Tíminn - 10.01.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.01.1996, Blaðsíða 10
10 Mibvikudagur 10. janúar 1996 Þorkell Bjamason lætur af störfum Þorkell Bjarnason hrossaræktar- rábunautur sagbi starfi sínu lausu 1. janúar, en uppsagnarfrestur er 6 mánubir og tekur uppsögnin því gildi 1. júlí á þessu ári. Þorkell hefur þá gegnt starfi hrossarækt- arráöunautar í 35 ár. í maí á þessu ári veröur Þorkell 67 ára gamall og þaö er nokkuö síöan hann náöi eftirlaunarétti og hefur sem sagt ákveöiö aö hætta störfum nú. Aöspuröur sagöi Þor- kell aö starfslok í opinberu starfi væru alltaf nokkurt átak og sér- staklega aö venja sig viö þá hugs- un aö vera hættur. Þaö væri hins vegar á ýmsan hátt heppilegur tími aö láta nú af störfum. Hann væri oröinn fulloröinn og búinn HEJTA MOT KARI ARNORS- SON aö gegna þessu starfi lengi, og núna væri mikil gerjun í félags- kerfi bænda og uppstokkun í skipulagi og mannahaldi Bænda- samtakanna. Hann sagöist ekki vera farinn aö hugleiöa hvaö tæki viö hjá sér, en hann heföi sitt áhugamál aö Orri metinn á 30 milljónir Samkvæmt frétt í Morgunblaö- inu miövikudaginn 3. janúar, veröur folatollur hjá stóöhest- inum Orra frá Þúfu kr. 60 þús- und á þessu ári. Orri er í eigu hlutafélags og munu hluthafar nota flest pláss- in, en 10 pláss veröa þó leigö öör- um. Þau hafa veriö mjög eftirsótt undanfarin ár og í fyrra fréttist aö 40 beiönir heföu veriö um þessi 10 pláss. Orri hefur hækkaö mik- iö í kynbótamatinu, eins og skýrt var frá í síöustu HESTAMOTUM, og hefur nú hæsta kynbótamatið, 136 kynbótastig, í aðaleinkunn. Þaö sýnir að hesturinn erfir vel frá sér hæfileika sína og gerir þaö hann enn eftirsóttari til kynbóta en ella. Folatollinum nú veröur skipt í tvær greiðslur. Greiddar eru 30 þúsund krónur fyrir tollinn fyrir- fram og ef hryssan reynist fylfull við ómsjárskoðun, sem innifalin er í því veröi, þá greiðir eigandi hryssunnar 30 þúsund krónur til viöbótar. Folaldið kostar því 75 til 80 þúsund krónur komið í heiminn, þegar reiknaöur hefur veriö kostnaður viö móðurina á meögöngutíma. Þab er í sjálfu sér ekki hátt verö fyrir folald undan slíkum hesti, en áhættan, sem Útflutningur lífhrossa svip- abur og 1994 Alls voru flutt út 2.614 hross á árinu 1995. Utflutningur eftir löndum ár- iö 1995: tekin er, er veruleg, því greiðslan er kr. 30 þúsund, þó ekkert folald komi. Ekki er vitað til þess aö jafn hátt verö hafi áöur verið tekið fyrir folatoll. í Morgunblaðsfréttinni er greint frá því að nýlega hafi verið seldur einn hiutur í Orra á hálfa milljón. Hlutirnir eru 60 og eftir þessu verölagi er klárinn metinn á 30 milljónir. ■ hverfa til, sem væri hrossarækt og hestamennska, og þaö væri mjög notaleg hugsun að geta gefið sér meiri tíma til ab sinna þeim mál- um í eigin ranni. Þó hann hætti opinberu starfi nú á miöju ári, þá gæti hann vonandi enn um sinn orbiö hrossaræktinni að einhverju liöi. Ýmsir heföu haft áhuga fyrir starfskröftum hans bæöi viö nám- skeiðahald og aöra fræöslu, og m.a. hafi verið vaxandi eftirspurn frá útlöndum í þá veru. Hann sagðist lítillega hafa getað oröiö viö því, en nú gæfist vonandi betri tími til þess. Þann tíma, sem Þorkell hefur gegnt embætti landsráöunautar í hrossarækt, hafa oröið miklar breytingar í greininni. Hún hefur vaxiö mikið að umfangi og skilar nú drjúgum tekjum í þjóðarbúiö. Hestakosturinn hefur batnaö og breiddin af góöum hrossum hefur vaxið hratt undanfariö. Þaö mun taka fleiri en Þorkel nokkurn tíma aö venjast þeirri hugsun aö hann veröi ekki lengur í forystu opinberra aöila í hrossa- rækt, svo nátengt sem nafn hans og hrossaræktin hafa veriö síöast- liöin 35 ár. Umþaö veröur fjallaö síöar í HESTAMOTUM. Umræ&ur um bygg- ingardóma Þann tíma, sem eftir væri af starfi hans sem ráöunautur, sagðist hann gjarnan vilja nota til aö heimsækja hrossaræktardeildir og hestamannafélög og ræöa um Þorkell Bjarnason. byggingu hrossa og dómsstigann, því hörö gagnrýni heföi komiö fram á útfærslu dómanna. Þetta væri nauðsynlegt að ræöa bæöi til aö eyða misskilningi og ekki síöur til aö útskýra vinnubrögð og niö- urstööur. Hann óskaöi því eftir aö fræöslu- nefndir heföu samband viö sig, svo hann gæti skipulagt fundahöld. Hann myndi byrja á Suöurlandi og heimsækja svo aöra landshluta þegar lengra kæmi frammá, eftir því sem áhugi væri fyrir hendi. Hann teldi mikilvægt aö fá aö heyra sjónarmið hestamanna og geta rætt um málið, því vonandi stæöu menn þá nær hver öörum eftir slíkar umræður. HESTAMÓT hvetja ræktendur og aöra hestamenn til að nota sér þetta tilboð Þorkels og koma á fundum sem víðast um landið. Sí- fellt er aö rísa ágreiningur vegna dóma og þann ágreining er nauö- synlegt að ræöa. Þaö er einnig mjög nauösynlegt aö ræða upp- byggingu dómstigans. Hann er að finna í bókinni Kynbótadómar og sýningar, auk þess sem hann var allur birtur hér í HESTAMÓTUM í fyrra. ■ Austurríki 80 Belgía 8 Kanada 105 Sviss 96 Þýskaland 1129 Danmörk 402 Frakkland 3 Finnland 16 Færeyjar 15 Bretland 23 Ítalía 11 Lúxemborg 3 Noregur 138 Holland 58 Svíþjóö 407 Bandaríkin 117 Kynbótamat 1995: Hólahryss- umar enn- þá efstar I töflu IV eru hryssur, sem hafa 120 stig í aðaleinkunn eöa meira. Þar er um einstaklingsdóm að ræða þar sem afkvæmadómur fyrir hryssur er ekki birtur í kynbóta- matinu. Þar hafa ekki orðið miklar breytingar, en þó koma nokkrar ungar hryssur sem blanda sér í hóp 20 efstu hryssr.anna. Rööin er þessi: 1. 85257801 Þrenna frá Hólum, aðaleinkunn 136 stig 2. 78258301 Þrá frá Hólum, aðaleinkunn 134 stig 3. 86257803 Þóra frá Hólum, aðaleinkunn 134 stig 4. 90286050 Hekla frá Oddhóli, aðaleinkunn 132 stig 5.87288780 Freyja frá Efra-Apavatni, aðaleink. 132 stig 6. 87225202 Hrafndís frá Reykjavík, aðaleink. 132 stig 7. 89225517 Röst frá Kópavogi, aðaleinkunn 132 stig 8. 79286102 Rauðhetta frá Kirkjubæ, aðaleink. 131 stig 9. 86257021 ísold frá Keldudal, aðaleinkunn 131 stig 10. 88287067 Vaka frá Arnarhóli, aöaleink. 131 stig 11. 91257001 Sletta frá Sauðárkróki, aðaleink. 131 stig 12. 90265032 Snælda frá Bakka, aðaleinkunn 130 stig 13. 91288802 Gígja frá Þóroddsstað, aðaleink. 130 stig 14. 87288802 Limra frá Laugarvatni, aðaleink. 130 stig 15. 89285030 Hera frá Prestsbakka, aðaleink. 130 stig 16. f.76 4970 Kolbrún frá Sauðárkr., aðaleink. 129 stig 17. f.79 6160 Gola frá Brekkum, aðaleink. 129 stig 18. 87286093 Morgunstjarna frá Stóra-Hofi, aðaleinkunn 128 stig 19. f.80 6000 Gnótt frá Sauðárkróki, aöaleink. 128 stig 20. f.76 5242 Sandra frá Bakka, aðaleinkunn 128 stig. í þessum flokki — þ.e. með 120 stig eða meira — eru alls 276 hryssur. Hryssurnar frá Hólum halda enn sæti sínu, en Þrenna Þrenna frá Hólum, efsta hryssan í kynbótamati 1995. undan Feyki frá Hafsteinsstöbum og Þóra undan Ljóra frá Kirkjubæ eru báðar undan Þrá, sem er dóttir Þáttar frá Kirkjubæ. Hrafn sterkur í hryssuhópnum Þær, sem koma nýjar inn í tuttugu efstu sætin, eru Sletta Angadóttir frá Sauðárkróki, Gígja Hrafns- dóttir frá Þóroddsstööum, Limra Angadóttir frá Laugarvatni, Kolbrún Hrafnsdóttir frá Sauðárkróki og Sandra Hrafnsdóttir frá Bakka. Af þessum 20 efstu hryssum eru 7 undan Hrafni frá Holtsmúla: Hrafndís, ísold, Gígja, Hera, Kolbrún, Gola og Sandra, og 3 dótturdætur hans: Hekla, Röst og Sletta. Angi frá Laugarvatni á þarna tvær dætur, eins og fram kemur hér að ofan, og er þaö í fyrsta sinn sem dætur hans standa svona ofarlega. Hann er jafnframt yngsti faöirinn í þessum hópi. Kjarval fiá Sauöárkróki á einnig tvær dætur, þær Freyju og Vöku. Þá á Þáttur frá Kirkjubæ tvær dætur. Fyrir utan Þrá, sem minnst var á hér aö ofan, er þaö Rauðhetta. Ófeigur frá Flugumýri á þarna sinn fulltrúa, sem er Helka, og Hervar frá Sauöárkróki á dótturina Gnótt. Þá á Gáski frá Hofsstöðum Snældu fyrir dóttur. Stígur frá Kjartansstööum á dótturina Morgunstjörnu. Áöur var minnst á dæt- ur Feykis og Ljóra. Fæðingarnúmer hryssnanna er birt með töfl- unni. Tveir fyrstu stafirnir segja til um fæöingarár. Hjá þeim hryssum, sem ekki hafa fæöingarnúmer, er getið um fæöingarár. ■ KYNBOTAHORNIÐ Dómarnir frá 1986 hafa stab- ist tímans tönn Nú eru 10 ár liöin frá því næst síðasta landsmót var haldiö á Gaddstaöaflötum. Fróölegt er því aö skoöa hvernig þeir stóðhestar hafa staöib sig, sem þá hlutu bestan dóm sem ein- staklingar. Efstir af 6 vetra og eldri voru þá Viðar frá Viövík, Flosi frá Brunnum og Adam frá Mebalfelli. Allir hafa þessir hestar skiliö eftir sig markverö spor í hrossa- ræktinni. Viöar hefur veriö mjög farsæll stóöhestur og af- kvæmi hans verið eftirsótt. Hann var á síöasta ári kominn meö kynbótaeinkunn í heiöurs- verðiaunaflokki, þó hann væri ekki sýndur sem slíkur. Hann hefur nú í kynbótamati 124 stig í aðaleinkunn. Afkvæmi hans hafa þótt mjög geögóö og auð- tamin, enda selst vel. Flosi dó ungur aö árum, en skildi eftir sig eftirminnilega einstaklinga, þó kynbótamat hans sé ekki hátt, 111 stig. Adam hefur veriö vinsæll og svipaö um hann aö segja og Viðar bróöur hans, aö afkvæmi hans hafa selst mjög vel, enda myndarleg hross og gebgóö. Kynbótamat hans er 120 stig. Þá er rétt aö geta um Stíg frá Kjartansstööum, sem var í fimmta sæti 1986. Hann hlaut heiðursverðlaun í fyrra, en er nú með 124 kynbótastig. í fiokki 5 vetra stóöhesta 1986 stóö Kjarval frá Sauðárkróki efstur og hefur staöiö mjög vel undir því. Hann hlaut heiöurs- verðlaun fyrir afkvæmi 1994 og er með 131 kynbótastig. Annar var Ljóri frá Kirkjubæ. Hann lést ungur, en heföi nú verið kom- inn meö heiöursverölaun, hefði hann lifaö. Hann er meö 126 kynbótastig. Sá þriöji var Kol- finnur frá Kjamholtum, sem kominn er meö 1. verðlaun fyr- ir afkvæmi og nálgast nú heiö- ursverðlaun. Hann er meö 130 kynbótastig og vantar aöeins 11 afkvæmi í dóm til aö hljóta heiðursverðlaun. Kjarval og Kolfinnur eru báöir mjög eftir- sóttir. í flokki 4ra vetra var efstur Ot- ur frá Sauðárkróki. Hann er nú búinn aö ná 1. verðlaunamark- inu og er mjög eftirsóttur, gefur enda marga frábæra einstak- linga. Hann hefur 124 kynbóta- stig og er því alveg viö heiðurs- verðlaunaþrepiö. Annar var Gassi frá Vorsabæ II, sem náð hefur heiðursverðlaunamark- inu, en hefur nú verið seldur til útlanda. Gassi hefur 130 kyn- bótastig. Þriðji var Angi frá Laugarvatni, sem nú siglir hrað- byri í heiðursverðlaun og er meö 134 kynbótastig. Allir hafa þessir hestar staðið vel undir væntingum. Merkilegt er að þeir hestar, sem næstir standa í 4ra og 5 vetrahópnum frá 1986, hafa ekki skilið eftir sig nein markverö spor. Sumir þeirra hurfu reyndar ungir úr landi. Þessi niöurstaöa sýnir að ein- staklingsdómurinn hefur staöist og kynbótamatiö leiöir í ljós að afkvæmin reynast yfirleitt vel. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.