Tíminn - 12.01.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.01.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. janúar 1996 ini»x 5 VEIÐIMAL EINAR HANNESSON ósasvæði árinnar og var hindrun fyrir laxinn, til að greiða fyrir för hans um fossinn. Síðar komu sumaralin seiði til sögunnar og gönguseiðum af laxi var sleppt í ána. Byggður var fiskvegur 1964, framhjá svonefndum Skorhaga- fossi sem er nokkru fyrir ofan Bárðarfoss. Eingöngu er veitt á stöng í Brynjudalsá og notaðar tvær stengur við veiðar. Áin var nú seinast um árabil leigð Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur. Skýli fyr- ir veiðimenn í eigu SVFR var þá við ána hjá Bárðarfossi, er blasir við frá þjóðvegi. Árleg meðal- veiði á stöng í Brynjudalsá á ára- bilinu 1974 til 1994 voru 149 laxar, en mesta árleg veiði 385 laxar árið 1990. Hafbeitarlaxi sleppt í ána Sumarið 1995 voru Friðrik Stefánsson í Reykjavík og félagi hans með ána á leigu. Til þess að nýta betur þessa fallegu veiðiað- stöðu í Brynjudal, létu þeir flytja lifandi hafbeitarlax sem sleppt var í ána til að láta veiða hann þar. En erlendir veiðimenn stunduðu m.a. stangaveiði á svæðinu. Veiðifélag Brynjudalsár, sem hlaut staðfestingu 1982, er um ána, en innan vébanda þess eru 4 jarðir: Skorhagi, Ingunnarstaðir, Hrísakot og Þrándarstaðir. For- maður þess er I.úther Ástvalds- son bóndi, Þrándarstöðum. ■ í Hvalfjörð falla fimm veiðiár. Öflugust þeirra er Laxá í Kjós ásamt Bugðu, en auk hennar eru það Blikdalsá, Kiðafellsá, Botnsá og Brynjudalsá, sem er í hópi minni laxveiðiáa og nú verður gerð að umtalsefni. Náttúmfegurð er mikil í Brynjudal. Hún sést að vísu ekki frá þjóðvegi, vegna þess að ásinn þvert fyrir dalinn rétt við þjóð- veginn skyggir á. En örstutt akst- ursleið af þjóðvegi inn dalinn leiðir menn í allan sannleika um þennan fagra dal, sem Brynju- dalsá liðast um á leið sinni til sjávar. Upptök árinnar eru í Sand- vatni við svonefnda Leggjar- brjótsleið, milli Hvalfjarðar og Þingvallasveitar. Áin er 11 km að lengd, en laxgeng um 3 km á móts við Hrísakot. Brynjudalsá fellur í sjó í samnefndum vogi í Hvalfirði og er vatnasvið hennar 42 ferkílómetrar. Laxarækt og fiskvegir Árlega var laxaseiöum sleppt í ána. Fyrst voru það kviðpoka- seiði af Elliðaárstofni á dögum Ingibergs Stefánssonar, blikk- smíðameistara í Reykjavík, sem hafði ána á leigu um mjög langt skeið. Ingibergur lét sprengja í Bárðarfossi 1943, sem er fast við Ingunnarstabir vib Múlafjall í Brynjudal á mibri mynd. Myndir EH Fiskvegur í Brynjudalsá, mibhluti stigans. Bárbarfoss í Brynjudalsá. Brynjudalsá í Hvalfirði Kosningaslagur í Dagsbrún Jæja, þá er liðið í Dagsbrún búið að gera sig klárt í slaginn fyrir stjórnarkosningar. Svívirðing- arnar ganga á víxl, rétt eins og félagið sé hver annar söfnuður í þjóðkirkjunni. Sumir ganga jafnvel svo langt, að ekki er laust við að ég renni í grun að þeir styðji sig við biskupsstaf á rölti sínu um lífsins víðu lend- ur. Raunar virðist svona hama- gangur orðinn lenska nú um stundir. Því miður. Það er eins og einhver hafi fundið upp ein- hverskonar uppskrift ab því hvernig fólk eigi að vera, og falli það ekki að henni, er það óal- andi og óferjandi. Sjálfur er ég svo heppinn ab vera aðeins í einu félagi, þ.e.a.s. Leigjendasamtökunum. Þar er formaðurinn eins og hann er og varaformaðurinn (undirritað- ur), líka eins og hann er. Auk þess er ritarinn eins og hann er og svo er gjaldkerinn ekki laus vib að vera sjálfum sér líkur. Sama gildir um meðstjórnend- ur. Meira að segja eru varamenn í stjórn ekkert öbruvísi en þeir eru og gott ef það sama gildir ekki um óbreytta félagsmenn. Og viti menn, öllum sem hlut eiga að máli finnst þetta í stak- asta lagi. Enda er það víst svo, að menn eru einfaldlega eins og þeir eru og ekkert við því að gera. Og ekki nóg með það. Fjöl- breytileiki mannlegrar náttúru er eitt af því, sem greinir okkur frá dýrum merkurinnar og hlýt- ur því að teljast af hinu góba. En þá verða menn líka að viður- kenna rétt annarra til að vera ekki steyptir í sama mótið og þeir sjálfir. En þó stór orb falli í kosninga- baráttunni í Dagsbrún, þá verða menn að gæta þess að orðbragð fólks mótast oft af viðfangsefn- um þess í daglegu lífi. Þeim mun minni formfestu sem störf þess krefjast, þeim mun minna vægi hafa orb þess oft, þegar til deilna dregur. Og er þá gjarnan gripiö til sterkari orða. Þegar þingmaður segir í pontu Alþing- SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON is: „Hæstvirtur rábherra misskil- ur orð mín", þá þýðir það á verkamannamáli: „Rábherra- lufsan skilur ekki mælt mál." Með þessu er ég ekki að halda því fram ab þingmenn séu endi- lega uppskafningar og verka- menn ruddar. Ég er aðeins að benda á að ekki er einungis sinn siðurinn í hverju landi, heldur einnig á hverjum staö. Hitt er svo annað mál að þegar fram- bjóbendur í Dagsbrúnarkosn- ingunum og stubningsmenn þeirra eru farnir að bera á mót- herja sína allar hugsanlegar vammir og skammir, þá er illa komið. Og það er ekki aðeins illa komiö fyrir Dagsbrún, held- ur öllu verkafólki og öðrum lág- launalýð þessa lands. Því Dags- brún er sverð og skjöldur þeirra sem minna mega sín á íslandi. Því er sú krafa gerb til Dags- brúnarmanna að þeir hagi bar- áttu sinni með málefnalegum hætti. Fari svo illa að annar fram- boðslistinn hafi sigur á þeim forsendum að hinn listinn sé skipaður drykkjuræflum og dópistum, eða þá vegna þess að félagsmenn trúi því að frímerkj- asleikjur skipi þann lista sem þeim er á móti skapi, þá mun það veikja stöðu Dagsbrúnar í komandi átökum við verkkaup- endur og ríkisvald þeirra. Og þaö verður láglaunafólk um land allt sem sýpur seyðið af því. Dagsbrúnarmenn, munið að þið eruö verkamenn en ekki sóknarnefndarmenn. Gætið því viröingar ykkar! FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES FISKURINN HEFUR FÖGUR HLJÓÐ Tveir helstu fisksalar landsins urðu sér til skammar í sumar, þegar Ak- ureyringar héldu bögglauppboð á afurðum útgeröarfélags bæjarins. íslenskar sjávarafurðir og Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna yfirbuðu hvort annað á þessu makalausa bögglauppboði. Að lokum hreppti Sölumiðstööin þorskinn og norð- anmenn áttu að fá ein sextíu störf heim í hérað í staðinn, eða jafnvel hundrað og sextíu. Nú er engin nýlunda að fyrirtæki flytji sig á milli hreppa, ef eigend- unum býður svo við að horfa. Hasli sér völl í nýju umhverfi og biðji engan mann afsökunar. Forstjór- arnir bretti karlmannlega upp erm- ar og axli skinnin yfir heiðar á und- an sínu fólki. Segi: „Hér kem ég með mína menn!" eins og sagt var fyrir eitthundrað árum þegar skáld heimastjórnar voru kosin á þing í Eyjafiröi. En því láni er því miður ekki að fagna í þetta sinn. Fisksalarnir hjá Sölumiðstöðinni höfðu aldrei hugsað sér að flytja sjálfir norður í land, fjarri ylnum og harðviðnum í Aðalstræti Reykjavíkur. í besta falli ætluðu þeir að opna útibú fyrir norðan og senda umbúðaverk- smiðju sína á svæðið með kveðju frá Gregory. Enda má fisksalana einu gilda hvoru megin heiðc. kass- ar eru límdir saman undir frosinn þorsk á meðan þeir orna sér í Reykjavík. En allt kom fyrir ekki, þegar á reyndi. Starfsfólkið í umbúðaverk- smiðjunni vildi að vonum ekki láta nota sig og sína í skiptimynt fyrir dauðan þorsk. Þá voru góð ráð dýr um tíma, en öll él birtir upp um síöir: Fisksalarnir fundu gamla gotterfisfabrikku þar sem vanda- lausir starfsmenn áttu í hlut. Ætt- lausir menn og búlausir og fákunn- andi í fornum fræðum, eins og jón Hreggviðsson afplánaði með á Brimarhólmi á sínum tíma. Fisksalarnir bitu þá höfuðið af skömminni og sögðu Reykvíking- um stríð á hendur. Keyptu sælgæt- isgerðina Opal og seldu hana um hæl sælgætisgerðinni Nóa með kvöð um að flytja hana norður á Akureyri. Raunar er Nóa meiri harmur kveðinn en Sölumiðstöð- inni og Jóni Hreggviðssyni saman- lagt. Að láta nota sig eins og ball- skákarborð í einvígi fisksalanna um þorskinn í sjónum er ömurlegt hlutskipti. Hvaða fyrirtæki er næst? Reykjavík er stærsta verstöð landsins með myndarleg frystihús, sem selja eflaust afurðir sínar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna gegn þóknun. Hvað skyldu eig- endur þeirra segja þegar þóknunin er notuð til að standa yfir höfuö- svörðum atvinnúlífs í Reykjavík? Stendur kannski í stofnfundargerð Sölumiðstöðvarinnar að verja skuli arðinum af vinnu fiskverkafólks hjá Granda til að svipta verksmiðjufólk hjá Opal vinnu sinni og framfærslu í Reykjavík? Reykvíkingar þurfa að bregðast við þessum yfirgangi strax. Frysti- húsin í borginni verða að taka upp hanskann fyrir borgarbúa og svara verklagi fisksalanna. Aðeins ein leið er faer: Frystihúsin í Reykjavík veröa að segja tafarlaust upp öllum við- skiptum við Sölumiðstöð hraö- frystihúsanna og standa með verkafólkinu í borginni sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.