Tíminn - 10.01.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.01.1996, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 10. janúar 1996 Hmíí&m® STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sfmi: 563 1600 Simbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& ílausasölu 150 kr. m/vsk. Stjórnmálaskör- ungur kvaddur Frakkland er eitt af stórveldum Evrópu og frönsk stjórnmál hafa sett svip sinn á framvindu sögunnar. í stjórnmálasögu Frakklands á þessari öld hefur geng- iö á ýmsu, en á síðari hluta hennar hafa komiö fram sterkir einstaklingar sem hafa orðið sameiningartákn þjóðarinnar. De Gaulle var ljóst dæmi um þetta, en í hans valdatíö varð meiri stöðugleiki í frönskum stjórnmálum en áður hafði verið. Fran^ois Mitterrand, sem nú er nýlátinn, skipar tryggan sess í sögu Frakklands sem áhrifamikill stjórnmálamaður sem markað hefur spor í evrópska sögu. Hann var forseti Frakklands í 14 ár, sem er lengsti valdaferill Frakklandsforseta á öldinni. Það eitt að halda velli svo lengi er afrek út af fyrir sig, ef litið er til stjórnmála í Frakklandi á öldinni. í umfjöllun um þennan merka stjórnmálamann hefur komið fram að ferill hans er að mörgu leyti þverstæðukenndur. Hann hóf hann sem hægri mað- ur, en endaði sem foringi vinstri manna, svo notuð séu hugtök sem upprunin eru í sviptingum franskra stjórnmála. Fram hefur komið að hann þjónaði svo ólíkum öflum í heimsstyrjöldinni síðari sem Vichy- stjórninni og andspyrnuhreyfingunni, sem hann snerist til fylgis vib. Með Mitterrand er horfinn af sviðinu einn af þeim stjórnmálamönnum í Evrópu, sem upplifðu hildarleikinn í heimsstyrjöldinni síðari sem fulltíða menn. Mönnum með þá reynslu fer nú óðum fækkandi. Sennilega verður hans þó lengst minnst fyrir störf sín og stuðning við samvinnu og sameiningu Evr- ópu. Hann var öflugur stuðningsmaður Evrópusam- bandsins og hélt uppi góðu sambandi við hina öfl- ugu þýsku nágranna. Franskir stjórnmálamenn hafa verið öflugir í stuðningi við Evrópusamrunann, þrátt fyrir að þjóðerniskennd í Frakklandi og tilfinning fyrir sérkennum þjóðarinnar og þjóðtungunni sé mjög rík. Frönsk menningaráhrif eru mikil og Frakk- ar hafa ástæðu til þess að vera stoltir af sínu framlagi á því sviði. Ein af rótum Evrópusamrunans er hugsjónin um að öflugir nágrannar og fornir fjandmenn í Evrópu geti lifað saman í friði og haft náin samskipti. Sá ár- angur hefur náöst að nú þættu átök milli Frakka og Þjóðverja mikil firn, en þessar stórþjóbir elduðu löngum grátt silfur. Hinn margreyndi stjórnmála- maður Mitterrand lagði þungt lóð á vogarskálina á valdaferli sínum til þess að skapa það andrúmsloft, sem nú ríkir á milli þjóðanna. Hans verður einnig minnst fyrir athafnasemi á sviði menningarmála. Þær áherslur hans sjást meðal annars í glæstum byggingum í París, sem bætast vib þá ásýnd sem þar var fyrir í þessari miklu höfuðborg Frakklands. Sú mynd lætur engan ósnortinn sem sækir borgina heim. Embætti forseta Frakklands er valdamikið og for- setinn er virkur þátttakandi í stjórnmálalífi landsins á hverjum tíma. Þrátt fyrir það tókst Mitterrand að verða sameiningartákn þess mikla ríkis sem Frakk- land er. Þess vegna kveður franska þjóðin nú svip- mikinn leiðtoga. Bullandi ágreiningur íslenska þjóðkirkjan logar í illdeil- um og er nú svo komið að séra Flóki í Langholti og Jón Stefáns- son organarkisti eru nánast gleymdir, en nýir riddarar hafa ruðst fram á völlinn með brauki og bramli. Þetta eru sjálfur biskup- inn yfir íslandi og fríður flokkur óbreyttra presta annars vegar og Ólafur. svo hins vegar vígslubiskupinn í Skálholti, formaður Prestafélagsins og nokkrir óbreyttir prestar. Fylkingarnar eru svo skýrt afmarkaðar að önnur er meira að segja búin að taka sér sérstakt nafn, sem vígslubiskup upplýsti um í sjónvarpsumræðu í fyrra- kvöld. Þá sagði hann ab þessi hópur væri kallaður „Svartstakkar", og sagði vígslubiskup: „Ég er einn af þeim." Vígslubiskupinn lýsti því jafnframt yfir að hann og Svartstakkarnir vildu að innan kirkjunnar væru aöeins þeir, sem ætluðu að tilbiðja Jesú Krist, og að hvers kyns klúbbastarfsemi ætti þar ekki heima, enda truflaði slíkt aðeins bænhitann hjá mönnum. Biskupsmenn vilja klúbba En andstæðingar Svartstakkanna hafa enn ekki tekið sér sambærilegt nafn og eru því kenndir við foringja sinn og kallaöir biskupsmenn. Þeir vilja greinilega hvers kyns klúbbastarfsemi í kirkjunum, ef marka má ummæli Grafarvogsklerksins Vigfúsar Þórs Árnasonar sem var hæstánægður með mömmu- morgna, eldriborgarastarf og æskulýðsfélög innan kirknanna í Reykjavík. Biskupsmenn telja enda eftir- sóknarvert að í kirkju landsins væru líka söfnuðir, en ekki bara prestar, ab því er fram kom hjá Vigfúsi. Viðureign biskupsmanna og Svartstakkanna hefur nú kristallast í tveimur yfirlýsingum, annarri frá séra Geir Waage og hinni frá herra Olafi Skúlasyni. Yfir- lýsing Geirs er um trúnaðarbrest milli presta lands- ins og biskups, og yfirlýsing biskups er sú að hann sé orðinn leiður á röflinu í formanni Prestafélagsins, enda sé þab sem hann segir „bull". Það er því ekki að ófyrirsynju að menn tala nú um bullandi ágreining innan kirkjunnar. Formaður Prestafélagsins hefur gert sér far um ab draga í land meb trúnaðarbrestsyfirlýsingu sína, enda hafa fjölmargir kollegar hans þvertekið fyrir að nokkur trúnað- arbrestur sé fyrir hendi. Nú heitir það að trúnaðarbresturinn sé af- markaður við tiltekið þröngt sam- hengi, sem þýbir þá væntanlega að fullur trúnaður ríki að öllu öbru leyti! Trúnaður sé því eitt- hvaö sem hægt er að hafa í skömmtum eftir því hvert sam- hengið er, og því má væntanlega segja að það hafi orðið 10% trúnaðarbrestur eða kannski 15%? Og svo fer hann að tala ... Þetta hefur biskupsmönnum gengið erfiðlega að skilja, enda nýstárleg kenning á ferðinni, því fram til þessa hefur annað hvort ríkt trúnaður milli manna eða ekki. Trúnaðarbrestur vísi ein- faldlega til þess að trúnaður hafi brostið, en ekki ab 10% trúnaður hafi brostið við tilteknar þröngar sérskilgreindar aðstæður, þegar hlutabeigandi tala sem menn í mjög þröngum og skýrt afmörkuðum hlutverkum, eins og t.d. sem formaður Prestafélags- ins sem stéttarfélags. Afleiðingin hefur orðib sú að biskupsmenn mátu þaö svo réttilega, að formaður Prestafélagsins væri farinn að bulla einhverja tóma vitleysu, en sjálfur biskupinn gerði þau afdrifaríku mistök hjá manni í hans stöðu að fara í sjónvarpið með það orðalag, sem menn hans notuðu í samræö- um sín á milli. Biskupinn kom fram fyrir þjóð sína og sagði einn af prestum sínum bulla, mann sem vissulega væri vel gerður og ágætur að mörgu leyti — „en svo fer hann að tala," sagði biskup mæðulega og virtist ekki frekar en hver annar götustrákur hafa munað eftir spakmælinu um að „oft megi saltkjöt liggja". Eftir þetta var eins og viö manninn mælt, aö Svart- stakkarnir töldu að sér vegið með alvarlegum hætti og vígslubiskupinn í Skálholti hefur gert alvarlegar athugasemdir viö þetta orðaval biskups. Ágreining- urinn bullar nú og kraumar sem aldrei fyrr og tvær aðalpersónur dagsins sitja uppi hvor með sína yfir- lýsinguna, sem munu gera Spaugstofumönnum þjóðarinnar erfitt fyrir viö aö koma fram með frum- samið efni, því erfitt er að gera grín að gríni. Garri GARRI Geir. Háeffaö fyrir hákarla Efnilegar deilur standa yfir um hvort gera eigi Búnaðar- bankann að hlutafélagi eða láta Alþingi reka hann áfram meb óbeinum hætti. Ef bank- inn verbur háeffaður, eins og Gubni Ágústsson kallar það, mun ríkiö eignast hlutafélag sem margir aðrir munu ásæi- ast. Hvort hlutirnir verða síð- ar seldir, gefnir eöa látnir fyrir slikk er völvum og véfréttum látið eftir aö svara. Þá, sem vilja háeffa Búnaðarbankann, kitlar líka í lófana ab háeffa Landsbankann og losa hann undan áhrifavaldi Alþingis, Sjálfstæðisflokksins og Sverris Hermannssonar. Og bankastjórinn veit flestum betur til hvers refirnir eru skornir, enda hefur hann varið ævinni sem kommissar Byggðastofnunar, alþingis- maður og ráðherra, eigandi stórút- -------------------- geröar og vemdari setunnar og rík- Á VllSflVrinnÍ isreksturs. Um breytt rekstrarform IVcl €* l«|l ríkisbankanna segir Sverrir í viðtali bókhaldinu í réttum skorb- um. En hvað eru nokkrir milljaröar á milli vina, svona annab slagið? Háskaleg kenning Háskólakennari í hagspeki hefur sett fram þá háskalegu kenningu að fólkið í landinu eigi ríkisbankana. Eigi að háeffa til dæmis Búnaðar- bankann, sé því ekkert eðlilegra en að skipta hluta- bréfunum jafnt á milli landsins barna. Þau geta síðan ráöstafað þeirri eign sinni ab vild. Ef þetta gengi eftir, yrði lítið úr einkavæöingunni yfirleitt. Hvernig ættu ráðamenn ríkiseigna aö hygla gæöingum sínum og gera þá ríku ríkari og ríkið fátæk- ara, ef fara ætti aö dreifa auönum og láta hlutabréf í bönkum í hendurnar á fólki, sem kann ekkert með þau að fara? Vísast mundi einhver hluti viö Tímann: „Við höfum nú heldur betur reynslu af einkavæðingu á íslandi. Þar hafa skattpeningar borg- aranna verið gefnir í stórum stíl og nægir þar ab nefna stofnun íslandsbanka." Síðar: „Almenningur er dauf- dumbur fyrir því að hákarlarnir eru að rífa undir sig peningana og skipta þeim á milli sín." Einar Olgeirsson hefði ekki getað orðað þetta betur. Hver á hvern? Hvernig sem á málin er litið, er ljóst að bankamálin eru öll í uppnámi og ab núverandi staba er öllum til skaða, nema bankastjórunum. Sumir vilja háeffa og selja eöa gefa allt móverkib. Aðrir telja ríkisbankana svo óburðuga að þá verði ab sameina til að út úr því komi einn alvörubanki. Um málefni og eignarhald á bönkum gildir gamli slagarinn um hver á hvern og hvur er hvurs, því eng- inn virðist hafa það á hreinu hver ber ábyrgö á banka- rekstrinum. Það er að vísu klárt hver borgar meö þeim, þegar þess þarf við. Bankastjórinn, sem hefur áhyggjur af skattpeningum borgaranna, telur þeim sjálfsagt ekki illa varið þegar ríkissjóður þarf að styrkja fjárhag þjóðbankans, vegna þess að stórskuldarar borga ekki og vaxtamunurinn dugir ekki til að halda þeirra lenda í höndum sérvitringa, sem neita að selja alvöruhlutabréfaeigendum, sem þekkja fjármálalífið, þau fyrir slikk. Svona gæti jafnvel farið fyrir öðrum fyrirtækjum í ríkiseign, ef fara á að breyta eignarformi þeirra. Það væri þokkalegur fjandi eba hitt þó heldur, ef almenn- ingur á að fara að eignast og ráðskast með Símann, Flugstöðina, Landsvirkjun, Ríkisútvarpið og önnur fyrirtæki sem upplagt er að setja á útsöluna. Það væri til lítils barist fyrir að selja ríkiseignirnar, ef fara á aö afhenda þær almenningi, sem illu heilli er farið að telja trú um að hann eigi einhverjar kröfur í þær góbu eignir. Ef hugsun hagfræðilektorsins verður ekki kæfð í fæðingu, gætu kjósendur og aðrir landsmenn jafnvel farið að krefjast hlutdeildar í landgæðum og sjáva- rauði. Það kann ekki góbri lukku að stýra að bulla af léttúð um svo alvarlega hluti, en allir vita í hvaða óefni bullið er að leiða guðskristnina í landinu. Þá er nú skömminni skárra að háeffa fyrir hákarlana til að rífa peningana í sig. Eða þá að láta kommissar- ana sitja áfram í umboöi Alþingis og stjórna hávaxta- stefnunni og taka við styrkjum úr sjóbum skattgreið- enda, sem einir bera einhverja ábyrgö í lýðveldinu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.