Tíminn - 16.01.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.01.1996, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 16. janúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 56B1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Útrás í atvinnulífi Eitt af því, sem einkennir nútíma viðskipti og at- vinnulíf, er það að landamæri hverfa og fjárfesting og rekstur verður alþjóðlegri með hverju árinu sem líður. Atvinnuuppbygging þjóða byggist í miklum mæli á erlendri fjárfestingu. íslenskt atvinnulíf hefur í takmörkuðum mæli þessi einkenni, enda setti íslensk löggjöf takmörk í þessu efni og setur enn. Þó hefur verið losað um bönd á erlendri fjárfestingu og fjármagnsflutning- ar leyfðir. Nú eru liðin um þrjátíu ár síðan fjárfesting er- lendra aðila hófst í stóriðju hérlendis, og nýr kafli í þeirri sögu virðist nú vera að hefjast með aukn- um áhuga á fjárfestingu hérlendis. Hins vegar hef- ur verið samkomulag um það enn að bein fjárfest- ing erlendra aðila í sjávarútvegi sé ekki leyfð. Um þetta heyrast þó skiptar skoðanir, en sú er þó enn yfirgnæfandi að þessi auðlind hafi sérstöðu. Eitt, sem einkennir breytta stöðu í atvinnulíf- inu, eru fjárfestingar íslendinga erlendis og sókn þeirra inn í fyrirtækjarekstur erlendis. Það er ekk- ert nema gott um þessa þróun að segja. í þessum rekstri fá íslenskir athafnamenn dýrmæta reynslu sem nýtist í viðskiptalífi hérlendis. Þekktustu verkefnin á þessu sviði er útrás sjávar- útvegsfyrirtækja víða um heim, í Kamtsjatka, Mexíkó, Chile, Namibíu og víðar. Á sviði sjávarút- vegs hafa íslendingar sérþekkingu og þau sam- bönd, sem myndast með verkefnum víða um heim, koma íslensku atvinnulífi til góða. Hins vegar höfum við íslendingar góða þekk- ingu á fleiri sviðum. Þjóðin er opin fyrir tækninýj- ungum og hefur tileinkað sér margar nýjungar í þeim efnum. íslensk heilbrigðisþjónusta er mjög framarlega og þekking og tæknivæðing er mjög mikil á þessu sviði. Nú hefur lyfjaverksmiðja hafið störf í Litháen fyrir forgöngu íslendinga og var uppbyggingin kostuð af þeim að stærstum hluta. Hér er um mjög glæsilegt og þróað fyrirtæki að ræða, þar sem ís- lensk þekking er notuð við uppbygginguna. Frum- kvööullinn að þessu framtaki var Grímur Sæ- mundsen læknir, sem hefur unnið mikið starf í því að gera þekkingu í heilbrigðismálum að markaðs- vöru m.a. með þátttöku í íslenska heilsufélaginu, sem stendur að uppbyggingu við Bláa lónið. í Litháen fer saman mikil þörf fyrir þróunarstarf og uppbyggingu og einstaklega jákvæð afstaða stjórnvalda í landinu til íslendinga vegna afstöðu þeirra í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þetta land liggur á krossgötum austurs og vesturs og heima- markaðurinn er 3,7 milljónir manna. Þarna eru áreiðanlega möguleikar fyrir enn frekari útrás ís- lenskra athafnamanna. Þó að íslensk athafnasemi á erlendri grund veiti atvinnu í viðkomandi löndum, er þýðingin fyrir íslenskt atvinnulíf afar mikil. Alþjóðleg athafna- semi íslendinga eykur möguleika fyrir innlenda framleiöslu á fjölmörgum sviðum. Ættarveldi í framboði Fréttastofa Sjónvarps hefur ekki séð ástæðu til aö ræða við Garra um forsetaframboð, þrátt fyrir að Garri hafi ítrekab gefið þab upp að hann liggi nú undir feldi og íhugi að gefa kost á sér. Þó svo að Garri muni ekki leggja fram formlega athugasemd til út- varpsráðs vegna þessarar gróflegu mismununar fréttastofunnar, er rétt að benda á að hér er á ferð- inni enn eitt dæmib um gildishlaðinn og hug- myndafræðilega litaðan fréttaflutning hjá Ríkisút- varpinu og því ástæða til að efla til muna frá því sem nú er eftirlit pólitískt kjörinna fulltrúa í útvarpsrábi með einstökum fréttum fréttamannanna. Eftir að Garri var búinn að jafna sig nokkuð á þess- ari ósvífni sjónvarpsins og fór að íhuga í rólegheit- um forsetaframbobsstöbuna, þá eru það e.t.v. ekki svo slæm örlög að lenda utan umræbunnar þrátt fyr- ir allt. Ástæðan er sú að annar hver frambjóðandi, sem í umræðunni er, kemur frá sama ættarveldinu. Frambjóðendur þessa ættarveldis hafa ótvíræða möguleika á ab einoka umræðuna á kostnað hinna fram- bjóöendanna, vegna þess að deilur og átök innan fjölskyldu eru einfaldlega miklu meira spennandi en deilur og átök milli óskyldra að- ila. „Schram-Hannibalsson" Ættarveldið, sem hér um ræðir, er að sjálfsögbu „Schram-Hannibalsson"- veidib, sem teygir anga sína um allt þjóðfélagib og segja má að hafi ákveð- inn miðpunkt á heimilijóns Baldvins og Bryndísar Schram á Vesturgötunni í Reykjavík.í Tímanum fyr- ir helgi útilokaði Bryndís sjálf ekki framboð, en kvaðst vissulega kannast vib að nafn sitt væri í um- ræðunni. Sömuleiðis hafa einstaka menn nefnt nafn Jóns Baldvins í þessu sambandi. Jón hefur ekkert gefið út á slíkan orðróm sjálfur, en kveðst aðeins ætla að styðja tiltekna konu í embættið. Með þeirri yfirlýsingu, sem Jón kaus að gefa í norsku blaði, má segja að teningum Schramara/Hannibalssona hafi verið kastab. Alþýðan er undir eins búin að gleyma utanættarframboðum og spyr: Hvaða konu styður Jón? Styður hann Bryndísi eða styður hann Guð- rúnu Pétursdóttur, mágkonu sína? Hvað segir þá Ell- ert B. Schram? Hann hlýtur að móðgast ef mágur hans vill ekki styðja hann. Ætla kannski systkinin bæði í framboð, þau Ellert og Bryndís? Hvað gerir Ólafur Hannibalsson ef Jón Baldvin eða Bryndís fara í framboð? Stendur hann meö Guðrúnu Péturs konu sinni, eba gengur hann í lið meö bróður sínum eða mágkonu? Túlkar hann kannski hugsanlegt fram- bob Bryndísar sem abför að frambobi sinnar konu? Og hvab gera fjarskyldari „Schramarar" og „Hanni- balssonarar"? Hvað gera t.d. Gunnar Schram eba Hallgrímur (Schram) Helgason grínisti? Styðja þeir Bryndísi, Ellert eða kannski Guðrúnu P., eða fara þeir bara sjálfir í frambob? Það gæti vel hugsast. Hallgrímur gæti vissulega verið sterk innkoma fyr- ir yngri kynslóðina. Og ef út í það fer, hvern ætlar þá Alþýðublaðið að styðja: Hallgrím, fastan skríbent sinn og Schramara í móðurætt, eba Hannibalssoninn Jón Baldvin, sem er formaður og leiðtogi blaðs og flokks? Og hvern ætlar Mogginn að styðja: Bryndísi eöa Guörúnu, sem báðar eru eigin- konur sona Hannibals bróbur Finnboga Rúts læri- meistara frá Marbakka í Kópavogi? Og hvern ætlar DV að styðja? Verða þeir frjálsir og óhábir, eða styðja þeir sinn gamla ritstjóra? Stórfengleg framhaldssaga Eins og þessi sýnishorn af brennandi spurningum gefa til kynna, er kominn upp erfið staba fyrir þá sem ekki eru af hinu mikla ættarveldi. í farvatninu gæti verið hreint stórfengleg framhaldssaga eöa sápuópera, þar sem utanaðkomandi persónur kæm- ust hreinlega ekki að frekar en „ekki-Ewingar" í Dall- as. Þó er ekki öll nótt úti enn, ekki síst ef gamalreynd- ir refir úr stjórnmálunum ætla ab blanda sér í slag- inn, menn eins og Steingrímur Hermannsson og Davíð Oddsson. Garri hins vegar verður að bíta í þaö súra epli að vera í ónáð hjá Ríkisútvarpinu og getur því ekki beitt sér sem skyldi. Garri GARRI Boðberar alsælu fíknarinnar Það er alveg rosalega töff að ganga með svona, sagði ung- lingsstúlka við fréttamann sjónvarps sem leitaði álits á því að verið er að selja æsku- lýbunum tískufatnað með áberandi myndum af marij- unanaplöntum. Að kaupa pípur og annað dót sem brúk- að er til fíkeniefnaneyslu er líka rosalega flott, staðfestu jafnöldrur. Myndir af plöntum sem kannabisefni eru unnin úr er al- þjóðlegt vörumerki sæluboðunar vímuefnanna. Ungu stúlkunum sem rætt var við um þá tísku að skreyta sig meb eiturjurtum fannst síður en svo neitt athugavert við að auglýsa fíkniefnin á þenn- an hátt og að taka þátt í herferðinni um aukna notkun þeirra. Sá herskari bullara sem heldur sig vera að berjast gegn notkun fíkniefna er álíka er álíka buröug- ur til vopnaskaks og Don Kíkóti sem lagbi í vindmillurnar með lensu sinni og al- kunnum afleibingum. Postularnir Smyglarar og sölumenn eru sagöir vandamáliö og að þeim er öllum spjótum beint. Neytendur eru ekkert vandamál. Þeim á aöeins að hjálpa og bjarga út úr heimi vímunnar. En öfluga auglýs- endur og postula vímuefnaneyslunnar sjá menn hvergi þótt þeir grenji boðskap sinn dögum og klukkustundum oftar í öflugustu fjölmiblum ár og síö og nú orðið kynslóö fram af kynslóð. Bobberar alsælu eiturvímunnar eru dáöir og tignaöir og löngu eftir ótímabært brotthvarf úr mannheimum vegna ofurneyslu. Þeir eru dýrkaö- ir sem gob og áhrifamestu fjölmiðlarnir halda þeim og boðskapnum á lofti, oft í sérstökum ung- lingatímum. Ab kenna smyglurum eiturefna og sölumönn- um einhliba um sívaxandi notkun þeirra er álíka fávíslegt og að kenna fjármálaráðherra og for- stjóra ATVR um að sumir ánetjast áfengi og veröa alkóhólistar. Ef Friðrik Sophusson og Höskuldur Jónsson hættu að flytja inn og selja áfengi niyndi alkóhólisminn og allar hans leiðu afleiðingar hverfa eins og dögg fyrir sólu. Svipaö má segja um innflutning og sölu tóbaks á vegum Fri&riks og Höskuldar. Samkvæmt kokkabókum þeirra sem berjast gegn áfengisbölinu er það neyt- andinn sem steypir sér í glötun og hann er talinn ábyrgur gerða sinna. Þeir sem neyta ólöglegra vímuefna eru aftur á móti fórn- arlömb voba vondra smyglara og sölumanna. Þeir bera enga ábyrgð og enn síður þeir sem unglingarnir taka sér til fyrir- myndar, hetjur og stjörnur og goð og endurlausn- arar skemmtanaauðvaldsins. Sterakempur keppnisíþróttanna eru ekki heldur lélegar fyrirmyndir. Hetjur fíknarinnar Ekki er nema von að illa gangi í bardaganum við eiturefnin og þá sem útbreiða þau. Það er alltaf verið að berjast við afleiöingar en ekki orsök. í fréttatímum og á fréttasíðum er sífellt verib aö segja frá afleiðingum neyslu vímuefna og fordæma smyglara og sölumenn. í öðrum dagskrárliðum og öðrum síðum sömu fjöl- miðla er fíklum hampab og afurbatapíkur færa óhörðnuðum unglingum heim sanninn um aö það sé allt í lagi að leggjast í eiturfíkn í nokkur ár, það sé vel hægt aö fara í meðferðir og hætta og vera stórstjarna eftir sem áður. Eiturefnakúltúrinn er bundinn sérstöku skemmtanamynstri. Kókaín og diskó fara einstak- lega vel saman og rapp og krakk. Svona má áfram telja. íþróttastjörnur og stórleikarar koma við sögu og því meira sem þeir innbyrða af kókaíni vex lofið sem fréttamenn hlaða á þá. Fyrst Marad- ona er snjallastur allra snillinga er það aðeins til bóta að hann hressi sig á kókaíni og skyldum efn- um þegar svo ber við að horfa, sem er alltaf. Popparar og rapparar og rokkarar eru á stalli sem átrúnaðargoð og fyrirmyndir unga fólksins og oftar en ekki er sá kúltúr sem liðið tilheyrir lífs- stíll fíkniefnavímunnar og gera fjölmiblar minna en lítið úr þeim ósköpum og því áhrifavaldi sem fíklarnir hafa á unglinga í mótun. Að kenna smyglurum og smásölum um eitur- efnavandann er álíka gáfulegt og að halda að hægt sé aö útrýma alkóhólisma með því einu að reka Friðrik úr fjármálaráðuneytinu og segja Höskuldi upp hjá Afengisversluninni. Áhrifavaldið er annars staðar. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.