Tíminn - 16.01.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.01.1996, Blaðsíða 2
2 Þri&judagur 16. janúar 1996 Tíminn spyr... Er ástæ&a til a& breyta reglum um fer&akostna& á vegum rá&uneyta þannig a& útlag&ur kostna&ur grei&ist samkvæmt reikningi? Margrét Frímannsdóttir alþingis- ma&ur og forma&ur Alþý&u- bandalagsins Já, þa& er ástæ&a til breytinga. Þaö er þannig í sumum tilvikum aö greiddir eru dagpeningar og einnig útlagöur kostnaöur aö einhverju leyti. Þaö er rangt. Eðlilegra væri aö miða við útlagðan kostnaö, sem er mismunandi eftir því hvert fariö er. Þegar um er aö ræða utanlandsferö- ir á vegum ráðuneyta finnst mér vanta að farið sé fram á skýrslur um ferðirnar, ekki síst þegar um er að ræða ráðstefnur á alþjóðvettvangi, og þeim skýrslum síðan dreift með- al þingmanna þannig að þeir geti fylgst vel með og metið hvaö eigi að hafa forgang í alþjóðlegu sam- starfi. Sigurður Þórbarson ríkisendursko&andi Já, við erum á því að það eigi að breyta þessu. Viö teljum að það sé eðlilegt að greiða kostnaðinn en jafnframt að núverandi kerfi, þar sem menn fá bæði greiddan kostn- að og síðan dagpcninga sé óeðlilegt þar sem það geti að hluta til orðið að launauppbót, enda eru menn nú aö fá staögreiðslu af þessu. Við álít- um að þetta gefi ranga mynd af raunverulegum feröakostnaði ráðu- neytanna. Loks teljum við að það geti aukið á viðleitni manna til að ferðast ef þeir hafa af því fjárhags- legan ávinning. Halldór Árnason í fjárlagadeild fjármálará&uneytis Það hafa verið skrifaðar greinar- gerðir hér innan stjórnsýslunnar um þetta og rök eru bæði með og á móti. Ef þetta væri gert þyrfti að setja mjög fastmótaöar reglur um hvers konar dvalarstaöi viökom- andi hefði möguleika á að gista á og einhverjar frekari skilgreiningar á matarkostnabi. í nágrannalöndun- um er þessi kostnaður yfirleitt greiddur eftir reikningi, en þá eru líka ákveðnar reglur um hvab megi leggja út. Ef þessi leið væri farin, sem alveg kemur til greina, væri kannski eölilegast aö viðkomandi ráöuneyti eða kannski ríkisstjórn aö einhverju leyti móti þessar regl- ur. Þúsundir Reykvíkinga í gönguferöum í góöviörinu um helgina, þar á meöal borgarstjórinn: Onnur göngubrú og meiri tenging meb göngustígum Tiltölulega einfalt samgöngu- mannvirki, brúin yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi, viröist hafa orðib til a& auka útivist borgarbúa svo um munar. Um helgina var örtröö af fólki á brúnni og á göngu- stígunum vítt út frá henni til vesturs og austurs. Greinilegt var a& fólk kann vel að meta grei&færa stíga um fallega sta&i í borginni. Framhald ver&ur á a&gerðum borgarinn- ar af þessu tagi. Meöal þúsunda borgarbúa og gesta í borginni voru meöal göngufólks borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ásamt fjölskyldu sinni. „Þaö var ótrúlega margt fólk á ferðinni, næstum því eins og í skrúðgöngu. Og ég tók eftir því að viðmótið og andrúmsloftiö er allt annað og skemmtilegra á stígnum en til dæmis á Lauga- veginum," sagði Ingibjörg Sól- rún. Hún segist hafa hjólað og gengiö um göngu- og hjólreiða- stíga borgarinnar og hafi mikla ánægju af. „Nú er hægt að ganga eða hjóla alveg frá Seltjarnarnesinu upp í Heiðmörk. Brúin var ekk- ert óskaplega dýrt mannvirki en greinilega mikil samgöngubót. Það er eins og stórfljót hafi ver- ið brúað," sagði borgarstjóri. Reykjavíkurborg hyggst gera meira í að efla gönguferðir og útivist borgaranna. Ingibjörg Sólrún sagði að áætlað væri að tengja Grafarvog viö Elliðaár- dalinn með göngustíg. í Grafar- vogi væri að koma slíkur stígur umhverfis voginn. Skemmtilegt útivistarsvæði væri búið aö gera við enda Grafarvogs, þar sem áður var lítill sumarbústaður með nokkrum gróðri. Um þetta svæði virtust of fáir vita. Þar er hægt að tylla sér á bekki, það er hægt að grilla og njóta fallegrar náttúru. Þá er ætlunin aö fjölga um eina göngubrú í það minnsta, yfir Miklubraut á móts viö Rauðagerði. Þar hefur verið rætt um að gera göng undir götuna, en borgarstjóri sagði að per- sónulega væri hún meðmæltari brú. „Þarna eru erfið gatnamót þar sem er talsverð umferð fótgang- andi, ekki síst menntaskóla- „Mjög vel," svaraði Finnur Ingólfsson iðnaðar- og við- skiptaráöherra aðspuröur um hvernig honum hefði litist á fyrirtækin sem hann heim- sótti í Borgarnesi á dögunum þegar hann var þar á ferb. Ráðherran hefur heimsótt fyr- irtæki vítt og breitt um landiö í tengslum við fundaherferö sem ráðuneytið stendur fyrir. Finnur heimsótti fyrirtækin Vírnet hf. sem framleiðir m.a. þakjárn og nagla og Engjaás ehf. sem stofnað var um síðustu ára- mót og yfirtók þá alla starfsemi sem frarn fer í því húsi sem áður hýsti Mjólkursamlag Borgfirð- inga, en með tilkomu Engjaáss ehf. hefur öll áfengisátöppun á landinu, ab bjór undanskildum, krakka, einn af svörtu blettun- um í borginni þar sem hafa orð- ið mörg slys á fótgangandi. Brú þarna mundi tengja betur sam- an hverfi, Smáíbúða-, Voga- og Heimahverfi," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. -JBP flust í Borgarnes. „Hún er merkileg þessi brennivínsátöpp- un þarna, mjög merkileg. Svo er naglaverksmiðjan gamalt og rótgróið fyrirtæki sem hefur stabiö af sér innflutning og allar þær breytingar sem eru aö eiga sér stað," sagði Finnur aöspurð- ur hvort eitthvað hefði sérstak- lega vakiö athygli hans. Um kvöldiö fjölmenntu síöan stjórnendur fyrirtækja á svæb- inu á fund sem rábherra stóð fyrir á Hótel Borgarnesi, þar sem kynnt var átaksverkefni í at- vinnumálum sem ráöuneytið stendur fyrir og ýmsir mögu- leikar sem íslensk fyrirtæki eiga innan EES. -TÞ, Borgamesi. Páll Cubbjartsson framkvœmdastjóri Vírnets hf. lýsir því hvernig járnib er valsab fyrir Finni Ingólfssyni og Birni Inga Stefánssyni. Tímamynd: tþ, Borgarnesi lönabar- og vibskiptaráöherra heimsótti fyrirtœki í Borgarnesi: Leist vel á Sagt var... Spónn úr aski? „Halldór jónatansson forstjóri Lands- virkjunar varar mjög við því að veikja fyrirtækið meö því að skipta því upp í smærri einingar." í Morgunblabsgrein eftir Hjálmar jóns- son í tilefni af áformum Reykvíkinga og Akureyringa um a& fara út úr Lands- virkjun Húsib á sléttunni „Feeney líkir fangelsinu á Litla- Hrauni við „heimavist" og segir að hann hafi getað gengið þaban út hvenær sem honum sýndist. Peninga til að nota á flóttanum hafi hins veg- ar skort og því hafi hann or&ið ab reiða sig á konu sína me& peninga- sendingar. Hann segist hafa laumast út meban fangaverðirnir voru að horfa á sjónvarp. Fangelsið segir hann vera á „eyðilegri sléttu nærri smábæ." Frétt í DV af vibtali vib Donald Feeney í Playboy Áfram rá&herra! „Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigbis- ráðherra er bersýnilega með í undir- búningi byltingarkenndar tillögur um skipulag heilbrigðiskerfisins. Er ekki tímabært að ráöherrann beiti sér fyrir rækilegri könnun á kostum þess og göllum ab sameina sjúkrahúsin tvö í Reykjavík." Forystugrein í Morgunbla&inu um a& eitt hátæknisjúkrahús nægi Breitt Dagsljós „Dagsljós hefur þanist út yfir allan þjófabálk, og þar meb sá siður að af- greiba leikhús, sifjaspell og popp, kraftlyftingar og kveðskap í belg og biðu og með þeim flumbrugangi að hvergi er komið að kjarna máls. Allt í anda þess óþols sem heldur því fram aö enginn þoli ab fylgjast lengur með nokkru máli en í þrjár til fimm mínútur." Árni Bergmann í kjallaragrein í DV Römm er sú taug „Mamma ætlabist alltaf til svo mikils af mér, en samt vildi hún ekki láta mig læra til söngs, því þá hefbi ég farið, og þannig er þab með okkur öll systkiriin." Stellá í Knarrarnesi á Mýrum í vibtali vib Árna Johnsen í Morgunblabinu Fíkn og stórfelldur lúxus „Reikningsdæmin líta svona út af því ab Landsvirkjun hefur verib illa rekin áratugum saman. Hún hefur gert óhagstæba samninga um orkuverb til stóribju, hagab sér eins og fíkni- efnasjúklingur í virkjanabrölti og stundab stórfelldan lúxus í rekstri ab- alskrifstofunnar." Jónas Kristjánsson í leibara í DV um Landsvirkjun Söngmenn í pottinum voru í gær að gera því skóna að það mundi taka talsverðan tfma fyrir kórinn í Langholtskirkju að „hita upp" í gærkvöldi, en þá átti fyrsta söng- æfing kórsins eftir sumarfrí Jóns Stefánssonar að hefjast. Ástæð- una fyrir langri upphitun segja menn vera að ísköld kurteisi ein- kenni nú samskipti organista og prests og hvorugur vilji ver&a til þess að „rjúfa friðinn" opinberlega á meðan Eiríkur Tómasson vinnur að tillögum sínum. • íþróttaáhugamenn pottsins hafa velt því mikið fyrir sér hvar Gu&jón Þórðarson, þjálfari Skagamanna í knattspyrnu, haldi sig þessa dag- ana því hann hefur ekkert sést með liðinu frá því fyrir jól. Hann var ekki með liðib í Gróttumótinu innanhúss, sem er mótvægi vib Reykjavíkurmótið. Hann var heldur ekki með liðið í fslandsmótinu inn- anhúss nú um helgina. Þetta þykir ekki síst áhugavert vegna þeirra miklu sviptinga sem eru nú í her- búðum Skagamanna eftir að Bjarki Gunnlaugsson yfirgaf li&ið fyrir helgina og hugsanleg utanferð Sigga Jóns er enn í járnum. Gár- ungarnir spyrja hvort fleiri en Jón Stefánsson hafi farið í sumarfrí yfir jólin?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.