Tíminn - 12.01.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.01.1996, Blaðsíða 6
 Lífeyrissjóburinn Framsýn tók um áramót viö starfsemi sex iífeyris- sjóba meb yfir 90.000 sjóbfélaga: Nær helmingur lands / / manna nu 1 sama lífeyrissjóðnum Nærri helmingur lands- manna yfir 16 ára aldri, e&a meira en 90.000 einstakling- ar, á nú orðib meiri eða minni réttindi í einum og sama líf- eyrissjóbnum, eftir samein- ingu sex lífeyrissjóba í einn nýjan, Lífeyrissjóbinn Fram- sýn, sem tók tii starfa nú í árs- byrjun. Þar af greiddu um 28.000 manns ibgjöld á síb- asta ári til eins eba fleiri þeirra sjóba, sem nú hafa sameinast. Lífeyrissjóburinn Framsýn er þar meb fleiri ein- staklinga innanborbs en nokkur annar lífeyrissjóbur í landinu, en mælt í eignum — um 26 milljarba króna — í öbru sæti á eftir Lífeyrissjóbi verslunarmanna, samkvæmt upplýsingum Karls Benedikts- sonar, framkvæmdastjóra Framsýnar. Tíu stéttarfélög ásamt VSÍ standa að þeim sex lífeyrissjób- um sem nú sameinuðust í Framsýn, sem eru lífeyrissjóðir Dagsbrúnar og Framsóknar, Hlífar og Framtíðarinnar, Sókn- ar, félags verksmiðjufólks, Fé- lags starfsfólks í veitingahúsum og Almennur lífeyrissjóður iðn- aðarmanna. Með hliðsjón af því að þessi félög eru öll á ein- um og sama vinnumarkaöi, seg- ir Karl það mjög eðlilegt að fé- lagsmenn þeirra greiði allir í sama sjóðinn. Enda kom það í ljós við sameininguna, að margir sjóðfélaganna hafa borg- að iðgjöld til 2ja, 3ja, 4ra og jafnvel enn fleiri af hinum sam- einuðu sjóðum, jafnvel sam- tímis. Þannig vinnur t.d. margt starfsfólk veitingahúsa þar ein- ungis í hlutastarfi á kvöldin, en er síðan í öðru föstu starfi á dag- inn og borgaöi því í tvo lífeyris- sjóði. Svipað er aö segja um margt ræstingafólk og fleiri. Spurður hvort mismunandi staða lífeyrissjóðanna sex hefði ekki valdið erfiðleikum við sameininguna, svaraði Karl: „Það var nú svo merkilegt aö skoðun á þessum sjóðum leiddi í ljós að þeir eru mjög svipaðir aö styrkleika." Karl segir að ítar- legar tryggingafræðilegar at- huganir hafi verið gerðar á síð- asta ári á eignum og skuldbind- ingum sjóðanna og af sama að- ila, þannig að þeir hafi allir ver- ið teknir sömu tökum. „Og það kom í ljós að þeir stóðu nánast jafnfætis. Þetta var afar ánægju- leg niðurstaða í sjálfu sér og auðveldaði sameininguna mjög. Ég á því von á að þessir sjóðir renni nánast saman á jafnréttisgrundvelli." Með sameiningunni segir Karl stefnt að því að ná fram hagræðingu í rekstri og aukn- um möguleikum á góðri ávöxt- un fjármuna sjóðanna, aukþess hagræðis að auka breidd sjóðfé- laga, þannig aö hver stybji ann- an. Að þessu öllu samanlögðu aukist líkur á því ab hægt verði aö borga besta lífeyrinn miðað vib þaö 10% iðgjald sem greitt er til sjóðsins. Um hugsanlegan sparnað í fjárhæðum talið áætlar Karl að hann geti hlaupiö á tugum milljóna þegar allt er tínt til, þar með talin sala fasteigna sem losna úr rekstri, þannig að hægt verður að bæta verðmæti þeirra við ávaxtað fé sjóöanna. Halldór Ásgrímsson. „Út af fyrir sig getur Sighvatur talab svona. Allt er þetta órök- stutt hjá honum. Vib höfum haldib mjög fast á okkar mál- um. En ég hlýt ab gera þab meb þeirri framkomu sem mér er töm, en ekki á þann hátt sem Alþýbuflokkurinn óskar ab menn komi fram. Ég hef aldrei kynnst því ab ekki sé hægt ab sýna fulla festu, þótt menn sýni jafnframt kurteisi," sagbi Hall- dór Asgrímsson utanríkisráb- Föstudagur 12. janúar 1996 Sighvatur Björgvinsson. herra í gær. Sighvatur Björgvinsson, alþing- ismaður Alþýðuflokksins, hefur gagnrýnt Halldór „fyrir linkind í samskiptum við Norðmenn". Fram kemur hjá Sighvati að hann saknar vinnubragða formanns síns og segist vilja ab utanríkis- ráðherra „svari með sama hætti og formaður Alþýðuflokksins hafi lagt grunninn að. Norömenn skilja ekkert annað," segir Sig- hvatur í Alþýðublaðinu. - JBP Sighvatur vill fá Halldór í stríö viö Norömenn aö hœtti Jóns Baldvins. Halldór Asgrímsson utanríkisráöherra: Hægt a& sýna festu, en kurteisi jafnframt Spítalastígur er í Þingholtunum og nær frá Þingholtsstræti að Óðinsgötu. Nafnið dregur gatan af fyrsta spítalanum sem byggður var í Reykjavík, Farsóttahúsinu. Við þessa götu eru nokkur gömul hús og eiga öll nokkra sögu, en í þessari grein verbur tekið til umfjöllunar hús nr. 7. Árið 1902 kaupir Þóröur Ólafsson steinsmiður lóö af Lárusi Pálssyni hómó- pata, norðan við Spítalastíg. Sama ár fær Þórður leyfi til að byggja á lóöinni hús 10 x 10 álnir og skúr 3x3 álnir. Seint í maí árið eftir kaupir Þórður Ólafsson af Páli og Petrínu Lárusarbörnum kálgarö norð- an við Spítalastíg. Fyrsta brunaviröing fer fram 1. júlí 1903 og er þá hinu nýbyggða húsi lýst á eftirfarandi hátt: Húsið er tvílyft með lágu risi, byggt af bindingi, klætt utan með 1" plægðum boröum á þrjá vegu, pappa og járni þar yfir. Vesturgaflinn er steinsteyptur á binding ab utan, en inn- an á binding er slegib gólfboröum með listum á. Það er með járnþaki á gólf- borðasúð og meö pappa á milli. Á þrjá vegu eru útveggirnir meö pappa á bind- ing. Niðri í húsinu eru þrjú íbúðarher- bergi, eldhús og gangur og tveir fastir skápar. Allt þiljað að innan og tvö her- bergin með pappa á veggjum og með striga og pappa í loftum, sem eru tvöföld. Allt málað og þar eru tveir ofnar og ein eldavél. Á efra gólfi er herbergjaskipan og allur frágangur eins og niðri, nema þar er ekki gangur. Þar eru tveir ofnar og elda- vél. Kjallari er undir öllu húsinu, þrjár álnir á hæð, og skiptist í tvö geymslu- rými og gang. Ariö 1904 selur Þórður eignina og er ekki vitaö með vissu um ástæöu. Þá kaupir Benedikt Stefánsson Spítalastíg 7, en selur það aftur Jóhannesi Jóhannes- syni og gengur eignin kaupum og sölum í nokkur ár. Einar Pétursson kaupir Spítalastíg 7 í desember 1915 af Tryggva Gunnarssyni, sem hafði verið eigandi hússins í þrjú ár. Einar lætur meta húsið í janúar 1920 og er ekki aðra breytingu að sjá en aö í kjall- ara hafa veriö gerð tvö íbúðarherbergi. Sennilegt má telja aö önnur geymslan hafi verið notuö til þess, en einnig er þess getið að tvær geymslur séu í kjallara. Einar var trésmiöur og 1921 fær hann leyfi til þess að byggja tvílyfta vibbygg- ingu viö austurgafl hússins. Eftir aö þessi Spítalastígur 7 viðbót var komin, var gerð ný bruna- virðing og er lýsing sú sama á húsinu og árið áður, nema að búið er að byggja vibbyggingu þar sem áður var inngönguskúr viö austurgafl. Nýbygg- ingin er tvílyft með kjallara undir úr steinsteypu, meb járnþaki á borðsúð og pappa í milli. Bitalög og gólf eru úr timbri. Á neöri hæð er kominn skilvegg- ur fyrir eitt herbergi og inngang. Á efri hæð eru tvö herbergi og gangur. I kjallara tvær geymslur og gangur. í þessari bruna- viröingu er ekki búið ab fullgera viöbygg- inguna. Á árunum 1915-1928 átti Einar Pét- ursson allt húsib. Bogarnir við inngang- inn stafa líklega af því aö Einar var um nokkurra ára skeið í Danmörku, Þýska- landi og Sviss og gæti þetta byggingarlag veriö áhrif frá húsum sem hann sá á þeim tíma. Einar byggbi líka toppíbúbina og var hún ætíð nefnd „Knallett- an". Á þessum ár- um bjuggu margir í húsinu og eru sumir þeirra sögu- frægar persónur. Má þar nefna Odd Sig- urgeirsson sterka af Skaganum. Oddur bjó í herbergi í kjallaranum, sem nú er þvottahús. I þessu húsi gaf Oddur út blaðið sitt „Harðjaxl". Einnig bjó í kjall- aranum Pétur, faöir Einars. Þá voru tvær íbúöir á efri hæö hússins og í annarri þeirra bjó Hallbjörn Halldórsson, prent- ari og ritstjóri Alþýöublaösins, og mun hann hafa hjálpaö Oddi við að koma „Harðjaxli" út. En í hinni íbúöinni bjó Árni frá Höfðahólum og var hann þekkt- ur úr bæjarlífinu. Hann og Oddur sterki voru á öndveröum meiði í stjórnmálum og taldi Oddur þaö vera skynsemisskort hjá Árna og taldi hann endajaxl í stjórn- málum. Skemmtileg teikning er til eftir Odd af Spítalastíg 7, þó aö ekki sé hún HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR mjög nákvæm. Oft var gestkvæmt hjá þeim hjónum Hallbirni Halldórssyni og konu hans Kristínu Guðmundsdóttur. Halldór Lax- ness og Þórbergur Þórðarson komu þar oft og voru aufúsugestir þeirra hjóna. Nótt eina seint í október 1928 kvikn- aði í þvotti á snúru í útgangi við húsiö. Fólkiö vaknaði áður en skaði hlaust af, og var eldurinn slökktur áöur en hann náöi í húsiö. Vafalaust var þarna um íkveikju aö ræöa, en ekki vitað hver var valdur að henni. Einu sinni bjó Helga spákona í kjallar- anum, sennilega í kringum 1930. Hún var þar ásamt dóttur sinni og var mikill straumur fólks til hennar, sem vildi skyggnast inn í framtíöina. Taliö er að Helga hafi lifaö af spádómsgáfu sinni. Næst á eftir Helgu var í kjallara þessum sett á stofn Belgja- og sjóklæöagerðin. Þaö var Jón Guðmundsson sem stofnaöi fyrirtækiö áriö 1934, og var starfsemi þess í öllum kjallaranum nema í þvotta- húsinu. í skúrum á baklóðinni voru kof- ar og uppi á þeim dúfnakofar og blómleg dúfnarækt. Mun Guöni Jónsson (þá strákur undir fermingaraldri), sonur Jóns Guömundssonar, hafa átt dúfurnar. Skafti Guðjónsson bókbindari leigði stofuna í útbyggingunni og hafði gott samband við börnin í húsinu og félaga þeirra. í risinu (Knallettunni) leigðu oft danskir bakarar, sem unnu í bakaríinu á horni Þingholtsstrætis og Spítalastígs. Jens reiöhjólaviðgeröamaður bjó lengi í húsinu. Hann var fyrst í risinu og síðan á efri hæöinni. Hann haföi verkstæöi sitt á Vesturgötu 2. Á efri hæö bjó í nokkur ár Guðmundur Jóhannesson skipstjóri með fjölskyldu sinni. í brunamati frá árinu 1972 kemur fram aö endurbætur hafi verið geröar á innréttingum á fyrstu hæö, nýtt eldhús með haröviðarskápum. Einnig endur- bætur á annarri og þriðju hæö. Þar áður viröast litlar endurbætur hafa veriö gerö- ar, en húsiö metiö nokkrum sinnum. Hús þetta hefur hýst marga merka menn og á sér mikla sögu, sem of langt væri að rekja í einni blaðagrein. Af manntölum frá árum áður sést aö í hús- inu hafa oft búið um og yfir tuttugu manns í einu. En í dag eru þrír eigendur að því og ánægjulegt að sjá hvaö húsiö heldur vel sínu upphaflega útliti. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.