Tíminn - 12.01.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.01.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 12. janúar 1996 11 Danssmiöja Hermanns Ragnars: Fjölbreytt starf á nýju ári Danssmibja Hermanns Ragn- ars, Engjateigi 1, er aö hefja starf sitt eftir áramót. Allir nemendur, sem voru fyrir ára- mót, mæti á sama tíma og áb- ur, en innritun nýrra nem- enda stendur yfir. Fyrsti kennsludagur er laugardagur- inn 13. janúar. í dag, föstudaginn 12. janúar, kl. 17 verður Danssmiöja Her- manns Ragnars meö kynningu í Kringlunni, þar sem boðið er uppá danskennslu fyrir börn og fullorðna. Einnig verða glæsi- legar danssýningar og óvænt at- riði. Danssmiðja Hermanns Ragn- ars og Bylgjan FM 98,9 munu fjalla um þetta og fara í leiki með hlustendum. Kennt er á eftirtöldum stöð- um: Engjateigi 1, Fjörgyn í Graf- arvogi, Gerðubergi í Breiðholti, Frostaskjóli í Vesturbæ og Stjörnuheimilinu í Garðabæ. Kenndir eru barna- og sam- kvæmisdansar, auk allra gömlu dansanna, rock'n'roll, stepp fyr- ir þá sem vilja eitthvað sérstakt og spennandi, kántrýdansar einfaldir og skemmtilegir, en þar dansa allir hver fyrir sig. Ennfremur einkatímar fyrir pör og hópa, félagasamtök, sauma- klúbba o.fl. Jassleikskólinn er með 15 vikna námskeið fyrir yngstu börnin. Þar er lögð áhersla á ein- falda dansa, sem byggjast á létt- um hreyfingum við skemmti- lega tónlist. Fjölbreyttir, léttir og skemmtilegir barnadansar fyrir börn 4-6 ára þar sem er lögð áhersla á fágaba fram- komu. Keppnisdans — aðstaða og þjálfun — fyrir þá sem vilja æfa dans sem íþrótt. Heimsmeistararnir í 10 döns- um, Bo og Helle Loft Jensen, koma í janúar og febrúar og þjálfa nemendur skólans fyrir væntanlegar danskeppnir. Kennarar, sem allir kunna sitt fag, eru: Jóhann Örn, Henny, Jóhann Gunnar, Emelía, Unnur Berglind, Inga og Hermann Ragnar. ■ Finnur Ingólfsson ibnab- arrábherra um framhald vibrœbna vib Atlantsáls- hópinn: Ánægður með þróun mála „Viö gengum til þessa fundar í gær til aö fá úr því skoriö hvort samstarfi yröi haldiö áfram eöa ekki. Menn hafa veriö aö hittast svona einu sinni á ári til aö skoöa stööu á álmörkuöum og fleira. Þaö var enginn tilgangur í aö halda slíku endalaust áfram og þess vegna gengum viö á þennan fund og spuröum hreint út hvort menn ætlubu aö halda áfram þessu sam- starfi og þá hvernig," sagöi Finnur Ingólfsson iönaöarráð- herra í gær, eftir fund meö forráöamönnum Atlantsáls- hópsins. Niðurstaða fundarins var ab sögn ráðherra að allir aðilar vildu halda samstarfinu áfram og hyggst hver og einn kanna stöðuna hjá sér á næstu vikum og í framhaldi af því mun hóp- urinn hittast aftur, jafnframt því sem menn skoða ýmsa tæknilega hluti. Ráðherra sagði ab ekki væri búið að ákveða tímasetningar í þeim efnum, en hann væri ánægður meö að skil- greina ætti frekara samstarf. -BÞ Árið 1996 þegar mótað hjá Svíum Fyrstu frímerki ársins 1996 hjá Svíum verða með myndum konungshjónanna og verðgild- unum 3,85 kr. og 7,50 kr. Það eru myndir eftir Hans Hammar- skjöld og Charles Hammarsten sem eru á þessum frímerkjum. Að ööru leyti má segja um út- gáfur þeirra á árinu 1996, að konungshylling og list sé fyrir- ferbarmest. Fyrsta útgáfan á eftir kon- ungsfrímerkjunum eru villt dýr. Fimm merkja samstæða af þeim kom út 2. janúar. Þessar sam- stæður byrjuðu að koma út 1992. Nú verður myndefnið broddgöltur 1,00 kr. Svo verða einnig refur, bjór og fleiri villt dýr úr sænska dýraríkinu. Sama daginn koma út frímerki með myndum vetrarberja, allt frá einiberjum og reyniberjum, sem vib þekkjum vel hér heima, til annarra tegunda. Bo Lund- wall og Staffan Ollström hafa teiknað fyrirmyndirnar að dýra- Vetrarber nefna Svíar þessi fallegu ber. Svo erþab ný blokk og þar ab auki í frímerkjahefti, sem von er á á ncesta ári. frímerkjunum, en aftur á móti Margareta Jackobson frímerkin með berjamyndunum. Frímerkin með dýramyndun- um eru ýmist í rúllum eða pör- um, en berjafrímerkin í 10 frí- merkja heftum og einnig í rúll- um. Frímerki til þess að minnast póstklefanna í járnbrautarlest- unum verða einnig gefin út þann 29. mars. Um það bil árið 1930 voru 258 póstvagnar í notkun, en nú veröur mynd úr nútíma tæknivæddum póst- vagni. Þab er Ulf Walberg sem hefir unnið úr mynd Svens Ti- deman, en Lars Sjöblom hefir grafib frímerkið, sem er prentað í þremur litum. Hús til nota og ánægju er svo næsta útgáfan, sem kemur út 19. apríl. Þar í hópi eru járn- brautarstöð og allt upp í Al- þýðuhúsið hjá sænskum, en samstaðan er 6 frímerki unnin af Ingu-Karin Eriksson, Piotr Naszarkowski og Martin Mörck. Þá verður haldib upp á fimm- tugsafmæli konungsins, með ekki minni vibhöfn en önnur afmæli, með fjögurra frímerkja blokk. Afmæli hans er þann 30. apríl, en frímerkin koma út þann 19. apríl í heftum með 5,00 króna yfirverði. Með þessu yfirverði verður stofnabur sjóð- ur fyrir æskulýð í Svíþjóö og einnig rennur fé til sjóðsins sem kenndur er vib konunginn til styrktar vísindum, tækni og umhverfisvernd. Á myndunum má sjá konung- inn í ýmsum hlutverkum: I þjóðgarðinum í Tyresta við opnun hans. Vib mynd hins franska forföður síns, Karls XIV. Jóhanns. í skrautvagni með Al- bert Belgíukonungi. Loks er svo stærsta frímerkið fjölskyldu- mynd. Það er sama stærð á þessum frímerkjum og krýningu Gúst- afs III. árið 1991 og einnig á Konungsfjölskyldublokkinni frá 1993. Þarna bætist því ríkulega í tegundasöfn þeirra er safna sænsku konungsfjölskyldunni. Myndirnar, sem eru fyrirmynd- ir frímerkjanna, eru eftir: Bertil Ericson, Clas Göran Carlson, FRÍMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON Charles Hammarsten og Toni Sica. Blokk þessi er eins og áður grafin af þeim eina og sanna Czeslaw Slania. Verðgildi minni frímerkjanna er 10,00 kr., en stóra frímerkisins er 20,00 krón- ur. Öll lönd í Posteurop, eins og Evrópska póstmálastofnunin heitir í dag, minnast þekktra kvenna úr þjóðlífi sínu á næsta ári, þar á meðal ísland. Svíar munu minnast Astrid Lindgren, rithöfundarins þekkta, og fyrstu konunnar sem var rábherra í Svíþjóö, Karin Kock. Þessi út- gáfa verður þann 24. maí, sennilega eins og hér á landi. Myndirnar eru eftir Leif Jan- son og frá Pica Pressfoto, en frí- merkin eru grafin af Piotr Nasz- arkowski og Martin Mörck. Þetta er aðeins um helmingur þess sem Svíar gefa út á næsta ári, en framhaldið fáið þið ab sjá fljótiega í þáttunum. Ekki hefir þegar þetta er skrif- að borist nokkur tilkynning um frímerkjaútgáfuna hér á landi á næsta ári. ■ Fána villtra dýra í Svíþjób er mun aubugri en hjá okkur, einsog sjá má.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.