Tíminn - 12.01.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.01.1996, Blaðsíða 2
2 ■finilu.i Föstudagur 12. janúar 1996 Tíminn spyr... Eiga þegnarnir a& fá í hendur hver sitt hlutabréf, veröi Búnab- arbankanum breytt í hlutafélag? Sigrún Benediktsdóttir lögfræö- ingur og framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamabra og fatl- aóra Nei, ég tel það ekki rétt, enda skilst mér aö hugmyndin sé komin til vegna þess aö menn séu hræddir viö þaö aö hlutabréf bankans kunni að v .röa vanmetin og til að koma í veg fyrir þá hættu hefur þetta verið nefnt. Mér finnst þetta alltof viður- hlutamikil aöferð og við, jafn- menntuð þjóð og við erum, hljót- um ab eiga einhverjar einfaldari leiðir en þessa til að finna raun- verulegt virði bankans og láta SR- hneykslib ekki endurtaka sig. Hans Kristján Árnason viðskipta- fræbingur Já og þannig ætti líka aö fara að með Póst og síma, Ríkisútvarpið og fleiri ríkisfyrirtæki. Ríkið mundi hagnast á því þegar fram líða stundir að senda öllum lands- mönnum hlut í fyrirtækjunum. Þannig fengi ríkið peningana aftur inn í gegnum veltu og skatta, auk þess sem þetta mundi glæða kaup- hallarviðskipti hér og einnig þátt- töku almennings í viðskiptalífinu. Þab gæti orðið til þess að gera þetta að svolítiö vestrænu þjóðfélagi. Ólafur Hannibalsson varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum Það er ein leið og kannski sú rétt- látasta, en þaö er ab miklu fleiru ab hyggja þegar ríkisfyrirtækjum er breytt í hlutafélög. Það eru uppi margar kenningar um það, eftir eðli og umfangi fyrirtækjanna. Meöal annars þykir nauðsynlegt að tryggja ákveðinn kjarna fjárfesta til að leiba fyrirtækið í upphafi. En ef þetta er hægt þá er það náttúrlega langsnjallast. Þá sér markaburinn um afganginn, en þab er hætt við því ab breytingar á fyrirtækjum verði hægfara með þessu móti. Reglugerö heilbrigbisráöherra lœkkaö kostnaö vegna samheitalyfja um rúmlega 250 milljónir á ári: Verð samheitalyfja lækkað 11% í kjölfar reglugerðar Um 253 milljón króna laekk- un kostna&ar vegna sam- heitalyfja, miöab viö eitt ár, er árangurinn af nýrri reglu- gerö um greiöslur almanna- trygginga í lyfjakostnaöi sem tók gildi 1. ágúst s.l. Meginár- angurinn af reglugeröinni er um 11% meöaltaislækkun á veröi seldra samheitalyfja, sem leibir til rúmlega 140 milljóna króna sparnabar á ári fyrir bæöi Tryggingastofn- un og sjúklingana. Stærstu upphæbirnar sparast vegna rúmlega 14% verblækkunar á hjarta- og taugalyfjum og tæplega 6% Iækkunar maga- lyfja. Hinn hluti sparnabar- ins er lækkun vegna greiöslu- reglunnar sjálfrar. Trygginga- stofnun nýtur þess sparnabar aö fullu og sjúklingarnir einnig, þ.e. aö því tilskildu og í þeim mæli sem þeir er áöur tóku dýr lyf hafa breytt yfir í ódýrari samheitalyf. Aöalnýmæli umræddrar reglugeröar, samkvæmt grein í nýjast Læknablaði, er aö endur- greiðsla almannatrygginga á samheitalyfjum (þ.e. skráöum lyfjum sem innihalda sama virka efnið) miöast aö hámarki viö viðmiðunarverð: Viömiö- unarveröiö er fundiö meö því aö bæta 5% ofan á lægsta verö hverrar pakkningar í sama formi og styrkleika í hverjum lyfjaflokki. Sjúklingur sem fær samheitalyf sem er dýrara en viömiöunarverö þarf aö borga umframkostnaöinn sjálfur. Áhrifin metin Þessi 253 milljóna króna sparnaöur var útkoman úr til- raun sem gerö var til aö meta hvaöa áhrif nýja reglugeröin heföi á lyfjakostnaö lands- manna. Var þaö gert á þann hátt, aö verömæti þess magns samheitalyfja sem raunveru- lega voru notuö á fyrri helm- ingi ársins 1995, var fyrst reikn- aö út samkvæmt gildandi lyfja- veröskrá í október 1994 og síö- an eftir veröskrá í október 1995. Á þessu eins árs tímabili lækkaöi veröiö á þannig fund- inni eins árs notkun samheita- lyfja, sem Tryggingastofnun greiddi að hluta eða að fullu, úr 1.300 milljónum króna niður í 1.159 milljónir, eöa um tæp- lega 11% að meðaltali. Meöal- verö hækkaði ekki í neinum lyfjaflokki en lækkaði í lang- flestum, mest tæplega 17% aö meöaltali á krabbameins- og blóölyfjum. Sérstaka athygli vekur aö meðalverö hefur ekki lækkað í neinum flokki þeirra lyfja sem sjúklingar aö greiöa aö fullu en hækkaði aftur á móti meiri- hluta þeirra. Þannig hækkaöi t.d. verðiö um 10% á þeim magalyfjum sem sjúklingur þarf aö greiöa að fullu á sama tíma og þaö lækkaði um nær 6% á magalyfjum sem al- mannatryggingar greiða að hluta til. 87 m. kr. sparnaður greiðslureglunnar sjálfrar var verömæti sama magns sam- heitalyfja reiknað á lægsta verði í hverjum viðmiðunar- flokki. Niðurstaðan varö 87 milljóna kr. (8%) sparnaður til viöbótar fyrir Tryggingastofn- un og sjúklingana einnig í þeim mæli sem þeir er notuðu dýr lyf á fyrra misseri 1995 hafa skipt yfir í ódýrari lyf eftir setn- ingu reglugeröarinnar. Þeim sjúklingum sem greiða lyf sín aö fullu hefur á sama hátt verið fært að lækka kostn- aö sinn vegna samheitalyfja um 32 milljónir (10%) með því aö breyta úr dýrari lyfjum yfir í lyf sem falla undir viðmiðunar- veröflokka. Ámóta greiöslufyr- irkomulag- og tekið var upp meö nýju reglugerðinni hefur veriö reynt um tíma í nokkrum nágrannalandanna og þótt gefa . góöan árangur í hinni enda- lausu baráttu heilbrigðisyfir- valda viö aö halda vaxandi lyfjakostnaöi niðri. Til að finna út bein áhrif Þjóbleikhúsib frumsýnir annab kvöld nýtt verblaunaleikrit eftir Bretann Simon Burke. Hallmar Sig- urbsson er leikstjóri, Hallgrímur H. Helgason þýddi verkib, jóhann Bjarni Pálmason hannabi lýsingu, Vignir jóhannsson hannabi leikmynd og bún- inga, en hljóbmynd er eftir Georg Magnússon. Meb helstu hlutverk fara Tinna Gunnlaugsdóttir og Örn Árnason, sem sjást hér á myndinni, en abrir leikendur eru Pálmi Gestsson, Randver Þor- láksson, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Stefán jónsson. Sagt var... Þjóbin sjálf „Eg hef veriö þeirrar skoðunar ab þjóðin muni sjálf í gegnum umræbu finna forsetaefni við hæfi." Ólafur Ragnar Grímsson, í vi&tali vit> Al- þýbublaðib, þegar hann er spurbur hvort hann ætli sjálfur í forsetafram- boí). Eru sjúkrahúsin fjárfreku þá bara ofbeldisbæli? „Á mörgum deildum heilbrigðis- stofnana býr starfsfólk við stöbuga ógn um að verba fyrir ofbeldi. Vib er- um að tala um ofbeldi gegn starfs- mönnum í mjög víbu samhengi. Þar er um ab ræba andlegt, líkamlegt og kynferbislegt ofbeldi." Ásta Möller formabur Félags íslenskra hjúkrunarfræbinga í vibtali vib Helgarp- óstinn. Stórsigurinn sem gufabi upp „Veit ekki Einar ab ég var á móti EES, var á móti því ab Jón Baldvin gæti lamab íslenskan landbúnab, vará móti því ab keyra skip ESB inn í ís- lenska fiskveibilandhelgi? Þab var nóg ab eiga Cissur Þorvaldsson í gamla daga. Okkur vantabi hann ekki einnig í nútímanum. Veit ekki Einar ab ef ég hefbi verib í þribja sæti þá myndi sigur D-listans hafa orbib mikill." Eggert Haukdal vegna þeirra ummæla Einars Sigurbssonar í Þorlákshöfn ab þab hafi verib brandari ársins sem leib ab Eggert hafi komib krata á þing, í vibtali vib Alþýbublabib. öll rök meb annars konar skömmtun „Hitt er svo annab mál ab langt er síban öll rök hnigu ab því ab leggja beri nibur kvótakerfi og taka upp annars konar skömmtun, með aub- lindaskatti eba veibileyfagjaldi. Leidd hafa verib rök ab því ab slík abferb skili sjávarútveginum meiri arbi en kvótakerfib gerir." Jónas Kristjánsson í forystu grein í DV Sjálfseybingarhvötin er sífellt verib ab tala um sameiningu án þess ab gefa umræbunni nokkurt innihald. Þannig lenda menn í því ab sjá ýmis formsatribaljón í veginum; hverjir eigi ab vera í forystu sliks afls, hvernig eigi ab framkvæma samein- inguna í smáatribum og svo fram- vegis. Ég held ab félagshyggjufólk sé orbib langþreytt og svekkt á inni- haldslausri sameiningarumræbu af þessum toga. Hún er búin ab ganga þab lengi án þess ab nokkur skref hafi verib stigin í átt til sameiningar á landsvísu, ab þetta er farib ab virka eybileggjandi og bera merki ókveb- inni sjálfseybingarhvöt." Ingibjörg Sólrún Císladóttir í samtali vib Helgarpóstinn. Gamla Alþýöublaðsliöiö er nán- ast aö flytjast úr Alþýðuhúsinu í gamla Álafosshúsib á Vesturgötu. Frá Alþýöublabinu til Helgar- póstsins hafa þrír starfsmenn flust undanfarnar vikur. Fyrst Stefán Hrafn Hagalín, sem strax varb ritstjóri HP, þá Saemundur Gubvinsson, þrautreyndur blaðamabur, og loks sjálfur kóng- urinn, Ámundi Ámundason, sem er orðinn auglýsingastjóri HP. í fyrsta blaðinu sem hann seldi auglýsingar í eru þær um 11 síbur samanlagt... • í Keflavík kannast menn í heita pottinum ekki viö ab karlar komi frá Mars, né heldur aö konur komi frá Venusi. Eins og einn glöggur pottormur benti á: „Karlarnir koma frá Keflavík — konurnarfrá Njarbvík ..."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.