Tíminn - 10.01.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.01.1996, Blaðsíða 2
2 Mibvikudagur 10. janúar 1996 Tíminn spyr... A Ríkisútvarpið ab eiga óarb- bæra dýrgripi, s.s. fiblu upp á hundrub milljóna? Atli Heimir Sveinsson tónskáld Já. Spurningin er ekki rétt. Hún er illa orbuð. Þetta eru ekki óarðbærir dýrgripir. Þeir eru ekki óaröbærir. Þetta er venju- legt fjölmiölasnakk. Spurning- in er leiðandi og hún er röng. Þetta er besta fjárfesting sem Ríkisútvarpið hefur gert. Sturla Böbvarsson, varaformabur fjárveitinga- nefndar Alþingis Nei, ég tel að þaö sé alveg frá- leitt. Eg verö að viöurkenna að ég hafði ekki upplýsingar um að svo miklar eignir og verð- mætar væru í eigu Ríkisútvarps- ins. Það þyrfti að koma þeim í verð sem fyrst. Runólfur Birgir Leifsson, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar íslands Þessi fiðla hefur verið mjög arðbær dýrgripur og ég hugsa að Ríkisútvarpið hafi aldrei, án þess að átta sig á því í upphafi, gert jafngóða fjárfestingu og þá fiölu sem hér um ræbir. Ástæð- an fyrir því aö Sinfóníuhljóm- sveitin á ekki þessa fiðlu er sú að þegar rekstur hljómsveitar- innar og Ríkisútvarpsins var ab- skilinn á sínum tíma, voru öll hljóðfæri hljómsveitarinnar í eigu Ríkisútvarpsins. Vib undir- ritun samninga um aðskilnað fékk hljómsveitin flest þau hljóðfæri sem hún þurfti, nema þessa fiðlu sem Útvarpið vildi halda eftir, enda var hún lang- dýrmætasta eignin. Þetta er fiðlan sem konsertmeistarinn okkar notar og auðvitaö væri þaö mjög sárt fyrir okkur ef Út- varpið mundi selja fiðluna því að við mundum aldrei geta keypt hana. Feröamálafólk á noröausturhorni landsins hefur uppi stór plön um œv- intýraferöir aö vetrarlagi: Fjölbreytt líf er ut- an hringvegarins Feröatangarnir frá Þýskalandi í áningu á œvintýralegu feröalagi sínu um noröausturhorn landsins. Frammistaba hrútsins á Gunn- arsstöbum í Þistilfirbi þótti ekki nema í meballagi, en vakti þó athygli og kátínu hjá erlendum ferðamálablaba- mönnum sem á horfbu um ára- mótin. Þeir komu til ab kynna sér daglegt líf á íslandi, utan hringvegar, og þab í svartasta skammdeginu. Mebal ótal- margs sem þeir upplifbu var þegar hleypt var til á stóm sauöfjárbúi. Varabir vib vonsku- vebrum Miðnætursólarhringurinn er samtök ferðamálafólks í N-Þing- eyjarsýslu, Vopnafirði og Bakka- firði. Með aðstob Arthúrs Björg- vins Bollasonar fengust í heim- sókn með örstuttum fyrirvara blaðamenn sem skrifa um ferða- mál, frá Die Zeit, Norburþýska, sjónvarpinu NDR, og blaöinu Nordis, sem fjallar um skandina- vísk málefni. Hingaö komu blaðamennirnir meb aðvörunarorð um ab hér væri allra veðra von og kannski aðallega vondra veöra. Sú upplif- un gestanna brást að mestu. Veð- ur rétt fyrir áramót og fyrstu daga ársins var meö eindæmum ljúft um land allt. Sigríður Dóra ferðamálafulltrúi á Vopnafirbi átti hugmyndina aö þessari heimsókn sérfróbra blaðamanna. Allt var sett af stað og allir aðilar, heimamenn, Flug- leiðir og fleiri tóku fullan þátt í að greiða götu tilraunar sem vissulega lofar góðu. Náttúruperlur í vetr- arbúningi Þóröur Höskuldsson, ferða- málafulltrúi á Húsavík, sagöi í samtali við Tímann: „Vib lögð- um áherslu á að kynna hvað náttúran býður upp á ab vetri til, og ekki síður á mannlífið á þess- um slóöum, hvernig fólk hér hef- ur ofan af fyrir sér." Sem dæmi um það sem kynnt var: Mývatnssveit í vetrarbúningi, komiö við á Bakkafirði og snæddur hrár saltfiskur, farið á Vopnafjörð, Þórshöfn, á Langa- nes, heimsókn á sveitabæ til Jó- hannesar á Gunnarsstöbum, sem var spurður spjörunum úr af fréttamönnum. Þá var farið að Ytra-Álandi í lambakjötsveislu sem Fjalialamb stóð fyrir. Þar borðuðu menn hrátt hangikjöt meðal annars góðgætis, og voru verteraðir af ungum stúlkum í upphlutum. Þarna var tóvinnu- sýning og við það tækifæri voru gestunum færðar ab gjöf íslensk- ar lopapeysur. Á gamlárskvöld var hópurinn á Vopnafirði við flugeldadýrð, auk þess sem gest- irnir kynntust alíslenskum ára- mótapartíum í heimahúsum, sem gjarnan dragast fram á morguninn og geta endab meb sundspretti! I Öxarfirði fengu menn loksins kafaldsbyl, ekta norðlenskt vetrarveður. Þurfti þá mann til að ganga á undan bíln- um. Þegar komiö var að Detti- fossi var þar blátt gat yfir og al- gjör stilla þannig að myndasmið- ir gátu notið sín við iðju sína. í Öxarfirbi var skoðað fiskeldi og smakkað á góðgætinu í Silfur- stjörnunni og rækjuvinnslunni Geflu. Reynsla sem lofar góðu Dagskráin stób frá 30. desem- ber fram til 5. janúar. Þórður seg- ir ab fólkið hafi fengib góða inn- sýn í mannlíf og náttúrufar nyrðra. „Það er hugur í okkur aö fara aö bjóða upp á ævintýraferöir um þessar slóðir á þessum árs- tíma. Viö fengum þarna reynslu sem kemur okkur ab notum. Jón Baldur, sem var leiðsögumaður í ferðunum, er með okkur í að setja saman ferð sem byggir á því sem við reyndum þarna, inntak- ib verður svipað þessu. Að ári viljum við hefjast handa og leggjum áherslu á tímann frá mars og fram í maí. Þetta kveikti í heimamönnum og ég verð var við mikinn meðbyr," sagði Þórð- ur Höskuldsson. -JBP Hitamyndavél notuð við hrossalækningar NV TÆKNI er Œ við greimngu <i neiu staðsclomgu á 4 3066! Ew t>£rr/j skk/ /Y£0SS£//££M'£6- 4 A MJÓ) /b££ ? Sagt var... Pólitískur forseti? „Aðrir heimildarmenn eru sammála um aö Davíb Oddsson muni tæpast hugsa sér aö sitja sem valdalaus for- seti. í Perlunni um áramót spjölluðu starfsmenn Stöövar 2 á óformlegum nótum vib forsætisrábherra og inntu hann mebal annars eftir möguleikum á forsetaframbobi. Hann var spurbur hvers vegna hann gæti hugsað sér ab hverfa úr pólitík meb því ab gerast forseti. Davíb svarabi ab bragbi: „Hver segir ab ég fari úr pólitík þótt ég verbi forseti?" „Úr úttekt Hrafns Jökulssonar ritstjora Alþýbublabsins um „Bessastababardag- ann" Listrænt mat „En þab renna tvær grímur á fólk þegar þab sér og heyrir jón Viöar fussa og sveia í Dagsljósi yfir hverri sýningu sem hann sækir og lýsa því yfir ab leikritib sé lélegt og leiðinlegt, músíkin ekkert annab en hávabi og leikarar úti á þekju. Þá bætir þab ekki úr skák ab Sigurbur Valgeirsson liggur á því lúalagi að andmæla orðum gagnrýnandans sem vitaskuld hefur ekki abrar afleibingar en þær ab hann espast upp og magnast allur í nibur- rifinu. Jón Viöar tók frumsýningu á jólaleikritinu Don juan svoleiöis í gegn ab ekki stóö steinn yfir steini í þeirri sýningu. Þó rausnabist hann til ab gefa stykkinu eina stjörnu út á þab eitt ab leikararnir höfbu mætt í vinn- una á frumsýningarkvöldib." Dagfari DV Á silfurfati til einkaabila „Ef Búnaðarbankanum eba ríkisbönk- unum verður breytt í hlutafélög má þab ekki gerast þannig ab eign ríkis- ins verbi færb til einkaaöila á silfurfati meb því ab selja hlutabréfin langt undir raunverði. Því mibur virbist það vera tilgangur Sjálfstæbisflokksins." Cubný Cutjbjörnsdóttir alþingismaöur í samtali vi& DV Ósebjandi ríkishítin „í Landsbankanum eiga tugþúsundir einstaklinga 35 þúsund milljónirá Kjörbókum og Landsbókum. Margt af þessu er sama fólkib, sem rænt var verbgildi sparifjár síns og fé þess brennt upp í óðaverbbólgunni á sín- um tíma. Allt hefur þaö áður greitt háa skatta af þessu fjármagni. Og nú ætlar hib opinbera ab rábast á þenn- an lægsta garð til ab ná til sín fé í óseöjandi ríkishítina. Þab er dapurlegt ef þar fer fremstur fjármálaráöherrann úr flokki greinarhöfundar." Sverrir Hermannsson Landsbankastjóri í grein í Morgunblabinu Morgunblabsfrétt vakti óskipta athygli í pottinum í gær en þar er sagt frá því ab Andrés Pétur Rúnarsson hafi veriö kos- inn framkvæmdastjóri Evrópusamtaka ungra íhaldsmanna. Þetta er flott staöa og rifjubu menn upp ab einhvern tíma var jón Ormur Halldórsson í þessu jobbi þegar hann var enn ungur og upprenn- andi íhaldsmabur. En mesta athygli vekur þó ab Evrópusinninn Davíb Oddsson var endurkjörinn heibursforseti samtakanna og tekinn fram yfir smærri menn s.s. Jacques Chirac, Carl Bildt, Hans Engel og John Major sem abeins voru kosnir heiburs varaformenn. • í pottinum fullyrba menn ab Borgarleik- húsib hafi ætlab ab vera meb Þjóbleikhús- inu í gagnrýni sinni á leikhúsumfjöllun Dagsljóss í sjónvarpinu. Mun abilum úr Borgarleikhúsinu ekki hafa gefist rábrúm til ab forma mótmæli sín því bréf Þjób- leikhússmanna lak svo hratt í Moggann. Eftir ab vibbrögb vib þessu fmmkvæbi komu í Ijós gátu Borgarleikhúsmenn ómögulega farib út í mótmæli líka, enda hafa margir lofab Borgarleikhúsib fyrir ab bera harm sinn í hljóbi... • Inn á fjölmiðla landsins barst í gær óvenjuleg fréttatilkynning frá Bankastjórn Landsbanka íslands. Tilefnið er fréttir á Stöb 2 í fyrrakvöld um ab Landsbankinn gæti átt í erfibleikum meb evrópskar kröf- ur um eiginfjárstöbu. Fáir velkjast í vafa um aö hún var skrifub af Sverri Her- mannssyni og hún hljóbar svona: „Vegna fréttar um Landsbanka íslands í abalfréttum Stöðvar 2, mánudagskvöldib 8. janúar, vill bankastjórn Landsbankans upplýsa ab megininnihald fréttarinnar var ósannindavaöall."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.