Tíminn - 09.01.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.01.1996, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 9. janúar 1996 11 Fleira verðmæti en beinharðir peningar Skýrmæltasti fjölmiðla- maðurinn Félagib Heyrnarhjálp hefur ákvehib ab velja þann fjölmibla- mann, sem hefur skýrasta fram- sögn, og veita honum viburkenn- ingu. Meb fjölmiblamabur er átt vib alla þá sem flytja talab mál í útvarpi eba sjónvarpi. Óskab er eftir skriflegum ábend- ingum frá almenningi fyrir 1. febrúar 1996. Ábendingarnar send- ist til Heymarhjálpar, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík, merktar „Skýr- mæltasti fjölmiblamaburinn". Þriggja manna dómnefnd mun velja þann sem hlýtur viburkenn- inguna. í dómnefndinni sitja: Gylfi Baldursson, heyrnar- og talmeina- fræðingur, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Jóhanna S. Einars- dóttir framkvæmdastjóri. Formlega verbur tilkynnt um niðurstöður dómnefndar þann 1. mars 1996. Myndlistarmaður verður fenginn til þess að hanna verðlaunagrip til handa skýrmæltasta fjölmiðla- manninum. Heyrnarhjálp vill með framtaki þessu stuðla að því að þeir, sem koma fram í útvarpi og sjónvarpi, temji sér metnað, tali skýrt og greinilega og verði þar með áheyri- legri. Þannig njóta bæði hinir heymarskertu sem og fullheyrandi betur hins talaða máls. ■ Þeir sem skoba vinningaskrá SÍBS hljóta ab taka eftir öbr- um áherslum en gilt hafa á happdrættismarkabnum hingab til. Þessar áherslur eru á þab sem gefur lífinu gildi — annab og meira en beinharba peninga. Vissulega verba háir vinningar í bobi á árinu. Fyrsti vinningur í janúar verbur til dæmis ab verbmæti 7 milljónir króna, óskiptar á einn miba. Algjörlega aukalega vib skrána verba mánaðarlega dregnar út tvær handunnar möppur. Hver þeirra inniheldur minnst sjö handrit eba hand- ritsbrot ólíkra íslenskra rithöf- unda. Á tölvuöld skrifa flest skáld verk sín á tölvu. Þess vegna er sjaldgæft ab sjá hand- skrifub verk þeirra. Nú hafa ís- lensk skáld sýnt SÍBS þá vin- semd ab rita eigin hendi ljób sín eba sögukafla og færa samtök- unum ab gjöf. Hér er því um handrit að ræða — í orbsins fyllstu merkingu. Þeim sem kunna ab meta eru þetta ómet- anleg verbmæti. í ágúst fær síð- an hver einasti mibaeigandi í happdrættinu bókina „Lífið sjálft". Bókin inniheldur ljós- prentuð, handskrifuð verk 114 skálda. Hringur Jóhannesson myndskreytir bókina og Jón Reykdal vinnur kápu. Hér er um sérstakt ritverk ab ræða, sem er abeins gefib út af þessu tilefni og verbur ekki selt á almennum markabi. Þessi nýbpeytni er hugsub til ab kynna íslenskar bókmenntir og veita menning- arlegum straumum inn á ís- lenskan happdrættismarkað. Árib 1995 var ár myndlistar. Þá var 28 verkum þekktra íslenskra myndlistarmanna bætt auka- lega vib vinningaskrána. Reykjalundur er ekki ríkis- sjúkrahús, eins og ótrúlega rnargt fólk virðist halda. SÍBS hefur byggt upp, á og rekur Reykjalund. Brýnasta verkefni þar nú er bygging þjálfunar- húss, þar sem yrbi bæði þjálfun- arsalur og þjálfunarlaug. Nú eru rúmlega 500 manns á biðlista eftir plássi á Reykjalundi. Slíkt er þjóbhagslega óhagkvæmt, því kostnabur við dvöl hvers sjúklings á sólarhring er abeins þribjungur þess sem er á öðrum sjúkrastofnunum. Mikib hefur verið rætt um niðurskurð í heil- brigðiskerfinu. Á sama tíma fjölgar þeim sem þarfnast end- urhæfingar. Svo er þróun í iæknavísindum ab þaldca ab æ fleiri lifa af alvarleg veikindi eða slys. SÍBS gegnir því þýbingar- miklu hlutverki í heilbrigbis- málum þjóbarinnar. Á Reykja- lundi dveljast ekki abeins sjúk- lingar af höfubborgarsvæbinu, heldur af landinu öllu. Auk Reykjalundar á og rekur SÍBS Múlalund, stærsta verndaða vinnustab landsins. Einnig rek- ur SÍBS í samvinnu vib Reykja- víkurdeild Rauba krossins og Fé- lag eldri borgara stofnanirnar Múlabæ, sem er dagvistun fyrir aldraba, og Hlíbabæ, sem er dagvistun fyrir fólk meb heila- bilun (Alzheimer). Ekkert af þessu væri hægt, hefbi SÍBS ekki happdrættib. Þab er undirstaba allrar starfsemi samtakanna. Happdrættib er áskriftarhapp- drætti, dregib verbur 12. janúar. Þeir, sem vilja kaupa miba gegn- um síma, geta hringt í síma 552 2150. (Fréttatilkynning) Trésmiöafélag Reykjavíkur: Viðar hf. hlýtur viðurkenningu Qubmundur Ingi Gubmundsson, formabur dómnefndar, og Vibar Arib 1985 veitti Trésmibafélag Reykjavíkur í fyrsta sinn fyrir- tæki viburkenningu fyrir gób- an abbúnab starfsmanna á vinnustab. Þab eru því tíu ár síban viburkenningin var veitt í fyrsta sinn. A þessum tíma hafa ýmist byggingarab- ilar eba verkstæbi hlotib vib- urkenninguna. Abbúnabarnefnd Trésmibafé- lagsins hefur á undanförnum vikum verib ab störfum og skoðað ýmis fyrirtæki sem til greina koma. Nefndin er sam- dóma um ab á þeim tíu árum, sem hún hefur starfab ab þessu verkefni, hefur þeim fyrirtækj- um fjölgab þar sem abbúnabur starfsmanna er vibunandi. En ætíb eru einhver fyrirtæki sem skara fram úr öbrum hvab þetta efni snertir. Ab þessu sinni ákvab nefndin ab Byggingafélagib Viðar hf., Gullsmára 9, Kópavogi, hljóti viburkenningu félagsins. Byggingafélagib Vibar hf. er alhliba byggingafyrirtæki og ab- alverkefni þess í dag er bygging 120 íbúba og þjónusturýmis vib Gullsmára í Kópavogi. Starfs- Daníelsson byggingameistari. menn eru alls 30. Hjá fyrirtækinu er rúmgób og björt matstofa. Sérhirslur fyrir hvern starfsmann. Snyrtileg að- koma ab byggingareitnum og umgengni til fyrirmyndar. Þab sama má segja um verkfram- kvæmdina. Hreinlætisabstaba er í góbu lagi. Öryggismálum er vel sinnt. Trésmibafélag Reykjavíkur hefur nú í tíu ár veitt vibur- kenningar á svibi abbúnabar- og öryggismála. Þær hafa sannar- lega vakið athygli á abbúnabi fé- lagsmanna. Þab er trú félagsins ab viðurkenning sem þessi verbi öbrum fyrirtækjum hvatning til dáða á þessu svibi. Hann lést á elli- og hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð snetmna ný- ársdags. Jón Kristinn Höskuldsson var fœddur 24. tnars 1918 að Hallsstöðuin, Nauteyrarhreppi við ísafjarðardjúp. Jón giftist eftirlifandi konu sinni, Kristn'mu Magnúsdóttur frá Amþórsholti í Lundaneykjadal, 30. des. 1945 ogáttu þau þvígull- brúðkaup 30. des. s.l. Böm þeina hjóna em: 1) Magnús Jónsson, fœddur 1. tnaí 1946, búsettur í Noregi og á hann 3 böm; satnbýl- iskona hans er Margrethe Fossen. 2) Höskuldur Pétur Jónsson, fcedd- ur 4. ágúst 1948, giftur Theodóm Óladóttur; þau eiga 3 böm. 3) Ní- els Steinar Jónsson, fœddur 11. mars 1958, giftur Elínborgu Chris Argbright og eiga þau 5 böm. Útfór Jóns Kristins verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar ab minnast vinar míns, Jóns Höskuldssonar bif- reiðastjóra, meb nokkrum orb- um. Ég kynntist honum fyrst skömmu eftir að ég hóf störf á bifreiðastöðinni Hreyfli fyrir hartnær 45 árum og í rúma tvo áratugi vorum við þar vinnufé- lagar. Fljótlega kynntist ég fé- lagslegum vibhorfum hans og því ab hann abhylltist þær grundvallarkenningar sósíalista t MINNING ab öll börn, sem fæddust á þess- ari jörb, ættu ab eiga jafnan rétt í lífinu til gæba hennar. Þab, sem var sérstakt vib Jón, var hve hann hafbi frjóar hugmyndir um þróun eigin samfélags ab þessu marki. Hefbu þær fengib ab þróast, væri okkar samfélag stórum betra í dag en nú er. Þab, sem mér er eftirminni- legast af áratuga félagslegu sam- starfi okkar Jóns, er samstarf okkar vib útgáfu Hreyfilsblabs- ins, sem kom út á árunum 1963 til 1971. Þá uppgötvabi ég snilldarhæfileika hans til rit- starfa og skáldskapar, eins og ritverk hans, sem birtust í blab- inu, sanna. Einu vandræbin voru ótrúleg hlédrægni af manni meb svo mikla hæfileika. Einu sinni, þegar ég var ab reyna ab fá hjá honum efni til birtingar í blabinu, rétti hann mér lítib ljób sem hann bann- abi mér ab birta undir nafni, en valdi sér dulnefnib Karkur. Ekki sagbi hann mér hvern hann hafbi í huga vib gerb ljóbsins, en mig grunabi ab þab væri einn vinnufélagi okkar sem átti vib heilsubrest ab stríba, en lifði þó um aldarfjórbung eftir þetta Starfsmenn Vibars hf. ab störfum. og er nú nýlega látinn. En burt- séb frá því er ljóbið snilldarverk sem hvert stórskáld væri sæmt af. Þab birtist í desemberblaði Hreyfilsblabsins árib 1968 undir nafninu Kuldaskil: sjúkur og sárþjáður gekkstu brosandi örlögum þínum á vald í brosi þínu bjó sólskin sólskin og vor í huga mínum er mynd þín luein mettur af kynngikrafti skynvillu blekkinganna stóðstu magnþrota í ráðvilltri örvinglan og horfðir þöndum sjáöldrum á sólarlag hugsjóna þinna um haustkvöld grösin og blómin hlíta örlögum sínum og mynnast við frosna moldina laufin falla aftrjánum á hrímkalda jörðina klakabönd vetrarins binda þau uppruna sínum kuldaskil eru í vændum sólskin brýstgegnum vetrarsortann vilt þú trúa því með mér að helfrosin jörðin vemdi hin fölnuðu lauf og að vori þér auðnist aftur að ganga um gróinn svörð Gjarnan vildi ég trúa því meb vini mínum Jóni Höskuldssyni að þrátt fyrir helfrosna jörb muni í framtíb rætast hugsjónir hans um jafnrétti og bræbralag, jafnvel þótt abrir gangi þá um gróinn svörb ab vori. Þá hefbi ekki verið til einskis barist. Sigurður Flosason Jón Kristinn Höskuldsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.