu verður aldrei of mikið og skattfrjáls skal hún vera, eins og aörar guösgjafir sem sumir fá úthlutað í ríkum mæli og standa svo á eins og hundar á roði. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.