Tíminn - 10.01.1996, Page 3

Tíminn - 10.01.1996, Page 3
Miðvikudagur 10. janúar 1996 3 Aöalsteinn Baldursson, formabur Verkalýösfélags Húsavíkur og for- maöur Fiskvinnsludeildar Verkamannasambandsins: Ætlar ab óska eftir fundi meö ráöherra Aðalsteinn Baldursson, formaö- ur Verkalýðsfélags Húsavíkur og formaður Fiskvinnsludeildar Verkamannasambands íslands, segist ætla að óska eftir fundi með Páli Péturssyni, félags- málaráðherra, og vonast eftir aö geta átt fund með honum í dag (miðvikudag). Hann segist ekki vilja gefa upp nöfn fyrirtækis- ins sem um ræðir í DV á dögun- um, þar sem hann vilji ekki taka einn út úr sem sökudólg, á meöan að pottur er víða brotinn annars staðar í þessum málum og nöfn þeirra komi ekki fram. „Við funduðum hjá fisk- vinnsludeild VMSÍ í dag (þriðju- dag) og við vorum sammála um að þaö er víöa pottur brotinn, en hins vegar viljum ekki láta dæma einhvern vitandi það að þessi mál eru ekki í nógu góðu lagi víða," sagði Aðalsteinn. Hann segir að í þessum tilvik- um sé ekki veriö að brjóta al- menna kjarasamninga, hins vegar sé spurning um hvort ekki sé ver- ið aö brjóta á fólki í sambandi viö reglur um aðbúnað. „Það eru eng- ar reglur til um hversu háa leigu skuli greiöa fyrir húsnæði í ver- búð og sumstaðar þar sem menn leggja áherslu á að fá fólk til sín í vinnu og málin eru í góöu lagi, er jafnvel boöin vist í verbúð án endurgjalds, eða að menn borgi lágmarksgjald, t.d. 500 kr. á viku. Hæstu tölur sem ég heyrt um er um 16 þúsund krónur á mánuði í leigu í verbúð og það sér hver heilvita maöur, aö maöur sem fer í ótrygga vinnu meö 270 kr. á tím- ann eins og launin voru til 1. janúar, lítíll sem enginn bónus í ofanálag, getur ekki borgað svo háa leigu." Um þetta snýst málið, að sögn Aðalsteins. Hann segist því setja út á villandi upplýsingar, sem fólk sé að fá í hendur þegar það sækir um vinnu og úr því verði að bæta. Það verði að setja upp einhverjar starfsreglur og taka þetta mál til umræðu og því muni hann óska eftir fundi með Páli. Þrettándabrenna hjá Borgnesingum Þrettándabrenna fór fram á Seleyri vib Borgarfjörb og var þab Lions- klúbbur Borgarness sem stób fyrir brennunni eins og undanfarin ár. íbúar í Borgarbyggb og nágrenni fjölmenntu á brennuna til ab kvebja jólin og virba fyrir sér flugeldasýninguna og kveikja á blysum og stjörnuljósum. -TÞ, Borgarnesi. Jafet 5. Ólafsson, útvarpsstjóri íslenska Útvarpsfélagsins: „Allar sögusagnir um brottrekstur rangar" Hans og Gréta í óperunni Ævintýraleikurinn Hans og Gréta verður frumsýndur í Is- lensku óperunni nk. laugardag kl. 15. Óperan um Hans og Grétu er eftir systkinin Engelbert Hum- perdinck og Adelheid Wette. Óperan um Hans og Grétu var fyrsta ópera Humperdincks og var hún frumsýnd í Weimar á Þor- láksmessu 1893 undir stjórn Ri- chard Strauss. Enn þann dag í dag er óperan ein frægasta ævintýra- ópera sem samin hefur verið. Söngvarar í uppfærslu íslensku óperunnar eru: Bergþór Pálsson, Signý Sæmundsdóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Hrafnhildur Björnsdóttir, Þorgeir J. Andrés- son, Emilíana Torrini, Arnar Hall- dórssson og Benedikt Ketilsson. Leikgerð og útsetning er eftir Björn Monberg og íslenska þýð- ingu annaðist Þorsteinn Gylfa- son. ■ Segir hross valda mun Jafet S. Ólafsson, Útvarps- stjóri íslenska útvarpsfélags- ins, hefur eins og komið hef- ur fram sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Það hafa heyrst raddir um að hann hafi ver- ið rekinn frá fyrirtækinu, en Jafet segir það algrangt. „Eins og hefur komið fram í öllum fjölmiðlum og í við- tölum við mig, þá óskaði ég eftir því að veröa leystur frá störfum fljótlega og stjórnin varð við þeirri ósk. Allar sögusagnir um brottrekstur minn eru rangar." -En var það ekki stór ákvörö- un að hætta eftir svo tiltölu- lega skamman tíma? „Jú, þetta er stór ákvörðun, bæði að byrja og síðan að taka ákvörðun að hætta. En það er svo afstætt hvað er stuttur og hvað er langur tími í svona starfi. Hlutirnir gerast hratt í fjölmiðlaheiminum eins og margir vita," segir Jafet og bætir því við að það hafi aldrei verið ætlun sína að vera mjög lengi í þessu starfi. Hann segir að of snemmt sé að segja til um það hvað hann ætli að fara að gera eftir að hann lýkur störfum á Stöð 2 í byrjun febrúar, en þaö muni skýrast undir lok mánaðarins. Þar sé um að ræða hluti sem bæði og eru tengdir íslenska Útvarpsfélaginu. „Það kemur margt til greina, sem ég get ekki sagt til um nú." Jafet segir að hann komi til með að sakna þess að vinna hjá svo stóru fjölmiðlafyrir- tæki, sem íslenska útvarpsfé- lagið er. „Þetta er búið að vera mjög spennandi og maður hefur lært fullt af nýjum hlut- um. Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími og margt af góðu fólki sem ég hef unniö með. Þetta er náttúrulega eitt af stærstu fjölmiðlafyrirtækj- jafet S. Ólafsson. un landsins og hér vinnur stór hópur af áhugasömu fólki og ég kem til með að sakna þess." Varðandi fjárhagsstöðu fyr- irtækisins á þessum tímamót- um, segir Jafet hane fara hrab- batnandi og að íslenska út- varpsfélagið eigi eftir að vaxa og dafna í ört vaxandi sam- keppni. -PS meiri spjöllum en sauökindin: Erfitt aö losna viö hrossin „Hrossaræktarráðunautar eru sammála um að fækka veröi hrossum en vandamál- ib er að það er mjög lágt verb á reibhrossum og erfitt ab fá þeim slátrað. Þá er ástandið í heimalöndum þannig þar sem þaö er verst ab hrossin eru ekki hæf á Japansmark- ab vegna þess ab þau eru ekki nógu feit. Þannig er erf- itt að losna við hrossin, lífs eba liðin. Þetta er vítahring- ur," sagði Sveinn Runólfsson landgræbslustjóri í samtali vib Tímann í gær. Mörgum finnst skjóta skökku við að á meðan rann- sóknir sýna ofbeit hrossa á af- mörkuðum landsvæðum sé mun meiri aftirspurn af hrossakjöti á Japansmarkað en hægt er að anna. Land- græbslustjóri sagði hluta af skýringunni langan biðlista eftir slátrun á Japansmarkað, bæði á Selfossi og Norbur- landi. Þá væri það hluti af vandanum aö innanlands sé mjög takmarkaður markaður fyrir hrossakjöt. Sveinn sagði að á heildina litið væri nægt haglendi fyrir hross á landinu en ástandið væri víða slæmt og einna verst í Skagafirði. Annars staðar væri vannýtt land en slæm ummerki ofbeitar hrossa væru sumum landeigendum þyrnir í augum, þannig að þeir treystu sér ekki til að hleypa hrossunum í gróðurinn. Landgræðslustjóri sagði eng- an vafa leika á því að nú á tím- um yllu hrossin mun meiri spjöllum á nátúrunni en sauð- kindin, hrossabeit gengi mun nær gróðrinum en sauðfjár- beit. Hins vegar væri hófleg hrossabeit þörf í nokkrum til- vikum, sérstaklega í grösugum lágsveitum. -BÞ IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARAÐUNEYTIÐ Vestlendingar — Norölendingar Finnur Ingólfsson, iðnabar- og viðskipta- ráðherra, kynnir ný tækifæri til atvinnu- sköpunar. Miðvikudagur 10. janúar: Hótel Stykkishólmi kl. 12.00 Hótel Borgarnesi kl. 18.00 Fimmtudagur 11. janúar: Sveitasetrib Blönduósi, kl. 18.00 Föstudagur 12. janúar: Veitingahúsib Krókurinn, Saubárkróki Ibnabar- og Vibskiptarábuneytib Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur fariö fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 9. útdráttur 4. flokki 1994 - 2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURIANOSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 56? 6900

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.