Tíminn - 12.01.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.01.1996, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 12. janúar 1996 NÝJAR BÆKUR Ævintýri Ragga Bókaútgáfan Iöunn hefur gef- iö út bókina Raggi litli og kon- ungsdóttirin eftir Harald S. Magnússon. Haraldur hefur áð- ur sent frá sér nokkrar bækur og er þetta fjórða bók hans um Ragga litla og ævintýri hans. Þetta er skemmtileg saga af hressum strák, sem jafnan hefur ráð undir rifi hverju. Skemmti- legar og fjörlegar myndir eftir Brian Pilkington prýða bókina og gefa sögunni aukið vægi. Hér segir frá því er Raggi litli fer út að leika sér með flugdrek- ann sinn og lendir í furðulegu ævintýri. Flugdrekinn ber hann langar leiðir yfir höf og lönd, til konungsríkis þar sem allir eru í stökustu vandræðum af því að konungsdóttirin getur ekki lært að lesa, hvernig sem reynt er að kenna henni það. En Raggi kann ráð sem dugir, því hann veit hvað krökkum finnst skemmtilegt — líka konungs- dætrum! Raggi litli og konungsdóttirin er 32 blaðsíöur og er bókin prentuð í Prentbæ hf. Verö herinar er 1.380 krónur. Leiöbeiningar um blóma- rækt Mál og menning hefur sent frá sér handbókina 350 stofu- blóm eftir hollenska garðyrkju- fræðinginn Rob Herwig. Bókin hefst á almennum leið- beiningum um blómarækt. Síð- an tekur við umfjöllun í staf- rófsröð um öll algengustu blóm sem hægt er að rækta í heima- húsum hér á landi. Lýst er í máli og myndum 350 stofublómum, útliti þeirra, umhiröu, ræktun og hvernig best er að fjölga þeim. Við hverja mynd er yfirlit um þarfir plöntunnar fyrir birtu, hita, jarðveg og vatn. Þetta er aukin og endurskoð- uö útgáfa samnefndrar bókar sem út kom árið 1981, og er í henni fjallað um 100 nýjar teg- undir sem ekki voru í fyrri út- gáfunni. Bókin hefur verið gefin út í 15 þjóðlöndum og hefur notið gífurlegra vinsælda. Ingunn Ásdísardóttir þýddi bókina, en Óli Valur Hansson var sérlegur garðyrkjuráðunaut- ur. 350 stofublóm er 192 bls., prentuð á Ítalíu. Auglýsinga- stofan Grafít hannaði kápuna. 350 stofublóm er bók mánaðar- ins í desember og kostar nú 2700 kr., en hækkar í 3880 kr. frá og með 1. janúar 1996. Frábærar teikningar Bókaútgáfan Iðunn hefur gef- ib út myndskreytta barnabók eftir þau Brian Pilkington og Kate Harrison og nefnist hún Tóta og Tjú-Tjú. Þar segir frá lít- illi stúlku sem eignast furöuleg- an félaga. Þetta er fyrsta bók Kate Harrison, en Brian Pilking- ton hefur samib og mynd- skreytt fjölda barnabóka sem hafa verið gefnar út víða um heim og notið mikilla vinsælda fyrir frábærar teikningar og skemmtilegan texta. Brian hef- ur hlotið ýmsar viburkenningar fyrir verk sín og hafa barnabæk- ur hans komið út í allt að tíu löndum samtímis. í kynningu á bókarkápu segir meöal annars: „Fallegi, margliti steinninn sem Tóta litla fann í fjörunni reyndist geyma stórkostlegt leyndarmál — lítið furðudýr sem sagði ekkert nema tjú-tjú! Tóta gaf dýrinu þess vegna nafnið Tjú-Tjú og þaö varð besti vinur hennar. En litla leyndar- málið stækkaöi og stækkabi og Tótu var hætt að lítast á blikuna ... Og eina nóttina tóku undar- legir atburðir að gerast." Tóta og Tjú-Tjú er gullfalleg og skemmtileg saga, skreytt heillandi litmyndum Brians Pilkington. Bókin er 28 blaösíö- ur, prentub í Prentbæ hf. Nanna Rögnvaldardóttir þýddi text- ann. Verð bókarinnar er 1.280 krónur. Farsælir sjómenn Út er komin hjá Skjaldborg hf. bókin Gegnum lífsins öldur. Viðtöl við sex valinkunna sjó- sóknara eftir Jón Kr. Gunnars- son. Farsæl sjómennska byggist á reynslu, þekkingu og áræbi. í þessari bók er fræbst um líf sjó- manna í ýmsum greinum sjó- mennskunnar. Viðmælendui eru valinkunnir sjómenn á ýms- um aldri og með margvíslega reynslu. Þeir sem segja frá eru: Guð- mundur Jónsson skipstjóri, Hafnarfirði; Gunnar Ingvason frá Hliösnesi, hrognkelsaveiði- maður; Júlíus Sigurösson skip- stjóri, Hafnarfirði; Jósteinn Finnbogason smábátasjómaður, Húsavík; Hákon Magnússon skipstjóri, Reykjavík, og Magn- ús Jónsson smábátasjómaður, Sauðárkróki. Verð kr. 3.480. Álfatrú og íslenskt vit Tilsvör þess ágæta fólks, sem hélt uppi vörnum fyrir álfa og aðrar „hulduverur" í þætti sjón- varpsins 7. jan. 1996, voru jafn greindarleg og þau voru heiðar- leg, og sýna að enn er nokkuð eftir af vorri þjóð. Ég þarf varla ab taka fram, aö samúö mín var með „vörninni", og er þó skylt að geta þess að gagnrýnar spurn- ingar þáttagerðarmannsins voru jafnan vel valdar og vel fram settar. Það hefbi verið ófullkom- in mynd, ef ógert hefði verið lát- ib að spyrja spurninga eins og „hvaö um þá sem halda að þetta sé ekki annað en heilaspuni og tilbúningur?" Þessu svaraði Leó á Svanavatni eitthvað á þá leið, að slíkt væri ekki annað en ein- strengingsháttur þeirra, sem neita að gefa gaum því sem ligg- ur fyrir. Var gott að heyra þann mann tala — og sjá mynd hans um leið — og væri um margt ab ræða, ef lengra væri haldib. Séra Rögnvaldur heitinn á Staðarstað stóð sig vel og greindi á milli náttúrlegs trúarlífs og guðfræði- legrar kreddufestu. Annar mað- ur, skagfirskur, sagbi að þetta hlyti að vera „eitthvað raunveru- LESENDUR legt" og líkar mér jafnan vel að heyra það orð nefnt í þessum samböndum. En þrátt fyrir aðdáun mína á málsvörn þeirra, sem álfum eru trúir, þá kæmist ég — væri ég spurður beinskeytt um þab efni — í nokkurn vanda. Jaröfræði, bergfræði og eölisfræöi segja mér að ekki sé byggð í hólum og bergi, og það er fjarri mér að ganga framhjá raunsæi og þekk- ingu. Þarna er óneitanlega um mótsögn aö ræða eða ráðgátu, og til þess eru gátur að ráða þær. Sú skýring er til, að þar sem er reynsla manna af álfum og fram- libnum, sé um ab ræða fjarsýnir til annarra staða en þeirra, sem menn eru staddir á (sbr. sjón- varp). Reynslusögur af álfum hef ég lengi borið saman vib þessa skýringu, sem hefur þann kost að vera raunhæf. Maður nokkur sagði frá því í útvarpi fyrir löngu, að hann reið eftir Galmaströnd í Eyjafirði þar sem byggb var engin; fer hann þá að undrast það að sjá þar bæ vib bæ, á leið sinni, og fólk aö störfum; einnig minnir mig, að væri minnst á sólskinið. Þegar hann er kominn til manna- byggða að nýju, var sem hulu væri svipt af augum hans. Það hygg ég, að reynsla mannsins hafi verið sama eðlis og sú sem nefnist draumar, og sé hvortveggja fram komið við vit- undarþátttöku í eiginlegri reynslu fólks í fjarlægum stöð- um, þar sem aðrar sólir skína, það er að segja í fjarlægum sól- kerfum himingeimsins. Mjög skýrt kemur þetta um aðrar sólir t.d. fram í álfasögu- safni Eiríks Laxdals frá 18. öld, sem Þorsteinn Antonsson og María A. Þorsteinsdóttir gáfu út fyrir nokkrum árum (Þjóðsaga). Dæmin eru óteljandi, og það er aðeins kenningarleg forherðing sem lokar fyrir skilning í þessu efni. Ég vil óska Sigurði Grímssyni myndatökustjóra heilla í starfi. Meb þessum ágæta þætti tel ég hann hafa aukið verðleika sína. Þorsteinn Guðjónsson Saga Kópavogs af sjónar- hóli Alþýðubandalagsins Pólitísk saga Kópavogs séb frá bæj- ardyrum Alþýðubandalagsins er komin út og nefnist Þinghóll. Und- irtitill er Stiklað á stónt í sögu félags- heimilis og félagsstarfs innan veggja og utan. Höfundur er Sigurður Grétar Guömundsson, sem lengi hefur tekið þátt í opinberum mál- efnum í heimabæ sínum og sat meðal annars lengi í bæjarstjórn. Heitið Þinghóll er tekið eftir sam- nefndu félagsheimili Alþýðu- bandalagsins, sem áður var til húsa í gömlu húsi sem bar þetta nafn. Formála ritar Ólafur Jónsson, formabur Þinghóls hf. Þar segir með meiru: „Höfundurinn fékk engin fyrirmæli um efnisval og Fréttir af bókum uppbyggingu verksins, en með því að velja einn af þátttakendum í hinni pólitísku atburbarás bæjar- málanna í Kópavogi til þess að vinna verkiö var stjórnin að gefa tóninn um að skrifaö væri um þá sérstæðu pólitísku samstöbu íbú- anna í Kópavogi, sem var ráðandi afl í bæjarmálum í Kópavogi í tvo áratugi og leiddi til stofnunar hlutafélags og byggingar sam- komuhúss á því ári sem tap varð í kosningunum." Ástin Út er komin sjöunda bókin um Frans í flokknum Litlir lestr- arhestar. Bókin heitir Ástarsög- ur af Frans og er eftir Christine Nöstlinger, myndskreytt af Er- hard Dietl. Frans er alltaf jafn úrræbagób- ur og hugmyndaríkur. Hér kem- ur hann stóra bróður sínum til aðstoðar þegar hann verður ást- fanginn og fyrr en varir verður Frans ástfanginn sjálfur. Jórunn Sigurðardóttir þýddi bókina, sem kemur út hjá Máli og menningu og kostar 990 krónur. G.Ben.-Edda prentstofa hf. prentaði, Næst gerbi kápu. Holræsin á ströndinni, ný bók eftir Þorra Út er komin bókin Holræsin á ströndinni eftir Þorra Jóhanns- son. Þetta er sjötta bók höfundar frá 1980. Bókin inniheldur ný Holræsin á ströndinni ljóö, heimspekilega prósa og langan ljóbabálk um æskulýðs- mál og trúmál. Þema bókarinn- ar einkennist af þráhyggju og endurteknu efni, er skáldiö vill koma til skila. Þorri hefur oft vakið athygli fyrir skorinorba texta og kraft- mikinn skáldskap, er einkennist af dulúð. Útgefandi er Skákprent. Hol- ræsin á ströndinni er 68 bls. Filmuunnin og prentuö í Skák- prent, Flatey annabist bókband, höfundur hannaði útlit bókar- innar. Verð í verslunum er 1500 kr. í sveit Komin er út barnabókin Goggi og Grjóni vel í sveit settir eftir Gunnar Helgason. Bókin fjallar um sömu söguhetjur og fyrri bók höfundar, Goggi og Grjóni, og segir í gamansömum stíl frá sveitadvöl þeirra félaga. Þeir taka sér margt óvænt fyrir hendur og óhætt er að segja að þeir verði reynslunni ríkari. Gunnar Helgason er leikari og annar umsjónarmanna Stund- arinnar okkar í Sjónvarpinu. Mál og menning gefur bókina út, en hún er prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. og kostar 1380 krónur. Grafít hf. gerbi kápu. Bókin um englana Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóökirkjunnar, hefur gefið út Bókina um englana eftir sr. Karl Sigurbjörnsson. I bókinni segir höfundur, sr. Karl Sigurbjörnsson, meðal ann- ars: „Allt í einu, upp úr þurru, birt- ust þeir. Englar hér og englar þar á ólíklegustu stöbum og sam- hengi. Og við sem héldum aö þeir væru endanlega úr sögunni, horfnir úr vitund og veruleika samtímans, leifar úreltrar heims- myndar. Ekki aldeilis! Engla þekktum við vitaskuld sem börn, þeir voru hluti bæna- versanna og þáttur trúarvitundar. Þó fór svo um margan að verða viðskila við þennan þátt barna- trúar, englar Guðs voru látnir liggja eftir eins og barnaglingur. Samt mæta þeir okkur enn og aft- ur hér og hvar. Umfram allt verða þeir áberandi um jólin þegar þeir standa nánast jafnfætis jólasvein- um, álfum og tröllum ævintýr- anna. En þótt við pökkum engl- unum nibur í kassa með hinu jóladótinu og viljum láta þá lönd og leið, þá lifa þeir samt góbu lífi í myndlistinni og í sálmum og textum trúarinnar." Bókin um englana er 96 blað- síður að stærð og litprentuð. Bók- ina prýðir fjöldi mynda eftir er- lenda og innlenda listamenn, þar á meðal Kristínu Gunnlaugsdótt- ur, Karólínu Lárusdóttur, Jón Reykdal og Helga Þorgils Frið- jónsson. Hönnun og umbrot sá Skerpla um og prentun Steindórsprent- Gutenberg. Bókin kostar kr. 2.480. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.